Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 14
14: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976 THE OBSERVER TOKYO — Frjálslyndi flokkurinn hefur lengi farið með völd í Japan, en f herbúðum hans rfkir nú megnasti glundroði og skelfing. Hefur veldi flokksins aldrei verið eins hætt og nu á undanförnum tveim áratugum, og ástæðan er m.a. sú, að helztu framámenn hans eru grunaðir um aðild að hinu svonefnda Lockheed hneykslismáli. Kakuei Tanaka fyrrum forsætis- ráðherra er þegar kominn bak við lás og slá, og hefst við í einangrunarklefa þar sem hvergi er mulið undir hann Hann hefur verið sakaður um að hafa þegið a m.k 800 000 sterlingspund af Maru- beni-félaginu, sem er umboðsaðili Lockheed í Japan Upphaflega var Tanaka þó handtekinn, þar sem sannað var að hann hafði þegið fé erlendis frá án þess að gera gjald- eyrisyfirvöldum grein fyrir því Yfirvöld reyna nú að grafast fyrir um hvort Marubeni hafi látið fé þetta af hendi rakna í heiðarlegum tilgangi, eða hvort um hafi verið að ræða mútustarfsemi i því skyni að greiða fyrir sölu Lockheed-flugvéla í Japan Lfkur benda mjög eindregið til, að síðari tilgátan sé rétt Ástæðan er sú að japanska flug- félagið All Nippon Airwyas mun að undirlagi Tanaka sjálfs, hafa ákveðið að rifta samningum við McDonnell- Douglas og gera samning við Lock- heed-flugvélaverksmiðjurnar um kaup á TriStar flugvélum Enn- fremur hætti rikisstjórnin við áætlanir um smíði innlendra kaf- bátaleitarflugvéla og ákvað þess f stað að kaupa Orion-flugvélar frá Lockheed Aðalframkvæmdastjórar Maru- beni og All Nippon Airways hafa þegar verið handteknir vegna milli- göngu sinnar i þessari miklu mútu- starfsemi, en alls mun mútufé frá Lockheed-verksmiðjunum nema mörgum milljónum Bandarikja- dollara Tanaka, sem er 58 ára að aldri, er ■Í&S& THE OBSERVER eini japanski stjórnmálamaðurinn, sem hefur sætt sérstakri ákæru í máli þessu Hann var fátækur sveita- piltur, sem brauzt áfram af fádæma dugnaði, og gerðist sterkefnaður þjóðarleiðtogi Með þátttöku sinni i Lockheed-hneykslismálinu hefur hann áreiðanlega brennt allar brýr að baki sér, og á ekki afturkvæmt til þátttöku i japönskum stjórnmálum. Menn velta því nú mjög fyrir sér, hvort frjálslyndi flokkurinn muni ef til vill fylgja honum í pólitiska út- legð Takeo Miki núverandi forsætisráð- herra er almennt ekki álitinn hafa flekkað hendur sínar af Lockheed- hneykslinu. Samt er hann á hálum is Angar hneykslismálsins virðast teygjast fskyggilega nálægt ýmsum helztu forkólfum flokksins og jafnvel samstarfsmönnum forsætisráð- herrans í rikisstjórn Ef svo fer að menn sem Miki hefur sjálfur skipað í há embætti, verða handteknir fyrir þátttöku í máli þessu, verður hann áreiðanlega að vikja sjálfur Ýmis óánægjuöfl i flokknum hafa þegar lagt hart að honum að segja af sér Vafasamt er hins vegar hvort nokkur annar gæti haldið saman hinum sundraða flokki Miki er staðráðinn i þvi að standa meðan stætt er og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að komast að hinu sanna í Lockheed- hneykslinu Þar með reynir hann að styrkja stöðu sína meðal jaöpnsku THE OBSEB.VER Kakuei Tanaka. Eftir Mark Murray þjóðarinnar, sem mun kveða upp dóm yfir stjórn hans í almennum þingkosningum, er fara fram i landinu fyrir miðjan desember Hann hefur þegar skýrt þingheimi frá því að hann muni taka á sig ábyrgðina og segja af sér, ef einhver af ráðherrum hans reynist flæktur inn í Lockheed-hneykslið Þess verður ef til vill ekki langt að bfða að sá dómsdagur renni upp, þvi að bandarísk yfirvöld munu fyrr eða síðar birta upplýsingar, sem þau hafa i fórum sfnum, þ e. vitnisburð Carl Kotchian, fyrrum formanns Lockheed-félagsins. í vitnisburði þessum er að finna THE OBSERVER svör við um það bil 250 spurning- um, sem japönsk yfirvöld hafa lagt fram, svo og fylgiskjöl, og er þetta heilmikill doðrantur eða um 800 blaðsiðna plagg Bandarfsk yfirvöld vildu ekki birta þessar upplýsingar fyrr en japönsk yfirvöld hefðu sam- þykkt að Kotchian yrði ekki sóttur til saka En ýmislegt hefur þó kvisazt út f Japan um vitnisburð Kotchian, og hafa nöfn fimm háttsettra manna verið nefnd i því sambandi Þeireru: Yasuhiro Nakasone, aðalritari frjálsra demókrata, Tomisaburo Hashimoto, sem var samgöngu- málaráðherra *f stjórn Tanaka, Su- sumu Nikaido, en hann var helzti talsmaður rfkisstjórnar Tanaka, Taki- yuki Sato, framkvæmdastjóri skrif- stofu frjálsra demókrata, og loks Hideyo Sasaki, en hann gegndi einnig embætti samgöngumálaráð- herra í stjórnartíð Tanaka Yoshihiso Yasubara, yfirmaður sakamáladeildar dómsmálaráðu- neytisins, staðfesti það í japanska þinginu fyrir skömmu að manna þessara væri allra getið í vitnisburði Kotchian, en hann vildi ekki gera nánari grein fyrir málavöxtum. Talsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa sagt, að á þessu stigi málsins sé enn óljóst, hvort menn þessir hafi þegið eitthvað af Lockheed- mútufénu Hugsanlegt væri að nöfn þeirra væri að finna í skjölum flug- vélaverksmiðjunnar af öðrum ástæðum, m a vegna þess að þeir THE OBSERVER hafi verið álitnir starfa á vegum flokksins í kosningabaráttunni árið 19 74 er kosið var til efri deildar Fyrir þessar kosningar tókst flokkn- um að tryggja sér gífurlega há fram- lög í kosningasjóð, og talið er að heildarupphæð sjóðsins hafi verið einhvers staðar á bilinu 540—936 milljóna Bandaríkjadollara. Bróður- partinn af þessu fé létu stórfyrirtæki af hendi rakna, en flokkurinn veifaði óspart framan í þau kommúnista- grýlunni til að fá þau til að veita sér drjúgan stuðning. Þrátt fyrir þennan gilda kosninga- sjóð og mikla áróðursstarfsemi, munaði minnstu að frjálslyndi flokkurinn missti meirihluta sinn í þessum kosningum, en vinstri flokkarnir í landinu unnu hins vegar verulega á Bent hefur verið á að það var Hashimoto, sem stjórnaði þessari kosningabaráttu frjálslynda flokksins Hann, Sasaki og Nikaido voru tvfmælalaust menn Tanaka, en ef þeir verða handteknir fyrir aðild að Lockheed-hneykslinu, mun það skaða hagsmuni flokksins verulega og um leið hagsmuni Miki forsætis- ráðherra Þó yrði fyrst verulega illa fyrir honum komið, ef Nakasone og Sato yrðu berir að þátttöku í hneykslinu. Stjórnarandstöðuflokkarnir gera sér að sjálfsögðu mat úr ástandinu innan herbúða frjálslynda flokksins. Frá þeim hafa heyrzt raddir um, að Miki beri að segja af sér vegna handtöku Tanaka, en Kenji Miya- moto formaður kommúnista- flokksins er á öðru máli og hefur gefið í skyn, að bezt sé að láta frjálslynda stikna í eigin feiti. Miyamoto gerir sig hæstánægðan með að forsætisráðherrann ætli sér að brjóta Lockheed-hneykslismálið til mergjar Að því búnu „ættu bæði hann og flokkur hans að hljóta mak- leg málagjöld," þ e. að forsætisráð- herrann biðjist lausnar, og Frjáls- lyndi flokkurinn bíði afhroð í næstu kosningum Glundroði í japönsk- um stjórnmálum Mjög óhreinn fatnaóur þarf mjög gott þvottaefní... MeÓ Ajax þvottaefni veröur misliti þvotturínn alveg jafn hreinn og suðuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleift aó pvo jafn vei meó öllum þvottakerfum. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr, endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti 1 forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni þýóir: gegnumhreinn þvottur meó öllum þvottaherfum. Rússa og Rúmena vísað úr landi vegna njósna TVEIMUR sendiráösstarfsmönn- um frá austantjaldslöndum hefur verið vfsað frá Sviss vegna njósnastarfsemi að þv( er dóms- málaráðuneyti landsins skýrði frá fyrir skömmu. Annar njósnarinn er sovézkur sendiráðsstarfsmaður, en hinn rúmenskur. Óskað var eftir þvi að þeir færu úr landinu, þar sem þeir hefðu stundað „óleyfilega njósnastarf- semi“, og hafa þeir nú báðir hald- ið til síns heima. Fulltrúi dómsmálaráðuneytis- ins hefur sagt, að mennirnir hafi lagt stund á njósnir, sem væru „stjórnmálalegs eðlis“. Hamrahlíðar- skólinn hefst um mánaðamótin 1 vetur verða hátt á 14. hundrað nemendur ( Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar af á 6. hundrað í öldungadeild. Öldungadeildin verður sett þriðjudaginn 31. ág- úst kl. 17.30 og verða þá afhentar stundatöflur og próftafla fyrir haustönn. Bóksalan verður opin að setningu lokinni og hefst kennsla daginn eftir. Miðvikudaginn 1. sept. verður svo-skólinn settur kl. 9 f.h. og stundatöflur afhentar. Kennsla hefst um hádegi þann sama dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.