Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976
LOFTLEIDIR
TZ 2 11 90 2 11 88
V^BILALEIGAN
felEYSIR
CAR
RENTAL
LAUGAVEGI 66
24460
28810
o
N
CE
e
n
Útvarpog stereo. kasettutæki
FERÐABÍLAR hf.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbíiar, stationbílar, sendibíl-
ar, hópferðabílar og jeppar
•\l:(iLVsiN'íiASÍMINN KR:
22480
Stórgjöf til
Hallgríms-
kirkju
Það er þegar nokkuð langt um
liðið síðan ég ætlaði að geta um
gjöf, sem eg var beðinn fyrir til
Hallgrímskirkju i Reykjavík.
Gamall sjómaður, sem nú er hætt-
ur róðrum, kom eitt sinn til mín
og bað mig fyrir fimmtíu þúsund
— kr. 50 þúsund krónur — til
kirkjunnar. Hér er um að ræða
minnigargjöf, þó að ekki sé getið
opinberlega nafna þeirra, sem
gefandanum voru efst í huga. En
þau eru skráð í gjafabókina. Allir,
sem leið eiga framhjá Hallgríms-
kirkju, fagna þvi, að kórbygging-
in er óðum að hækka, og við erum
farin á sjá í anda þá sjón, að ris sé
komið á sjálfa kirkjuna milli
turns og kórs. Og þegar kirkjan er
fullgerð, mun sá draumur rætast,
sem lifað hefir í margra hugum
undanfarna áratugi. Turninn er
þegar farinn að vekja mikla at-
hygli. Maður nokkur, sem af sér-
stökum ástæðum hefir séð flestar
dómkirkjur í Mið-Evrópu og er
þaulkunnugur byggingarlist álf-
unnar, lét svo um mælt við mig,
að hann hefði varla séð fegurri
kirkjuturn að formi og stíl. Sel
þetta ekki dýrar en ég keypti það.
Hitt er vist, að kirkjan á Skóla-
vörðuholti á eftir að þjóna sínum
helga tilgangi um margar aldir.
Einn þáttur hins fagra draums er
það, að Hallgrímskirkja verði
griðastaður sönglistar og andlegr-
ar leiklistar í landinu, öðrum
byggingum fremur. En þegar
byggingarmálinu er róið áfram,
ár eftir ár, er okkur hollt að minn-
ast með þakklæti gamla sjó-
mannsins, sem eitt sinn reri bátn-
um, síðan var á togurum og sigldi
hafna milli á viðsjárverðum tím-
um. Það eru ekki sízt menn í þeim
verkahring, sem fundið hafa
nauðsyn þess að eiga sálufélag við
söfnuð sinn í anda Passíusálm-
skáldsins. Þökk sé þeim öllum,
sem „leggja út á djúpið," og gefa
sinn hlut.
Jakoh Jónsson
fyrrv. sóknarprestur.
Þakklœti
A 70 ára afmæli mínu þann 30:
júlí s.l. bárust mér höfðinglegar
gjafir og vinarkveðjur.
Fyrir þetta allt eru hér færðar
alúðarþakkir, alveg sérstaklega
Ölafi Björnssyni útgerðarmanni
og starfsfólki hans, sem sýndu
mér sérstaka virðingu á þessum
tímamótum.
Bestu þakkir
Þórður Kristinsson.
Faxabraut 6, Keflavfk.
Útvarp Reykjavlk
FIMVITUDAGUR
2. september
MORGUNNINN_________________
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sigurður Gunnarsson
heldur áfram sögu sinni
„Frændi segir frá“ (2).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson talar við Guð-
mund H. Guðmundsson
sjómann. Tónleikar.
Morguntónleikar kl. 11.00:
John Wilbraham, Philip
Jones og St. Martin-
in-the-Fields hljómsveitin
leika Konsert fyrir tvo
trompeta og strengjasveit
eftir Vivaldi; Neville
Marriner stjórnar / Fou
Ts’ong leikur Svftu nr. 14 I
G-dúr eftir Hándel / Haakon
Stotijn og Kammersveitin I
Amsterdam leika Konsert I
e-moll fyrir óbó og strengja-
sveit eftir Telemann; Jan
Brussen stjórnar / Hátíðar-
hljómsveitin I Bath leikur
Svftu nr. 2 í b-moll fyrir
hljómsveit eftir Bach;
Yehudi Menuhin stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ___________________
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. V
Á frfvaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Leikir f
f jörunni" eftir Jón Óskar
Höfundur les (6).
15.00 Miðdegístónleikar
Hljómsveit tónlistarskólans f
Parfs leikur „Danzas
Fantásticas" eftir Turina;
Rafael Friibeck de Burgos
stjórnar.
Fflharmonfusveitin f
Leningrad leikur Sinfónfu
nr. 6 f Es-dúr op. 111 eftir
Prokofjeff; Eugené
Mravinský stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatfminn
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Fjallagórillan
Hátt uppí f fjöllum Zafre-
rfkis f Mið-Afríku er apateg-
und, sem hætt er við að deyi
bráðlega út af manna völd-
um. Einn maður, Adrien
Deschryver, berst þó fyrir
þvf, að górillunni verði sköp-
uð fullnægjandi Iffsskilyrði.
1 þessari bresku heimildar-
mynd er lýst lifnaðarháttum
górillunnar og vinsamlegum
samskiptum manns og apa.
Þýðandi og þulur Björn
Baldursson.
Finnborg Scheving hefur
umsjón með höndum.
17.00 Tónleikar.
17.30 „Franska einvfgið“, smá-
saga eftir Mark Twain
Óli Hermannsson fslenzkaði.
Jón Aðils leikari les.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttauki. Til-
kynningar.
KVÓLDIÐ
19.35 Nasasjón.
Árni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson ræða við
Hafliða Hallgrfmsson tónlist-
armann.
20.10 Pfanósónötur Mozarts
21.30 Sfðustu forvöð
(Deadline U.S.A.)
Bandarfsk bfómynd frá ár-
inu 1952.
Aðalhlutverk Humphrey
Bogart. Kim Hunter, Ethel
Barrymore og Ed Begley.
Eigendur dagblaðs nokkurs
selja það keppinautum sfn-
um. Ritstjórinn reynír að
koma í veg fyrir söiu og gef-
ur blaðið út, meðan málið
fer fyrir rétt. Samtfmis þess-
um erfiðleikum er ritstjór-
inn að fletta ofan af ferlf
maffuforingja, sem leikiö
hefur einn blaðamanninn
illa.
Þýðandi Jón Skaptason.
22.55 Dagskrárlok.
_____________________________/
Ungverski pfanóleikarinn
Dezö Ranki leikur:
a. Sónötu f F-dúr (K280). b.
Sónötu f Es-dúr (K282).
Hljóðritun frá ungverska út-
varpinu.
20.35 Leikrit: „Martin Fern“
eftir Leif Panduro
Þýðandi: Torfey Steinsdóttir.
Leikstjóri Gfsli Alfreðsson.
Persónur og leikendur:
Martin Fern .. Bessi Bjarna-
son
Eva Carlsson..............
.....Halla Guðmundsdóttir
Ebbensen læknir ..........
.........Erlingur Gfslason
Frú Fern .................
..Margrét Guðmundsdóttir
Þjónn .. Randver Þorláksson
Frú Hansson...............
.....Herdfs Þorvaldsdóttir
Aðrir leikendur: Anna Vig-
dfs Gfsladóttir, Nfna Sveins-
dóttir, Bryndfs Pétursdóttir,
Jón Aðils og Ása Jóhannes-
dóttir.
21.20 tslenzk tónlist: „Missa
Brevis“ eftir Jónas Tómas-
son yngra
Sunnukórinn á tsafirði syng-
ur. Kjartan Sigurjónsson og
Gunnar Björnsson leika með
á orgel og selló. Hjálmar
Helgi Ragnarsson stjórnar.
21.45 „Utsær“, kvæði eftir Ein-
ar Benediktsson
Þorsteinn ö. Stephensen les.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: Ævisaga Sigurð-
ar Ingjaldssonar frá Bala-
skarði
Indriði G. Þorsteinsson rit-
höfundur les (5).
22.40 Á sumarkvöldi
Guðmundur Jónsson kvnnir
tónlist um ber og ávexti.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJÁNUM
FÖSTUDAGUR
3. september
Leikrit vikunnar:
„Martin Fern”
I KVÖLD kl. 20:35 verð-
ur flutt leikritið „Martin
Fern“ sem byggt er á
sögu eftir Leif Panduro,
,,En mand fra Danmark“.
Mats Arehn hefur samið
útvarpsgerð leikritsins
og gerði Torfey Steins-
dóttir þýðinguna en leik-
stjóri er Gísli Alfreðsson.
Leikendur eru Bessi
Bjarnason, Halla Guð-
mundsdóttir, Erlingur
Gíslason, Margrét Guð-
mundsdóttir, Randver
Þorláksson, Herdis Þor-
valdsdóttir og fleiri.
í leikritinu segir frá
miðaldra manni, Martin
Fern, sem misst hefur
minnið í bílslysi og dvel-
ur á hjúkrunarhæli.
Hann heldur því fram, að
hann sé alls ekki Fern,
þótt aðrir reyni að full-
vissa hann um það.
Martin strýkur af hælinu
og fer að kynna sér
,,fyrra“ líf sitt, en er ekki
alls kostar ánægður með
þau kynni enda fer margt
öðruvísi en hann ætlar.
Þetta er sálrænt leik-
rit, viðkvæmt á köflum
og lýsingar á sálarástandi
manns eins og Martins
virðast næsta trúverðug-
ar. Við erum í vafa allt
frá byrjun til enda, hvort
þessi maður sé í rauninni
það sem aðrir segja hann
vera.
Leif Panduro er fædd-
ur á Friðriksbergi í
Kaupmannahöfn árið
1923. Hann stundaði nám
í tannlækningum og var
skólatannlæknir í Es-
bjerg 1957—62. Árið
1961 gerðist hann laus-
Höfundur leikritsins Leif
Panduro.
ráðinn blaðamaður við
„Politiken". Hann hefur
skrifað bæði sögur og
leikrit, ekki sízt sjón-
varpsleikrit, og hafa sum
þeirra verið flutt í ís-
lenzka sjónvarpinu. Þá
hefur hann einnig skrif-
að kvikmyndahandrit.
Útvarpið hefur áður flutt
tvö leikrit Panduros, en
þau eru „Sagan af
Ambrósíusi“ 1956 og
framhaldsleikritið „Upp
á kant við kerfið" sem
flutt var fyrr á þessu ári.
B
ERf" rqI HEVRR
Klukkan 19.35:
Nasasjón
NASASJÓN er á dagskrá
í kvöld og í þessum þætti
ræóa þeir Árni Þórarins-
son og Björn Vignir Sig-
urpálsson við Hafliða
Hallgrímsson, selló-
leikara og tónskáld. Haf-
liði er Akureyringur og
stundaði tónlistarnám
við tónlistarskólann þar
og við Tónlistarskólann í
Reykjavík en hélt síðan
til framhaldsnáms til
Ítalíu og Englands.
Síðustu árin hefur Haf-
Iiði verið búsettur í Eng-
landi, og hefur haldið þar
þrenna einleikstónleika
við ágætar undirtekt.r.
Einnig hefur hann leikið
í ýmsum kunnum hljóm-
sveitum svo sem Ensku
kammerhljómsveitinni,
m.a. undir stjórn Daníels
Barenboim og Menuhin-
hljómsveitinni og hefur
hann ferðazt með þeim
víða um lönd. Auk þessa
fæst Hafliði töluvert við
tónsmíðar og er nú að
komast í röð okkar
Hallgrímsson sellóleikara og
tðnskáld f þættinum Nasasjðn f
kvöld.
fremstu tónskálda af
yngri kynslóð að sögn
fróðra manna. I þættin-
um ræðir Hafliði lítillega
um tónlistarferil sinn,
um íslenzkt menningarlíf
og mannlíf eins og hann
sér það eftir langdvöl er-
lendis og viðhorf sín til
tónlistar.
, » ♦ »
Isl, tónlist kl. 21.20:
„Missa Brevis”
tslenzk tónlist er á dagskránni í
kvöld kl. 21:20 og verður þá
flutt tónverkið „Missa Brevis"
eftir Jónas Tómasson yngri.
Verkið samdi hann síðast liðinn
vetur og var það flutt í vor, á
hvítasunnunni við messu i kaþ-
ólsku kirkjunni. Flytjendur þá
og í útvarpinu núna eru Sunnu-
kórinn á ísafirði og hljóðfæra-
leikararnir Kjartan Sigurjóns-
son, orgelleikari, og Gunnar
Björnsson, sem leikur á selló.
Stjórnandi kórsins er Hjálmar
Heigi Ragnarsson.