Morgunblaðið - 05.09.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
25
tStít. THE OBSERVER
BELGRAÐ — Þeir, sem fylgj-
ast með þróun mála á Balkan-
skaga, hafa nú fengið nýtt um-
hugsunarefni. Vmsar breyting-
ar f stjórnmálum Albanfu og
pólitfskar hreinsanir hafa nú
gert það að verkum, að menn
hafa f bili varpað frá sér öllum
vangaveltum um hvað taki við,
þegar Tftó Júgóslavfuforseti er
allur.
Enda þótt Albanía sé lítið
land og telji aðeins tæpar tvær
milljónir íbúa, er talið mjög
mikilvægt hvorum megin
hryggjar hún liggur á sviði
heimskommúnismans. Hingað
til hafa Albanir verið dyggir
stuðningsmenn Kínverja, en
svo kann að fara, að þeir telji
heppilegra að halla sér að Rúss-
um. Þar með myndu Rússar
koma ár sinni fyrir borð á hern-
aðarlega mikilvægu svæði á
Balkanskaga, og rökrétt afleið-
ing þar af yrði sú, að þeir gætu
komið sér upp flotastöð á
Adríahafi og farið að velgja Jú-
góslövum undir uggum.
Ýmsir sérfræðingar telja
mjög ólíklegt, að Albanir gerist
bandamenn Rússa á nýjan leik,
en aðrir telja, að svo kunni vel
að fara. Máli sínu til stuðnings
vísa þeir til yfirlýsingar gömlu
kempunnar Enver Hoxha,
flokksleiðtoga, um að „flokkur-
inn fletti ofan af endurskoðun-
arsinnum og samsærisöflum og
losaði sig við þau“.
tStít THE OBSERVER
„Þessir menn vildu spilla vin-
áttu okkar við bræðraþjóð okk-
ar, Kínverja, og flokk Mao Tse-
tung, og þeir vildu binda land
okkar á klafa sovézkra endur-
skoðunarsinna," sagði Hoxha.
Ýmsum þótti ótrúlegt, að and-
staða, gagnrýni og samsæri
gætu þrifizt í Albaníu, þar sem
allt er hneppt f járnaga, og
landið hefur ekki haft nokkur
samskipti við Sovétrikin í 15 ár.
En staðreyndirnar tala sínu
máli. Rúmur tugur háttsettra
herforingja hefur verið sviptur
embætti, og fréttir herma, að
þeir hafi verið teknir af lffi.
Tveir ráðherrar hafa þurft að
víkja, og allmargir embættis-
menn hafa verið reknir ú
Kommúnistaflokknum, sem
hefur stjórnað landinu með
harðri hendi siðan í lok síðari
heimsstyrjaldar.
Hoxha er staðráðinn í því að
kveða niður orðróm um, að
hann sé heilsutæpur, og hefur
því komið fram nokkrum sinn-
um opinberlega að undanförnu.
Við þau tækifæri hefur hann
þrástagazt á þvi, að vinátta og
samskipti Albana og Kinverja,
væru enn með sama hætti og
fyrr. Það þykir hins vegar harla
grunsamlegt, að flokksleiðtog-
inn telji nauðsynlegt að gefa
slfkar yfirlýsingar í sifellu.
Griskir og ítalskir sendifull-
trúar i Tirana, höfuðborg Al-
baníu, hafa lýst yfir því, að svo
THE OBSERVER
virðist sem kastazt hafi f kekki
með stjórnvöldum I Tirana og
Peking. Sömu sögu segir fólk af
albönsku þjóðerni, sem búsett
er í Júgóslaviu, en fengið hefur
Eftir
Juliet
Pearce
að heimsækja ættingja sína hin-
um megin landamæranna.
Ljóst er, að Kfnverjar hafa
dregið verulega úr efnahágsað-
stoð sinni við Albani með þeim
afleiðingum að meiriháttar
THE OBSERVER
framkvæmdir hafa dregizt á
langinn, svo sem við stifluna í
Fierza, stálvinnsluna í Elbass-
an og olíuvinnslustöðina i
Ballsh.
Af hálfu Albana hefur engin
skýring verið gefin á þessari
stefnubraytingu, enda eru
stjórnvöld ekki vön því að gera
slík reikningsskil. Ýmsir telja,
að stjórnir Albaniu og Kinverja
greini verulega á i alþjóðamál-
um og hafi sú fyrrnefnda megn-
an ímugust á auknum samskipt-
um við vestrænar þjóðir. Hún
framfylgir nær algerri einangr-
unarstefnu, en Kínverjar halda
hins vegar áfram að efla sam-
skipti sín við Vesturlönd.
Ekki er ólíklegt, að þessi til-
gáta sé á rökum reist. Albanir
hafa frá fornu fari verið mjög
andvígir öllu þvi, sem erlent er,
því að þeir hafa jafnan óttazt
ásælni erlendra rikja og kostað
kapps um að hrinda árásum út-
lendinga á fjallavirki þeirra.
Það hefur komið sér vel fyrir
þá að eiga bandalag við Kín-
verja, sem búa í órafjarlægð og
hafa á engan hátt stofnað sjálf-
stæði landsins í hættu, þótt þeir
hafi að einhverju leyti hlutazt
til um málefni þess.
Mönnum leikur mikil forvitni
á að vita, hvað tekur við f AÞ
baniu, þegar Hoxha hverfur af
sjónarsviðinu. Fregnir hafa
borizt af því, að heimsfrægir
læknar hafi komið til Tirana,
THE OBSERVER
og ennfremur hefur því verið
fleygt að Hoxha sé haldinn syk-
ursýki á háu stigi. Nánasti sam-
starfsmaður hans, Mehmet
Shehu forsætisráðherra, er
einnig sagður heilsutæpur.
Hann hefur leitað sér lækninga
í Frakklandi annað veifið og er
talið, að hann sé haldinn
krabbameini. En að sjálfsögðu
hafa engar yfirlýsingar verið
gefnar um heilsufar þessara
æðstu manna þjóðarinnar, og
báðir hafa lagt sig fram um að
kveða orðróm þennan niður
með því að koma fram opinber-
lega að undanförnu. Hins vegar
er ljóst að hvorugur gengur
heill til skógar.
Kvíði og ókyrrð hafa mjög
gert vart við sig í Albaníu, og
efnahagserfiðleikar þessa smá-
ríkis hafa magnazt eftir að vin-
áttan við Kínverja tók að kólna.
Ráðherraskipti að undan-
förnu hafa leitt í ljós, að tals-
verð ólga er á stjórnmálasvið-
inu. Piro Dodbida, landbúnað-
arráðherra, var nýlega látinn
víkja úr embætti og við þvi tók
ung og óþekkt kona, Themije
Thomaj að nafni. Dodbida, sem
áður var álitinn gegn og góður
flokksmaður og átti sæti í mið-
stjórn flokksins, var gefið að
sök að hafa „brotið í bága við
stefnu flokksins og gert sig sek-
an um alvarleg mistök í starfi“.
Um svipað leyti var Thoma
Deljana, mennta- og menning-
armálaráðherra, látinn víkja,
og í hans stað var Tefta Cani
sett í embætti, en hún er litt
þekkt eins og landbúnaðarráð-
herrann, og komin af fátæku
bændafólki.
Ef til vill eru þessi manna-
skipti liður i tilraunum Hoxha
til að „yngja flokkinn upp“ og
skipa ungt fólk í áhrifastöður.
Framhald á bls. 21
Munu Albanir halla sér
að Rússum á nýjan leik?
að gæta. Þegar EBE færir út í 200
mílur, hvenær sem það verður,
munu þau síldarmið, sem við höf-
um sótt á í Norðursjónum verða
innan þeirra marka. Þá vaknar sú
spurning, hvort eftir einhverju er
að slægjast fyrir okkur að tryggja
okkur áframhaldandi rétttilsíld-
veiða í Norðursjó. Þær veiðar
hafa haft nokkra þýðingu fyrir
þjóðarbúskap okkar, ekki sízt
vegna þess, að þar hefur tiltekinn
gerð fiskibáta fengið verkefni.
sem ella hefðu ekki verið fyrir
hendi. Þá er óljóst, hvort fisk-
veiðilögsaga EBE mun ná til
Grænlands en verði svo, að Græn-
land verði aðili að fiskveiðilög-
sögu EBE-ríkjanna og EBE þar
með hafa samningsrétt um fisk-
veiðar innan grænlenzkrar fisk-
veiðilögsögu hljótum við einnig
að meta hvort fiskveiðihagsmunir
þar skipta okkur einhverju máli.
Nú hafa þrjú aðildarríki EBE
samninga við okkur um fiskveið-
ar innan 200 milna markanna hér
við land. Samningur Breta rennur
út hinn 1. desember n.k. en samn-
ingar V-Þjóðverja og Belga á
næsta ári. Islenzka ríkisstjórnin
hefur lýst því yfir, að hugsanleg-
ar nýjar viðræður um fiskveiði-
réttindi innan 200 mflna mark-
anna hljóti einvörðungu að
byggjast á gagnkvæmum fisk-
veiðiréttindum og að íslendingar
muni þá meta, hvort fiskveiðirétt-
ur i fiskveiðilögsögu EBE skipti
tslendinga svo miklu, að þess
vegiia sé réttlætanlegt að hleýpa
fiskiskipum frá EBE inn i okkar
fiskveiðilögsögu eftir að samning
ar þeirra renna út.
Það er hins vegar ljóst, að með-
an Efnahagsbandalagið er upp-
tekið í innbyrðis deilum um þessi
mál veit enginn hvað það hefur
upp á að bjóða í þessum efnum,
eins og forsætisráðherra benti á í
viðtali við Morgunblaðið fyrir
skömmu, og þar af leiðandienginn
leið að gera sér grein fyrir hvort
eftir einhverju er að slægjast. En
við verðum að fylgjast náið með
framvindu mála innan EBE til
þess að vera vel undir það búnir
að gæta hagsmuna okkar, þegar
þar að kemur.
Hlutur
stjórnarandstöðu
Tveggja ára afmæli rikisstjórn-
arinnar fyrir viku hefur orðið til
þess, að nokkur úttekt hefur verið
gerð á störfum hennar á þessu
tímabili. Niðurstaða þeirrar út-
tektar hefur verið jákvæð. Ríkis-
stjórnin hefur náð meiri árangri
en menn kannski taka eftir við
fyrstu sýn. I fyrsta lagi hefur hún
fært fiskveiðilögsögu landsmanna
út í 200 sjómílur og tryggt yfir-
ráðarétt íslendinga yfir 200 míl-
unum — í raun tryggt fullan sig-
ur í landhelgismálum Islendinga.
1 öðru lagi hefur hún eytt þeirri
óvissu sem um þriggja ára skeið
ríkti f öryggismálum þjóðarinnar,
með samkomulagi þvi, sem gert
var við Bandaríkjastjórn haustið
1974 um dvöl varnarliðsins hér á
landi. 1 þriðja lagi hefur henni
tekizt að halda fullri atvinnu á
krepputíma, þegar nágrannaþjóð-
ir hafa staðið frammi fyrir geig-
vænlegu atvinnuleysi og í fjórða
lagi birtir nú óðum til í efnahags-
málum þjóðarinnar. Verðbólgan
hefur minnkað um helmihg frá
því að núv. ríkisstjórn tók við
störfum.
A þessu ári verður viðskipta-
hallinn við útlönd helmingi minni
en hann var á síðustu tveimur
árum. Á þessu ári er full ástæða
til að ætla, að jöfnuður náist í
fjármálum rikissjóðs, tekizt hefur
að halda útlánum bankakerfisins
innan skynsamlegra marka á síð-
asta ári og þessu ári og vonir
standa til, að í ár takist að ná
tökum á útlánum fjárfestingar-
lánasjóðanna. Þegar litið er fram
á veg er full ástæða til bjartsýni
enda þótt leggja verði áherzlu á,
að sá ábati, sem þjóðarbúinu kann
að áskotnast á næstu misserum
verði notaður til þess að greiða
upp erlendar skuldir að verulegu
leyti.
Þegar á heildina er litið verður
því ekki annað sagt, en að rík-
isstjórnin hafi haft erindi sem
erfiði. En hver er hlutur stjórnar-
andstöðunnar á þessum tveimur
árum? Venjulega er það svo, að
stjórnarandstaða á tiltölulega
auðvelt með að ná sér á strik i
erfiðu árferði, þegar gera þarf
óvinsælar ráðstafanir. Slikir tím-
ar hafa verið I okkar þjóðfélagi
síðustu tvö ár. Engu að siður
munu flestir sammála um, að
stjórnarandstaða hafi ekki aukið
hróður sinn á þessu tveggja ára
tímabili.
Bersýnilegt er, að forystulið Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags
hefur hvað eftir annað gert sér
vonir um, að samstarf Sjálfstæðis-
flokks og ' Framsóknarflokks
mundi fara út um þúfur. Það hef-
ur ekki gerzt. Þvert á móti hefur
samvinna þessara tveggja flokka
styrkzt á þessu timabili. Þá fer
ekki milli mála, að flokkarnir
tveir hafa hvað eftir annað bund-
ið vonir sinar við verkalýðshreyf-
inguna og gert ítrekaðar tilraunir
til að beita henni fyrir striðsvagn
stjórnarandstöðunnar f von um,
að hörð átök á vinnumarkaðnum
mundu leiða til þess að ríkis-
stjórnin yrði að hrökklast frá.
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag hafa litið svo á, að þeir væru
hinir einu sönnu verkalýðsflokk-
-r og þess vegna gætu þeir vænzt
raunhæfs stuðnings verkalýðs-
samtakanna í stjórnarandstöðu.
Þetta hefur hins vegar ekki gerzt.
Það er langt um liðið síðan verka-
lýðssamtökin fóru að taka faglega
afstöðu til mála og í þeim kjara-
samningum, sem gerðir hafa ver-
ið í tíð núverandi ríkisstjórnar
hefur verkalýðshreyfingin haldið
sig innan þess ramma. Hafi ein-
hverrar tilhneigingar gætt hjá
einstökum forystumönnum verka-
lýðssamtakanna til þess að fara út
af þeirri braut er ljóst, að hinir
almennu félagsmenn hafa tekið í
taumana eins og berlega kom í
ljós í vetur, þegar sýnt var, að
enginn almanna stuðningur var
við þær verkfallsaðgerðir, sem þá
var gripið til.
Kjarni málsins í sambandi við
stjórnarandstöðuna þessi tvö ár
er þó sá, að bæði Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag eiga við svo
erfið innri vandamál að etja, að í
raun og veru hafa báðir þessir
flokkar lítið getað sinnt eiginlegu
hlutverki sinu á vettvangi stjórn-
málanna. Alþýðuflokkurinn berst
nú fyrir lifi sinu og enn er ekki
ljóst, hvernig þeirri baráttu lykt-
ar. Enn hefur ekkert komið fram,
sem bendir til þess, að forystu-
menn Alþýðuflokksins hafi gert
sér grein fyrir því í hvaða farveg
þeir eigi að beina flokknum til
þess að hann gangi i endurnýjun
lífdaga. Fremur benda athafnir
þeirra til þess, að þeir hafi ekkert
lært og að uppdráttarsýkin hafi
enn ekki verið kveðin niður.
Siðustu 8 árin hafa verið tiltölu-
lega róleg innan Aljiýðubanda-
lagsins en nú er ljóst, að ýmsar
innri mótsetningar, sem þar hafa
verið til staðar, eru að koma upp á
yfirborðið á sama tíma og traustir
og sterkir forystumenn eru að
draga sig i hlé en engir koma í
þeirra stað. Þess vegna má búast
við þvi á næstu árúm, að vaxandi
upplausnarástand riki innan Al-
þýðubandalagsins. Þegar þessi
innri vandamál eru höfð i huga er
kannski ekki við því að búast, að
þessum tveintur flokkum hafi tek-
izt að hazla sér völl í stjórnarand-
stöðunni.