Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
17
upphengingu sýningarverka.
Starfsemi á göngum og i kaffi-
stofu, t.d. afmarkað afdrep fyrir
börn til leika með liti, einnig fyrir
almenning til að glugga í listtima-
ritum. Sýningin á að vera sjálfri
sér nóg og svo umfangsmikil að
ekki þurfi að bæta hana upp með
kvikmyndasýningu og tónlist,
þótt hvort um sig sé gott og gilt á
sfna vísu, — en spurningin er,
hvenær á að grípa til slíks. Minni
sýningar og hvers konar almenn
kynningarstarfsemi væru hér trú-
lega farsælli vettvangur.
Og hví er þessi sýning, sem
framar öðru á að vera kynningar-
sýning islenzkrar myndlistar, sett
upp svo snemma hausts? Skólar
eru ekki byrjaðir, nema barna-
skólar og skólafólk er einmitt
einn forvitnasti hópurinn um all-
ar hræringar á þvf sviði. Margur
bæjarmaður er á þessum tfma
enn við störf utanbæjar, og þeir
sem f jarri búa eiga þess naumast
kost að sjá sýninguna.
— Við þurfum öðru framar að
huga með tillitssemi að aðstöðu
þessa fólks, ef nafn félagsins á
ekki að skaðast, en að þvf atriði
verður sfðar vikið. Þá er „Vaka“
sjónvarpsins ekki byrjuð. Hér við
bætist að önnur sýning hefur ver-
ið sett upp á sama tíma, sem f
meira mæli fer eftir þeirri frum-
reglu að sýna ný og fersk verk,
þ.e. „SEPTEM" f Norræna hús-
inu, og verður það framtak nú
bein samkeppni við haustsýningu
F.I.M. og er f annað skipti sem
þetta hendir á þrem árum. Þeir,
sem að þeirri sýningu standa,
hafa á sama tfma verið í lágmarki
um þátttöku á undanförnum
haustsýningum, en þeir mynduðu
þó margir hverjir kjarnann þar á
fyrri árum.
Vissulega vantar þátttöku
margra félaga á þessari haustsýn-
ingu, en við getum heldur ekki
ætlazt til þess að allir félagsmenn
sýni þar hverju sinni. Slíkt yrði
mjög á kostnað nýliða, en þeir eru
hverri slfkri sýningu æskilegir og
er því hér ekki um að sakast.
Einnig er betra að sitja heima en
að mæta til leiks með verk er áður
hafa verið sýnd og álitlegar nýjar
myndir ekki fyrir hendi. Þá kepp-
ast félagsmenn einnig við að sýna
í hinum nýju sýningarsölum og
hafa færri myndir aflögu á sam-
sýningar.
Fagna ber að haustsýningin
skuli aftur heimkomin að Kjar-
valsstöðum. Þar er hennar svið og
raunar húsið allt. Eðli og yfirgrip
haustsýningar þarf að kynna fyr-
irfram, og á þessu ári hefði átt að
auglýsa opna sýningu og óska
jafnframt eftir stórum verkum.
Mætti ekki skapa tilbreytingu
með því að skipuleggja salina á
ólíka vegu og skipta um á vfxl?
Ráða mætti starfsmenn, t.d. skóla-
nema myndlistarskólanna, til að-
stoðar sýningarnefnd, því að hér
er falinn hollur lærdómur fyrir
það námsfólk. Stjórn F.Í.M. ætti
ekki að hafa hér veruleg afskipti
og henni er ætlað annað hlutverk,
þ.e. stjórnsýsla, sem er ærinn
starfi. Fyrir nokkrum árum kom
jafnvel til álita að fækka f sýning-
arnefnd, vegna þess að fjölmenn
nefnd væri sundurleitari en fá-
menn og þá meiri likur á mála-
miðlun, sem hefðu sínar veiku
hliðar.
Enginn alsherjarrammi er til
fyrir slikar haustsýningar, og þvf
er það, sem hér hefur verið sagt,
öðru fremur hugleiðingar í þá
veru, að skapa umræðu um það
fyrirtæki, er aldrei má staðna,
heldur vera í sffeldri hreyfingu
og gerjun, forvitnileg frá ári til
árs. Á þann hátt er grundvöllur
tryggður til sóknar jafnframt vax-
andi áhuga almennings.
1 heild er haustsýningin sfður
athyglisverð en t.d. sýningin á
sama stað 1974, m.a. vantar gjör-
samlega teikningar og lltið er um
graffk. En á engan hátt má hér
gera samanburð við sýningar í
Norræna húsinu eða Listamanna-
skálanum gamla, vegna takmark-
aðs rýmis þeirra staða og ann-
marka, þrátt fyrir ágæti þeirra á
öðrum sviðum.
Svo vikið sé f lauslegu yfirliti að
nokkrum einstökum sýnendum,
sbr. tölusetningu sýningarskrár,
þá staðfestir Agúst F. Petersen
sérkenni myndstfls sfns, einkum f
myndinni ,,Vala“(4). Baldur
Edwins nær góðum tökum með
einni natúralistískri mynd er
stingur mjög í stúf við aðrar í
nágrenni hennar, en annars mun
það hafa verið yfirlýst stefna sýn-
ingarnefndar að hafa sem flest
verk eftir hvern einstakan sýn-
anda. Er því óhagstætt að vera
hér með 1—2 myndir og vilja þær
minni hverfa í hópi hinna stærri
og litríkari. Björg Þorsteinsdóttir
á hér undarlega fífvana myndir í
formi og lit, en hins vegar er
Einar Þorláksson þar hinn lífleg-
asti. Sérstaka athygli vekja vatns-
litamyndir Eirfks Smiths fyrir
tæran og þróttmikinn málunar-
hátt sinn, einkum nr. 18. Elfas B.
Halldórsson á hér eina mynd sem
segir fátt enda á afleitum stað út f
horni. Eyjólfur Einarsson kemur
sterkar fram með hverri haust-
sýningu. Gfsli Guðmann kemur
nokkuð á óvart með hlýlegri
pasteltækni. Gunnar örn hefur
ekki í annan tfma átt daufari upp-
hengingu. Hafsteinn Austmann
er við sama og fyrr og þolir naum-
ast að vera á milli hinna litrfku og
kröftugu mynda Hauks Dór og
Sigurðar örlygssonar. Haukur
Dór er með litsterkar myndir í
anda Bacons, og teikningar hans
gætu allt eins verið eftir Gunnar
örn. Óvfst er að mínatúrmyndir
Harðar Ágústssonar þyldu mikla
stækkun án þess að rýrna stórum
að formi og litgæðum. Jóhannes
Geir á öflugar landslagsmyndir
með nokkru færeysku yfirbragði,
að nr. 46 undanskilinni, „Frá
Hafnarfirði", sem er sýnu sterk-
ust og um leið fslenzkust. Jón örn
Ásbjörnsson er nýliði i mótun.
Jón Reykdal sannfærir stórum
sfður í þessari blýants og gouache
tækni en t.d. f graffk. Kjartan
Guðjónsson er littærastur f mynd
sinni „Kerhólar". Margrét Jóels-
dóttir og Stephen Fairbairn koma
skemmtilegast fram f viðarmynd
inni f anda fyrri vinnubragða,
annað er lit og formdauft. Ragn-
heiður Ream á tvær ágætar lands-
lagsmyndir (76 og 78) en „Kletta-
mynd“ hennar vinnur ekki á, er
frekar dauf. Matthea Jónsdóttir
er við hinn sama kúbisma sinn.
Sigurður Sigurðsson er mjög ís-
lenzkur í mynd sinni „Þórisvatn"
en hún vinnur á við hverja nýja
skoðun. Mynd Steingrfms Eyfjörð
Kristmundssonar „Hiti“ er mjög
sérstæð og einnig aðrar myndir
hans. Sveinn Björnsson er sjálf-
um sér samkvæmur i sinni litríku
mynd. Acryl og Gouache- myndir
Valgerðar Hafstað hefðu þurft
einangraðri og „intimari" stað til
þess að njóta sfn. Graffkmyndir
Þórðar Hafl eru mjög vel gerðar
tæknilega (hið lága verð á þeim
er f engu samræmi við gæðin)
„Rauður morgunn" og „1
sjónmáli“ eru báðar mjög ferskar
og vel gerðar. Myndir örlygs Sig-
urðssonar hafa yfir sér léttleika
er minnir á Raoul Dufy, og það er
eitthvað athyglisvert að gerjast 1
myndum Arnar Þorsteinssonar,
— sömuleiðis vekur Kristján
Kristjánsson eftirtekt með sér-
kennilegum þrívíddar- afbrigðum
klippmynda, undirfurðulegum í
lit. Vefnaðarmyndir Ásgerðar
Búadóttur eru hver annarri betri
og bera þær af slflftim á sýning-
unni, einkum er myndin „Skarða-
tungl“ eftirminnilegt afrek. Asa
Ólafsdóttir og Vigdfs Kristjáns-
dóttir vinna hér engin ný afrek og
mynd Salóme Fannberg virkar
sem áferðarfallegt föndur. Gler-
myndir Leifs Breiðf jörð njóta sfn
ekki nógu vel nema á sumum tíma
dags er sól eða kastljós skfn f gegn
um þær, mynd nr; 122 „Jarð-
teikn“ er gullfalleg f einfaldleik
sínum. 1 höggmyndum staðfestir
Sigurjón Ólafsson sterka stöðu
sfna og Ragnar Kjartansson hefur
sennilega aldrei verið sterkari en
I hinum litlu gullfallegu frum-
drögum sfnum. Aðrar höggmynd-
ir njóta sín ekki á sýningunni
(Hallsteins og Þorbjargar) og ei
heldur Keramik Hauks Dór, sem
er rangfega staðsett.
Framhald á bls. 22
KAMMERTRIÓ Per-Olof John-
sons kom f gær til Reykjavfkur og
mun halda nokkra tónleika hér á
landi á næstu dögum. Trfóið
skipa þeir Bertil Melander, sem
er flautuleikari, Per-Olof John-
son gftarleikari og Ingvar Jónas-
son en hann leikur á lágfiðlu.
Trfó þetta, sem er tiltölulega nýtt
af nálinni, er eins og sjá má sam-
sett af gftar, flautu og lágfiðlu.
Kammertrfó Per-Olof Johnsons skipa þeir Ingvar Jónasson, Per-Olof
Johnson og Bertil Melander.
Kammertríó Per-Olof Johnsons
r
heldur hljómleika á Islandi
sem er nokkuð sérstætt fyrir
kammertrfó. Á hljómleikaskrá
kammertrfósins eru fjölbreytileg
verk, trfó, dúó eða dúett (flauta
og gftar, lágfiðla og gftar, flauta
og lágfiðla) og einleiksverk.
Fyrstu hljómleikar tríósins hér
á landi verða á Húsavík á fimmtu-
dagskvöld kl. 21 í kirkjunni. Á
sunnudag verða tónleikar á ísa-
firði i kirkjunni kl. 16:30 og
þriðju og síðustu tónleikarnir
verða í Norræna húsinu á þriðju-
dag kl. 20:30.
Bertil Melander stundaði nám
við Tónlistarháskólann í Stokk-
hólmi 1949—55 og nam einnig i
Kaupmannahöfn, Vin og Nice.
Hann hefur siðan 1956 verið ein-
leiksflautuleikari i Sinfónfu-
hljómsveit Málmhauga og kenn-
ari við Tónlistarháskólann þar.
Per-Olof Johnson lauk einleikara-
prófi frá „Akademie ftlr Musik
und Darstellende Kunst in Wien“
1957 og nam við „Schola
cantorum Basiliensis" í Basel.
Hann hlaut silfurverðlaun í al-
þjóðlegri keppni gítarleikara i
Paris 1962 og hefur haldið fjöl-
marga tónleika og leikið fyrir út-
varp og sjónvarp á Norðurlönd-
um, löndum Vestur-Evrópu og
Bandarikjunum. Per-Olof John-
son er dósent í klassiskum gítar-
leik við „Det Kgl. Danske
Musikkonservatorium'*.
Ingvar Jónasson hefur stundað
tónlistarnám í Reykjavík, Lond-
on, Vín og Bandarikjunum og er
hann flestum að góðu kunnur fyr-
ir leik sinn með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands á fiðlu og siðar lág-
fiðlu. Hann fluttist til Málmhauga
1972 og lék í þrjú ár með
Sinfóníuhljómsveitinni þar og
hefur síðan 1972 verið kennari
við Tónlistarháskólann f Málm-
haugum á lágfiðlu, kammertónlist
og verið stjórnandi strengjasveit-
ar skólans. Þá hefur Ingvar síðan
1975 verið kennari við Tóniistar-
háskólann í Gautaborg.
Á efnisskrá hljómleika Kamm-
ertriós Per-Olof Johnsons eru
m.a. trió eftir Fancesco Molino,
tema og tilbrigði fyrir lágfiðlu og
gítar eftir Ferdinand Sor og verk
eftir Ladislav MUller, Hilding
Hannlás og Wenzeslav Matiegka.
Onduline
-----------------------------------------------------------------A
0 Onduline-þakplötur fást í grænum og rauðum lit
eða gagnsæjar.
0 Þær eru laufléttar, einangra vel og hægt er að
beygja þær (min. 5m radius).
0 Þær er hægt að saga með venjulegri sög og negla
án þess að bora áður.
0 Sérstakur þaksaumur með plasthaus í sama lit og
plötur fylgir með.
0 Sérstaklega auðveldar í uppsetningu.
0 Loftræsa þarf undir plötur.
0 Leiðarvísir fylgir með.
0 Sérstaklega hagstætt verð og þær ryðga aldrei.
< ______________________________________—-------------------------
þakplötur
-.-.-......—............—
^ TIMBURVERZLUNIN VULUNUUR hf
Klapparstíg 1
Skeifan 19