Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JW*1T0Xmllt8llÍb SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 Fíkniefnamálin: 2 menn í gæzlu til viðbótar 7 menn sitja nú inni vegna tveggja mála FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN f Reykja\ík hefur enn úrskurðað tvo menn til viðbótar f gæzluvarð- hald vegna þeirra tveggja ffkni- efnamála, sem nú eru til með- Komnir „heim í Búðardal” — og sveitarstjórnin slær upp „svaka partíi” POPPHLJóMSVEITIN Ðe Lónlí blú bojs er komin í Búð- ardal og mun skemmta þar í dag. Áður en ferðin hófst lýstu hljómsveitarmenn því yfir, að líklega myndi sveitarstjórinn halda þeim kaffisamsæti í þakklætisskyni fyrir að hafa fest Búðardal endanlega inn á landabréfið með laginu „Heim í Búðardal". Sveitarstjórnin tók piltana á orðinu, og efnir í dag til kaffi- samsætis fyrir piltana. Verður opið hús í félagsheimilinu og geta allir Búðdælingar og íbúar nágrannasveitanna kom- ið og þegið kaffiveitingar í boði sveitarstjórnarinnar. ferðar hjá dómstólnum. Sitja þvf alls sjö menn f gæzluvarðhaldi vegna þessara tveggja mála. 1 fyrrkvöld var annar maður úrskurðaður í allt að 10 daga gæzluvarðhald vegna nýrra málsins, en uppvíst varð um það, þegar tveir varnarliðsmenn reyndu að smygla um 250 grömm- um af hassi inn á Keflavíkurflug- völl. I kjölfar handtöku þessara manna var síðan maður handtek- inn í Reykjavík á föstudag, en sá hafði selt varnarliðsmönnunum efnið. Síðar um kvöldið þennan sama dag var síðan annar Reyk- vfkingur tekinn vegna sama máls. Allir þessi menn hafa verið úrskurðaðir í 10 daga gæzluvarð- hald. Þá var maður handtekinn f gær- morgun í tengslum við eldra mál- ið, sem dómstóllinn hefur haft til meðferðar undanfarnar vikur, og Framhald á bls. 47. ísland — Belgía á Laugardalsvellinum í dag KL. 18.15 í dag hefst á Laugardalsvellinum landsleikur f knattspyrnu milli tslendinga og Belgfu- manna. Er leikur þessi liður f undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, en þar leikur tsland f riðli með Belgfu, Hollandi og irlandi. tslenzku landsliðsmennirnir héldu austur að Þingvöllum á föstudaginn og dveljast þar við æfingar fram að leiknum f dag, en Belgfumenn sem komu til landsins á föstudaginn brugðu sér á æfingu á Laugardalsvellinum í gærmorgun og þá tók RAX þessa mynd af þeim. Búizt er við miklu f jölmenni á leikinn í dag, en forsala aðgöngumiða verður við Laugardalsvöllinn frá kl. 13. Heilsugæzlustöðin í Árbæjarhverfi: Rándýrum myndavélum stolið BROTIZT var inn f verzlunina Fókus f Lækjargötu f fyrrinótt og stolið þaðan myndavélum og smá- hlutum að verðmæti um hálf milljón króna, að því er verzl- unareigandinn áætlar. Sá sem þarna var að verki braut rúðu í verzluninni og.náði þannig myndavélum af gerðinni Nikro- mat EC og Nikon F2 ásamt zúm- linsu og ýmsum öðrum smáhlut- um. Biður rannsóknarlögreglan þá sem verða þess varir, að myndavélar af þessari gerð eru boðnar til sölu, að gera sér aðvart. Þá voru unglingspiltar gripnir, þar sem þeir voru að brjótast inn í Vinnufatabúðina. Voru þeir send- ir á upptökuheimilið í Kópavogi. Kemst stöðin ekki í gagnið vegna deilu við ráðuney tið? FRAMKVÆMDUM er nú að Ijúka við heilsugæzlustöð Reykja- vfkurborgar f Arbæjarhverfi og vilja borgaryfirvöld, að rekstur hennar hefjist þegar f stað eða um leið og hún er tifbúin. Sá ljóður er þó á, að rfkið, sem greiða á laun starfsfólki stöðvar- innar, læknum og hjúkrunarkon- um, telur sig ekki haf a heimild til þess á fjárlögum að ráða fólk til stöðvarinnar, auk þess sem engir samningar séu við lækna á heilsu- gæzlustöðvum f Reykjavfk . Heiibirgðisyfirvöfd borgarinnar telja þó að notast megi við sama kjarasamning og héraðslæknar úti á landi hafa við rfkið. Enn er þvf alls kostar óvfst, hvort heifsu- gæzlustöðin í Arbæjarhverfi kemst f gagnið nú f haust eða ekki. Þegar undirbúningur að gerð heilsugæzlustöðvar í Árbæjar- hverfi hófst árið 1974, skrifaði Reykjavikurborg heilbirgðisráðu- neytinu og fór þess á leit, að ríkis- sjóður greiddi sinn hlut í gerð tveggja heilsugæzlustöðva. Ráðu- neytið féllst á eina stöð og á fjár- lögum 1975 og 1976 er gert ráð fyrir fjárveitingu til hennar og lýkur henni 1977. Árið 1975 hófst vinna við hönn- un heilsugæzlustöðvarinnar í Ár- bæjarhverfi og var henni lokið ó október. Var haft fullt samráð við ráðuneytið um hana. Var greitt úr borgarsjóði til þess að standa straum af framkvæmdum og var gert ráð fyrir, að þeim yrði lokið á þessu ári. Samkvæmt lögum um slfkar stöðvar á ríkissjóður að sjá nm útvegun starfsfólks í stöðvarnar og á hann að standa straum af kostnaði við manna- hald. Þegar útséð var, að heilsu- gæzlustöðin yrði tilbúin f júlf- ágúst, skrifaði borgarlæknir ráðu- neytinu bréf í marz, þar sem farið var fram á, að ráðuneytið stað- festi stofnun heilsugæzlustöðvar- innar og jafnframt var beðið um, að ráðnir yrðu til stöðvarinnar tveir læknar og tvær hjúkrunar- konur. Svar barst frá ráðuneytinu hinn 24. ágúst, þar sem sagt er, að ekki sé unnt að staðfesta stofnun stöðvarinnar, nema þrjú skilyrði séu uppfyllt. I fyrsta lagi að Reykjavfkurborg afhendi áætlun að heildarskipulagi heilsugæzlu- svæða og stöðva í Reykjavík, í öðru lagi verði tilgreind tímaáætl- un um það hvenær smíði stöðv- Alvarlegur vatns- skortur í Ey j afir ði Akúreyri, 4. september — ALVARLEGS vatnsskorts er nú farið að gæta vfða f sveftum Eyjafjarðar bæði skorts á neyzluvatni og vatni handa nautgripum og öðrum búfénaði. Þessu vefdur bæði snjóleysið síðastliðinn vetur og hinir langvarandi og stöðugu þurrkar f sumar. Þó er ástandið mjög misjafnt eftir bæjum og byggðarlögum og virðist verst f Öngufstaðahreppi. Á þeim bæj- um, þar sem bændur hafa á undanförnum árum lagt langar og vandaðar vatnsleiðslur hátt ofan úr fjöllum, er vfðast nægi- legt og gott vatn, en þar sem menn hafa treyst á lindir og bæjarlæki er alger vatnsþurrð vfða. Hér fara á eftir ummæli nokkurra bænda og bænda- kvenna í Eyjafirði um Vatns- leysið. Aðalsteina Magnúsdóttir, Grund: „Hér á Grund og nokkr- um öðrum bæjum f nágrenninu er bæði hreint og tært vatn og nægilegt vatn enda lögðum við í mikinn kostnað við margra kílómetra langa vatnleiðslu ofan úr fjöllum árið 1969. Hins vegar veit ég til þess, að á mörg- um bæjum er vatnsskortur og sums staðar alger vandræði af þeim sökum.“ Þuríður Schiöth, Hólshúsum: „Það er búið að vera vatnslaust hér annað slagið lengi í sumar, en nú eru að verða hér hrein vandræði. Nú er ekki lengur nokkur lögg í læknum og lind, sem við höfum áður vatn úr er líka orðin þurr. Svona er búið að standa f hálfan mánuð og er að verða algjört öngþveiti. Við höfum sótt vatn undan- farið í haugsugu suður í Finna- staðaá og látið það í ker í kúa- haganum. Neyzluvatn er aftur Framhald á bls. 47. anna yrði lokið og í þriðja lagi lýsir ráðuneytið yfir því, að engir samningar séu í gildi fyrir lækna til stöðvarinnar, fyrr en slfkir samningar liggi fyrir. Framhald á bfs. 47. Mjólkurlítr- inn hækkar um 6 krónur EINS og frá var skýrt f bfaðinu f gær náðist samkomulag á fundi sexmannanefndar með sáttasemj- ara á föstudagskvöld um 8.83% hækkun verðlagsgrundvallar landbúnaðarafurða. Nýtt verð á mjólkurvörum átti að taka gildi 1. september sl„ en tekur ekki gifdi fyrr en rfkisstjórnin hefur f jallað um það og er gert ráð fyrir, að það verði á morgun eða þríðjudag. Breytingar á verði sauðf járafurða og nýtt verð á kartöflum tekur ekki gildi fyrr en 15. þessa mán- aðar. Hver lftri mjófkur hækkar nú um sem næst 6 krónur, úr 61 f 67 krónur. Að sögn Guðmundar Sigþórs- sonar, ritara sexmannanefndar, verður hlutfallslega meiri hækk- un á afurðum kúabúanna í verð- lagsgrundvellinum og er það gert í þeim tilgangi að sporna gegn samdrætti í mjólkurframleiðsl- unni. Þá eru kartöflur nú teknar út úr verðlagsgrundvellinum og eru þær verðlagðar sérstaklega, en það er gert til að meira sam- ræmi fáist milli framleiðslukostn- aðar þeirra og söluverðsins. Verð hvers mjólkurlítra til bóndans hækkar úr 64 kr. í 71 krónu við þessa hækkun. Sex- mannanefnd hefur enn ekki lokið verðlagningu á sauðfjárafurðum og strandar sú verðákvörðun m.a. á ágreiningi um verð á gærum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.