Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. ÁGÚST 1976 25 fclk í fréttum + Hér birtist mynd af þeim hjónakornunum Richard Burton og Susan Hunt sem eftir mikið japl og jaml og fuður eru nú orðin eitt fyrir guði og mönnum. Nú er bara að bíða og sjá hvað setur og úr þessu getur varla verið langt í að þau verði aftur tvö enda verður frægt fólk að gæta þess vel að vera ávallt í sviðs- Ijósinu og rykfalla ekki í augum almennings og f þeim efnum helgar tilgangurinn meðalið. + Þessir kanadísku Indfánar, sem voru á ferð í Lundúnum nú fyrir skemmstu, voru ekkert yfir sig hrifnir af eld- vatni hvfta mannsins en skáluðu þess í stað í appelsfnusafa. Að því búnu héldu þeir á fund Elfsabetar drottningar til að halda hátíðlegt aldarafmæli samnings milli kanadfskra Indíána og þáverandi drottning- ar, Viktoríu. ALLTER ÞÁ ÞRENNTER + Sú heilaga þrenning sem gerir menn að mönnum í þeirri virðu- legu Lundúnaborg er kúluhattur, regnhlíf og skjalataska. Hann Raymond Young er alveg með á nótunum og gætir þess vel að gleyma ekki neinu en hins vegar þóttu honum fötin að öðru leyti ekki eiga vel við í sólarbreiskjunni. Og hér sjáið þið^árangur- inn. SÓL OG SJÓR + Það er víst alltaf sól og sumar á Miami og hún Donna Bis- hop kann vel að meta blíðuna og fer á strönd- ina á hverjum degi. Donna, sem er barmfög- ur í betra lagi, veit ekk- ert þægilegra en að finna saltan sjóinn hríslast um sig og hér steypir hún yfir sig úr fullri fötu — hvorki meira né minna. — Bætt lífskjör Framhald af bls. I um hollustu Connallys viö forset- ann, og svaraði Connally því svo, að hann styddi hann af alhug og teldi öllu skipta, að hann fengi umboð þjóðarinnar til setu í Hvita húsinu næstu f jögur árin. Ford sagðist efna að þvi að sem flestir Bandarikjamenn gætu bú- ið í eigin húsnæði, og yrði það mál rikur þáttur i kosningabarátt- unni. Þá kvaðst hann leggja sér- staka áherzlu á að bæta heilsu- gæzlu, fækka glæpum, bæta menntunarskilyrði og að betur yrði búið að borg'urunum í tóm- stundum þeirra. Nærvera Connallys á fundinum vakti athygli, en hann hafnaði til- boði Fords um formennsku í landsnefnd Repúblíkanaflokksins i síðustu viku. Connally hefur ekki verið talinn ýkja hrifinn af Gerald Ford, en hann kvaðst nú styðja hann af alefni, og ástæðan fyrir því, að hann hafnaði for- mennskunni í lansnefndinni, væri að hann gerði meira gagn með þvi að ljá forsetanum liðsinni sitt í kosningabaráttunni. Talið er að Connally hafi augastað á for- setastólnum þegar fram líða stundir, og muni hann jafnvel sækjast eftir útnefningu flokks- ins eftir fjögur ár. Niðurstöður síðustu Gallup- könnunar, sem birtar voru í gær, benda til þess að Jimmy Carter njóti nú hylli 10% fleiri kjósenda en Ford. Bilið hefur því minnkað verulega frá því fyrir hálfum mánuði, þegar Carter hafði 23% meira fylgi en Ford. — Smyglarar Framhald af bls. 1 Amster, talinn forsprakki hóps- ins, Dennis Burn og Paul Brawer. Áður en dómur var kveðinn upp í dag fengu þeir Amster og Brawer að mæla nokkur oró og báðu þeir sovézk stjórnvöls afsökunar á framferði sinu. Þeir voru hand- teknir á flugvellinum i Moskvu 27. júni og viðurkenndu þeir strax sekt sina, en sögðust vinna fyrir kínverskan eiturlyfjahring sem hefði hótað þeim öllu illu ef þeir gerðu ekki eins og fyrir þá var lagt. Ekki hefur verið frá því greint hvar þeir muni afplána refsingu sína, en venjulega eru útlendingar sendir til Potmabúð- anna í Moldaviulýðveldinu, og er vinna þar aðallega fólgin i að gera við sjónvörp og útvörp og vest- rænir diplómatar fá yfirleitt leyfi til að heimsækja fanga þar og fylgjast með þeim. Verjandi sakborninga, sem var sovézkur, lagði á það áherzlu við réttarhöldin, að tekið yrði tillit til þess, að þeir hefðu ekki verið teknir fyrir slikan glæp áður og auk þess hefði einn mannanna verið háður eiturlyfjum um langt skeið og leitað sér lækninga á sjúkrahúsum. Sérfræðingar sem rannsökuðu sakborninga töldu hins vegar, að þeir væru fullkom- lega ábyrgir gerða sinna. — N-Kórea Framhald af bls. 15 að Bandarikjamenn yrðu vitan- lega að kanna þetta mál mjög rækilega svo að tryggt yrði að ofbeldi yrði ekki beitt og sagði hann að það væri í raun og veru í höndum Norður-Kóreumanna að tryggja slíkt. Bandaríkjamenn hefðu aldrei sýnt áreitni á þess- um slóðum og því væri það fyrst og fremst gagnaðilans að færa sönnur á, að alvara fylgdi yfirlýs- ingum. — Frakkland Framhald af bls. 1 að aldri og þykir hafa sérstaka þekkingu á málefnum landa þriðja heimsins, en gagnvart þeim heimshluta hafa Frakkar nokkuð átt í vök að verjast. Stjórnmálasérfræðingar telja ekki að utanríkisráðherraskiptin muni hafa í för með sér neina umtalsverða breytingu á stefnu Frakklands í þeim málum. Und- anfarin ár hefur hún meðal ann- ars hneigzt í þá átt að efla sam- skiptin við Bandarikin. Stjórnmálasérfræðingar segja að mikilverðust hljóti að teljast skipan þekkts og virts Gaullista, Oliviers, Guichards, í embætti dómsmálaráðherra og tekur þar við af Jean L. Leacanuet, sem mun fara með skipulags- og upp- byggingamálefni. Guichard var á sínum tima náinn samstarfsmað- ur de Gaulle. Mönnum ber saman um að fátt komi á óvart í ráðherralistanum, ef undan er talið hversu stóran hlut Barre ætlar sér, svo og skip- un í starf dómsmálaráðherra. Þá verður Gaullistinn Yvon Bourges áfram varnarmálaráðherra og Michel Poniatowski, sem er leið- togi flokks forsetans, Öháða repú- blikanaflokksins, áfram innanrík- isráðherra. Stjórnmálasérfræðingar segja þó, að af flestu megi ljóst vera að dregið hafi verið verulega úr áhrifum Gaullista innan ríkis- stjórnarinnar. í fyrri stjórn voru ráðherra GauIIista 13, — en skipa nú 9 af 41 ráðherraembætti. Þá er og vakin athygli á, að engin kona á nú sæti i ríkisstjórninni. — Hvernig lifa Framhald af bls. 23 helgar er safnazt saman á heim- ili einhvers sem fær talið for- eldra sína á að leyfa það. Ein- hverjir frjálslyndir foreldrar verða jafnan til þess, en ekki er alls staðar ánægja með að vodka sjáist í þessum sam- kvæmum. Drengir í þessum hópi byrja þó að nasa af vodka strax 13 eða 14 ára gamlir og eru þá margir farnir að reykja að staðaldri. Mjög lítill áróður er gegn reykingum í Sovétríkj- unum. Sú skoðun er almenn að unga fólkið sé langtum frjálslegra i fasi og hugsun en eldri kynslóð- in. Og þarf engan að undra. Eldri kynslóðin ólst upp við skort og hungur, ofsóknir Stal- ins og þjáningar heimsstyrjald- ar. Yngri kynslóðin er sprottin úr gerólíkum jarðvegi. Einhverju sinni fór ég í leigu- bíl í Moskvu og ökumaður var siðhærður maður um tvítugt. Ég spurði hvort hann fengi ekki bágt fyrir að vera svona hárprúður. „Jú, ég býst við þá klæi í lófana að gera mér lífið leitt,“ sagði hann. „En ég er i fótboltaliði bílastöðvarinnar og er góður, svo að þeir þora ekki að æmta." Nærri lagi er að segja að sú tízka sem fylgdi i kjölfar bítla- byltingarinnar á Vesturlöndum á árunum eftir 1960 hafi ekki náð til Sovétrikjanna að marki fyrr en eftir 1970. Sitt hár brýt- ur ekki i bága við hugsjónir kommúnistaflokksins. Er tæp- ast andbyltingarlegt. En það víkur engu að siður út frá þeirri vandlega mörkuðu braut, sem stjórnin vill að þetta þjóð- félag feti sig eftir. Meðalfjölskylda hefur um það bil 220 rúblur á mánuði. Láta má nærri að þar af fari um 40—60 prósent i matvörur, 10—20 prósent i íeigu. ’jós og hita. Leiga er rifloga niður- greidd af rikinu. Fjölskyldur með hanri tekj- ur, það er að segja hi, \ axandi millistétt, hefur mögult ika á að hafa um 350—600 rúblur á mánuði og lifa þar iðandi þægilegra lífi. Lyfjafrieðingur og kona hans, sem hafa saman- lagðar tekjur upp á 500 rúblur, sögðu mér þó að þau greiddu um 220 rúblur eða vel þa'ó í mat handa fjölskyldunni. en þau eiga tvo syni, og siðan færi hitt til fastra útgjalda af ýmsu tagi og ekkert væri aflögu um mán- aðamót. Kvikmyndaleikstjóri einn í Moskvu reyndi að sannfæra mig um að margir Rússar væru á þeirri skoðun, að þeir vildu halda áfram að vera fátækir. „Peningar veita ekki gleði," sagði hann, „þeir skapa bara erfiðleika — og svo er erfitt að eyða þeim."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.