Morgunblaðið - 02.09.1976, Page 16

Morgunblaðið - 02.09.1976, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 16 Sunnlenzkir bændur heimsóttir við heyannir: HVORT sem menn vilja taka mark á þeirri gömlu trú að á höfuðdegi breytist veður, verður því ekki I móti mælt, að á þessu sumri, breyttist veðráttam einmitt þá Bændur á sunnan og vestanverðu landinu hafa nú haft þurrk það sem af er þessari viku og hafa þeir unnið kappsamlega að því að ná inn þeim heyjum, sem mögulegt er að ná inn og bjarga þanmg þvi, sem hægt er Blaðamaður Mbl heimsótti í gær nokkra bændur á Suðurlandi og ræddi við þá og fara samtölm við þá hér á eftir Sú jón, sem blasti við blaðamann- inum á ferð hans var víða næsta ófögur, gulir mðurrigndir múgar og lanir umflotnar vatni Þar sem unmð var að því að rifa upp gamla múga lagði fnykmn af ornuðu og mygluðu heyi að vitum En tökum fyrsta bóndann tali Á TAKMÖRKUM AÐ KÝRNAR MJÓLKI FYRIR FÓÐURBÆTINUM — Þetta hey sem við erum að binda nú er búið að liggja flatt i 4 vikur, en hér hefur ekki gert þurrk frá því um verzlunarmannahelgi þar til um siðustu helgi Heyskapur í sumar hefur gengið afskaplega stirð- lega og þurrkdagarmr ná því ekki einu sinni að vera 10, sagði Guð- mundur Þórðarson, bóndi í Kil- hrauni á Skeiðum. þegar við hittum hann, þar sem h.inn var ásamt fólki sínu að viðnna við samantekt á heyi Það setti nokkuð strik í reikning- inn hjá Guðmundi að bindivélm á staðnum var biluð, en von var á viðgerðarmanni frá Reykjavik innan tíðar Atvik af þessu tagi minnir okkur óneitanlega á þá miklu tækni væðmgu, sem orðið hefur i islenzk um landbúnaði á síðustu árum Vél- arnar verða flóknari með hverju ár inu sem liður, og þær mynda nær óslitna keðju frá þvi að grasið er slegið þar til því hefur verið komið fyrir í hlöðu — Hér um slóðir eru menn vissu- lega komnir mislangt á veg með heyskapmn, en allir eiga þó eitthvað eftir og þess eru dæmi að menn séu ekki búnir að ná einu einasta strái i hlöðu, segir Guðmundur En hvernig eru heym, sem náðst hafa? er næsta spurning, sem við berum fram — Þau eru ekki góð, því að megnið af heyjunum er hrakið og úr sér sprottið Ég hef til dæmis ekki náð inn tuggu. sem ekki hefur rignt í Heyin, sem náðust i júlí, voru að visu sæmileg, en það er Ijóst að kjarnfóðurgjöf verður mikil með þessum heyjum, þvi þau eru rýr að fóðurgildi — Nytin í kúnum hefur líka fallið vegna veðráttunnar og það er ekki til að bæta ástandið Kýrnar mjólka ekki af þessum heyjum, sem nú hafa náðst, nema þær fái kjarnfóður með og þar duga ekki litlir skammtar I fyrravetur var það á takmörkum að kýrnar mjólkuðu fyrir fóðurbætin- um, sem þær þurftu, þannig að bændur þola ekki að fá annan slíkan vetur — Ég á eftir að koma um þriðj ungnum af minum heyjum í hlöðu en ég er búinn að slá allt Túnin eru bara það blaut, að það er illmögu- legt að komast um þau, og ég man ekki eftir, að hér hafi tún verið jafnblaut fyrr, sagði Guðmundur að lokum Við kvöddum Guðmund og fólk hans og vélgnýrinn tók völdin á ný Það er sama sjónin, sem hvarvetna blasir við, hey umflotið vatni og gulir múgar á grænum túnum A ferð okkar um sveitirnar veitum við þvi athygli hversu viða bændur nota tvær snúningsvélar eða svonefndar fjölfætlur til að snúa heyinu Þann hátt hafa þeir einmitt á bændurnir í Miklaholtshelli í Hraungerðishreppi, Einar og Bjarni Eiríkssynir FÁ EKKI NÆGJANLEGT RAFMAGN TIL SUGÞURRKUNAR — Hver stund er dýrmæt, þegar veðráttan er með þeim hætti sem verið hefur í sumar og það eina, sem dugir er að halda heyinu á hreyf- mgu, sagði Einar, þegar okkur bar að garði og við höfðum orð á því, hvers vegna þeir notuðu tvær snún- ingsvélar samhliða — Flest allir bændur eiga eftir eitthvað að sínum heyskap og þá sérstaklega þeir, sem komust seint á Guðmundur Þórðarson í Kíl- hraunj. Einar (t.v.) og Bjarni Eiríks- synir f Miklholtshelli. Eyjólfur Pétursson á Nauta- flötum. stað Við eigum eftir um 1/4 af okkar heyskap, en við erum búnir að slá allt, sem hægt er að komast um vegna bleytu, segir Bjarni og bætir við að til þess að bændum takist að Ijúka heyskap sínum þurfi um hálfan mánuð, því túnin eru það blaut — Bændur ættu að geta náð verulegu af heyjum í þessari viku, því ekki hefur staðið á sprettunni og menn tala jafnvel um grasár aldar- innar En heyin, sem nú nást, eru lélegt fóður, þvi að þau eru bæði hrakin og yfir sig vaxin Hey af þessu tagi kalla á mikla kjarnfóður- gjöf, ef sæmilegar afurðir eiga að fást, en kjarnfóður er orðið dýrt og afkoma bænda er ekki með þeim hætti, að þeir beri slíkar byrðar annað árið í röð, segir Einar — Heyskapur í þessari veðráttu er bölvað basl og þegar við þetta bætist, að við fáum ekki nægjanlegt rafmagn til súgþurrkunar er ekki nein furða þó menn hugsi til þess að fara að bregða búi xAnna Hér er aðeins einfasa rafmagn og tæki fyrir það eru dýr auk þess sem við fáum ekki spennistöðvar, sem geta tekið við þvi rafmagni, er við þurfum. Þetta ástand kemur sér mjög illa í óþurrkasumrum eins og verið hafa í fyrrasumar og sumar, sagði Bjarni, og bætti viðaðá þessu stigi væri ekki hægt að segja fyrir um hversu mikill heyforði bænda fyrir veturinn yrði, en næstu dagar skæru þar úr. — En þó sl skini í heiði þessa stundina er þegar Ijóst, að heyin eru mjög léleg STEFNIR í MJÓLKURSKORT í VETUR Ég get ekki séð annað en það liggi fyrir að margir bændur hætti með kýr eftir þetta sumar Það er orðið mjög kostnaðarsamt að stunda kúa- búskap þegar hey eru jafn léleg og þau voru f fyrravetur og koma til með að verða í vetur sagði Eyjólfur Pétursson á Nautaflötum í Ölfusi, en við tókum hann tali þar sem hann var í óða önn að tína upp bagga. — Margir bændur voru með kýrnar nær geldar í fyrravetur í von um, að sumarið yrði gott og hægt yrði að afla góðra heyja, en sú von brást. Ástandið hefur líka ekki skánað við að nytin hefur fallið mjög í kúnum seinni hluta sumars vegna veðrátt- unnar og háarspretta nýtist illa tii beitar — Vissulega stefnir allt í að mjólkurskortur verði í vetur, því búast má við, að fóðurbætir stór- hækki og fjárhagur bænda leyfir ekki að þeir taki á sig aukinn rekstrarkostnað Sennilega verður það niðurstaðan að hækka mjólkina því eitthvað verður að gera til að sporna við þeirri þróun, að stöðugt dragi úr mjólkurframleiðslunni — Bændur hér f Ölfusinu eru misjafnlega á veg komnir með hey- skap, en ástandið hér er þó víst betra en hjá bændum þegar austar dregur Ég á t.d. ekki eftir að ná inn nema af 6 hekturum og það er allt slegið þannig að ef þurrkur helzt ætti það að nást inn á morgun. í heild er þó ástandið hjá bændum f Ölfusinu svipað og á sama tíma og í fyrra — Þessir dagar bjarga ekki öllu, þótt þeir bjargi miklu, því þau hey, sem nást nú, eru orðin skemmt og lélegt fóður Við verðum að vona, að hann hangi þurr áfram, því það er mikill munur á því að standa uppi með fullar hlöður af lélegu hey á móti því að standa uppi með tómar hlöður, sagði Eyjólfur að lokum Ferð okkar um sveitir Suðurlands var nú á enda og þegar við héldum yfir Hellisheiðina var okkur ósjálfrátt hugsað til sfðustu orða Eyjólfs og þeirrar spurningar hvað hann héngi þurr lengi? — t.g. Þeir bræður í Miklaholtshelli láta sér ekki nægja að snúa með einni snúningsvél, heldur nota þeir tvær samhliða. Sjón af þessu tagi blasti víða við þeim, sem fóru um Suðurland í gær. Bændur og búlið var hvarvetna í heyönnum. Ljósm. Mbl. t.g. náð inn tuggu semekki hefur rignt Sfðustu daga hefur víða orðið að grfpa til hrffunnar til að ná heyi af svæðum, sem ekki hefur verið hægt að komast um með vélar vegna bfeytu. Þessar notuðu tækifærið og brugðu sér í bikini f góðviðrinu á Suðurlandi f gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.