Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 19V. 15 Hitamál í New York: Kvenréttindakonur reka konu úr starfi vegna þungunar t StÐASTA hefti bandarfska vituritsins TIME segir frá máli, sem hefur vakið f senn athygli og gremju f Bandarfkjunum. Það er upphaf málsins að Susan Salvia, 23ja ára gamall strafs- maður f banka, varð barnshaf- andi eins og komið getur fyrir á beztu bæjum. Hún gekk á fund yfirmanns sfns og sagði honum gleðitfðindin og var þeim vel fagnað að sögn Susan. „En smám saman var farið að ýja að þvf við mig, hvort ég ætlaði ekki að fara að segja upp starf- inu. Og að lokum var mér hreinlega sagt upp.“ Nú hefur hún höfðað mál á hendur fyrirtækinu og telur þessa framkomu bera vott um kynjamisrétti. Allt þetta myndi að öllu jöfnu vera aðeins óþægi- legt mál, en myndi ekki vekja neina teljandi eftirtekt, ef ekki vildi svo til að vinnuveitandi ungfrúarinnar er First Women’s Bank í New York sem bandariskar kvenréttindakon- ur hafa komið á laggirnar og hafa þar alla stjórn á hendi, en bankinn tók til starfa i október á sl. ári og þar var einmitt heit- ið að sérstaklega yrði tekið tillit til þarfa kvenna. Yfirstjórn bankans vísar að sjálfsögðu ásökunum Susan á bug og segir að henni hafi verið sagt upp starfi vegna þess að hún hafi ekki verið nægilega hæfur starfskraftur. Þvi svarar Sylvia aftur með því að benda á að aldrei hafi verið fundið að störfum hennar fyrr en upp Susan Salvia. komst um að hún ætti barn í vonum. Nú kynni þvi svo að fara að bankinn yrði að ráða Susan á ný og greiða henni fullt fæðing- arfrí. En þetta mál hefur orðið til að álit bankans hefur beðið töluvert mikinn hnekki í aug- um almennings, að sögn blaða. Sænska fiskln anna- sambandið krefst útfærslu fiskveiði- lögsögu í 200 mílur Simrishamn —27. ágúst— NTB. FORMAÐUR sænska fiskimanna- sambandsins, Georg Aberg þing- maður, lýsti þeirri skoðun sinni á fundi sambandsins { dag, að Svfar ættu að færa fiskveiðilögsögu sfna út að miðlfnu í Eystrasalti þegar f stað. Hann sagði að stefna sú, sem fylgt hefur verið hingað til'Og felur f sér að ekki yrði um útfærslu að ræða fyrr en að lok- inni hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, ætti ekki fengur við. Þeim þjóðum færi ört fjölg- andi, sem lýstu yfir áformum um útfærslu. Svfar gætu ekki haft áhrif á þróun þessara mála á al- þjóðavettvangi, og yrðu að haga sér samkvæmt því. Af hálfu sænska landbúnaðar- ráðuneytisins, sem fer jafnframt með sjávarútvegsmál, var því lýst yfir, á útfærslu sem þessari væru væruleg vandkvæði, meðal ann- ars f sambandi við ákvörðun á markalínu við Gotland og Borg- undarhólm. Fulltrúi ráðuneytis- ins lét svo um mælt á fundi fiski- mannasambandsins, að líklega væri auðveldara viðfangs að skipta fiskveiðiréttindum i Eystrasalti samkvæmt kvótaregl- um, en það mál verður að öllum likindum rætt á fundi ríkjanna við Eystrasalt, sem haldinn verð- ur i Varsjá í næsta mánuði. PEN-þing skorar að láta Bukovsky á Sovétstjórnina lausan úr fangelsi Lundúnum — 26. águst — Reuter 41. alþjóðaþing PEN- klúbbsins, sem haldið er f Lundúnum um þessar mundir, skoraði í gær á Sovétstjórnina að láta rit- höfundinn Vladimir Bukocsky lausan úr fang- Ræðast N- Kórear og Bandaríkja- menn við? Washington, Seul 27. ág. Reuter. NTB. I KVÖLD bentu öll sólarmerki til þess að Bandarfkjamenn myndu svara játandi tillögu Norður- Kóreumanna um breytingu á hlutlausa beltinu milli Norður- og Suður-Kóreu. Miðar tillaga þessi að þvf að koma f veg fyrir að atburðir eins og þeir er gerðust á dögunum, er norður-kóreanskir landamæraverðir myrtu tvo Bandarfkjamenn, endurtaki sig. Henry Kissinger utanrfkisráð- herra Bandaríkjanna sagði i dag, Framhald á bls. 25 Fjölskylda brennd inni Belfast —27. ágúst — Reuter UNG hjón voru brennd inni ásamt tfu mánaða gömlu barni sfnu á heimili sfnu f fbúðarhverfi kaþólskra f Belfast f morgun. Bensfnsprengjum var kastað inn f hús hjónanna, og skemmdust einnig tvö hús f nágrenninu. önnur slys urðu ekki á mönnum f þessari árás. Þrír unglingar sáust hlaupa af morðstaðnum, en þeir náðust ekki. Þegar sprengjurnar sprungu þusti fólk í nærliggjandi húsum út fáklætt. Reynt var að koma hjónunum til hjálpar en menn urðu frá að hverfa þar sem neðri hæð hússins var eitt eldhaf. Á meðan stóð konan í glugga svefn- herbergisins á efri hæðinni og hrópaði.á hjálp, . .. . . ,. elsi af mannúðarástæðum. í orðsendingu, sem þingið sendi sovézkum stjórnvöld- um í gær, sagði ennfrem- ur, að ólfklegt væri að Bukovsky mundi lifa lengi úr þessu, yrði honum ekki sleppt úr fangelsinu fljóí- lega. Á þingi PEN-klúbbsins eru rit- höfundar frá fjölmörgum þjóð- löndum. Atkvæðagreiðsla fór fram um tillöguna um þessa áskorun á hendur Sovétstjórn- inni. Var tillagan samþykkt ein- róma, en þrir þingfulltrúar sátu hjá. Þá var samþykkt tillaga um að lýsa yfir áhyggjum vegna rit- höfunda, sem sitja f fangelsum vegna skrifa sinna og skoðana. Sú tillaga kom frá amerískum rit- höfundum, en einn þingfulltrúi Bukovskv greiddi atkvæði gegn henni og fimm sátu hjá. I þessari ályktun eru talin um eftirfarandi riki sem halda rithöfundum í fangels af þessum ástæðum: Argentfna Bangladesh Bólivía, Brasilía Kambódía, Indónesia, íran, Chile Kúba, Tékkóslóvakía, Egypta land, Ghana, Haiti, Indland Malawi, Malaysía, Marokkó Pakistan, Paraguay, Perú Rúmenía, Singapore, Suð urðAfríka, Suður-Kórea, Sýrland Formósa, Tanzanía, Túnis Urúguay, Sovétríkin og Júgóslavia. Þingið mótmælti því, að full- trúa Amnesty International var meinað að koma til Ghana til að vera viðstaddur réttarhöld yfir rithöfundinum Kofi Awoonor, sem sóttur var til saka fyrir að hafa „hylmt yfir með fóli, sem stóð að samsæri gegn ríkinu". Sjúkdómurinn dularfulli: New York — 27. ágúst — Reuter RANNSÖKNIR á sýnum úr þeim, sem látizt hafa af sjúkdómnum dularfulla sem upp kom f Ffla- delffu f júlfmánuði s.l., hafa leitt f Ijós, að þar var að finna mikið af nikkel-karbónýli. Hér er um að ræða bráðdrepandi gastegund, en nikkelkarbónfð er lit- og bragð- laust, auk þess sem engin lykt finnst af þvf. Það er notað við framleiðslu á plasti og ofnum gerviefnum, og er einnig að finna í efnum sem notuð eru við prentun. Vísindamenn, sem unnið hafa að rannsóknum á orsökum sjúk- dómsins, hafa starfað f tveimur hópum, sem ekki höfðu samband meðan á verkinu stóð, en niður- stöður beggja hópanna eru sam- hljóða. Nú hafa 28 látizt úr sjúkdómnum, auk 150 annarra, sem tóku hann. Niðurstaða vfsindamannanna var kunngerð f dag. Áður hafði fundizt óeðlilega mikið af nikkel í vefjasýnum úr sjúklingunum, en vísindamennirnir hafa ekki viljað draga ályktanir aP'rannsóknum sínumfyrr en nú. Dr. William Sundermann sem er efnasérfræðingur við Connecti- cut-háskóla, lýsti því yfir í dag, að nikkelmagnið í vefjasýnum sjúklinganna hefði verið hættu- legt lífi manna. Sóttvarnastofnun- in í Atlanta hefur staðfest þessi ummæli Sundermanns, en tekur þó fram, að enn sé of snemmt að skera úr þvi hvort nikkel- karbónýleitrun hafi verið hin raunverulega orsök sjúkdómsins. Einkenni nikkeleitrunar eru svipuð einkennum sjúkdómsins umrædda, sem lýsti sér Ifkt og lungnabólga. Þó mun fátftt að nikkeleitrun hafi f för með sér háan hita, en þeir, sem sýktust, fengu allir háan sótthita. Fyllibytta framdi hið fullkomna rán Edinborg 27. ág. NTB 1 FYRSTU leit þetta út sem hið fullkomna bankarán. Lögreglan f Edinborg stóð uppi ráðþrota og hafði ekki eftir neinni slóð að fara og bankastarfsmennirnir gátu enga viðhlftandi lýsingu gefið á ræningjanum sem hafði brotizt inn f bankann og stolið 240 sterlingspundum. En þegar John Sinclair, 24 ára, birtist tveimur dögum sfðar glaðbeittur á lögreglustöð og hvaðst snúa sér þangað f þeirri von um að lögreglan gæti sagt honum hvernig töluverður bunki af seðium hefðu lent f fórum hans, tók málið að skýrast. Svo ölvaður hafði Sinclair verið þegar hann framdi ránið, að hann mundi ekkert eftir atburðinum. Hann var enn undir veruiegum áfengisáhrifum þegar hann kom á fund lögreglunnar, en jafnskjótt og vfman var af honum runnin daginn eftir harmaði hann ákaft hvert hann hefði leitað. — Nordli Lifehættulegt nikkel-karbónýl- magn í vefjasýnum hinna sýktu Framhald af bls. 32 Eivind Bolle sjávarútvegsráð- herra og kona hans, auk nokkurra embættismanna. Svo mikill dumbungur var á Keflavfkurflug- velli þegar þotan lenti, að um tfma leit út fyrir að snúa yrði henni til Reykjavfkurflugvallar, en lendingin heppnaðist þó ágæt- lega. Nordli sagði við komuna að veðrið kæmi sér á óvart, en lend- ingin hefði gengið vel og það væri fyrir mestu. í samtali við fréttamenn á flug- vellinum sagði Nordli að þetta væri fyrsta opinbera heimsókn sin til annars lands frá þvi að hann varð forsætisráðherra í janúar sl. Hann sagðist búast við þvf, að f samræðum sfnum við Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra mundi bera á góma ýmis mál er snertu samband og sam- vinnu landanna en ekki væri um að ræða nein sérstök vandamál í samskiptum íslands og Noregs, sem fjalla þyrfti um nú, enda væri þessi heimsókn fyrst og fremst vináttuheisókn. Að sögn Nordlis hefur norska stjórnin ekki enn ákveðið hvenær fiskveiðilögsagan við Noreg verð- ur færð út, en á föstudag verður lagt fram frumvarp stjórnarinnar um 200 mílna auðlindalögsögu fyrir Noreg. Stjórnin mundi fylgj- ast náið með þróuninni á hafrétt- arráðstefnunni f New York og byggja endanlega ákvörðun um dagsetningu útfærslu á henni. Kvaðst Nordli búast við að þeirr- ar ákvörðunar væri að vænta i náinni framtíð. Ráðherrann sagði að það væri mjög ánægjulegt að vinna að stefnu og þróun í olíumálum Norðmanna. Fyrir aðeins 10 árum hefði enginn trúað því, að Noreg- ur ætti eftir að verða oliuríki. Hann sagðist þó telja að olfan hefði ekki úrslitaþýðingu fyrir Norðmenn, en hún væri kærkom- in viðbót við aðra möguleika sem fyrir væru í landinu. Ýmis vanda- mál þyrfti að leysa samfara olíu- vinnslu bæði í norrænu og alþjóð- legu samstarfi. 1 gærkvöldi sátu norsku gest- irnir kvöldverðarboð að heimili Geirs Hallgrfmssonar forsætisráð- herra, en í dag verða viðræður ráðherranna og Nordli mun einn- ig eiga fund með forseta íslands. Hann mun leggja blómsveig að norska minnisvarðanum i Foss- vogi um hádegið f dag, en að því búnu snæða hádegisverð að Bessastöðum f boði foreta. Siðdeg- is í dag fara gestirnir i skoðunar- ferð til Þingvalla. Norsku forsæt- isráðherrahjónin búa f Ráðherra- bústaðnum, en aðrir norskir gest- ir að Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.