Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. AGUST 1976 5 Loðnan feit og góð ENGIN loðnuveiði var í gær, en vinnsla gekk vel á þeim stöðum, sem bátarnir lönduðu á í fýrra- dag, en það var i Siglufirði, Bolungarvík og á Raufarhöfn, auk þess sem einn bátur landaði á Krossanesi. Loðnan er mjög góð og feit. Samkvæmt upplýsingum Markús- ar Kristinssonar á Siglufirði er hún um 19 til 20% feit og yfirleitt er hún öll yfir 16%. Er hér þvi um mjög gott hráefni að ræða, sem allt fer í bræðslu. Ástæð an er sú að bátarnir setja forma- lin í aflann, þar sem um 12 til 14 klukkustunda sigling er af miðun- um í land og auk þess getur það tekið um 3 sólarhringa fyrir skip- in að fá þennan afla. Er þvi loðn- an orðin talsvert gömul, þegar til bræðslu kemur. 1 sumar hafa borizt á land i Siglufirði um 33 þúsund tonn af loðnu. Bræðslan hefur gengið vel og hafa þegar verið brædd um 30 þúsund tonn. Hrapaði 1 skarð er myndaðist vegna vatnsaga SVO sem fram kemur í annarri frétt í blaðinu í dag hafa orðið miklar vegaskemmdir á Snæfells- nesi sökum vatnavaxta. Eitt óhapp hlauzt af vega- skemmdum í gær, er séra Jón Þorsteinsson, sóknar- prestur í Grundarfirði, og fjölskylda hans slösuðust er bifreið þeirra hrapaði í 3ja metra djúpt skarð, sem komið hafði i veginn skammt vestan Grundar- fjarðar. Slysið varð við bæinn Skerð- ingsstaði við brúna á Hólalæk, sem er skammt vestan við þorpið Grundarfjörð. Séra Jón var þar á ferð í bil sínum ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Þegar þau komu yfir brúna stakkst bifreið þeirra í skarðið á veginum. Jón komst upp á veginn og gat látið vita af ferðum slnum með aðstoð bíls. Var fjólskyldan flutt til Stykkishólms. Til allrar hamingju voru meiðsli fólksins ekki mikil og sagði fréttaritari Mbl. i Grundar- firði, Emil Magnússon, að útlitið hefði verið mun verra í fyrstu. Séra Jón hlaut aðeins smáskrám- ur og yngri dóttirin meiddist ekk- ert. Hin eldri skarst svolitið i and- liti, en prestfrúin kinnbeinsbrotn- aði og skarst einnig eitthvað. Bif- reið þeirra er talin gjörónýt, en hún var nýleg Cortina. Flugfreyiur sýna föt FLUGFREYJUR hjá flugfélaginu International Air Bahamas, sem er eign Flugleiða hf., hafa tekið upp þá nýbreytni á flugleiðinni Luxemburg— Bahamaeyjar að hafa 40 til 50 mínútna tizku- sýningu eftir að hafa veitt farþeg- unum hressingu. Hefur þetta mælzt vel fyrir meðal farþeganna á þessari 10 klukkustunda löngu flugleið. Um borð i flugvél Bahamas eru 6 flugfreyjur. Við hvert sæti i flugvélinni er bæklingur með upplýsingum um flíkurnar, sem til sýnis eru, svo að farþegarnir geti haft sem mest gagn af tizku- sýningunni. Gfsli Sigurgeirsson Nýr ritstjóri ÍSLENDINGS NYR ritstjóri hefur verið ráðinn að akurevska biaðinu fslendingi. Er það Gfsli Sigurgeirsson, sem starfað hefur við biaðið að meira eða minna ieyti sfðastliðin 3 ár. Tekur hann við ritstjórn af Sigrúnu Stefánsdóttur. Gísli hefur til þessa séð um íþróttafréttir íslendings, jafn- framt því sem hann hefur verið auglýsingastjóri og annast hvers konar störf fyrir blaðið, ef á hefur þurft að halda I forföllum ann- arra — eins og segir í íslendingi sjálfum. Síðasta ferð í Þjórsárdal EINS OG undanfarin sumur hafa Landleiðir hf. haldið uppi kynnis- ferðum um Þjorsárdal og þó að verðurfarið hafi verið þeim þungt í skauti svo sem öðrum hér á Suðurlandi hefur dalurinn oftar en hitt boðið upp á milt og þurrt veður síðdegis. Á morgun (sunnudag) verður siðasta ferðin farin og ef veður leyfir verður staldrað við til berjatínslu í um tvær stundir inn hjá Stöng en á þeim slóðum er nú mikið af krækiberjum. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 árd. og leiðsögumaður verður Gísli Guðmundsson. Þjófiiaðir auk- ast á Italíu RÆÐISMAÐUR Islands i Genova á italiu hefur sent sendiráðinu i Kaupmannahöfn bréf þar sem bent er á og ferðamenn varaðir við sívaxandi farangurs- og tösku- þjófnaði i landinu, sem bitni eink- anlega á kvenfólki. Segir í bréf- inu að þjófnaðir af þessu tagi hafi aukizt eins og aðrir glæpir á ítalíu, og hafi óviðbúnir ferða- menn mjög orðið fyrir barðinu á þessum þjófum. j£- EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU \m AUGLÝSINGA- SÍMINN F.R- 22480 Góður sigur Inga gegn Tukmakov Biðskákir úr fyrstu þrem umferðum Reykjavíkurskák- motsins voru tefldar siðdeg- is í gær, og lauk öllum nema einni, skák Antoshins og Björns Þorsteinssonar úr 3. umferð. Björn Þorsteinsson átti biðskák við Keene úr 1. um- ferð. Þar stóð Björn höllum fæti, hafði peði minna og lakari stöðu. Og þótt hann berðist af hörku, komst hann ekki hjá þvi að gefast upp eftir liðlega 60 leiki. eftir JON Þ. ÞOR Úr 2. umferð átti Björn biðskáfk gegn Matera. Sú skák var unnin fyrir Banda- ríkjamanninn, þegar hún fór i bið, og ekki varð honum skotaskuld úr að vinna úr yfirburðunum. Eins og skýrt var frá i grein um aðra umferð gerðist það einna mark- verðast þar, að Ingi R. Jóhannsson sneri á sovézka stórmeistarann Tukmakov i tímahrakinu og átti unna stöðu þegar skákin fór í bið. Skákin fer hér á eftir: Hvitt: V. Tukmakov Svart: Ingi R Jóhannsson Tarrasch vörn 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6 3. Rf3 — c5, 4. g3 — Rc6, 5. Bg2 — d5, 6. cxd5 — exd5, 7. d4 — Be7, 8. 0-0 — 0-0, 9 Bg5 — c4, 10. Re5 — Be6, 1 1. e3 — Rd7, T2. Rxc6 — bxc6, 13 Rxe7 — Dxe7, 14 b3 — cxb3, 15. Dxb3 — Hab8, 16. Dc2 — Hb4. 17 a3 — Hb7, 18. Ra4 — Hc8, 19. Hfc 1 — c5, 20 e4 — dxe4, 21. Bxe4 — Bb3, 22. Dd3 — c4, 23 Df3 — Hbb8, 24. Rc3 — Rf6 25 Bc6 — Hd8, 26 d5 — Dc5, 27. Df4 — h6 28 a4 — a6, 29 Hab1 — Hd6, 30. He1 — Hbd8, '31 He3 — Bc2 32 Hb7 — g5, 33. De5 — Bg6 34. h3 — Kg7, 35. De7 — Dd4, 36 Hf3 — h5, 37 Be8 — g4, 38. Bxf7? — H8d7, 39. Hxd7 — Hxd7 40. Dxf6 — Dxf6, 41. Hxf6 — Kxf6, 42. Be6 — Hb7 43. hxg4 -— hxg4 44. Bxg4 — Hb3, 45. Re2 — c3 46. d6 — Hc1, 47. Kg2 c2, 48 d7 — Ke7 og hvitur gafst upp. Og ekki brást Guðmundi bogalistin gegn Vikcevic Hann vann þá skák af miklu öryggi og nákvæmni, þrátt fyrir harðvituga mótspyrnu andstæðingsins. Þvi miður hef ég þessa skák ekki undii höndum sem stendur, en vonandi birtist hún hér blaðinu innan skamms. Timman held- ur sínu striki EINHVERN veginn var minna fjör og minni stemmning í 3. umferð Reykjavíkurskákmótsins en verið hafði í hinum fyrri. Ástæðan var ef til vill sú, að þegar flestir áhorfendur komu um og eftir klukkan 19 hafði þegár verið samið um jafntefli í tveimur skák- um: Helgi Ólafsson og Ingi R. sömdu eftir að- eins 13 leiki, og Keene og Guðmundur Sigurjóns- son eftir 17. En I hinum skákunum var barizt. Og nú beindust augu flestra til skáka stórmeistar- anna. Þar er fyrst að hyggja að við- ureign Westerinens og Friðriks Ólafssonar, sem fer hér á eftir með örstuttum skýringum. Hvítt: H. Westerinen Svart: Friðrik Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. b3 (Hægfara uppbygging, en Westerinen vill forðast teóriuna). — d5, 4. exdó — exd5, 5. Bb2 — Rf6, 6. Bb5+ — Rc6, 7. De2+ — Be7, 8. Bxf6 (Tvistrar peðstöðunni, en í 4 œSœ1 3. umferðin cfíir JÓN I>. ÞOR betra að leika a3, sem hefði leitt til auðunninnar stöðu. Og nú náði Tukmakov mótspili. 20. leikur hans er stórsnjall og eft- ir 21. Rcl? hefur hann jafntefl- ið i hendi sér. Og þá gerðist undrið. . . Hvítt: Margeir Pétursson Svart: V. Tukmakov Grúnfeldsvörn 1. c4 — Rf6, 2. Rf3 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. d4 — Bg7, 5. e3 — 0-0, 6. b4 — b6, 7. Bb2 — c5, 8. bxc5 — bxc5, 9. Hcl — cxd4, 10. Rxd4 — Bg4, 11. f3 — e5, 12. Rb3 — Be6, 13. cxd5 — Rxd5, 14. Rxd5 — Bxd5?, 15. Ba3 — Rc6, 16. Bxf8 — Bxf8, 17. Bc4 — Rb4, 18. 0-0 — Bxc4, 19. Dxd8 — Hxd8, 20. Hxc4 — Friðrik í sókn staðinn fær svartur biskupa- parið og sóknarmöguleika á g- línunni. Þess vegna var ef til vill betra að leika 8. Re5). 8. — gxf6, 9. 0-0 — 0-0, 10. Hel — Bd6, 11. h3 — Kh8, 12. Rc3 — Hg8, 13. Khl — Be6, 14. Bxc6 — bxc6, 15. Rh4? (Ónauðsynlegt timatap. Betra var 15. d4). 15. — f5, 16. Rf3 — Df6, 17. Hgl — Dh6, 18. Ra4 — Hg7, 19. Rh2 — Hag8, 20. De3 — Df6, 21. Hael (Ekki 21. Rxc5 vegna Hxg2 o.sv.frv.). 21. — d4, 22. Dd3 — Bd5, 23. Rf3 — Hg4I, 24. Rxc5? (Tapar manni en hvað átti hvít- ur að gera?). 24. — Bxc5 og hvítur gafst upp. Ef 25. hxg4 þá Dh6+ og vinnur. Margir fylgdust einnig með skák Margeirs Péturssonar og Tukmakovs. Margeir beitti gegn Grunfeldsvörn andstæð- ingsins afbrigði sem hann hef- ur áður teflt með góðum árangri. Stórmeistarinn virtist hins vegar ekki þekkja það gjörla og fékk gjörtapað tafl í byrjun, tapaði skiptamun í 15. leik. En þá fór Margeir að tefla ónákvæmt, í 18. leik var t.d. Hd3!, 21. Rcl? — Hd2!, 22. a4 — Rc2, 23. Hf2? ? ? — Hdl+, 24. Hfl — Hxfl og hvltur gafst upp. Timman náði nú forystunni einn er hann sigraði Banda- ríkjamanninn Matera örugg- lega með svörtu mönnunum. Af stórmeistaranum Najdorf er það aftur á móti að segja, að hann beitti Philidorsvörn gegn Vukcevic og átti i hálfgerðu basli framan af en tókst að rétta við og varð skákin jafn- tefli eftir liðlega tuttugu leiki. Björn Þorsteinsson hafði svart gegn Antoshin og veitti harða mótspyrnu framart af Þegar líða tók á kvöldið virtist úthaldið bregðast hjá Birni og átti hann lakari stöðu er skákin fór í bið. Gunnari Gunnarssyni urðu á mistök í byrjun sem leiddu til þess að Haukur Angantýsson náði öruggu frumkvæði, vann peð og siðan skákina örugglega Eftir 3 umferðir hefur Timm an forystu með 3 v. og Najdorf er í öðru sæti með 2,5. Staða annarra keppenda er nokkuð óljós vegna mikils fjölda bið skáka. Fjórða umferð verður tefld í dag og hefst taflið kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.