Morgunblaðið - 02.09.1976, Side 17

Morgunblaðið - 02.09.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 17 Kosningarnar í Svíþjóð: Hindra kjarnorkuverin myndun borgarastjórnar? þann frest, sem Miðflokkurinn vill setja fyrir afná'mi raforku- vinnslu í kjarnorkuverum. Flokkurinn vill gefa frest til 1985 og það er engin tilviljun, þvi orkuáætlun þingsins nær til þess árs. Leikur Falldins í síðustu viku hefur verið túlkaður á ýmsan hátt. Sumir líta svo á, að það sé skilyrði fyrir þátttöku Mið- flokksins í ríkisstjórn, að kjarn- orkuverin verði lögð niður. For- maður Hægfara einingarflokks- ins, Gösta Bohman, er t.d. þeirrar skoðunar að borgara- flokkarnir geti náð einhvers konar samkomulagi. „Yfirlýs- ingar Falldins má ekki túlka á þann hátt, að útilokað sé, að við getum komizt niður á sameigin- lega lausn í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum" segir hann. Leiðtogi Þjóðarflokksins, Per Ahlmark, segist ekki geta lofað þvf fyrir hönd flokks síns, að hætt verði að virkja kjarnorku I Svíþjóð innan 10 ára. Segir hann, að Þjóðarflokkurinn geti ekki látið setja sér kosti í þessu máli. Víst er að eining er um orku- málin innan Jafnaðarmanna- flokksins, en leiðtogar hans og þingmenn standa þó saman um stefnu stjórnarinnar. Jafnaðar- menn og Hægfaraflokkurinn hafa samþykkt byggingu 13 kjarnorkuvera, en Þjóðar- flokkurinn 11. Miðflokkurinn og Vinstriflokkur kommúnista eru algerlega á móti kjarnorkunni. Enginn flokkur hefur krafizt þjóðaratkvæða- greiðslu um málið, en Falidin i segir þó, að það geti orðið þrautalending, ef flokkarnir geti ekki komið sér saman. Kissinger aðvarar hvíta í Washington 1. sept. — Reuter. IIENRY Kissinger utanríkisráð- herra Bandarlkjanna, sem nú býr sig undir fund með John Forster forsætisráðherra Suður-Afrfku, hefur varað hvíta íbúa Ródesfu og Namibíu (Suðvestur-Afrfku) við þvf að meirihlutastjórn svartra sé óhjákvæmileg. „Hinir hvítu fbúar verða að fallast á stjórn meiri- hlutans," sagði hann á fundi með svörtum félagsráðgjöfum í Fíla- delflu í gær. Sagði hann, að stjórn Suður- Afríku hafi sýnt lit á breyttri afstöðu með því að lýsa fylgi við meirihlutastjórn í Ródesíu og ákveða tíma fyrir sjáfstæði Nami- bíu. „Gagnstætt Ródesíu og Nami- Suður bíu er ekki hægt að líta á stjórn Suður-Afríku sem ólöglega," sagði hann. En hann réðst á Apartheitstefnuna og sagði hana ómannúðlega sæmd. „Innri upp- bygging Suður-Afríku er ekki mannsæmandi sæmd. Áframhald- andi árekstrar i bæjarhverfum svartra, i skólum og háskólum veldur okkur miklum harmi,“ sagði Kissinger. Bandarfskir embættismenn hafa sagt í einkaviðtölum, að þeir séu ekki bjartsýnir á að árangur náist í samkomulagsviðræðum Kissingers og Forsters, en þeir hittast næst f Ztlrich. Einn ráð- gjafa hans sagði Bandaríkjastjórn líta á ástandið í suðurhluta Af- Afríku Kissinger — Apartheit. Úmann- úðleg. ORKUMÁLIN eru nú komin I brennidepil I kosningabar- áttunni I Svfþjóð, en kosningarnar fara þar fram 19. september n.k. Það er Mið- flokkurinn, sem hefur sett þessi mál á oddinn og gert þau að kosningamáli. Leiðtogi flokksins, Thorbjörn Fálldin, sem er forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, hefur sett fram þá kröfu að þegar verði hætt byggingu kjarnorkuvera og að kjarnorkuver, sem þegar starfa verði lögð niður fyrir 1985. Þetta er krafa sem hinir borgaraflokkarnir, Þjóðar- flokkurinn og Hægfara einingarflokkurinn geta ekki gengið að. Þessi mál geta því valdið erfiðleikum við hugsan- lega stjónarmyndun borgara- flokkanna. Það er óvíst hvort Miðflokkn- um takist að bæta við sig fylgi með því að taka svo ákveðna afstöðu í máli, sem aðeins nýtur stuðnings eins flokks að auki, kommúnista og á litlu fylgi að fagna í þinginu. Margt bendir þó til þess að kröfur Fálldins eigi nokkurn hljómgrunn eins og sjá má af þvf að andstæðing- um kjarnorkuvera tókst að safna nokkrum þúsundum fólks í mótmælagöngu gegn þeim í síðustu viku Þó voru þar þátttakendur hvaðanæva að af Norðurlöndum. Fálldin^setti kröfur sinar fram á kosningafundum fyrst í siðustu viku en áður höfðu hann og flokksbræður hans fjallað um Kjarnorkuna með almennu orðalagi á kosninga- fundum sínum. Verður nú fróð- legt að sjá hvort Miðflokkurinn gerir þessa kröfu að skilyrði fyrir þátttöku i samsteypu- stjórn borgaraflokkanna. Fálldin hefur margsagt að enginn ráðherrastóll sé svo mikilvægur að hann vilji fórna sannfæringu sinni í þessu máli fyrir hann, og orkumálin eru sem rauður þráður í áróðri Mið- flokksins. En það er ekki fyrr en í síðustu viku sem Fálldin nefnir Fálldin — burt orkuna fyrir 1985 með kjarn- Bohman — getum komizt að samkomulagi. Sprungur opnast á Guadelope Point-a-Pitre, (>uadelope 1. september - AP. TVÆR nýjar sprungur hafa opn- að keilu eldfjallsins La Soufriere, að sögn franskra vfsindamanna, sem könnuðu fjallið úr þyrlu á þriðjudagskvöld. Ein sprunga opnaðist við mikla sprenginu I fjallinu á mánudag, neðan við GIULIO Andreotti, forsætisráð- herra Italfu neitaði I dag ásökun- um um að hafa þegið mútur frá Locheed flugvélaverksmiðjun- um. Kallaði hann áskanirnar hreinan hugarburð I viðtali við sprunguna sem myndaðist 8. júlí, þegar núverandi eldsumbrot hóf- ust. Þriðja sprungan sást svo f könnunargerð á þriðjudag. Franskir jarðfræðingar segja sprenginguna á þriðjudag hafa verið minni háttar, en þeir segj- ast eiga von á meiriháttar gosi, ef hraunið nær yfirborðinu. vinstri sinnaða blaðið La Repu- blica. Andreotti sagði, að Loc- heed hefði rætt um að greiða hon- um peninga til að tryggja sölu á 18 P—3 Orion flu^vélum til ftalska flotans, þegár hann var viðskipt aráðherra 1968, en ekkert varð af kaupunum. ríku sem mjög alvarlegt, og að það fari versnandi fremur en hitt. „Ef einhver árangur verður að viðræðum Kissingers og Vorsters, mun Kissinger fljúga til Suður- Afríku og eiga þar viðræður við svarta leiðtoga," sagði ráðgjafinn. Hefndaraðgerða krafizt. Afríkuríki kröfðust í gær af Sameinuðu þjóðunum, að þær gripu til hefndaraðgerða gegn Suður-Afríku fyrir að hafa ekki látið af völdum í Namibiu, vegna Apartheid-stefnunnar og stuðn- ingsins við hvíta íbúa í Ródesíu. Núverandi forniaður Afríku- ríkjahópsins, Henry Rasolondr- aibe frá Malagasi-lýðveldinu, sagði, að hópurinn væri fylgjandi hefndaraðgerðum gegn stjórninni í Pretöríu, en stjórnir Bandaríkj- anna og Bretlands hafa verið á móti. Andreotti sver af sér Lockheedfé Róm 1. september — Reuter. HEITT OG HEIÐSKÍRT — Undanfarnar vikur hefur mikill hiti og gott skyggni einkennt veðurfar í Evrópu. Þessi mynd er tekin úr bandarískum gervihnetti kl. 8.36—9 um morgun í 1500 km hæð yfir Evrópu. Efst sjást Danmörk og suðurhluti Skandinavíu, Bretland, hvíta keðjan i neðra horni hægra megin er Alpaf jöll. Gatt lítur fram á við: Áfram atvinnuleysi og: lítill hagvöxtur Genf 1. sept. — Reuter. MIKIÐ atvinnulevsi og lítill hag- vöxtur mun áfram setja svip á efnahagsmál í heiminum næstu ár, segir f skýrlsu miðstjórnar Al- þjóða tolla- og viðskiptanefndar- innar í Genf (Gatt). Segir einnig f skýslunni, að mikil verðbólga muni áfram einkenna efnahags- þróun margra rfkja. Gatt reiknar ekki með, að hag- vöxtur iðnríkjanna verði meiri en 4—5% næstu árin. Kemur þetta heim og saman við spá Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Einkaaðilar mundu trú- lega halda að sér höndunum hvað snertir fjárfestingar næstu ár, þó að framleiðsla muni aukast hægt og sígandi. Samdrátturinn, sem átti sér stað í fyrra, mun að líkindum minnka arðsemi, álitur Gatt. Iðn- ríkin verða að auki að horfast i augu við þá staðreynd, að við- skiptahalli mun enn aúkast, þegar oliuinnflutningur vex í samræmi við meiri framleiðslu. Ríkisstjórn- irnar geta dregið úr slíkri þróun, á sama hátt og þeim hefur tekizt að draga úr verðbólgu, bæði með breyttri fjárfestingu og sparnaði á orku. Fleiri óvissuatriði, svo sem skammtíma sveiflur á gjaldeyris- mörkuðum, breytilegt framboð og verð á hráefnum, efnahagspóli- tískur árangur alþjóðlegra samn- ingaviðræðna og tilraunir ýmissa landa til að gera sig óháða ákveðnum innflutningi, munu framvegis hafa meiri áhrif á efna- . hagslegar ákvcrðanir. Gatt gerir ráð fyrir, að heims- verzlunin verði í ár rúml. 10% meiri en í fyrra, og verður því meiri en á metárinu 1974. Iðnrik- in munu auka utanríkisverzlun sina meira en innanlandsfram- leiðslu, að áliti Gatt. ERLENT •JUSU FÚKYRÐIIM [ YFIR DÓMARANN Los Anselses 1. sept. — Reuter. BORGARSKÆRULIÐARNIR William og Emily Harris (hjón) og félagar blaðaerfingj- ans Patriciu Hcarst jusu fúk- yrðum yfir dómarann þegar hann dæmdi þau f 11 ára lág- marksfangelsi f gær. Frú Harr- is, sem er 29 ára, kallaði Mark Brandler dómara „hefnigjarn- an brjálæðing" og hinn 31 árs gamli ciginmaður hennar kall- aði hann „truflaðan, eigin- gjarnan, yfirdrottnunarsaman krypplings-gamlingja". Brandler dómari dæmdi hjónin, sem eru í Symbioníska frelsishernum í 11' ára til lifs- ’ tíðarfengelsi, fyrir mannrán og ■ þjófnaði. Samkvæmt lögum Kaliforníu j geta þau fengið náðun eftir 4 i ár, þegar þau hafa afplánað , þriðjung lágmarksrefsingar. En yfirvöld geta haldið þeim inni til dauðadags, en slíkt er mjög óvenjulegt i Kaliforníu. Innan skamms hefjast önnur réttarhöld yfir hjónunum í Oakland, þar sem þau eru ákærð fyrir að hafa rænt Patriciu Hearst í febrúar 1974. Verði þau fundin sek eiga þau lífstíðar fengelsi yfir höfði sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.