Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976 ÓEIRÐIR þær og mótmælaað- gerðir, sem í sumar áttu sér stað í Póllandi, hafa ef til vill vakið furðu meðal lesenda blaðsins. Miklar verðhækkanir eru sem kunnugt er ekkert ný- næmi á íslandi og því kannski lítt skiljanlegt, að viðbrögð al- mennings í Póllandi urðu jafn ofsafengin og fréttir herma. Svo öflugar og þaulskipulagðar voru mótmælaaðgerðirnar, að ríkisstjórnin sá sér þann kost vænstan að hætta við fyrirhug- aða hækkun á nauðsynjavörum, en hún var í sumum tilfellum áætluð nær hundrað prósent. Eins og þegar hefur komið fram í fréttum varð svipuð hækkun Gomulka að falli og kom um leið Gierek til valda. Allmargar orsakir liggja til þess, að matvöruverðið reynd- ist svo afdrifaríkt. Vestan járn- tjalds ríkir að mestu frjálst verðlag og það leiðir af sér, að verzlunarfyrirtæki þar hækka vörur sínar í verði, þegar kostnaður fyrirtækisins eykst. í póllandi er þessu öðruvísi farið. Sem i öðrum löndum með mið- stýrðu stjórnkerfi ríkir þar fast verðlag. Ríkið ræður gjörsam- Lega yfir verzlun og atvinnulifi og ákvarðar hvað hver vöruteg- und skuli kosta. í verksmiðjun- um er viðkomandi verð prentað á umbúðirnar, en ár geta liðið milli hækkana. Sama vara kostar því jafnmikið I öllum verzlunum, og sértilboð eins og þau sem tíðkast í Vestur- Evrópu eru óhugsandi. Matur er eini „munaður", sem meðaltekjumaður getur veitt sér, en meðaltekjur eru tæplega 3.500 zloty á mánuði. Einn mjólkurlítri kostar 2,90 og eitt kíló af rúgbrauði 3—4 zloty eftir tegund. Mánaðarkaup pólsks verkamanns hrekkur ekki til kaupa á sjónvarpstæki. Litsjónvarp kostar rúmlega fimmföld mánaðarlaun. Svip- aða sögu er að segja um aðra eigulega hluti. Húsgögn eru bæði dýr og urrfram allt tor- fengin. Sá sem vill eignast bíl, verður að greiða andvirði hans fyrirfram og bíða síðan eftir afhendingu bílsins í eitt ár. Um sumarleyfisferðalög er vart að ræða, sérstaklega á þetta við um utanlandsferðir. Mikill hluti launanna fer til greiðslu á húsaleigu fyrir þá pínulitlu fbúð, sem flestir verða að láta sér lynda. Af þessu má sjá, að pólskur verkamaður býr við fremur kröpp kjör. Flokks- stjórn og ríkisstjórn hafa að sjálfsögðu reynt að bæta efna- hag landsmanna og skapa þegn- unum viðunandi lífskjör. Það ef augljóst, að framfarir hafa orðið miklar, ef þess er gætt, að Pólland var þrautpínt og merg- sogið eftir blóðtöku seinni heimsstyrjaldarinnar. Verk- smiðjur jafnt og íbúðarhús lágu í rústum, og uppbyggingar- starfið varð bæði kostnaðar- samt og tímafrekt. En það, sem áunnizt hefur, hrekkur ekki til þess að gera Pólland að vel- ferðarþjóðfélagi á nútima vísu. Á hverju flokksþingi og við hver 1. maí hátiðahöld eru gef- in loforð um stórfellda fram- leiðsluaukningu, sem jafnoft dregst á Ianginn. Það er eðli- legt, að flokksstjórn og ríkis- vald eru á opinberum vattvangi full bjartsýni. Hitt er torskild- ara, að svipuð bjartsýni ríkir meðal sérfróðra manna vestan járntjalds. Á mörgum sviðum er Pólland áratugum á eftir Norðurlönd- um. Landbúnaður er aðeins að litlu leyti vélvæddur. Á hinni víðáttumiklu sléttu, sem mynd- ar Mið-Pólland, er nær eingöngu unnið með hestum, sem beitt er fyrir frumstæð landbúnaðartæki, og bændur sá í akra sína með höndunum. Á vegum úti er eins algengt að mæta hesttæki og bíl. Meira að segja í Varsjá ber slíka sjón fyrir augu. Allar tilraunir ríkisstjórnar- innar til að koma málum sem þessum í nýtizkulegra horf hafa byggzt á lántökum í Vest- ur-Evrópu. Skuldin við útlönd er núorðin geipileg, en greiðslugeta landsins sjálfs er bágborin. Því er hætta á, að hlutskipti Póllands verði líkt og þróunartandanna — að verða efnahagslega háð lánardrottn- um sínum. Samkvæmt gamalli hefð hafa hugvísindagreinar setið í fyrirrúmi á sviði æðri menntunar. Sama hefð hefur skipað tæknigreinum á óæðri bekk. Svo er þessu farið enn í dag. Afleiðingin verður sú, að pólsk iðnaðarframleiðsla er ekki samkeppnisfær á heims- markaðnum og landið fer þann- ig á mis við dýrmætan erlendan gjaldeyri. Til þess að ráða bót á þessu keppir ríkisstjórn Giereks að iðnvæðingu með erlendri að- stoð. Algengasti bíllinn á götun- um I Varsjá er Polski FIAT, framleiddur í Póllandi með einkaleyfi frá Itölum. Hinir nýtízkulegu strætisvagnar, sem aka um götur borgarinnar, eru smíðaðir í samvinnu við franska fyrirtækið Berliet. Fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna, t.d. Faci-ritvélar og Thompson-segulbönd. Meira að segja hefur amerísk Coca Cola- menning náð fótfestu í landinu, en fyrir nokkrum árum keyptu Pólverjar réttindi til fram- leiðslu á þessum „siðspillandi yfirstéttardrykk". Reykinga- menn eiga kost á Philip Morris og Marlboro framleiddum þar- lendis. Pólverjar eru heldur ekki sjálfum sér nógir á sviði bygg- ingartækni. í Varsjá eru aðeins tvö nýtízku háhýsi — bæði byggð af sænskum verktökum. Norskt byggingarfélag hefur nýlega lokið smíði á stærsta mjólkurbúi í borginni. Sennilega er þó illa nýttur vinnukraftur mesti dragbítur- inn á ailar framfarir í Póllandi. Þessa verður alls staðar vart i atvinnulífinu. Flestir ferða- menn hafa komizt í kynni við skriffinnskubáknið í löndunum austantjalds. Það sem ferða- langurinn sér eru þó aðeins gárurnar á yfirborðinu. Þetta tröllaukna skrifstofubákn heft- ir allar framkvæmdir I sam- félaginu. Pappírar og skjöl eru á sifelldum flækingi milli yfir- valda og stofnana til undir- skriftar og stimplunar. Sem lítið dæmi má nefna þetta: Ég hafði unnið að smávægilegu eftir BENGT HULTQVIST verkefni fyrir pólskt útgáfu- fyrirtæki. Því var þö ekki leyfi- legt að láta mér í té nokkra borgun fyrr en tilheyrandi ráðuneyti hafði gefið samþykki sitt. Ég beið og beið eftir heim- ild frá ráðuneytinu, en ekkert bólaði á henni. Eftir sjö vikur hafði ég samband við útgáfu- fyrirtækið, og var þá sagt að koma og sækja greiðsluna. Þeg- ar þangað kom fékk ég að vita, að allt væri á misskilningi byggú Það vantaði ennþá eina undirskrift á pappírana. Nú var mér sagt að koma eftir viku, en þá skyldi allt vera tilbúið. Að viku liðinni stóð ég þar á ný. Sá sem hafði lofað mér peningun- um var í sumarfríi. Auðvitað var leyfið frá ráðuneytinu enn ókomið. I þetta sinn fór ég þó ekki fyrr en ég hafði fengið tilskilda þóknun. Gjaldkerinn Höfundur greinarinnar, Bengt Hultquist, starfar sem sænskur sendikennari við háskólann I Var- sjá. Hann er kvæntur fslenzkri konu, sem hefur fært grein þessa til Islenzks máls. sá sér þann kost vænstan að borga mér án þess að hafa fengið svar frá ráðuneytinu. Kannski er rétt að taka það fram, að þetta er því miður ekkert einsdæmi, miklu fremur er það dæmigert fyrir stirðleik- ann í þjóðfélaginu. Víðar verður þess vart, að vinnukraftur er illa nýttur. Maður sér oft á tíðum 4—5 menn að verki, þar sem einn myndi nægja í Vestur-Evrópu. Vinnuhraði er miklu minni en tíðkast hjá okkur, og á það við bæði um iðnað og þjónustu- störf. Vörudreifing er í megn- asta ólestri og þar af leiðir, að skortur er sí og æ á vissum vörutegundum. Þetta kemur mjög harkalega niður á hús- mæðrum, sem oft og einatt verða að gera sér að góðu það sem á boðstólum er hverju sinni og nýta það síðan eftir beztu getu. Biðraðir í verzlun- um eru daglegt brauð og minna helzt á þá örtröð, sem tíðkast fyrir utan vinsæl danshús í Reykjavík um helgar. Að mati Norðurlandabúa er óheiðarleiki og ýmiss konar spilling allri velmegun í Pól- landi mjög til trafala. Sem gest- ur uppgötvar maður tæplega þessi fyrirbæri, og því eru þau að öllum líkindum lítt kunn á Norðurlöndum. Spilling á sér stað á öllum sviðum. Okkur er kunnugt um Svia, sem voru stöðvaðir af umferðarlögregl- unni, sektaðir og þess krafizt, að sektin væri greidd á stund- inni — í vestrænum gjaldeyri. Síðan er venjan, að lögreglan Brotalömin 1 Póllandi Torgið í gamla borgarhlutanum (Stare Miasto). kerfisbundið sögulegar minjar og verðmæti, m,a, Konungshöllin 1939 og 1945. Þar stóð ekki steinn Húsin umhverfis torgið eru byggð á 1 7. og 1 8. öld F þessi hús, en Pólverjar reistu þau úr rústum F sama — barokk- og renaissancestFI. Þjóðverjar eyðilögðu stFI og áður af fádæma þrautseigju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.