Morgunblaðið - 05.09.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.09.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 21 |St. Jósefsspítali í Hafnarfirði 50 ára í dagl Mikið þrekvirki að koma honum upp og reka Rakin saga spítalans í stuttu máli % Hinn fimmta september fyr- ir fimmtíu árum var vígður St. Jósefsspítali f Hafnarfirði. Það var fámennur hópur st. Jósefs- systra, sem stóð að baki þeirri miklu byggingu og hafa þær æ síðan séð um allan rekstur spít- alans, viðhald og áframhald- andi uppbyggingu. I dag minn- ast þær þessa merka áfanga og þegar skyggnzt er um og leitað fróðleiks um sögu spftalans og alls þess starfs, sem þar hefur verið unnið, kemur það glöggt í ljós að St. Jósefssysturnar hafa unnið gífurlegt þrekvirki. All- an rekstur spftalans og stjórn hans hafa þær haft á hendi undir forystu þeirra príorinna sem þar hafa starfað en þær eru samtals sjö á þessum fimm- tíu árum. Þeir sem hafa fylgzt með þessum framkvæmdum systr- anna hafa oft haft orð á því hve vel sé til vandað og undrast það hversu mikið þær hafa í ráðizt. Ekki er það undarlegt þar sem það er ekki fyrr en á allra síð- ustu árum að þær hafa notið nokkurs styrks til byggingar spítalans og sama er að segja um reksturinn. Nýjar fram- kvæmdir við spítalann og end- urbætur ásamt rekstrartil- kostnaði er að langmestu leyti f jármagnaðar með vinnu, spar- semi og hagsýni þessara f áu kvenna, sem f spítalanum starfa. Þar hafa þær unnið í áratugi og leggja allt sitt f að bæta aðstöðu þeirra, sem f spít- alann koma svo að þeir fái bót sinna meina. Þegar það hrekk- ur ekki til eins og nú m.a. vegnt verðbólgu verða þær að taka stór og dýr lán. NÝ SKURÐSTOFA OG FLEIRI SJUKRARUM Sigurgeir Guðmundsson er forstöðumaður spftalans og hann fræddi blaðamann um sögu spftalans og þær bygginga- framkvæmdir sem nú standa yfir, en hann sér um þær. Fyrstu starfsárin voru sjúkling- ar á þremur hæðum í húsinu, alls um 40 rúm. Arið 1953 var hafizt handa um viðbyggingu við norðurenda aðalhússins. Þá var fyrst komið fyrir lyftu f húsinu, sjúkrarúmin færð á tvær hæðir hússins aðeins og þeim f jölgað í 42. Á árunum 1966—67 voru aðalhæðir húss- ins lagfærðar til samræmis við nútímakröfur og fyrir þremur St. Jósefsspftali f Hafnarfirði. Lengst til vinstri er nýjasti hluti spftalans og lengst til hægri sést f kapelluna. árum var hafizt handa um byggingu við suðurenda gamla hússins. Nú eru 54 sjúkrarúm í spftalanum, auk barnastofu með 4 rúmum. Nýlega hefur verið stórbætt aðstaða til sjúkraþjálfunar, komið upp rannsóknastofu með öllum bún- aði og unnið er að þvf að full- gera nýja skurðdeild og nýtt eldhús, jafnframt því sem bætt hefur verið aðstaða lækna og stjórnunar. Framundan eru framkvæmdir til endurbóta á aðstöðu hjúkrunarfólks, þ.e. vaktherbergjum o.fl. Sigurgeir sagði að allar end- urbætur á spítalanum eftir 1958, sem hér voru taldar upp, hefðu verið framkvæmdar und- ir yfirstjórn og eftir fyrirsögn núverandi prforinnu, systur Eulaliu, en hún hefði sýnt áhuga sinn f að bæta alla að- stöðu sjúklinganna og starfs- liðsins, svo sem efni og geta frekast hafa leyft. Hann sagði að þær hefðu aldrei notið neinna styrkja erlendis frá og það væri ekki fyrr en á sfðustu árum að styrkir hefðu komið frá stjórnarvöldunum, eins og fyrr sagði. Sagðist Sigurgeir oft hafa orðið var við þann mis- skilning að þær nytu fjárhags- aðstoðar erlendis frá. Þá sagði Sigurgeir að sér fyndist það hreint ótrúlegt að þær skyldu hafa getað komið spitalanum upp og rekið hann og þau 25 ár, sem hann hefði — Munu Albanir Framhald af bls. 25 Ungt fólk hefur verið hvatt til þess að dveljast f þorpum og stunda landbúnaðarstörf f sveitum í stað þess að flykkjast til borga landsins, og gefur það ótvfrætt til kynna, að rfkið eigi við efnahagsörðugleika að stríða. Nýjasta fimm ára áætl- unim hefur farið út um þúfur, og svo virðist jafnvel sem þing Kommúnistaflokksins og há- tiðahöld vegna 35 ára afmælis hans geti runnið út í sandinn. Hoxha hefur lítið svigrúm til athafna, ef Kínverja nýtur ekki við. Hafi þeir snúið við honum baki, dragazt allar áætlanir um aukna iðnvæðingu verulega saman eða verða jafnvel að engu. Albanir yrðu þá að byggja afkomu sína á landbún- aði að mestu leyti án þess að eiga sér nokkra von um, að úr rættist fyrir þeim. En hvað svo sem Hoxha hyggst fyrir, verður hann að hafa hraðann á, þvi að valda- skeið hans er senn á enda. Það er engum vafa undirorpið, að hatrömm barátta um eftirmann hans hefur átt sér stað, og hún hefur höggvið stór skörð í raðir flokksins. I Albaníu er fátt um menn, sem hafa hæfileika og reynslu á sviði stjórnmála og stjórnsýslu, og framtíðin virðist ekki brosa við þessu litla og torsótta fjallavirki á Balkan- skaga. AUGLÝStNGASÍMINN ER: 22480 Sérgrein okkar er að sjá nemendum í sérgreinanámi tyrir skólavörum. Úrvaliö hefur aldrei veriö meira. VERZLANIR: Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Hallarmúla 2 ÞUMALÍNA BÚÐIN ÞÍN, DOMUS MEDICA, ÞAR SEM ÁÐUR VAR MÆÐRA- BÚÐIN, BÝÐUR ÞÉR UPP Á FYRSTA FLOKKS VÖRUVAL FYRIR LITLA BARNIÐ, ÁSAMT ÝMSU FLEIRU OG LANDSINS ÓDÝR- USTU BLEYJUR. SENDUM í PÓSTKRÖFU. Þumalína, Domus Medica, s. 12136.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.