Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 13 Skfðabrekkurnar byrja við hóteldyrnar eins og sjá má af þessari mynd. Engu Kkara er en að annað skfði stökkvarans lendi á hótelinu. undirlögð undir ráðstefnur eða kynningar- og fræðslunám- skeið, sem fyrirtæki vilja halda starfsfólki sínu. Þetta má þó alls ekki skilja á þá leið, að ráðstefnur eigi ekki að halda á fjölbýlissvæðum, því að litlum stöðum úti á landi eru að sjálf- sögðu takmörk sett með gesta- fjölda. Mér finnst hins vegar rétt að þessu sé gaumur gefinn og nokkur þróun er þegar hafin í þessa átt. — Er eitthvað annað, sem þú ert með í bígerð? Framhald á bls. 24 Séð yfir hluta veizlusalar Hótels Húsavfkur megi hana í bærilegu ástandi," sögðu þeir. Þá sögðu þeir tví- menningarnir, að þeir væru yf- irleitt óánægðir með það, að þeir alvörubændur yrðu að sitja uppi með framleiðslu sína þar til að búið væri að hirða framleiðslu ,,hobbý“-fólks, sem af þessari ástæðu rýrnaði mikið af kartöfluuppskerunni að næringargildi vegna þess að nægar geymslur væru ekki fyr- ir hendi i Reykjavík. „Það er ekki nema sjálfsagt að taka einnig við kartöflum af ,,hobbý“-fólkinu, en okkur finnst samt sem áður anzi illa haldið á ýmsum málum hjá Grænmetisverzluninni," sögðu þær að lokum. Næst spjölluðum við við Karl Sigmundsson bónda á Hrauk, en hann er afar óánægður með síhækkandi tilkostnað við fram- leiðsluna. „Áburðurinn er orð- inn svo dýr, að það er að gera mann hreint vitlausan, og ef svo heldur áfram sem verið hef- ur með verðlagsþróun á kartöfl- unum, verðum við fljótlega alveg kauplausir, þvi nú stefnir í hallabúskap.“ Eitthvað á þessa leið fórust Karli orð, en hann gaf okkur upp tölur máli sínu til stuðnings. „Ég skoðaði í morgun gamla búreikninga hjá mér og þar kemur í ljós, að á árinu 1967 kostaði áburðarpok- inn 191 krónu, en útsæðispok- inn 590 krónur og því hlutfallið þar á milli 3 á móti 1, en með árunum hefur þróunin orðið su, að nú er hlutfallið ekki nema tæplega l‘A hálfur poki áburðar á móti poka útsæðis. Þetta dæmi sýnir vel erfiðleika þá sem við eigum við að etja, því að áburðarnotkunin á einingu hefur ekki minnkað hjá mönn- um, og tilkostnaðurinn þvi allt- af að margfaldast," sagði Karl, þegar við ræddum við hann í Þykkvabæ. Sigurjón Kristjánsson bóndi í Forsæti í Villingaholtshreppi var afar óánægður með geymslumál kartöflubænda. Hann taldi að GL gæti komið í geymslur kartöflum sem fram- leiddar væru innan lands, en ekki væri vilji fyrir því að geyma nema erlendar kartöfl- ur, hvernig svo sem á þvi stæði. Hann vonaðist til að með sam- tökunum yrði hægt að ná fram breytingu I þessum efnum. „Kartöflur eru ákaflega vand- meðfarin vara og þvi verða öll geymslumál að vera með þeim hætti, að meðhöndlun verði sem minnst og sem árangurs- ríkust," sagði Sigurjón. Sigur- jón taldi einnig að meðhöndlun á kartöflum i verzlunum væri fyrir neðan allar hellur að því er hann bezt vissi. „Verzlanir virðast frekar nota dýrt kæli- pláss undir gosdrykki og annað þviumlíkt, en kartöflur standa á meðan i stafla I miklu meiri hita en vera þyrfti. Með þvi að berjast fyrir kælingu á kartöfl- unum i búðum og jafnvel heimahúsum mætti ná miklu betri endingu og meira verð- mæti, þannig að koma mætti i veg fyrir innflutning að ein- hverju leyti.“ Garðar Öskarsson bóndi I Húnakoti í Þykkvabæ var óhress yfir merkingum þeim sem eru á neytendaumbúðun- um sem GL sendir frá sér. „Merkingarnar gefa ekki á nokkurn hátt til kynna gæði vörunnar, því smælkið getur haft svipað næringargildi og stóru kartöflurnar þótt þær skemmist ef til vill fyrr. Það er lika galli í dreifingarkerfinu að ekki eru á boðstólum í búðum nema einn stærðarflokkur. Það á ekki að hafa kerfi, sem bein- linis kemur í veg fyrir að fólk hafi frjálst val um hvað það kaupir, og ég vona að samtökin beiti sér fyrir úrbótum í þess- um málum,“ sagði Garðar að lokum. Framhald á bls. 27 Gerið góð kaup! Epli ný frönsk pr. kg......... 160.— Vilko ávaxtasúpur pr. pk....... 177. Siríus suöusúkkulaöi 200 gr. pk. Paxo rasp pr. pk............ Cheerios pr. pk............... 195. Egils appelsínusafi 31/2 I.. Möndluís - peruís 1 1.......... 230.— Coca-Cola 1 I. án glers........ 130.— Nýreyktir hangiframpartar...... 677.— Rækjur 1 kg....................1438. Leyft verð 160.- Okkar verö 137.— 177.— 158.— 272.— 245.— 65.- 58.— 195.- 174.— 716.— 641.— 230.- 207.— 130.- 120.— 677.- 610.— 1438.- 1290.— Vörumarkaöurinn hl. Ármúla 1A Húsyagna og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-1 11, Vefnaðarv.d. S-86-1 1 3 Reiknaóu meó ^Rockwell vasatölvu. Heima. í vinnunnL í skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.