Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. AGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga efíir BEAU BLACKHAM sneri sér svo aó vesalings lestarverciin- um. — Þú heldur þú hafir leikið á mig, ekki satt? Sagði Surtur. En því er nú öðru vísi farið! Eg ætla að láta þig, herra vörður, og þig, herra lestarstjóri, bera kistuna mína og rommtunnuna, þar til ég hefi komizt á óhultan stað. k'lýtið ykkur nú! og hann klifraði út úr lestinni. — Æ og ó, sögðu lestarvörðurinn og lestarstjórinn dapurlega, en þeir urðu þó að fylgja fyrirmælum Surts. Lestarstjórinn lyfti kistunni niður og vörðurinn bar hana spölkorn frá lestinni, meðan lestarstjórinn bar rommtunnuna fram á vagnsbrúnina og beið þess að vörðurinn tæki á móti henni. Surtur sjó- ræningi stóð við hliðina á Manga og fylgdist með vinnu varðarins — og þá datt Manga gott ráó í hug. Hann hristi sig eins hratt og hann mögulega gat, en þetta hafði það í för með sér að lestar- stjórinn missti takið af tunnunni og hún steyptist fram af vagninum og. . . beint ofan á höfuðið á sjóræningjanum! Áður en Surtur gæti jafnað sig eftir höggið, hafði lestarvörðurinn, sem hafði fullan hug á að hefna sín fyrir atburðinn við tjörnina, þrifið beltið af sjóræningj- anum, bundió hann með því og náð af honum marghleypunum. Surtur var alveg ósjálfbjarga, og meóan farþegarnir ráku upp hvert fagnaðarópið á fætur öðru, fleygðu þeir honum inn í farang- ursvagninn. Og er hér var komið komst lestarstjórinn að því, að í einum vagnin- um voru nokkrir pokar af kolum, svo að Mangi gat lagt af stað til baka þá leið, sem hann hafði komið. Á leiðinni mættu þeir sjóliðunum og afhentu þeim Surt, fjársjóðinn og tunnuna. Svo þannig var það þá, að Móði Mangi handsamaði Surt sjóræningja. MOÐI mangi og hringekjan. Venjulega flutti Móði Mangi ósköp venjulegt fólk og farangur milli stað. En einn morgun varð hann fullur af áhuga, því að allskonar skemmtitækjum var komið fyrir í vögnum hans. Jæja. Ég sé að maðurinn minn er kominn heim úr vinnunni! KAFFINU \\ ja Þakka yður fyrir ungi maður, Ég trúi varla eyrum mfnum! en ég er tæplega þess virði að bjarga. Ég er og hefi alltaf verið óflokksbundinn maður. Ég kýs alltaf bezta frambjóðandann, af hvaða flokki sem hann er. — Hvernig ferðu að vita, hver er bezti frambjóðandinn áður en búið er að telja atkvæðin? Hún var ung og nýgift og svo hamingjusöm, þangað til allt í einu einn morgun, en þá kom hún grátandi niður stigann með sárum ekka. — Hvað er að þér elskan, sagði eiginmaðurinn fullur samúðar. Hef ég nú gert eitt- hvað af mér? — Yndið mitt, sagði hún. Mig drevmdi I nótt að þú værir að kyssa ókunnuga stelpu. Éf þetta kemur nokkru sinni fyrir aftur, þá skal ég aldrei svo mikið sem tala við þig oft- ar. Bóndinn: Hvað heldur þú að margar kindur séu i þessum hóp? Gesturinn: Éimm hundruð. Bóndinn: Alveg rétt, en hvern- ig fórstu að komast að því svona á augabragði? Gesturinn: Ég taldi bara á þeim lappirnar og deildi svo með fjórum. Öflugasta vatnsorka í veröld- inni eru konutár. Góð dómgreind er afleiðing af mikilli reynslu, mikil reynsla er afleiðing af lélegri dóm- greind. Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 7 Þeim var ekki aðeins haldið föngum í þessu íbuðrarmikla um- hverfi. Væri svo hefðu blaða- menn ekki fengið aðgang. Það eina sem manni fannst í fljótu bragði að Everest þvrfti að gera, var að lyfta hendi og Ijósmynda- vélarnar myndu suða og málinu yrði slegið upp á forsfðurr. allra blaða frá Kansas til Timbuktu. Það hlaut að vera eitthvað sam- an við þetta mál einhvers staðar sem gerði að verkum, að hann var gersamlega bundinn vörðum sfn- um. En ég vissi ekki hvert átti að líta. I.eiðsögumenn mfnir höfðu far- ið og talað við Everest f garðinum til skiptis en nú komu þeir inn ásamt rithöfundinum og auðvitað var Bayles rétt á hæla þeim. Ég gekk til þeirra og stillti mér upp við hlið Everest. — Herrar mfnir, ég held að nú sé tfminn þrotínn... Curtiss fylgdi okkur út. Tæki- færið var að ganga mér úr greip- um. Augu okkar Everest mættust og hann sveik mig ekki. — Viðvfkjandi greininni yðar Seavering... Það var með hiki f huga að ég gerði mér Ijóst að samband var komið á millum okkar aftur. — Get ég fengið að tala við yður f tvær mfnútur? Núna. Ég sagði við Vern: — Farðu á undan, ég kem eftir andartak. Hann kinkaði kolli og fór út með hinum. Ég sá að Reg Curtiss og Bayles litu hvor á annan. Niðurstaðan varð sú að Bayles fylgdi blaða- mönnunum fram, en Reg stóð kyrr við hlið Everest. — Hvers konar grein eruð þér með f huga? — Éitthvað um tengsl milli ævi yðar og vinnu. Hvað fékk yður til að skrifa ákveðnar bækur og hversu margt má rekja til eigin lífsreynslu yðar. Það er svo fjarska fátt sem vitað er um einkalff yðar. — Það er nú frá heldur litlu að segja. Hann leil á mig og hrukkaði ennið. Var hann að reyna að vara mig við. — Mig langar að minnsta kosti til að sjá greinina áður en hún verður birt. Hafið þér hugsað yð- ur að birta hana í Perspektiv? — Já og auðvitað bara ef þér samþykkið hana. Ef þér gætuð gefið mér smávegis upplýsing- ar... Ég sá út undan mér Reg Curtiss hvar hann stóð með hendur í vös- um og starði upp f loftið. Ég var viss um að hann heyrði hvert ein- asta orð. Éverest vppti öxlum og brosti við. — Ég er fæddur Í St. Louis og uppalinn þar. Faðir minn var raf- virki. Hann hét William White. Ég átti aðeins eina systur, Helen White. Hún er miklu yngri en ég. Ég nam við háskólann f St. Louis en lauk aldrei prófi, vegna þess ég var þá byrjaður að skrifa. En allt þetta vitið þér. Hann leit á Curtiss. — Þetta skiptir engu hvorki tíl né frá . Þér getið flett þessu upp f bókum. — iialdið þér að forleggjari yð- ar geti hjálpað mér? Hann kinkaði kolli. — Dwight Percy. Það sakar ekki að reyna. — Getið þér bent mér á ein- hverja aðra sem ég gæti talað við. Einhvern kennara yðar úr háskól- anum? — Eg hafði iítil samskipti við kennara mfna. Ég býst varla við þeir muni eftir mér. — F:inhverjir vinir? Fyrrver- andi vinir? Everest hristi vinalega höfuðið. — Það er svei mér ekki lítið sem þér færist f fang, Jack. Það er enginn sem ég get bent yður á sem þér gætuð ausið af. Fyrrver- andi vinir, segið þér. Það var bara Walter Carrington. Og hann er dáinn svo að ég fæ ekki séð hvern- ig ég get orðfð yður að liði. — Jú, ef þér viiduð setjast nið- ur og segja mér, hvernig það bar að að þér fóruð að fást við skrift- ir. Hann andvarpaði. — Það get ég þvf miður ekki. Ég tala ekki um sjálfan mig — — ég get ómögulega gert það. Curtiss leit nú af loftinu sem hann hafði mænt á og sté feti framar eins og hann víldi verja rithöfundinn. — Verið ekki að plaga rithöf- undinn? — Plaga hann? — Já. Ég er hér til þess að það gerist ekki. — Þetta er f lagi, Reg, sagði Everest og sneri sér aftur að mér. — Eins og ég sagði á ég ekki gott með að hjálpa yður. En ef þér viljið leyfa mér að sjá hvað þér skrifið og ef ég felli mig við það... Og þar með var samtalinu lokið. Ég var leiddur út úr dyrunum og inn f bflinn þar sem Vern sat við stýrið og beið eftir mér. Þetta var um garð gengið og ég sat nú þarna og braut heilann um hvað hejfði eiginlega verið að gerast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.