Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 15 800 þúsund eintök á 10 ára starfsferli Á ÞESSU hausti eru 10 ár liðin frá þvi að Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. tók til starfa. Fyrsta bókin kom út 25. nóvember 1966 og var það bókin Landið þitt eftir Þorstein Jósepsson. Hlaut bókin þegar I stað mjög góðar viðtökur og sömu sögu er að segja um annað bindi bókarinnar, sem Steindór Steindórsson frá Hlöð- um samdi. Á þeim 10 árum, sem liðin eru, slðan forlagið tók til starfa, hefur það á þessu hausti gefið út um 180 titla í rúmlega 800 þúsund eintökum. Svarar það til f jögurra eintaka á hvern íbúa landsins. Síðasta stórvirki forlagsins var útgáfa bókarinnar DÝRARÍKI ÍS- LANDS eftir Benedikt Gröndal skáld og náttúrufræðing með eftirmála á islenzku og ensku eft- ir Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. Bókin er gefin út 'tilefni 150 ára afmælis Gröndals, sem verður 6. október næstkomandi. Hún var prentuð í aðeins 1500 tölusettum og árituðum eintökum og munu prentfilmurnar innsiglaðar og af- hentar Landsbókasafni til varð- veizlu á næstunni. Endurprentun eftir filmunum verður ekki heim- il fyrr en árið 2026 á 200 ára afmæli Benedikts Gröndals. 1 tilefni 10 ára afmælis bókaút- gáfunnar hefur fyrirtækið ákveð- ið að gefa almenningi kost á að eignast „Dýrariki lslands“ með hagstæðum greiðsluskilmálum fram til afmælisdagsins, 25. nóv- ember n.k., en nú mun réttur heimingur upplagsins vera óseld- ur. Merkjasöludagur Hjálpræðishersins Það er orðinn fastur viðburður í lifi Reykvíkinga, að í byrjun sep- tembermánaðar fjölmenna for- ingjar og hermenn Hjálpræðis- hersins út á götur og stræti með litlu blómamerkin sín skreytt ís- lenzkum fánaborðum. Reykvík- ingar jafnt sem aðrir landsmenn hafa alltaf tekið vel á móti þess- um hermönnum og keypt blóma- merki, þó svo að verðið á þeim hafi breytzt með árunum. Á þenn- an hátt hafa Islendingar styrkt hið umfangsmikla vetrarstarf Hjálpræðishersins meðal barna og unglinga jafnt sem hinna full- orðnu. Fimmtudag og föstudag, 2. og 3. september, eru aðal-dagar merkjasölunnar í ár, og vonast Hjálpræðisherinn til þess að landsmenn bregðist vel við að þessu sinni eins og ævinlega. Laust prestakall BISKUP íslands hefur auglýst Vallanesprestakall í Múla- prófastsdæmi laust til umsóknar með umsóknarfresti til 20. sept. n.k. BANDALAG (slenzkra leikfélaga gengst um þessar mundir fyrir tveimur leikstjóranámskeiðum fyrir áhugaleikara á Hallorms- stað. Aðalkennari er Stefán Baldursson, leikstjóri frá Þjóð- leikhúsinu, en auk hans Magnús Axelsson, sem kennir Ijós- beitingu, og Helga Hjörvar, sem kennir leiktækni. Námskeiðin standa I eina viku hvert og eru þátttakendur tæplega 30, alls staðar að af landinu. Að þessum námskeiðum loknum hafa verið haldin sex námskeið á vegum bandalagsins I sumar. Þrjú násmskeið voru haldin i Þjóðleikhúsinu. Förðunarnám- skeið, leiðbeinandi Margrét Jóns- dóttir, námskeið i leikmyndagerð, leiðbeinandi Sigurjón Jóhanns- son, og í ljósabeitingu þar sem Kristinn Daníelsson var leiðbeinandi. Leiðbeinendurnir eru allir starfsmenn Þjóð- leikhússins og hélt Þjóðleikhúsið fyrra og vakti þar mikla athygli. Á aðalfundi bandalagsins, sem haldinn var i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, var kosinn ný stjórn bandalagsins. Þeir Helgi Seljan og Jónas Árnason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, en stjórnin er nú þannig skipuð: Jón- ína Kristjánsdóttir, formaður, Keflavík, Haukur H. Þorvaldsson, Höfn, Pálmi Pálmason, Akranesi, Sigriður Karlsdóttir, Selfossi, og Trausti Hermannsson, ísafirði. Ahugaleikarar með 6 námskeið í sumar Þátttakendur á leikstjórnarnámskeiði BlL á Hallormsstað. * námskeiðin, bandalagsfélögunum að kostnaðarlausu. Er það mjög sjáldgæft að Þjóðleikhús leggi jafn drjúgan skerf til starfsemi áhugamanna eins og hér á landi. Voru námskeiðin fullsetin og komust færi að en vildu og er áformað að halda slík námskeið árlega í lok leikárs Þjóðleik- hússins. Brúðunámskeið var haldið i Reykholti og voru þátttakendur þar 50 talsins frá öllum Norður- löndunum. Leiðbeinendur þar voru frá Danmörku, Austurríki og Islandi. Nú i haust er von á sænskum leikflokki áhugamanna, „NTO teaterstudie í Mölnlycke", með sýninguna „Sovande Oskuld" og mun flokkurinn væntanlega sýna hér fjórum sinnum eina leiksýn- ingu I hverjum landsfjórðungi. Leikflokkur þessi var fulltrúi Norðurlanda á leiklistarhátið áhugamanna i Bandarikjunum i í Skálholti Áður fyrr, i fornum bókum er til að staðurinn sé nefndur Skálaholt og i góðu veðri eru ásarnir til að sjá sem skála- þyrping. Suðvestan undir þess- um skálaholtum hafa Is- lendingar átt um aldir margt þangað að sækja. Nú þegir staðurinn og klæðir leydnarmál sín grænu grasi. Þannig verður staður mikilla umsvifa lágreist þúst. Endurreisn staðarins er falleg viðleitni og gæti lukkast, ef fyndist leið til að tengja þau umsvif þörfum líðandi sam- tiðar. Helga Ingólfsdóttir sembalisti hefur lagt sitt fram til að endurreisa staðinn. Hún hefur staðið fyrir hljómleika- haldi í Skálholtskirkju undan- farin sumur og fengið sér til aðstoðar ýmsa tónlistarmenn. Nú í sumar voru á efnisskrá átta tónleikar með ferns konar viðfangsefnum. Á fyrstu tón- leikunum léku og sungu Ágústa Ágústdóttir, Helga Ingólfs- dóttir og Haukur Guðlaugsson tónlist úr nótnahefti Önnu Magdalenu Bach, seinni konu Jóhanns Sebastians Bach, en á næstu þrem tónleikum léku Manuela Wiesler og Helga Ing- ólfsdóttir sónötur nr. 1 í h-moll og 3 í A-dúr og Partltu í a-moll eftir meistarann. Næstu tón- leikar voru helgaðir franskri tónlist og á þeim léku auk Helgu, Manuela Wiesler og Sig- urður Snorrason. Síðustu tón- leikar á þessari „listahátíð" Helgu Ingólfsdóttur voru Bach- tónleikar sem hún framdi með Hafliða Hallgrímssyni. Undir- ritaður átti þess ekki kosta að sækja fyrri tónleikana og þóttist því góður að ná þeim síðustu. Austurferðin var ekki tiltakanlega skemmtileg og lítið skyggni einangraði skálaholtin frá tignarlegu umhverfi sínu, en menn í langbússum og með veiðistengur stungu í stúf við þungbúinn þokuvegginn, sem byrgði fyrir alla útsýn. Hafliði Hallgrimsson er frábær cellisti þó leikur hans að þessu sinni væri ekki eins góður og búast hefði mátt við frá hans hendi. Má vera að samspil hans og Helgu valdi þar nokkru um þvi þó Helga sé frábær sembalisti var ekki jafnræði í hljómstyrk með hljóðfærunum. Þessi styrkleikamunur veldur því að samverkandi tónhugmyndir tengjast ekki og má líkja þvi við þegar hlustað er á tveggja manna tal og orð annars mannsins heyrast vart. Þrátt fyrir þetta var flutningur þeirra mjög samstilltur og víða frábær einkum I hæga kafla seinna verksins. Tónlistarmenn ættu að stofna til samstarfs við Helgu og stofnsetja sumarskóla með hljómleikahaldi og kennslu að Skálaholti og skapa þessu forna menningarsetri sess í verðandi tónlistarsögu íslands. Kæri Hafliði LISTSKÖPUN nútímans er margslungin iðja, opin og sam- tengd mannlifinu og lifheimin- um öllum með fortíð, nútið og framtíð að leiðarljósi. Frum- stæðum mannverum er listin tæki til að örva tilfinningar sfnar, herska yfir eða tilbiðja óþekkt öfl. Sé farið út fyrir þetta „praktiska“ svið, verður list slíku fólki leiðinlegt, merkingarlaust og þrúgandi tildur. Brúkunarlist er bundin við athafnir manna án tengsla við liðinn eða ókominn tima. Með vaxandi menntun vex tilhneiging til skilgreiningar á list, á efnisþáttum, stilbrögðum og sögulegu samhengi hennar og við það breytast listgildin, jafnhliða menntuninni og þar með öll brúkunarlist. Sú brúkunarlist, sem heldur velli frá einu menntunárstigi til annars er kölluð „klassik", eins og til dæmis „dinnermúsik" háaðals Evrópu á liðnum öld- um, sem er kölluð nú til dags „kammertónlist". Hún er hrein brúkunarlist en pjenntun, mat og leikni manna var miðuð við kröfur sem enn i dag er erfitt að uppfylla. Samhliða sívaxandi eða síbreytilegum menntunarkröf- um hélst brúkunarlist áfram að vera til i sinni upprunalegu mynd og það sem meira er, missti ekki áhrifamátt sinn. Þessar andstæður eru á okkar timum svo skýrar að þær skipta fólki í andstæðar fylkingar. Menntaði hópurinn leitar æ Tónlist _____i____ eftir JÓN ÁSGEIRSSON lengra að nýjum leiðum til að tjá sig og leitin verður mark- mið, því leit að einhverju ákveðnu þýðir í raun og veru stöðnun. Brúkunarlist leggur, aftur á móti, vaxandi áherzlu á kunnáttuleysið til að til- finningamögnunin geti orðið hömlulaus. Þannig kljúfa list- skapendur manninn í parta og með glæsilegum umbúnaði, alls kyns tilstandi og tæknibrögðum er togast á um fórnardýrið. Þessar andstæður eru einkenni nútímans. 1 annan hópinn safnast þeir sem kunna allt og trúa því að það sé hægt að læra allt og hefur þessi hópur gert þekkinguna að sannleika sínum. Andstæður þessa hóps fyrirlíta þekkinguna og gera til- finningar sínar að dómara og vilja upplifa allt, án þess að fyrir liggi skilgreining eða leyfi. Sá sem fetar sig út I lifið getur hvorki treyst á eigið mat, sem hlýtur að miklu leyti að byggjast á lærdómi og tilsögn leiðbeinenda hans, eða farið eftir gildandi vegvisum, sem eru eins til komnir, því öll gildi eru miðuð við þarfir manna á hverjum tíma. Sannleikurinn er þvi marklaus nema að hann falli að þörfum okkar. Þessar hugleiðingar fylgdu I kjölfar tónleika þinna, Hafliði, þar sem í tónlist þinni finn ég samspil þekkingar — og tilfinninga- leitar, þó tilfinningar þínar séu þegar nokkuð agaðar af þekkingu þinni. Ég fann tilvist næmi þinnar I finofnum tón- smíðunum en var ósnortinn, jafnvel þó flutningurinn væri í betra lagi. Fimm píanóstykki eru áferðarfalleg, en full var- færnisleg og hvergi tekið í. Sönglögin við barnaljóðin eru af öðrum heimi kunnáttu og ögunar en ljóðin sjálf, þannig að tilfinningalegt inntak ljóð- anna, þ.e. orðanna, er í raun og veru umritað í sönglögunum. Fimma og Vers 1 féllu mér vel í geð, þau eru full af skemmtileg- um tiltektum. Síðasta verkið, Elegy, er bezta verkið, sem ég hef heyrt eftir þig. Þar ertu að fjalla um hugmyndir, sem þú þekkir og eiga sér svipaðar for- sendur og menntun þín. Þó verð ég að benda þér á, að betur færi á að sleppa eftirspilinu og láta verkið enda á niðurlagi ljóðsins. Að lokum óska ég þér til hamingju með sýninguna og tónleikana sem voru á margan hátt fallegir en heldur dauflit- aðir, þó þú nytir aðstoðar góðra tónlistarmanna við flutninginn. Svo kveð ég og hlakka til að heyra nýjar tónsmíðar eftir þig. Með vinarkveðju, Jón Ásgeirsson Hafliði og Jenkins Efnisskrá: G. Faure Tilbrigði Debussy Sónata Þorkell Mild und Sigurbjörnss. meistens leise Britten Sónata Tónleikarnir hófust á píanóverki eftir Faure. Fyrir undirritaðan var meðferð Jenkins allt of hörð og einlit. Má vera að salurinn og hljóð- færið, sem ekki var vel hreint, séu sakaraðili. Sama má raunar segja um meðferð þeirra félaga á sónötunni eftir Debussy. I heild var sónatan ekki gædd þeirri hljómmýkt sem Debussy vefur tónhugsun sina f. Hvöss framsetning er í tónlist hans likust hranalegum lestri á vió- kvæmu ljóði, og á jafnvel ekki við, þar sem tilfinningarnar rísa hæst. Það var eins og kvæði við annan tón i leik Hafliða í verki Þorkels, sem hann lék af reisn og sannfæringu. Mild und meistens leise et samið fyrir einleikscello. Það er einfalt og skýrt í formi og eins og Hafliði flutti það, fannst undirrituðum það skemmtilegt. Siðasta verkið á efnisskránni var sónata eftir Britten. Þar brá víða fyrir mjög fallegum samleik, einkum i hæga kaflanum, sem var fluttur á þann hátt er búast hefði mátt við, varðandi tón- leikana i heild, af svo mætum tónlistarmönnum sem Hafliða Hallgrímssyni og Philip Jenkins. Jón Ásg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.