Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 23 Haraldur V. Ólafsson: Ævintýrið í Hveragerði GlSLI Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkraunarheimilisins Grundar, brautskráðist úr Verslunarskóla Islands vorið 1927. Fyrir nokkrum árum tók hann upp þann sið að bjóða göml- um Verslunarskólanemendum, sem brautskráðst höfðu árið 1927 eða fyrr, einu sinni á ári til kaffi- samsætis að Grund. Þannig hef ég haft þá ánægju að vera í boði Gísla árlega síðastliðin 6 ár ásamt brautskráðum skólafélögum mín- um. Þessar samverustundir hafa verið alveg sérstaklega ánægju- legar þar sem þarna höfum við fengið tækifæri til að hitta gömul skólasystkini sem þekktu svo vel gömlu Reykjavík áður en hún breyttist I borg nútímans. T.d. voru viðstaddir síðast Hafsteinn Bergþórsson, brautskr. 1909, Árni Öla rithöfundur, brautskr. 1910, Jón tvarsson, fyrrv. forstj., brautskr. 1916, o.fl. Þannig hygg ég að ég geti mælt fyrir munn okkar skólafélaga sem braut- skráðumst úr Verslunarskólanum vorið 1920, þegar ég segi, að við höfum allir notið mjög þessara árlegu samverustunda. Eins tel ég að við séum sammála um að það veganesti sem Verslunarskólinn gamli gaf okkur áður en við lögð- um út í lífið hafi reynst okkur öllum vel, enda hefur Verslunar- skólinn verið óskabarn okkar allra. Á siðastliðnu vori gat Gísli Sigurbjörnsson þess við okkur að hann langaði til að bjóða okkur til Hveragerðis til þess að sýna okk- ur hvað gert hefði verið í málum gamla fólksins þar austur frá. Eftir þvi sem mér er tjáð, mun faðir Gísla, sr. Sigurbjörn Gisla- son, hafa ásamt fjórum öðrum stofnað Elli- og hjúkrunarheimil- ið Grund við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Sagðí Ólafur Sigurðs- son forstjóri frá Akranesi mér að hann hefði sem ungur strákur stundum farið með Hreini Páls- syni skipstjóra, söngvara og síðar forstjóra til þess að skemmta þessu gamla fólki þar vestur frá. Frumhugsjón þessara manna hefur svo Gísli helgað líf sitt eins og sjá má í þeirri glæsilegu starf- semi sem fram fer að Grund í Reykjavík og að Ási og Ásbyrgi í Hveragerði. Heimsókn okkar til Hvera- gerðis var svo farin 13. ágúst s.l. og fórum við saman 35 eða 36. Gísli tók á móti okkur í húsi sínu og fór með okkur strax í kynningarferð um staðinn. Verð ég að segja að þetta er heimur sem ég er viss um, að mikill hluti landsmanna hefur ákaflega óljósa hugmynd um. Að minnsta kosti var ég agndofa yfir umfangi og myndarskap þeirrar starfsemi sem þarna fer fram og er það glöggur vitnisburður um heillda- drjúgt sambland hugsjóna og framkvæmda- og fjármálavits Gísla Sigurbjörnssonar, þess manns sem stendur að baki allrar þessarar starfsemi. Dvalarheimilið Ás/Asbyrgi í Hveragerði tók til starfa 26. júli 1952. Lagði Árnessýsla til fjórar húseignir til starfseminnar endurgjaldslaust og voru gerðir samningar þar um. Hefur Elli- og hjúkrunarheimilið Grund reist og keypt 37 húseignir, reist gróður- hús og trésmíðaverkstæði og keypt lóðir til starfseminnalr. Hefur verið komið upp talsverðri ,Verjum ,0Bgróóur] verndum' lancHggf garð- og gróðurhúsarækt þar sem vistmenn heimilisins hafa að- stöðu til að nýta krafta sína og verja tíma sínum til jákvæðra framleiðslustarfa. Sem dæmi um frjótt hugmyndaflug Gisla og um- hyggju hans fyrir velliðan vist- manna má benda á, að gróðurhús- um dvalarheimilisins er svo haganlega fyrir komið, að gólfin iiggja talsvert lægra en beð eða vinnufletir húsanna, þannig að gamla fólkið þarf mjög litið að beygja sig við vinnu sína. Grundvallarhugmyndin að baki dvalarheimilisins á Hveragerði er að vistmenn geti verið eins sjálf- stæðir og frekast er unnt, en samt notið allrar sameiginlegrar þjónustu, ef og þegar þeir vilja. Einnig er ofangreind vinnuaðstða fyrir þá vistmenn, sem hafa vilja og þrek til, mjög mikilvægur þáttur starfseminnar. Fjöldi vist- manna í hverju húsi er breyti- legur eftir stærð þeirra, eða frá fjórum og upp í tíu að jafnaði. I húsum sinum hafa vistmenn að- stöðu til að sjá um sig sjálfir að nokkru leyti og fá til sin gesti og veita þeim o.s.frv. Er allt efni lagt til af dvalarheimilinu. Svo fá þeir aðalmáltíðir i sameiginlegum matsölum, en sameiginleg matar- aðstaða er á þremur stöðum. Hug- myndir Gísla eru fólgnar í því að alveg eins og hinn vinnandi maður þjóðfélagsins vill njóta friðsams kvölds að loknu dags- verki, eigi fólk skilið að njóta friðsæls og áhyggjulauss ævi- kvölds. Og Gísli heldur því fram, að ekkert sé of gott á ævikvöldi fyrir fólk sem er búið að vinna mikið allt sitt lif. Ef til vill er erfitt að uppfylla þau skilyrði bet- ur en á Dvalarheimilinu Ás/Ásbyrgi í Hveragerði, þar sem óskum eldra fólks um sjálfstæði, sjálfsforræði og vinnuaðstöðu er fullnægt eins og frekast er unnt, jafnframt því sem öll nauðsynleg samhjálp er veitt og áhyggjum og erfiði þannig létt af gamla fólkinu. Fyrsta árið voru vistmenn 13, en nú eru þeir 194, 105 konur og 89 karlar. Um næstu áramót verða vistplássin orðin samtals 214. ÖIl starfsema dvalarheimilis- ins er á ábyrgð Grundar, og það sem ef til vill ætti að koma flest- um á óvart nú á tímum opinberr- ar forsjár á öllum sviðum, er, að dvalarheimilið nýtur engra styrkja og hpldur ekki neinna gjafa. Segir það talsvert um fjármálasnilld Gísla Sigurbjörns- sonar. Ekkert er samt til sparað til þess að halda umhverfi öllu sem snyrtilegustu, og eru garðar allir og umhverfi til fyrirmyndar. Er hvarvetna sama snyrti- mennskan og myndarskapurinn og sjá má umhverfis Elli- og hjúkrunarheimalið Grund í Reykjavík. Enn er ein starfsemin að Ási og Ásbyrgi í Hveragerði, sem væri efni í heila blaðagrein og verða því engin skil gerð hér, en það er rannsóknarstarfsemi margs kon- ar sem fer fram í Rannsóknar- stofnun Neðri-Áss og á vegum hennar. Ekki væri ég hissa þótt árangur þeirrar starfsemi ætti eftir að hafa mikla þjóðhagslega þýðingu á einhverjum sviðum, en oft og tiðum er erfiðasti þröskuld- ur á vegi hagnýtingar slíkra rann- sókna skilningsleysi og kjarkleysi ráðamanna, sem skortir oft víðsýni og framsýni þeirra fram- kvæmdamanna, sem hugsa stórt. Eitt af því sem Gisli sagði i spjalli sinu við okkur, finnst mér segja nokkuð um viðhorf hans til fram- taks og áræðni: „Manni miðar alltaf annaðhvort áfram eða aftur á bak: Kyrrstaða er ekki til.“ Að lokum vil ég óska Gísla til hamingju með hinn ríkulega ávöxt ævistarfs hans, og er ég þess fullvíss, að á meðán hans nýtur við miðar starfsemi þeirri, sem ég hef lýst, fram um veg. Kyrrstaða, sem hjá Gísla merkir afturför, er ekki á dagskrá hjá honum. — Kvikmyndir Framhald af bls. 21 ENTEBBE. Verið er að leggja síðustu hönd á handritið. Og að lokum, þá er 20th — Fox TV byrjað á fyrstu sjón- varpskvikmyndinni af at- burðunum, og á að frumsýna hana um jólin FRETTAPUNKTAR 0 Eftir alllangt hlé frá kvik- myndaleik er Steve McQueen nú aftur á fullri ferð. Næsta verkefni sem hann hefur valið sér, er svo sannarlega ekki af verri endanum, nefnilega aðal- hlutverkið I ÞJÓÐNlÐING Ibsens. Hans eigið kvikmynda- framleiðslufyrirtæki, Solar Productions, kostar myndina, svo Steve fær vafalaust að ráða þvl sem hann vili. Hin kunna, sænska leikkona Bibi Anderson og Charles Durning fara með önnur aðalhlutverk. George Schaefer leikstýrir mynd- gerðinni, sem byggð er á þýðingu Arthur Millers á hinu sígilda drama Ibsen. 0 Langvinsælasta myndin á þessu ári verður að öllum likindum hrollvekjan frá 20th Century Fox THE OMEN. Hún slær nú öll aðsóknarmet þar vestra, og er talin komast í hóp tíu vinsælustu mynda, allra tíma. Efnisþráðurinn er ekki ósvipaður og í THE EX- ORCIST, nema að THE OMEN þykir öllu vandaðri mynd, með fáum, ódýrum bellibrögðum. Með aðalhlutverkin fara þau Gregory Peck og Lee Remick. David Warner óg Billie White- law fara með minni hlutverk. Richard Ðonner leikstýrir. 0 Enn kemur gamla kempan John Wayne á óvart. I nýjustu mynd sinni, THE SHOOTIST, þykir hann sýna langglæsi- legastan leik á sínum fjörutíu ára ferli. I myndinni leikur hann skotmann (gunfighter), sem þjáist af krabbameini og bíður dauða síns í litlu þorpi. Myndin fjallar reyndar um síðustu sjö dagana i lífi þessa manns, sem þegar er orðinn að þjóðsögu sökum hæfileika sinna. Gamli byssubófinn reynir að nota þessa fáu daga til að koma ævilöngum hugsjónum sínum i verk, áður en það er um seinan. En það eru margir sem ætla að nota síðasta tækifærið til að græða á frægð hans, svo að hinzta vikan verður ærið við- burðarík. Með önnur aðalhlut- verk fara þau Laureen Bacall. James Steward, Richard Boone, Hugh O'Brian, Harry Morgan, John Carradine og Sheree North. Leikstjórinn er í höndum annars gamalreynds „vestrasérfræðings", Don Siegel. Tveir aðrir koma reynd- ar við sögu, tónskáldið Elmer Bernstein og kvikmyndatöku- maðurinn Bruce Surtees, en báðir hafa þeir bætt margan vestrann með listfengni sínu á þessu sviði. 0 Hinn sjaldséði ágætisleikari Álan Arkin virðist nú ætla að snúa sér að mestu leyti aó leik- stjórn í framtíðinni. Hann vinn- ur þessa dagana að myndinn FIRE SALE, og tvær aðrar myndir, sem hann mun leik- stýra, eru á döfinni. 0 Og enn eigum við von á að sjá nýja útgáfu af AIRPORT, þeir hjá Universal virðast ekki álita að þeir séu búnir að slíta hugmyndinni. Nú verður það Jack Lemmon sem fer með aðalhlutverkið, ásamt Lee Grant. Ósköpin nefnast AIR- PORT 77. Þá hefur sama fyrir- tæki ákveðið að gera fram- haldsmynd eftir JAWS, og heit- ir því JAWS II. Fram- leiðendurnir, Zanuck/Brown, hafa fengið ekki ómerkari mann en leikritaskáldið og Pulitzer verðlaunahafaann Howard Sackler (THE GREAT WHITE HOPE) til að skrifa handritið. Roy Scheider hefur gengizt inn á að leika lögreglu- stjórann á nýjan leik, Það er langt til New York... (Heimildir: ACTION, VARI- ETY, THE INDEPENDENT FILM JOURNAL) HEIMILISTÆKI HAFNARSTRÆTI 3 SÆTÚNI 8 1oqc5 sfemmalega bjarc með philips

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.