Morgunblaðið - 07.09.1976, Side 7

Morgunblaðið - 07.09.1976, Side 7
Arftaki blóðherja Hitlers Kommúnistaf lokkur ís- lands M/L gefur út blaS, er nefnist Stéttabaráttan. í 14. tölublaði þessa ár- gangs, sem út kom hinn 11. ágúst sl. birtist for- ystugrein um innrás Sovétmanna f Tékkósló- vakfu, hinn 21. ágúst fyrir 8 árum. í forystugrein þessari segir Stéttabarátt- an: „Þann 21. ágúst eru átta ár liðin sfðan sovézkir skriðdrekar héldu innreið sfna I Prag. Þá var hul- unni svipt af hinu rétta eðli sovézku endur- skoðunarstefnunnar og örvæntingarfull frelsisbar- átta tékknesku þjóðarinn- ar opinberaði fyrir alheimi að „sovézki rauði herinn" var ekki lengur tákn sigursins yfir nazistum, heldur arftaki blóðherja Hitlers. Breshnev-klfkan hikaði þá ekki við að brjóta frelsisviðleitni Tékka á bak aftur með nöktu vopnavaldi, hernám Tékkóslóvakfu var f senn órækt vitni um strfðsfyrir- ætlanir sósfal- heimsvaldasinnanna og viðvörun til austantjalds- landanna um. að Sovét- rfkin mundu ekki þola sjálfstæða þróun þeirra eða vinslit við sig. Alþýða heimsins hefur ekki gleymt hetjulegu viðnámi tékkneskrar alþýðu og hún hefur ekki gleymt Jan Palach og félögum hans, sem hikuðu ekki við að fórna Iffi sinu til að vekja samlanda sfna til meðvitundar um nauðsyn vopnaðrar baráttu gegn sovézku innrásarherjun- um. J:fnframt sýndu at- burðirnir f Tékkóslóvakfu 1968, að sóvézku kúgar- arnir munu ekki hörfa frá Austur-Evrópu, nema fyrir byssustingjum. Það þarf alþýðustrfð til að sigrast á glæpaherjum Sovétrlkj- anna og tryggja sigur verkalýðsins f A-Evrópu." Frelsisbarátta í Póllandi Siðan segir f forystu- grein Stéttabaráttunnar „Hinir örlagarfku atburðir MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 7 f Prag fyrir átta árum leiða hugann ósjálfrátt að þeirri frelsisbaráttu, sem fram fer f Póllandi nú. Undir forystu Kommún- istaflokks Póllands (M—L) reis pólsk alþýða samhuga upp gegn til- raunum sovézku heims- valdasinnanna og leppa þeirra í Gierek-stjóminni til að lögfesta stjómar- skrárákvæði þess efnis, að vináttan við Sovétrlkin skyldi vera ævarandi. Efnahagsörðugleikar pólsku endurskoðunar- sinnanna, sem valdið hafa mikilli verðbólgu og versnandi kjörum almenn- ings, sýna að kapítalism- inn hefur enn að nýju náð undirtökunum I efnahags- lífi landsins. Kommúnista flokkur íslands M/L lýsir fullum stuðningi sfnum við réttmæta og hetjulega baráttu verkamannanna f Varsjá, Radom og annars staðar og hvetur fslenzka alþýðu til virks stuðnings við frelsisbaráttu pólskrar alþýðu. Pólskur verkalýð ur sker sig ekki úr, nema hvað snertir fómfýsi og hetjulund f baráttunni. í Ungverjalandi og Búl- garfu, A-Þýzkalandi og Tékkóslóvakfu fer barátt- an vaxandi, þótt hún hafi enn ekki náð sömu út- breiðslu og styrk og í Pól- landi. Jafnvel f Sovétrlkj- unum sjálfum eykst and- spyrnan dag frá degi og sovézku sósfalheims- valdasinnunum reynist örðugra en fyrr að blekkja verkalýð heimalandsins til fylgis við hernaðaraðgerð- ir sínar." Tengsl AB- forystunnar við Sovétríkin Loks segir Stéttabarátt- an f forystugrein sinni: „Það er skylda fslenzkra verkalýðsstétta að styðja þessa baráttu með öllum ráðum og efla baráttuna hérlendis gegn útsendur- um sósfal- heimsvaldastefnunnar. Þeir sem hérlendis nefna sig andheimsvaldasinna, en lúta þó svo lágt að þiggja heimboð hinna faz- ísku stjóma A- Evrópurfkjanna, eru engir andheimsvaldasinnar. Þeir eru f sömu sporum og fslenzkir þjóðernissinnar, sem gistu Hitlers- Þýzkaland á fjórða ára- tugnum. Yfirlýsmgum Þjóðviljans um að Alþýðu- bandalagið styðji Sovét- rfkin ekki, verður ekki trú- að fyrr en blaðið tekur upp virka baráttu gegn grimmdarverkum sovézku sósfal- heimsvaldastefnunnar. Orð slfkra manna eru ómarktæk, þegar haft er f huga að AB forystan er f nánum tengslum við Sovétrfkin og tekur mál- stað þeirra f hvfvetna." 0STRATFORD E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. brother skólaritvélar hafa farið sigurför um landið og eru nr. 1 ó óskalista allra nemenda í landinu og allra þeirra sem þurfa að nota ferðaritvélar Kynnið ykkur skólaritvélina sem vinnur eins og rafritvél Vélin, sem hagar sér eins og rafmagnsritvél með hinni nýju sjálfvirku vagnfærslu áfram. 8 stillingar á dálka. Er í fallegri tösku úr gerviefni. Gerð 760TR Superstar hefir alla kosti geróar 1350 og auk þess segment- skiptingu, valskúplingu og lausan dálkastilli, þannig að dálka má stilla inn eða taka út hvar sem er á blaðinu. Verð ritvéla hefur farið mjög hækkandi erlendis undanfarió og búist er við frek- ari hækkunum. Umboðsmenn um lond ollt BORGARFELL Skólavörðustíg 23, sími 11372. BROTHER skólaritvélar eru úr stáli, eru fallegar og traustar, en kosta samt mun minna en allar sambærilegar vélar. 2JA ÁRA ÁBYRGÐ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.