Morgunblaðið - 09.09.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.09.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 Sjötugur: Kristján Guðlaugsson Kristján Guðlaugsson, formað- ur Loftleiða og nú einnig Flug- leiða h/f, er sjötugur I dag. Kristján er meðal fremstu framkvæmdamanna á tslandi og meðal hinna farsælustu. Eftir að nýir tímar gengu I garð á landi hér með lýðveldisstofnun- inni 1944 og á endurreisnartíman- um eftir heimsstyrjöldina siðari lét Kristján hendur standa fram úr ermum á mörgum sviðum, einkum flugmálum. Hann er fæddur I Dagverðar- nesi I Dalasýslu 9. september 1906. Foreldrar hans voru hjónin séra Guðlaugur f. 20. apríl 1853, d. 20. marz 1931, Guðmundsson, bónda í Syðri-Skógum í Kolbeins- staðahreppi og kona hans, Mar- grét Jónasdóttir, prests á Staðar- hrauni, f. 16. des. 1867, d. 12 marz 1954, alsystir Einars Magnússens Jónassonar, sýslumanns í Barða- strandarsýslu. Foreldrar Kristjáns, séra Guð- laugur og frú Margrét, bjuggu góðu búi að Stað f Steingríms- firði. Varð þeim hjónum 12 barna auðið: 1. Elztur var Jónas Guðlaugs- son, f. 27. sept. 1887 að Staðar- hrauni, d. 15. apríl 1916. Jónas fékk Einar Benediktsson til að yrkja kvæðið Til Fánans, sem birtist í blaði Jónasar, Valnum 24. okt. 1906 og I Ingólfi, ritstj. Bene- dikt Sveinsson, 28. okt. sama ár. Jónas samdi nokkrar skáldsög- ur og ljóðabækur. Var hann mjög bráðþroska, en hætti námi í 4. bekk Latínuskólans og gaf sig að ritstörfum og stjórnmálum um hrfð. Hann kvæntist norskri leik- konu I Osló, Thorborg Schoyen, af frægri norskri ætt. Þau skildu. Síðar kvæntist Jónas Marietje Ingenohl, hollenzkrar ættar. Son- ur þeirra er dr. Sturla, forstjóri fyrir einni deild I Konunglega listasafninu f Haag. Dr. Sturla var mikill fræðimaður og málamaður og var sæmdur hollenzkum heið- ursmerkjum. Hann er látinn fyrir 2 árum. 2. Elinborg, lézt ung. 3. Þórdís. Hún hætti sér á hesti út I Staðará, sem þá var í vorleys- ingum. Hreif straumurinn hana og hestinn og bar þau langa leið. Þeim var bjargað, en Þórdis náði ekki heilsu eftir þetta. Hún var nýflutt að Stað er hún andaðist um tvitugt. 4. Guðrún Sigríður Guðlaugs- dóttir, borgarfulltrúi i Reykjavik. Giftist Einari Björgvin Kristjáns- syni, húsasmíðameistara i Reykja- vík. Attu þau mörg börn. 5. Jóhanna, gift Kristni Sigurðs- syni, bryta á m/s Gullfossi. Áttu þrjá syni, þar á meðal Jónas, skipaverkfræðing í Los Angeles. 6. Lára, gift Tryggva Siggeirs- syni, Torfasonar. Börn þeirra eru Helga og Grétar. 7. Ingibjörg, lézt ógift innan við tvitugt. 8. Theodóra, gift Óskari Kristjánssyni, fyrrum bónda að Hóli í Hvammssveit. Hún var for- maður Sambands breiðfirzkra kvenna. Þau hjón voru barnlaus en ólu upp fósturbörn. Búa hjón- in nú í Reykjavík. 9. Ólöf, gift Thorkel Hansen. Þau áttu tvær dætur. önnur þeirra var Margrét Lund Hansen, er lengi vann í franska sendiráð- inu í Reykjavfk. Seinni maður Ólafar var Hannes M. Þórðarson, kennari. Einkadóttir þeirra er Dröfn, kennari. 10. Kristín, lézt barn að aldri. 11. Guðmundur, núverandi for- stjóri Krossanesverksmiðjunnar og fyrrum eínnig kaffiverk- smiðjunnar Braga á Akureyri. Var um skeið forseti bæjarstjórn- ar Akureyrar. 12. Kristján hrl., formaður Loft- leiða um langt skeið og nú einnig formaður Flugleiða h/f. Séra Guðlaugur Guðmundsson faðir Kristjáns hafði lengi búið góðu búi að Stað I Steingrfms- firði. Hann hafði haft I hyggju að flytja til Reykjavikur I því skyni að koma yngstu sonunum, Guð- mundi og Kristjáni til mennta, en þá dró óvænt ský fyrir sólu, því hann tapaði sjóninni og varð blindur 12 siðustu æviárin. Á sama tima skeði það að krepp- an að lokinni fyrri heimstyrjöld skall á og verð á landbúnaðaraf- urðum féll um % hluta. Um sama leyti fjórfaldaðist verð á húseign- um í Reykjavik. Guðlaugur neyddist þannig til að flytja til Reykjavfkur frá búi sínu á Stað þegar verst stóð á. Eftirlaun hafði hann ekki hærri en 40 krónur á ári og hafði Lárus H. Bjarnason komið því til leiðar að þau höfðu verið hækkuð upp f 90 krónur á ári. Svona voru nú tímarnir þá. Hrukku efnin ekki til meiri húsakaupa en kaupa á gömlu timburhúsi, bakhúsi, á Laugavegi 28A. Gerði Gðlaugur kaupin i fé- lagi við tengdasoninn, Einar Björgvin Kristjánsson, húsa- smíðameistara, og dótturina, Guð- rúnu Guðlaugsdóttur. Synirnir, Guðmundur og Kristján, urðu að leita vinnu á eyrinni og eftir þeim snöpum, sem fengust á atvinnuleysisárun- um eftir fyrri heimsstyrjöldina. Engu að síður var Guðmundur, eldri sonurinn, sendur i Verzlun- arskóla íslands og útskrifaðist hann þaðan árið 1922. Kristján var sendur í Menntaskólann í Reykjavík. Þegar þangað kom árið 1921 voru fyrstu bekkirnir tveir, A og B bekkur. Nú segir Kristján sjálf- ur frá. „Ég var settur i þann busabekk- inn, sem talinn var lakari. Mun ég hafa þótt ærið skrítinn sveita- strákur, sem sjálfsagt væri að hrekkja og striða. Kunni ég afleit- lega við mig í þessum hópi, svo við lá að ég hrökklaðist úr skóla. Þó kom fyrir einkennilegt at- vik, sem breytti þessu öllu i einu vetvangi. Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, var í A bekknum og hafði hann boðað til kappræðufundar milli bekkj- anna, A og B. „Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill“, sannaðist á Bjarna þá 12 ára, þvl að hann talaði í alvöru og gamni og vitnaði jöfnum höndum í Islendingasög- ur og Biblíuna. Bekkjabræðrum mínum féll allur ketill í eld. Ég fann að við svo búið mátti ekki standa og var farinn að svara Bjarna fullum hálsi fyrr en ég vissi. I heimahúsum hafði ég lært langa kafla i tslendingasögum ut- anað og var Biblíufastur mjög, enda verið kennt að lesa á Nýja- testamentinu. Demdi ég þessum vísdómi á Bjarna og hlaut að laun- um dynjandi lófaklapp hjá bekkjabræðrum mínum, sem báru mig á gullstól út úr stofunni. Er það skemmst frá að segja, að eftir þetta hættu þeir að bekkjast til við mig og mér óx kjarkur við að vera talinn maður með mönn- um. Vinna fyrir mat og drykk, ásamt þrengslunum heima fyrir leiddu til þess að ég stundaði námið í Menntaskólanum verr en skyldi. En þetta lagaðist er f Há- skólann kom og fékk ég fyrstu einkunn á lögfræðiprófi 1932 “ Að loknu prófinu réðist Kristján sem lögfræðingur til Shell-félagsins og gegndi því starfi árin 1932 til 1938. Einnig tók Kristján mikinn þátt f félags- málum stúdenta. Hann var for- maður Stúdentafélags Reykjavfk- ur. Formaður í sambandsstjórn ungra sjálfstæðismanna, ritstjóri Stúdentablaðsins, Heimdallar, Stefnis og Vilja, formaður Lög- mannafélags Islands i tvö ár. Ritstjóri Vísis var Kristján frá 1938—1952. Hafði blaðið orðið fyrir barðinu á kreppunni á at- vinnuelysisárunum frá 1931—1938. Páll ritstjóri Stein- grímsson var orðinn veikur og kaupendafjöldinn í lágmarki og engin ritstjórnarskrifstofa til fyr- ir blaðið. Þessu tókst Kristjáni að breyta á skömmum tíma og hefja blaðið til þess vegs og álits, sem það hafði áður notið í tið Jakobs Möller ritstjóra og alþingismanns, þegar þeir störfuðu hjá Visi Bald- ur Sveinsson, Pétur Benediktsson Axel Thorsteinsson, Hersteinn Pálsson og fleiri. I ritstjórnartíð sinni hjá Visi, varð Kristján Guðlaugsson fyrst- ur til að mótmæla herleiðingu Einars Olgeirssonar og þeirra fé- laga til Englands, I júnimánuði 1941. I kreppunni hafði eina fslenzka hvalveiðifélagið, Kópur I Tálkna- firði, sem var á vegum Péturs A. Ölafssonar kaupmanns og útgerð- armanns á Patreksfirði, orðið að leggja árar I bát. Kristján hafði spurnir af tveimur hvalveiðifélög- um f Færeyjum, er sendu hval- veiðiskip sín til fanga út af Aust- urlandi, en úr aflanum var unnið i Færeyjum. Ræddi Kristján þetta mál við Jón Guðbrandsson for- stjóra Eimskips í Kaupmanna- höfn. En hann hafði í fyrri heim- styrjöldinni verið fulltrúi Islands í Bandarfkjunum og Bretlandi. Bað Kristján hann að athuga, hvort unnt myndi að koma upp hvalveiðistöð á Islandi með þátt- töku skozkra hvalveiðifélaga. Var þetta mál skammt á veg komið, þegar siðari heimsstyrjöldin brauzt út. En þó nógu langt til þess að vekja áhuga Kristjáns og fleiri á hvalveiðum við Island. XXX Kristján rak lögfræðiskrifstofu jafnframt ritstjórninni og flutti mál fyrir Hæstarétti. Hann segir frá því, að hann þurfti að flýta sér úr prentsmiðj- unni upp í Hæstarétt áður en hann hafði lesið próförk að leiðar- anum. Er hann kom til baka úr réttinum mætti hann Vilmundi landlækni, en þeir Kristján voru andstæðingar í stjórnmálum. Seg- ir Vilmundur þá í kerksni við Kristján, að hann muni ekki hafa verið vel fyrirkallaður i morgun, er hann hafi skrifað leiðarann og sýnir honum Vísi. Lftur Kristján þá í blaðið og sér að miðbikið vantar í leiðarann svo og niður- lagið og ályktarorð. Fyllist hann þá gremju f garð eins blaðamanns Vfsis, sem þá var, og flýtir sér á fund hans. Tók hann aðfinnslum Kristjáns með jafnaðargeði og sagði: „Eitt- hvað varð að gera, lesmálið var of mikið og þá þurfti einhverju að kippa út, tók ég þá það ráð að taka það burtu, sem hendi var næst, þvi að af nógu var af að taka.“ Þetta þótti Kristjáni svo gott svar, að honum rann reiðin. Kristján var í stjórn Félags- prentsmiðjunnar um langt skeið og formaður hennar frá 1952. Breyttu eigendur sfðar húsi prentsmiðjunnar við Ingólfs- stræti i verzlunarhús. Stofnaði Kristján þá Anilinprent og festi kaup á Prentsmiðju Austurlands af Lárusi Jóhannessyni og sam- einaði þeirri prentsmiðju f hús- kynnum við horn Spitalastígs og Óðinsgötu í Reykjavik og þar var Visir prentaður um margra ára skeið. XXX Kristján bauð sig fram til Al- þingis í Strandasýslu samkvæmt tilmælum Jóns Þorlákssonar þá- verandi formanns Sjálfstæðis- flokksins árið 1934. Tryggvi Þór- hallsson hafði verið þingmaður kjördæmisins frá 1924 og hafði yfirgnæfandi fylgi. Nú var hann orðinn lasinn. Jörundur Brynjólfsson alþingismaður fór til liðs við frambjóðanda Fram- sóknarflokksins, Hermann Jónas- son lögreglustjóra, og var getum að þvi leitt, að hann myndi hafa farið f för þessa að undirlagi Jón- asar Jónssonar frá Hriflu til stuðnings við Hermann. Fyrsti framboðsfundurinn í Strandasýslu var haldinn að Ár- nesi í fundarhúsi, sem þar var. Sveinn Guðmundsson var prestur að Árnesi i Trékyllisvík á árunum 1915—1937. Hann var kvæntur Ingibjörgu, alsystur Margrétar Jónasdóttur, móður Kristjáns Guðlaugssonar. Voru því hinir þjóðkunnu synir Sveins í Árnesi þeir Jónas læknir, Kristján augn- læknir, heiðursborgari Reykja- víkurborgar, og Jón útgerðarmað- ur og þau systkini af hinni nafn- kunnu Skarðsætt, afkomendur Kristjáns Magnusens, sýslumanns og kammeráðs Skúlasonar, f. 1801 og d. 1871. Hefur Skarðsættin bú- ið að Skarði allt frá öndverðri 12. öld og verið ein helzta höfðingja- ætt landsins, svo sem kunnugt er. Þegar til kom hrósaði Jörund- ur, sem var þaulvanur og góður ræðumaður, Tryggva á hvert reipi en veittist aftur á móti með hörku að Kristjáni. Sagðist Kristján ekki hafa verið varbúinn að mæta Jörundi og svarað honum fullum hálsi. Seinna, er Kristán var I kjöri í Suður-Múlasýslu sagðist hann hafa verið harðari f garð andstæð- inganna en nokkru sinni fyrr eða sfðar. Lúðvik Jósepsson var þá ungur maður í framboði i fyrsta sinn fyrir Kommúnistaflokkinn. Langfjölmennasti fundurinn var haldinn I skólahúsinu f Nes- kaupstað, gömlum timburhjalli. Var svækja í húsinu og fór Krist- ján fram á timburtröppur við gafl hússins til þess að viðra sig og kveikja sér í sígarettu. Heyrir Kristján þá að tvær miðaldra kon- ur segja: „Mikið andskoti stóð hann sig vel strákurinn." Hélt Kristján, að konurnar tvær myndu eiga við Lúðvfk Jósepsson, en þá heyrir hann konurnar tvær segja, er þær koma auga á Krist- ján. „Er hann þá ekki kominn þarna strákurinn?" Af þessu dró Kristján þá álykt- un, að hann myndi sízt hafa verið of stórorður og herti hann enn róðurinn. Fékk hann meira fylgi en fyrri meðframbjóðendur Magnúsar Gislasonar hins vin- sæla sýslumanns, höfðu áður fengið. Ekki kveðst Kristján myndu láta gamminn geysa svo öðru sinni. XXX Kristján Guðlaugsson var kjör- inn formaður á aðalfundi Loft- leiða árið 1953. Tel ég mér það mikinn heiður að hafa átt frum- kvæði að kosningu hans til þessa starfa. Þegar Kristján tók við for- mennsku Loftleiða 1953 var starfsfólk félagsins um 100 talsins og félagið átti aðeins eina flugvél, sem fær var til miliilandaflugs og skuldum vafið. Nú vinna hjá Loft- leiðum um 1600 manns og samtals hjá Flugleiðum um 2000 manns. Auk þess eiga Loftleiðir M hluta félagsins Cargolux I Luxemburg. XXX Kristján Guðlaugsson var meðal helztu stofnenda Hvals h.f. i Hval- firði, ásamt þeim Lofti Bjarna- syni, Óttari Ellingsen, Halldóri Kr. Þorsteinssyni og Agli Vil- hjálmssyni. Arnljótur heitinn Guðmundsson var fyrsti fram- kvæmdastjóri Hvals h.f. Rættist þar að „fall er farar- heill" því að félagið tapaði á fyrsta starfsári öllu hlutafé sínu og öðru eins til viðbótar. Arnljót- ur heitinn Guðmundsson sagði af sér og Loftur Bjarnason tók við sem framkvæmdastjóri, en Hval- ur h.f. stuðlaði að því að hjálpa Arnljóti til að koma upp nýju fyrirtæki, Niðursuðuverksmiðj- unni Ora, Kjöt og Rengi h.f. Aðal- eigandi þess fyrirtækis nú er Tryggvi Jónsson framkvæmda- stjóri. Þegar örðugleikarnir steðjuðu að krafðist einn af bankastjórum Landsbankans þess, að stjórn Hvals h.f. gengi f sjálfskuldar- ábyrgð fyrir skuldum félagsins. Féllust þeir á að gera það Loftur Bjarnason, Kristján Guðlaugsson og Óttar Ellingsen. Svo giftu- drjúgur var Loftur Bjarnason, að næsta ár á eftir þessu mikla tap- ári, var hagstæðasta ár í sögu Hvals h.f. Kristján hefur setið i stjórn Hvals h.f. frá byrjun. I hinum mörgu og mikilvægu stjórnum, sem Kristján Guðlaugs- son hefur átt sæti, í hefur hann reynzt mjög ráðhollur og sam- vinnuþýður þótt hann sé ósmeyk- ur við að láta skerast i odda, ef nauðsyn krefur. Kristján er kvæntur Bergþóru, dóttur Brynjúlfs heitins fyrrum landvarnarmanns og tannlæknis Björnssonar og konu hans Guð- rúnar önnu Guðbrandsdóttur, systur Jóns heitins Guðbrands- sonar forstjóra og Ingibjargar heitinnar Brands leikfimikenn- ara f Reykjavfk. Börn Kristjáns og Bergþóru eru Anna og Grétar Brynjúlfur, kvæntur Sigrfði Þorsteinsdóttur. Kristján og Bergþóra tóku að erfðum fallegan sumarbústað sunnan Rauðhóla f landi jarðar- innar Elliðavatns. Hefur fjöl- skyldan prýtt bústaðinn með margvíslegum hætti. Kristjáni þakka ég nær 60 ára kynni og getur ei betri vin né ráðhollari. Fyrir hönd mfna, frændfólks, vina og venzlafólks sendi ég á þessum tfmamótum í ævi hans Kristjáni og fjölskyldu beztu óskir um heillarfka framtfð. Sveinn Benediktsson. t dag hefir stórvinur minn og okkar Loftleiðamanna, Kristján Guðlaugsson, lagt 70 ár að baki. Ekki ætla ég með þessum fáu lfnum að gera sögu Kristjáns full skil, hins vegar get ég ekki látið hjá líða að þakka honum fyrir allt það, sem hann hefir lagt fram til yppbyggingarstarfs Loftleiða h.f. og reyndar islenzkra flugmála. Kristján tók við formennsku Loftleiða árið 1953 og hefir gegnt henni alla tfð sfðan. Formaður Flugleiða h.f. var Kristján seinni helming þeirra þriggja ára meðan á sameiningu Loftleiða og Flugfé- lags Islands stóð. Eftir að flugfé- lögin voru að fullu sameinuð, hef- ir Kristján gegnt formannsstöðu Flugleiða. Ég tel það mikið happaráð, þeg- ar við báðum Kristján að koma alkominn til Loftleiða; þetta var skömmu eftir að hann tók að sér formannssæti félagsins, sem hann gerði aðeins með þeim fyrirvara, að Sveinn Benediktsson tæki að sér varasæti formanns. Ég vona að Kristján þurfi ekki að iðrast þeirra algeru þáttaskila. Hann hefir helgað sig islenskum flug- málum í rúma tvo áratugi og þeg- ar hann litur um öxl, þá er ég viss um, að hann má vel við una. Ég vona að Kristján sé mér sammála, að nægur fjöldi lögmanna sé fyrir hendi til að annast daglegt þras og ósamlyndi borgara landsins. Kristján er stórtækur heims- borgari, sem nennir ekki að þrasa um smáatriði. Það hefir oft verið fslenskum flugmálum til gengis. Hann hefir oft sagt, að kyrrstaða I flugmálum sé skref aftur á bak. Kristján er seinn til vandræða, en lætur ekki sinn hlut, ef honum er misboðið. Hæstaréttarlög- manninn lagði Kristján að mestu á hilluna eftir að hann helgaði sig flugmálunum; hins vegar er hann alltaf reiðubúinn að miðla reynslu sinni þeim sem til hans leita. I samstarfi okkar Kristjáns í þessa tvo áratugi hefi ég lært mik- I .4 jmrn-muvi * .#4b*éi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.