Morgunblaðið - 07.09.1976, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.09.1976, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 Slökkviliðsmenn að störfum við Laugaveg 168. Ljésm.mm.k.ói. Upptök stórbrunans á Laugavegi enn óljós # UPPTÖK eldsvoðans I húsinu á Laugavegi 168 sl. sunnudag eru enn ókunn, að sögn rannsóknar- lögreglu, en miklar skemmdir urðu þar á húsakynnum og innan- stokksmunum fimm fyrirtækja. Standa aðeins útveggir hússins eftir, og er þvf Ijóst að þarna hefur orðið milljóna tjón. Mikill eldur var f húsinu, þegar slökkvi- liðið kom á vettvang en þvf tókst fljótlega að ná tökum á eldinum og verja næstu hús. Þó mátti ekki miklu muna að eldurinn næði að læsa sig f Hekluhúsið, þar sem þakið var tekið að sviðna. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, varaslökkviliðsstjóra, fékk slökkviliðið tilkynningu um elds- voðann um kl. 11.36 og þegar komið var á staðinn var mikill eldur í húsinu. Vatnið sem slökkvibilarnir höfðu f tönkum sfnum hrökk þvf skammt, og var strax tekið til við að tengja vatns- slöngur í fimm nærliggjandi brunahana. Eftir það gekk slökkvistarfið greitt og sagði Gunnar að upp úr kl. 12.30 hefði slökkviliðið verið búið að ná full- um tökum á eldinum. Gunnar sagði, að eldurinn hefði verið mestur í húsakynnum Byggis hf. þegar slökkviliðið kom á staðinn, og virtist svo sem hann hefði ver- ið búinn að búa um sig þar nokk- uð lengi áður en tók að loga. Til dæmis hefði maður sem átti leið þarna framhjá um hálfri klukku- stund áður en útkallið kom, talið sig finna megna reykjarlykt en einskis frekar orðið var. Maður sem var að vinna i húsinu varð hins vegar ekki var við neitt óeðli- legt fyrr en tekið var að loga í húsinu. Borgþór Björnsson, fram- kvæmdastjóri Byggis hf., sagði að tjónið af völdum brunans væri algjört, en fyrirtæki hans hafði f húsinu skrifstofu, verzlun og lag- er. Auk þess leigði það út frá sér húsnæði til Kjartans Ólafssonar, trésmiðs, sem hafði þar lítið verk- stæði og einnig fyrirtækinu Sæ- plasti. Auk þess voru I húsinu fyrirtækin Tækniver og Bilaraf- virkinn, og misstu öll þessi fyrir- tæki húsnæði sitt auk þess sem mikið tjón varð á innanstokks- munum, vörum og tækjum. Húsið var hins vegar i eigu Stillis hf. — Skák Framhald af bls. 17 14. c5! — Bf8, (Enn kom 14. — b4 sterklega til greina). 15. b4 (Nú er svarta staðan rignegld niður og mótspilsmöguleikar svarts sáralitlir). 15. — a5, 16. a3 — Rh5, 17. Rd2 — a4 (Þennan leik taldi Najdorf slæman, betra hefði verið að bíða átekta og eiga svarið a4, ef hvitur léki Rb3. T.d. 17. — h6, 18. Rb3 — a4, 19. Ra5? — Rxc5!). 18. Hadl — Bg7, 19. Re2 — Rf8, 20. Dcl — Re6, 21. Rf3 Svart: Guðmundur (Þegar hér var komið skák- inni kom Najdorf til mín og sagði: „Sérðu stöðuna mina, stórkostleg," og eftir skákina sagði hann Guðmundi, að hér hefði hann eins vel getað gefizt upp). 21. — Bd7, 22. Hd6 — Had8, 23. Hfdl — Bc8,24.g4 (Svartur er gjörsamlega yfir- spilaður og verður nú að láta af hendi peð). 24. — Rhf4, 25. Rxf4 — exf4, 26. Bxf4 — Rxf4, 27. Dxf4 — Be6, 28. e5 (öruggara en leikfléttan 28. Hxd8 — Dxf4, 29. Hxe8+ — Bf8, 30. Hdd8 — Dxl + , 31. Kh2 — Df4+, 32. Khl — Dxl + , 33. Rgl — Dxa3 og svartur hefur vissa mótspilsmöguleika þótt hvítur ætti að vinna). 28. — Bd5, 29. Hel — Hd7, 30. Rd4 (Nú tapar svartur meira liði). 30. — Hde7, 31. Rxc6 — Bxc6, 32. Hxc6 — Db8, 33. Hb6 — Dc7, 34. Hb7 — Dd8, 35. c6 og svartur gafst upp. Hvfta frfpeð- ið gerir út um skákina. Ingi R. Jóhannsson hafði hvítt og lék enska leiknum gegn Matera. Bandaríkjamað- urinn fékk jafnt tafl út úr byrj- uninni og stóð jafnvel öllu bet- ur á timabili. Staðan bauð hins vegar ekki upp á mikið og var samið jafntefli eftir um það bil 30 leiki. Þá verður næst á vegi okkar skák Margeirs Péturssonar og Keene. Eftir óreglulega leikja- röð kom upp afbrigði af drottn- ingarbragði. Margeir tefldi stíft til vinnings og blés snemma til sóknar á kóngsvæng. En hann gáði ekki nægilega að sér á öðr- um hlutum borðsins, lék af sér peði og síðan manni og tapaði. Antoshin beitti franskri vörn gegn Gunnari Gunnarssyni og er það í fyrsta skipti sem sú byrjun sést í mótinu. Gunnar tefldi vel framan af og náði betri stöðu. I tímahrakinu lék hann nokkrum ónákvæmum leikjum og þegar skákin fór í bið var staða hans lakari. Viðureign þeirra Vukcevic og Westerinen var afar fjörug. Vukcevic beitti tveggja riddara tafli og virtist fá mjög góða stöðu út úr byrjuninni. Wester- inen flækti taflið eftir getu, og þegar skákin fór í bið var staða hans a.m.k. ekki lakari. Og þá er að geta skáka þeirra Friðriks og Timmans. Friðrik hafði svart gegn Hauki og var teflt katalónskt tafl. Skákin var í jafnvægi allan tímann og bið- staðan er hreint endatafl. Hún er þessi: Svart: Friðrik Áframhald varð: 41. Rf3 — Rc6. 42. Rd2+ — Kd5. 43. Ke3 jafntefli. Timman fékk snemma mjög erfiða stöðu gegn Tukmakov, kom ekki út mönnunum og varð að lokum að fórna tveim peðum til þess að fá spil. Þegar skákin fór i bið hafði Tukmakov enn tvö peð yfir og ætti að vinna auðveldlega. Skákin birtist með athugasemdum í blaðinu á morgun en biðstaðan var þessi: Svart: Timman wm m mm • w WB, Hi ■ k. • 4 W- W. . wm ■ i mm w ■ A n i Pl ' hni.. |ð$ ■ p k 9/ ■ mrn. Wm, gp ÉH ||§ mm. ÉH 3 Hvftt: Tukmakov Hvítur lék biðleik. Eins og lesendur taka eftir birtist hér aðeins ein skák úr 10. umferð. Ástæðan er einfald- lega sú, að aðrar skákir, sem lauk í fyrstu setu, eru lítt áhugaverðar. í blaðinu á morg- un verða hins vegar birtar nokkrar skákir, sem farið hafa í bið, en voru fjörlegar og skemmtilegar. 1 dag, þriðjudag, verður 11. umferð tefld og hefst kl. 17.30. Þá tefla saman: Westerinen og Haukur, Keene og Vukcevic, Matera og Margeir, Antoshin og Ingi, Björn og Gunnar, Timman og Helgi, Guðmundur og Tukmakov, Friðrik og Najdorf. Biðskákir voru tefldar í gær og urðu úrslit þessi: Helgi og Matera gerðu jafntefli, Gunnar vann Keene, Margeir vann Gunnar, Atnoshin vann Gunn- ar, Ingi R. vann Margeir og gerði jafntefli við Westerinen, Antoshin gerði jafntefli við Najdorf og við Guðmund Sigur- jónsson og jafntefli gerðu einn- ig Friðrik og Haukur. Aðrar skákir fóru aftur í bið, þar á meðal skák Björns Þorsteins- sonar og Timmans, sem er nú orðin 105 leikir. Staðan í mótinu er rtú þessi: 1. Najdorf 7,5 v., 2. Friðrik 7 v., 3. Tukmakov 6,5 og biðsk., 4. Antoshin 6,5 v., 5. Timman 6 v. og 2 biðsk., 6. Ingi R. 6 v., 7. Westerinen 5 v. og biðsk., 8—9. Guðmundur og Keene 5 v., 10. Vukcevic 4,5 v. og 2 biðskákir 11. Haukur 4,5 v. og biðsk., 12. Matera 4 v., 13. Helgi 3,5 v., 14. Margeir 2,5 v., 15—16 Björn og Gunnar 1,5 v. og biðsk. Jón Þ. Þór Getum afgreitt nú þegar, eóa me6 mjög skömmum afgreiöslufresti CATERPILLAR aflvélar og rafstöbvar í eftirtöldum stæröum: aflvélar< rafstöó D-398 - 12 strokka - 850 hö viö 1225 s D-379 - 8 — - 565—- -II- —II — D-353 - 6 —" — - 425 — -II- —II — D-343 - 6—— - 365 —- 1800 D-334 - 6 —" — - 220-»- 200 D-3306 - 6 — 'i— - 155-»- 1500 D-3304- 4—..— - 75-»- D 353 425 hö 1225 sn/mín yts f. - /T*“v JL Xn % Einnig bjóóum vió hinn vióurkennda ULSTEIh|^skiptiskrúfubúnaó. Sölu-, viógeróa- og varahlutaþjónusta í sérflokki HEKLA HF Lauggvegi 170-172, — Sími 21240 Caterpillar, Cat, og IB eru skrósett vörumerki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.