Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 15

Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 15 hafi dregið lærdóm af Lock- heed. Þannig er slóðin rakin til Lockheed og síðan til viðtæks umboðsmannanets sem vann fyrir bæði fyrirtækin. Þar næst beinist athyglin á sölum á Starfightervélum og síðan kem- ur til játning Lockheed manna á þvi, að þeir hafði greitt Bern- harði prins fé. Án þessara tilviljanakenndu og utanaðkomandi atvika kynni svo að hafa farið með mál þeirra beggja, Nixons og Bern- harðs, að þeir hefðu lokið ferli sinum með glæsibrag og án þess nokkrum fölva slægi á mynd þeirra. En þó liggur nú ljóst fyrir, að hundruð manna vissu um iðju Bernharðs og full ástæða var alltaf fyrir hol- lenzkan almenning til að draga ráðvendni hans og heiðarleika í efa. En það virðist líka augljóst að Hollendingar og einnig rót- tækir þar í landi VILDU EKKI VITA — allt fram á síðustu daga, var augum lokað fyrir ótal mörgu. Sagan um Bern- harð prins varpar nýju ljósi á misbeiting valdsins, sem hægt er að stunda ef tekst að við- halda trú almennings á helgi konungdæmisins. Satt að segja minnir fram- koma Bernharðs — svo harð- sviraður og óskammfeilinn sem hann virðist hafa verið, öllu meira á Agnew en Nixon sjálf- an. Og eins og einn hollenzkur blaðamaður orðaði það: „Eng- inn getur Imyndað sér, hversu sársaukafullt þetta er hol- lenzku þjóðinni." Þegar Bernharður gekk að eiga Júlíönu prinsessu var tölu- verð ástæða til að taka honum með varúð og jafnvel tor- tryggni, hann hafði verið i nasistflokknum og bandariskir leyniþjónustumenn héldu áfram að vantreysta honum á meðan styrjöldin stóð yfir. Og ekki leið á löngu, unz það spurðist út, að hann væri ekki trúr prinsessunni, sem var kannski ekki sérlega spennandi kvenmaður, en var virt og elsk- uð af þegnum sinum — bæði vegna stöðu sinnar og sjálfrar sin. En framganga Bernharðs I stríðinu, sem flugmaður og yfirmaður andspyrnu- hreyfingarinnar, varð öllu yfir- sterkara í augum almennings og þegar Vilhelmina drottning afsalaði sér völdum árið 1948, fannst öllum Hollendingum sem full ástæða væri til að fagna nýrri drottningu og manni hennar, sem var eins konar tákn þess anda, sem rikt hafði innan hennar. Auk þess sem tekið var að koma i ljós, hversu frábær „sendiherra" Bernharður var, og ferðalög hans vítt um heim til að kynna hollenzkar vörur og koma þeim á framfæri vöktu bjartsýni með þjóðinni um að hann myndi eiga hlut að efnahagslegri við- reisn lands sins. Konungdæmið er Hollending- um og hjartfólgnara en flest annað. Það er tákn um sjálf- stæði þeirra og þjóðartilveru á alveg sérstakan hátt. Og með krafti sínum og ódrepandi áhuga og útsjónarsemi tókst Bernharði ekki aðeins að auka Tri-Star. milljónir dollara. Sendimaður- inn segir, að prinsinn hafi sam- þykkt tilboðið. Skömmu síðar ákvað hollenzka stjórnin að hætta við Orionkaupin og um- boðslaunin voru þar af leiðandi ekki greidd. En með þetta bréf í huga, sem prinsinn sendir, verður lika æ erfiðara að segja til um, hver var eiginlega að múta hverjum og hver að kúga hvern. Við upphaf málsins er það Lockheed sem leitar til hans, en siðan endar sagan með þvi að prinsinn vilar ekki fyrir sér að hafa frumkvæði að þvi að krefja fyrirtækið um peninga. Lockheed-starfsmenn, sem ræða mútumálin, segja að yfir- mönnum flugmála I Hollandi hafi alltaf verið kunnugt um, að prinsinn væri „til taks“. Fremur hafi verið um að ræða greiðslur en 'mútur, eins og Lockheed-menn hafa sagt. Og Lockheedmenn segja einnig: „Maður veit aldrei hvort maður missir af samningi, vegna þess að einhver hefur sett fótinn fyrir. Ef maður heldur, að hægt verði að fjarlægja fótinn með því að reiða fram fé, er erfitt að segja nei við þvi.“ Vitanlega hefur Lockheed- málið aðeins verið einn liður- inn í mjög vafasömum athöfn- um prinsins og enda þótt skýrslan takmarki sig að mestu við það mál, hefur einnig verið safnað vitnisburði af öðrum vígstöðvum. Það sem athygliverðast er í sambandi við til dæmis Northrop, sem var keppinautur Lockheed í Evrópu, er, að ýmsir umboðsmanna Northrop léku tveimur skjöldum og voru sam- timis á mála hjá Lockheed og Northrop. Nú er ljóst af skjöl- um, sem hafa verið birt að hol- lenzkir umboðsmenn, sem unnu fyrir Lockheed og tóku laun sömuleiðis hjá Northrop höfðu forgöngu um að koma Northrop í samband við Bern- harð prins. Eins og gefur að skilja hleypti þessi uppljóstrun hinu versta blóði í þá Lock- heedmenn Árið 1971 er ljóst, að Northrop er komið í fyrirtaks góð tengsl við Bernharð og þvi er erfitt að vísa frá þeirri hugs- un, að prinsinn hafi ekki þegið eitthvað frá báðum fyrirtækj- unum. Og því meira sem hann fékk — því meiri hefur orðið græðgi hans. Hann átti og sam- skipti við önnur flugvélafyrir- tæki, og fyrir fáeinum mánuð- um gumaði einn fulltrúa Grummansfyrirtækisins af því, að hann hefði verið að selja vél frá fyrirtækinu brezkum auð- manni, og óskað hefði verið eft- ir því, að umboðslaunin yrðu greidd „World Wildlife Fund“. Prinsinn hefur bersýnilega einskis svifist og ekki verið vandlátur • I vali á meðulum. Upplýst hefur verið um undar- leg samskipti hans við pakist- anska fjáraflamanninn Ali Ahmed, sem hefur aðsetur í London og benti fyrir nokkru á Bernharð prins sem sinn góða stuðningsmann, þegar hann þurfti að fá ákveðna fyrir- greiðslu I London. Bernharður prins hefur sem sagt verið óvenjulega ósvifinn Framhald á bls. 38 Starfighter sölu á hollenzkum vörum, heldur lét hann og alþjóðavið- skipti til sin taka — og allt við vaxandi orðstir og virðingu. En allt virðist þetta hafa — að minnsta kosti þegar ár liðu fram — verið gert í þvi augna- miði að ota sinum eigin tota og hygla sínum. Árið 1952 skipulagði hann fyrstu Bilderberg ráðstefnuna, en þar komu saman stjórnmála- menn, bankastjórar og auðjöfr- ar á borð við Angelli, Rotschild og Rockefellar. Hélzt svo þar til á þessu ári, er ráðstefnunni var frestað, þegar fyrstu sögurnar komust á kreik um sekt Bern- harðs og fjárglæfrastarfsemi hans. Bilderberg fundirnir voru haldnir án þess að blaða- menn fengju nokkru sinni að ganga að þeim og raunar var fulltrúum á ráðstefnunni bann- að að tala við fréttamenn. Stöku sinnum létu vinstrimenn þá skoðun í ljósi að þarna væri á ferðinni kapitalískt leyni- makk, en þær raddir urðu aldrei verulega háværar. Ráðstefnur þessar veittu Bernharði að sjálfsögðu ómetanlega aðstöðu til að koma sér I samband við alþjóðleg samtök og auðmenn nánast hvar sem var í heiminum. Siðan voru kvíarnar enn færðar út, er hann tók þátt í að stofna „The World Wildlife Fund“ árið 1961, en innan þeirra samtaka hefur starfað litskrúðugur hóp- ur peningamanna, aðalsmanna, dýra- og náttúruverndarmanna og metorðagjarnir iðnjöfrar. Starf hans I þeim samtökum, svo og fleirum, hefur áreiðan- lega orðið til þess að festa Bern- harð enn betur i þeirri trú sinni, að hann væri ósnertanleg vera. Það var skömmu upp úr 1950, eftir því sem segir í skýrslunni, — eða tveimur árum eftir að kona hans hafði setzt í hásæti Hollands, — að „Bernharður prins tók að vingast mjög við Robert Gros“ sem var yfir- maður Lockheed I Kaliforníu og varð síðar einn af stofnend- um Wildlife Fund. Gross hafði sem ungur bankastjóri i Boston bjargað Lockheed frá gjald- þroti á árunum upp úr 1930 og hafði séð það vaxa og þenjast út í hið mesta veldi. En eftir stríð- ið hafði farið að halla undan fæti og var Lockheed nú ógnað úr ýmsum áttum. Virtist fyrir- tækið ekki ætla að standa af sér samkeppnina við Douglas og Boeing og einnig komu til mis- tökin við smíðina á vél félagsins Electra. Lockheed-menn urðu að binda vonir við að geta selt herflugvélar sínar til Evrópu. Sérstaklega var þeim umhugað um að koma hinni nýju Starfightervél á framfæri þar í álfu. Hvort Bernharður prins beitti áhrifum sinum, hvað snertir þær sölur, er vafasamt og því er reyndar neitað i skýrslunni. En á árunum upp úr 1950 var Lockheed fyrirtæk- ið búið að ná verulegri fótfestu í Evrópu og Gross var augljós- lega þeirrar skoðunar, að Bern- harður væri mjög svo dýrmæt- ur bandamaður. Lockheed fékk einnig tvo Hollendinga, sem umboðsmenn sína, þá Fred Meuser og Hans Gerritsen, og báðir voru nánir vinir prinsins. Allir þessir menn höfðu tekið þátt í starfi hollenzku and- spyrnuhreyfingarinnar og einnig er talið, að þeir hafi starfað í leyniþjónustunni eftir að styrjöldinni lauk. Robert Gross hafði sjálfur haft einhver tengsl við Allan Dulles og CIA. Það er eitt af þvi sem er hvað ónotalegast i skýrslunni, að leyniþjónustustörf og fjármála- spilling virðast hafa haldizt í hendur á þessum árum. Milli 1959 og 1960 — segir i skýrslunni — velti Lockheed fyrirtækið þvi fyrir sér í fullri alvöru, hvort það ætti að færa prinsinum að gjöf Jet-Star vél vegna Starfighter sölunnar í Þýzkalandi. Lockheed-menn hurfu frá því vegna þess að „ákveðnir meinbugir" voru á því, Fred Meuser stakk upp á, að Lockheed greiddi honum eina milljón dollara i staðinn og var upphæðin siðan greidd á reikning hins dularfulla áður- nefnda hershöfðingja. Greiðsla Lockheed á þessum milljón dollurum örvaði þá til að sýna viðleitni í þá átt að hafa prinsinn sem tengilið sinn og á árunum 1968 og 1969, þegar útlit var fyrir aðra mikilvæga sölu, þ.e. á könnunarflugvélum Lockheed af Orion-gerð. Lockheed reyndi nú að bjóða prinsinum háa fjárupðhæð til að hann beitti áhrifum sínum í þá átt, að hollenzka stjórnin gengi frá Orionkaupunum. Gerðist þetta í Frakklandi við Lake Annecy og segir I skýrsl- unni, að ekki sé hægt að túlka þetta greiðslutilboð öðruvisi en sem mútur. Prinsinn neitaði á þeim forsendum, að hann gæti þarna ekkert gert, en aftur á móti gaf hann ekki (eftir þvi sem segir í skýrslunni) neitt það til kynna, sem benti til að honum þætti þetta óviður- kvæmilegt tilboð. Samstarf hans við Lockheed virðist ekki hafa beðið neinn hnekki við þetta. Skömmu seinna áttu tveir Lockheed-menn fund með prinsinum á golfvelli i grennd við Utrecht og buðu honum eitt hundrað þúsund dollara í sam- bandi við hugsanlega sölu á Tri- Star vélum Lockheed. Seinna var svo ávísun á þessa upphæð send á svissneskan banka og stiluð Victor Baarn, en Baarn heitir svæði það sem hollenzka konungshöllin stendur á. Avisunin var innleyst, en prins- inn neitar að hafa nokkurn tima fengið þessa peninga. I kringum árið 1970, þegar. prinsinn er að nálgast sextugt, bendir ýmislegt til, að hann* gerist æ ágengari. Verður nú efni skýrslunnar um framferði hans ömurlegra en nokkru sinni áður. Hann virðist hafa verið I geysilegri þörf fyrir pen- inga og nú er það hann sem hefur af fyrra bragði samband við Lockheed. Arið 1974 var búizt við, að gengið yrði frá sölu Orionvélanna. 1 september það ár sendir Bernharð hand- skrifað bréf til Roger Smith hjá Lockheed og virðist vera mikið niðri fyrir. Þar krefst hann þess að fá 4—5 milljónir doll- ara umboðslaun fyrir væntan- lega sölu, en verð vélanna, sem til stóð að kaupa. var um 200 milljónir. Bréfið sem er skrifað á afleitri ensku og I ruddaleg- um og ógnandi tón sýnir prins- inn í vægast sagt hrottalegu ljósi. Lockheed sendi nú mann á fund prinsins að bjóða honum lægri umboðslaun, eða 1,3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.