Morgunblaðið - 02.09.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.09.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 I Jósmynd Ól.K.M. GÖNGUGATAN — Austurstræti er vinsæll útivistarstaóur á sólríkum dögum. Þá er þar oft margt um manninn eins og á þessari mynd, þar sem ungt fólk situr makindalega og lætur fara vel um sig í sólinni. Hvergi sést snjór á Fjöllum Grímsstöðum, 1. september— IIEYSKAP er lokið að fullu. Vegna óvenjumikilla þurrka var spretta seint á ferðinni. Heyskap- ur hófst hér upp úr 20. júlf. Var spretta sæmilega góð, einkum á raklendum túnum. Hey eru með górði nýtingu. Sumarið hefur verið mjög hlýtt og sólríkt. Hér á Grímsstöðum hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í sumar. Tveir ungir bændur eru að byggja 800 kinda fjárhús með áburðarkjallara vélgengum. Eru þetta steinsteypt hús og er verkið vel á veg komið, því að nú er farið að vinna við þakið. Vinnuflokkur frá kaupfélaginu á Kópaskeri sér um verkið. Einnig fjármagnar kaupfélagið bygginguna þar til lánið fæst. Þá er unnið að nýrri vatnslögn fyrir öll ibúðarhúsin og útihús. Skurðgrafa hefur verið hér við gerð framræsluskurða vegna tún- ræktar. Gróf hún um 7 km af skurðum. Umferð hefur verið mikil i sumar en er nú í rénum. Göngur hefjast hér um miðjan september. Sauðfé er lítið komið í heimahaga. Því veldur góða tíðin. Nú sést hvergi snjór í fjöllum og er það mjög óvenjulegt. Benedikt Sjö manns sýna á Septem- sýningunni að þessu sinni, 6 málarar og einn myndhöggvari. Sýnendur eru Valtýr Péturs- son, ióhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Guðmunda Andr- ésdóttir, Þorvaldur Skúlason, Kristján Davíðsson og Sigurjón Ólafsson. Alls verða á sýning- unni, sem verður i kjallara Norræna hússins, rúmlega 60 myndir, sem allar verða til sölu. Valtýr Pétursson sagði, að gaman gæti verið fyrir þá, sem skoðuðu einkasafn Gunnars Sigurðssonar, að koma á þessa sýningu, því að sýnendur hefðu átt þar 30 til 40 ára gamlar „Hótum að halda áfram að sýna” segir Valtýr Pétursson, en Septem sýning hefst á laugardaginn „ÞEGAR við byrjuðum að sýna 1946 skammaði gamla fólkið okkur, en nú skammar unga fólkið okkur. Því er ekki nema eðlilegt að við spvrjum: Hvar er okkar tími?“ Þannig fórust Valtý Péturssyni listmálara orð, er Mbl. spurði hann I gær um þriðju Septem-sýninguna, sem opnuð verður næstkom- andi laugardag. Hefur Septem- sýning verið haldin árlega nú í 3 ár. En þrátt fyrir allar skammir „hótum við að halda áfram að sýna,“ sagði Valtýr. myndir. Síðan hefðu þeir þró- azt sem málarar hver í sína átt, hefðu „sjóast" í listinni og fyrir löngu hlotið persónulega mót- un sem listamenn. Þá sagði Val- týr, að forsendur fyrir þessum Septem-sýningum væru tals- vert svipaðar og þær voru 1946. Sýnendur vildu leggja áherzlu á málverkið sjálft eða listaverk- ið sjálft. Valtýr Pétursson er nú for- maður Septem-hópsins, en við formennsku hefur hann nýlega tekið af Þorvaldi Skúlasyni. Með um milljarðí lestum ÍSLENZK flutningaskip hafa undanfarið flutt mjög verömæta freðfiskfarma til Bandaríkjanna og er verð- mætasti farmurinn nokkuð yfir 900 millj. kr„ Benedikt Guðmundsson V arúðarráðstafanir frekar en ótti við smit af hundaæði VITAÐ er, að einhverjir Islend- ingar voru staddir í grennd við Wiesbaden í Vestur-Þýzkalandi, er þar varð vart við hundaæði á dögunum. Hefur verið reynt að hafa uppi á þessu fólki, en það fulltrúi hjá Sölumiðstöð hraðfyrstihúsanna tjáði Morgunblaðinu í gær að í byrjun ágúst hefði Goða- foss farið með farm að verðmæti 940 millj.kr. cif. og í júnímánuði hefði skip- ekkí enn gefið sig fram. I viðtali við Olaf Ólafsson landlækni í gær sagði hann, að þeir, sem hefðu verið þarna á tímabilinu 16.—25. ágúst, væru eindregið hvattir til að hafa samband við viðkomandi héraðslækni. Ástæðan til þessa þryfti ekki endilega að vera að menn óttuðust, að fólk þetta gengi með smit, heldúr værí þetta fyrst og fremst gert af varúðar- ráðstöfunum. ið farið með fisk að verð- mæti 840 millj. kr. Þá var Hofsjökull að leggja af stað með fiskfarm að upphæð 840 millj. króna. — Þetta eru verðmæt- ustu fiskfarmar sem fluttir hafa verið úr landinu í krónum talið, en verið getur, að einhver farmur hafi verið verðmætari ef miðað er við dollara. Ég á von á að Goðafoss flytji brátt fisk að verðmæti 1 milljarður, en hann er stærsta frystiskipið sagði Benedikt. „Ég er ekki lögfróður maður” — segir Stefán Björnsson for- stjóri Mjólkursamsölunnar SAMTÖK fólks, scm vinna gegn lokun mjólkurbúða, Kaupmanna- samtök Islands og ASB, félag af- greiðslustúlkna f brauða- og mjólkurbúðum, hafa öll látið í Ijós þá skoðun, að þótt einkaleyfi Mjólkursamsölunnar sé afnumið með hinum nýju mjólkursölulög- um, þá sé samsölunni þar með ekki bannað að selja mjólk til neytenda eins og fram kom f máli forystumanna Mjólkursamsöl- unnar á blaðamannafundi um málið nýlega. Morgunblaðið hafði í gærdag samband við Stefán Björnsson for stjóra Mjólkursamsölunnar, og spurði um þetta atriði frekar. Stefán Björnsson sagði að hann væri ekki lögfróður maður, en hann hefði skilið lögin á þann veg, að samsölunni væri ekki heimilt að selja mjólk í smásölu eftir breytinguna. Þó sagðist Stefán gera ráð fyrir því að Mjólkursamsalan myndi fá leyfi sem aðrir, ef hún sækti um. En „við verðum að fá lagaheimild til þess,“ — sagði Stefán, er hann var spurður að því, hvort Mjólk- ursamsalan myndi ef til vil fresta lokun einhverra mjólkurbúða, svo að allar konurnar yrðu ekki atvinnulausar í einu. En Stefán spurði: Hverjar eru þessar konur, sem verða atvinnu- lausar? Hvað gera kaupmenn? Ég veit það ekki ég vil ekki vera með neinar hrakspár. Eg býst ekki við að komi til neinna vandræða eftir 1. febrúar, þótt menn láti svo nú. Það væri þá mikið viljaleysi til að leysa vandamálið. Þessi nýju lög hafa verið til umræðu í þinginu í 2 ár og þar hafa menn þæft um þau. Enginn sagði neitt þá — eng- inn kemur fram á sjónarsviðið fyrr en nú. „Við vissum ekki bet- ur en kaupmenn og neytendur væru á móti okkur og að þetta væru þeirra óskir.“ Reykjavíkurskákmótið: r Urslitaskákin telfd í kvöld? I GÆRKVELDI var tefld 7. um- ferð Reykjavfkurskákmótsins og eru úrslit sem hér segir: Timman vann Guðmund Sigurjónsson, Keene vann Helga Olafsson og Vukcevic vann Inga R. Jóhanns- son. Friðrik vann Björn og Vest- erinen vann Gunnar, en jafntefli verð hjá Margeir Péturssyni og Hauki Angantýssyni. Skák Tuk- makovs og Matera fór i bið og sömuleiðis skák Antoshin og Naj- dorfs. Skák Guðmundar og Timmans var fjörleg framan af, en eftir mistök Guðmundar náði Timman afgerandi yfirburðum og vann ör- ugglega. Inga R. varð á óná- kvæmni snemma í skákinni gegn Vukcevic og átti sér aldrei við- reisnar von eftir það. Skák Helga og Keene var mikil baráttuskák, þar sem Englendingurinn hafði frumkvæðið allan tímann. Hann vann skiptamun, en undir lokin missti Helgi af jafnteflisleið og tapaði. Björn Þorsteinsson hafði lengi góða stöðu gagn Friðrik, en lék ónákvæman leik og gerði Friðrik þá út um skákina á snaggaralegan hátt. Vesterinen hélt lengst af uppi harðri sókn gegn Gunnari og vann laglega. Margeir fékk betra tafl út úr byrjuninni gegn Hauki, en Haukur náði sterku mótspili, sem færði honum peð. Það dugði þó ekki til vinnings. 1 næstu umferð sem tefld verð- ur í kvöld, tefla þeir Friðrik og Timman og virðist flest benda til, að þar verði um úrslitaskák móts- ins að ræða. Hvítt: Timman Svart: Guðmundur Sigurjóns- son Kóngsindversk vörn. 1. e4 — g6, 2. d4 — Bg7, 3. c4 — d6, 4. Rc3 — Rd7, 5. Rf3 — e5, 6. Be2 — Rgf6, 7. O—O — 0—0, 8. Hel — c6, 9. Bfl — a5, 10. Hbl — He8, 11. d5 — Rc5, 12. b3 — Dc7, 13. Rd2 — Bg4, 14. Be2 — Rd3, 15. Bxg4 — Rxg4, 16. Hfl — f5, 17. Df3 — Rcxl, 18. Hbxcl — Bh6, 19. Hcdl — Dd7, 20. c5 — Bf4, 21. g3 — Bxd2, 22. Hxd2 — fxe4, 23. Rxe4 — Hf8, 24. De2 — dxc6, 25. dxc6 — Df5, 26. cxb7 — Hab8, 27. f3 — Rf6, 28. Dc4+ — Kh8, 29. Rd6 — Dh3, 30. Rf7+ — Kg7, 31. Rg5 — svartur gafst upp. Orgeltónleikar Marteins Hungers í Kaupmannahöfii LAUGARDAGINN 4. sept. mun Marteinn Hunger Friðriksson, organleikari við Háteigskirkju í Reykjavík, halda tónleika i St. Pálskirkju í Kaupmannahöfn. Á efnisskrá verða verk eftir Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Mendelssohn, Bach og Franck. Aðgangur verður ókeypis. H. TIMMAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.