Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 19

Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 19 200 mílur við Grænland um næstu áramót Kaupmannahöfn 8. september — NTB DANSKA stjórnin mun beita sér fyrir því að fiskveiðilögsagan við Grænland verði færð út f 200 sjó- mílur eins fljótt og hægt er eftir að þjóðþingið kemur saman í haust, að sögn danska útvarpsins. Danska utanríkisráðuneytið er nú í samvinnu við Grænlandsráðu- neytið að ganga frá lagafrum- varpi og samkvæmt útvarpinu er um ný fullveldislög fyrir Græn- land að ræða. Eiga þau að taka gildi um næstu áramót og er reiknað með að um leið taki lög um 200 mflna fiskveiðilögsögu gildi. Ungfi trii „Þökk sé Flokknum” Hong Kong 8. september NTB KlNVERSK kona, sem 61 mey- barn f borginni Tangshan, skömmu eftir jáðskjálftana miklu þar f júlf hefur skýrt dóttur sfna Hsieh Tang, sem þýðir Þökk sé Flokknum. Farþegar I KLM-þotunni, sem rœnt var i fyrri viku, ganga frð vélinni ð Larnacaf lugvelli ð Kýpur, eftir að ræningjarnir gðfust upp. ÖryggisverSir ð Larnacaflugvelli hjðlpa ungri, hollenzkri konu og barni hennar út úr strætisvagni sem flutti þær frð KLM-flugvelli. ingi við stjórnina Brighton 8. september — Reúter. VERKALVÐSFÉLÖGIN f Bret- landi samþykktu með yfirgnæf- andi meirihluta að halda áfram samvinnu við rfkisstjórn Verka- mannaflokksins um lausn efna- hagsvandamála landsins, en kröfðust um leið tafarlausra inn- flutningshafta til verndar inn- lendum iðnaði. Þau lýstu einnig óánægju sinni með hið mikla at- vinnuleysi f Bretlandi, en um 1.5 milljónir manna eða 6.4% af vinnuaflinu eru án vinnu. Hvöttu félögin til aukinna afskipta rfkis- valdsins af fjármálum og að áætl- un yrði gerð um enduruppbygg- ingu iðnaðarins. 1000 fulltrúar verkalýðsfélaga í Bretlandi sitja nú ársþing alþýðu- sambandsins, TUC, og lýstu þeir trúnaði sínum við rikisstjórnina og samþykktu að launakröfum yrði stillt í hóf. Það varð þó áfall fyrir einingu þingsins að samtök sjómanna ákváðu að hefja verk- fall á laugardag f mótmælaskyni við gerð heildarsamninga, sem gera ráð fyrir að launahækkanir f ár verði ekki meiri en 4.5%. Ekki Framhald á bls. 28 Beirút: Samgönguleið milli borgarhluta lokast Beirút 8. september — Reuter. EINA samgönguleiðin á milli þeirra borgarhluta Beirút sem stjórnað er af hægri og vinstriöfl- unum lokaðist f dag vegna fall- byssuskothrfðar, sem fylgt var af Argentína: Afnám verðlagshafta lykill- inn að baráttu gegn verðbólgu StJ AKVÖRÐUN Argentfnu- stjórnar að afnema verðlagshöft reyndist lykillinn að hinum vel- heppnuðu tilraunum stjórnarinn- ar til að halda niðri verðhækkun- um að þvf er Jose Martinez de Hoz efnahagsmálaráðherra Argen- tfnu, sagði f viðtali við bandarfska blaðið The Journal of Commerce nú fyrir skömmu. Þó ýmsum hag- fræðingum kunni að finnast þessi staðhæfing ráðherrans mótsagna- kennd, er hann fullviss um að afnám verðlagsákvæðanna gerði það að verkum að baráttan gegn verðbólgunni bar árangur. Sagói ráðherrann að afnám haftanna hefði opnað leið inn á markaðinn fyrir vörur, sem fram- leiðendur höfðu ekki viljað selja vegna lítillar hagnaðarvonar auk þess sem aukin hagnaðarvon hefði hvatt menn til aukinnar framleiðslu. Neytendur og verzlunarmenn hefðu ekki þurft að kaupa allt, sem þeir gátu komizt yfir, vegna ótta við verðhækkanir og þeir hefðu byrjað að festa kaupum á ýmsum vörum, sem ekki bráðlá á er þeir sáu fram á að verðlag yrði stöðugra. Ráðherrann sagði að í tíð stjórnarinnar, sem Jorge Videla hershöfðingi steypti af stóli í með byltingu án blóðsút- hellinga í marz sl., hefðu verðlags- höft orðið til þess að framleiðni minnkaði og mikill skortur varð á helztu neyzluvörum. Þess vegna hefði verið ákveðið að afnema höftin. Sagði ráðherrann að nú væri nægilegt framboð af vörum og auk þess fjármagnaði hagnað- urinn fjárfestingar í iðnaði og landbúnaði. Ráðherrann sagði, að eftir að verðlagshöft voru afnumin hefðu orðið miklar verðhækkanir, þar sem hleypa hefði orðið út í verð- lagið áhrifum 70% gengislækkun- ar pesosins í stjórnartíð Isabellu Peron, en síðan hefði verðbólgan hjaðnað til muna. Heildsöluverð hækkaði aðeins um 4,5% í mai á móti 27 % í apríl og 54 % i marz. skotum ieyniskyttna. Árásirnar á leiðina, safnhliðið svonefnda sem er á milli austurbæjarins, sem stjórnað er af hægrimönnum og vesturbæjarins, sem vinstrimenn ráða, hófst með fallbyssuskothrfð f nótt og seinnipartinn f dag var skothrfð leyniskyttna svo áköf að enginn gat farið um hliðið. Skothriðinni var sérstaklega beint að byggingu nálægt hliðinu, sem vinstrimenn ráða. Friðar- gæzlusveitir Araba á mörkum borgarhlutanna tveggja hafa orð- ið fyrir skotárasum hægrimanna frá þvi á laugardag. Ferðamenn sem fóru á milli bæjarhluta snemma í morgun komust óhindr- að um hliðið en síðar um daginn var fólki visað frá. Útvarp hægri falangista sagði að yfirmaður friðargæzlusveit- anna hefði haft sarnband við fal- angistaleiðtogann Pierre Gemay- el og Elias Sarkis, væntanlegan forseta, til að ræða um opnun Framhald á bls. 28 Mikil verðmætasóun í útgerð NATÓ- flotans, en stöðlun hjá Rússum London AP — JOHN E. Moore, ritstjóri J ane’s Fighting ships segir f inngangs- orðum að nýjustu útgáfu bókar- innar, sem kom út um sl. mán- :ðamót, að gffurleg verðmæta- sóun eigi sér stað við útgerð herskipaflota NATO. Segir Moore, að f flotanum séu notað- ar 60 mismunandi gerðir af rat- sjám og skotfæri þurfi f 30 mis- munandi byssur og ekkert lát sé á þessari sóun, þvf að nú séu f byggingu fyrir NATO-rfkin skip af 11 mismunandi gerðum. A hinn bóginn noti Sovétmenn og Varsjárbandalagsrfkin stöðl- uð skip og rekstraráætlanir. Moore segir að sovézki flot- inn sé orðinn að mikilvægu tæki í utanrfkisstefnu Sovét- rikjanna með aðstöðu á Kúbu, Guiníu, Sómalíu, Aden og Angóla. Moore segir, að tilkoma fyrsta flugvélamóðurskips So- vétrfkjanna, Kiev, sem olli áhyggjum á Vesturlöndum er það sigldi inn á Miðjarðarhaf fyrr á þessu ári, hafi aukið getu Sovétmanna langt umfram hið yfirlýsta heimavarnatakmark þeirra. Moore sagði f viðtali f tilefni útgáfu bókarinnar, að aukinn flotastyrkur Sovétrfkjanna kynni að verða notaður í sam- bandi við aðgerðir sovézku leyniþjónustunnár KGB. Segir hann að hið pólitíska afl flotans segir ritstjóri Jane’s Fighting ships kynni vel að verða notað þegar KGB vill stofna til vandræða. T.d. geti sovézk skip án þess að hleypa af einu einasta skoti stöðvað eða truflað siglingar um helztu sund og skipaskurði heimshafanna, sem flest séu hlutlaus landsvæði og þessi möguleiki verði að teljast meiriháttar pólitfskt vopn, þar sem 98% af vöruflutningum heims fari fram með skipum. Moore segir að þrátt fyrir miklar umræður f Bandaríkjun- um og takmörkun á hernaðarút- gjöldum hafi Bandaríkjamenn yfirburði yfir Sovétrikin hvað snerti flugmóðurskip og árásar- kafbáta, en þá vanti enn skip til að geta fylgzt nægilega vel með og haldið aftur af skipum hugs- anlegs fjandmanns. Moore segir að ef finna megi einhvern veikleika f sovézka flotanum sé hann meðal mann- anna, sem sigli skipunum. Að- eins um 30% af þeim 500 þús- und manns, sem manni flotann, séu sjálfboðaliðar, hinir gegni 3ja ára herþjónustu og komi til þjálfunar tvisvar á ári, alls um 60 þúsund manns. Sovézka flugvélamóðurskipið Kiev. TUC heitir Svaðn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.