Morgunblaðið - 09.09.1976, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sfmi 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Kjaramál
sjómanna
Sjávarútvegsráðherra hefur
nú höggvið á þann hnút,
sem skapazt hefur í samninga-
málum sjómanna, með bráða-
birgðalögum um kaup og kjör
sjómanna um land allt, á tíma-
bilinu 16. febrúar til 15. maí,
og auk þess um kjör sjómanna
á togurum yfir 500 brúttólestir
til 1 janúar næstk. Eins og
kunnugt er, hefur öngþveiti rfkt
í samningamálum sjómanna,
en samningar hafa tvivegis
verið felldir, fyrst f einstökum
félögum og síðan i atkvæða-
greíðslu, þar sem atkvæði voru
talin i einu lagi Hefur þetta
valdið mikilli óvissu um kjara-
mál sjómanna. Nú er það í
sjálfu sér ekki nægilegt tilefni
til að gripa inn í samningamál á
vinnumarkaðnum, að samning-
ar séu felldir í launþega-
félögum, en hér stendur sér-
staklega á. Þátttaka í atkvæða-
greiðslum í sjómanna-
félögunum hefur verið með
eindæmum litil og það hefur
legið alveg Ijóst fyrir, að í raun
og veru væri engar ályktanir
hægt að draga af þeim at-
kvæðatölum vegna sáralítiilar
þátttöku sjómanna í þeim. Það
er hirs vegar óviðunandi, að
engim viti í raun og veru hver
kjör sjómanna eru og sam-
kvæmt hvaða samníngum eigi
að gera upp við þá og þess
vegna var hér um nauðsyn-
legar ráðstafanir að ræða
Samningamál sjómanna á
þessu ári hafa glögglega leitt í
Ijós mikinn veikleika í
uppbyggingu sjómannasam-
takanna, en sum sjómanna-
félög og félagssamtök virðast
ekki vera í nægilega lífrænu
sambandi við félagsmenn sína.
Þetta hefur berlega komið fram
í því að formlegri samninga-
nefnd sjómanna hefur í raun
reynzt ókleyft að ganga með
eðlilegum hætti frá samningum
um kaup og kjör sjómanna, þar
sem samningar, sem
samninganefndir hafa undir-
ritað, hafa jafnan verið felldir
og þátttaka svo litil að hún
gefur enga mynd af raunveru-
legri afstöðu sjómanna til
þessarar samningagerðar. Þá
hefur það einnig hvað eftir
annað gerzt að hópar sjómanna
hafa tekið kjaramálin i sínar
hendur utan hinna reglulegu
félagssamtaka sinna. Þetta
sýnir annars vegar að
uppbyggingu sjómannasam-
takanna er ábótavant og jafn-
framt gefur þetta glögga mynd
af mikilvægi sterkra verkalýðs-
félaga.
Þá ka’nn það einnig að vera
nokkur skýring á þeím erfiðleik-
um, sem það hefur verið bund-
ið að koma á samningum við
sjómenn á þessu ári, að viða-
miklar breytingar voru gerðar á
hinu svonefnda sjóðakerfi sjáv-
arútvegsins snemma í vetur, en
eins og menn muna lá sjóða-
kerfið undir geysilegri gagnrýni
frá sjómönnum fyrir siðustu
áramót og með þeim breyting-
um, sem gerðar voru á því í
vetur, gekk rikisstjórnin mjög
til móts við þá gagnrýni sjó-
manna Vel má vera að hér hafi
verið um svo flóknar reglur og
breytingar að ræða, að af þeim
sökum hafi reynzt erfiðara en
ella að gera sjómönnum grein
fyrir efnisatriðum hinna nýju
kjarasamninga og leiðir það
hugann að nauðsyn þess að
efla mjög fræðslustarfsemi
meðal sjómanna um borð i
fiskiskipunum, eftir því sem við
verður komið, um málefni sjáv-
arútvegsins, kjör þeirra sjálfra,
markaðsaðstæður erlendis,
sem ráða miklu um kjör þeirra,
og ýmsa aðra þætti í hags-
munamálum sjávarútvegsins.
Bráðabirgðalögin byggja á
þeim samningum, sem gerðir
voru við sjómenn í vetur og vor
með þeim viðbótarkjarabæt-
um, sem fólust í síðustu undir-
rituðu samningum, en þeir
byggðust á miðlunartillögu frá
sáttanefnd. Það er þvi á engan
hátt hægt að halda því fram, að
hér hafi verið vegið að sjó-
mönnum á einn eða annan
hátt, þvert á móti er bráða-
birgðalögum þessum ætlað að
tryggja kjör þeirra og skapa
festu í kjaramálum þeirra Sú
staðreynd, að þrátt fyrir þetta
samningsleysi hefurekki komið
til almennra verkfalla á fiski-
skipaflotanum, sýnir einnig að
hugur sjómanna stefnir ekki í
þá átt og að óánægja með kjör
hefur ekki verið hin raunveru-
lega orsök þess, að ókleyft hef-
ur virzt að ganga frá kjara-
samningum þeirra.
Vafalaust munu forsvars-
menn sjómannasamtakanna
draga réttar ályktanir af þeim
erfiðleikum, sem skapazt hafa
á þessu ári við gerð kjarasamn-
inga og gera ráðstafanir til um-
bóta á uppbyggingu sjomanna-
samtakanna, sem stuðla að
virkari þátttöku sjómanna í
þeim ákvörðunum, sem teknar
eru hjá sjómannafélögunum
um kjaramál þeirra. Sjómenn
eiga að þvi leyti til erfitt með að
taka eðlilegan þátt í félagsstarfi
sjómannafélaganna, að þeir
eru svo mjög bundnir við störf
sín á sjó úti. En það er ekki
vansalaust að forystumenn sjó-
mannasamtakanna skuli ekki
taka mið af þeim starfsaðstæð-
um sjómanna, en fengin
reynsla ætti að ýta undir um-
bætur á þessu sviði og að starf-
semi sjómannasamtakanna
verði löguð að breyttum að-
stæðum.
„Iðnaðurinn getur
lyft Grettistökum
þjóðinni til heiUa, fái
hann aðstöðu til”
,,ÞAÐ er bjargföst sannfæring
mín, að fataiðnaðurinn og aðr-
ar greinar framleiðsluiðnaðar-
ins getí stóraukið framleiðslu
sína og sölu, bæði innan lands
og utan, ef séð verður um að
þau starfsskilyrði, sem iðnaðin-
um eru búin, verði gerð sam-
bærileg við þau, sem erlendir
keppinautar hans búa við."
Þessi voru orð Davíðs Sch.
Thorsteinssonar form. fél. ís-
lenskra iðnrekenda, við opnun
kaupstefnunnar og sýningar-
innar „ÍSLENSK FÖT '76'' í
Laugardalshöll í gær. í ávarpi
sinu sagði Davíð einnig að for-
svarsmenn iðnaðarins hér á
landi hefðu rætt aðbúnað iðn-
aðarins undanfarin 50 ár, en
árangurinn hefði ekki orðið
sem skyldi, hver sem stjórnin
hefði verið sem setið hefði að
völdum. Hann sagðist ekki vilja
trúa því að tregðan í kerfinu
væri slík að komi í veg fyrir að
ráðamenn þjóðarinnar fengju
við hlutina ráðið, þótt margir
þeirra hefðu skilið nauðsyn
stefnubreytingar.
í ávarpi Daviðs kom fram að
iðnaður á íslandi á við mörg
vandamál að stríða sem hann
þó vonaði að úr yrði leyst á því
ári íslenskrar iðnkynningar sem
væri nýlega hafið en sýningin
væri fyrsti vottur þess starfs. í
þessu sambandi sagði Davíð
það vera slæmt að skortur á
rekstrarfé handa framleiðslu-
iðnaðinum skyldi stuðla að
auknum innflutningi og þar
með aukningu erlendra skulda.
Hann sagði að margar greinar
iðnaðarins gætu framleitt meira
og á hagstæðara verði en nú,
ef þær hefðu nægilegt rekstrar-
fé. Hann taldi það einnig vera
slæmt að sama útlánaþak
skyldi gilda fyrir innflutning
fullunninna vara og fyrir inn-
lendan iðnað. Þá sagði hann að
erlendir keppinautar íslenzks
iðnaðar greiddu ekki tolla og
söluskatt af vélum sinum og
tækjum svo sem íslenzkum iðn-
aði væri skylt
Davíð Thorsteinsson taldi
það ennfremur slæmt að láta
iðnaðinn greiða að meðaltali
þriðjungi hærri vexti af sínum
rekstrarlánum en aðrir undir-
stöðuatvinnuvegir þjóðarinnar
gera. Auk þessa sagði hann
núgildandi söluskattslög hamla
framþróun í íðnaði og nefndi
máli sínu til stuðnings dæmi úr
byggingariðnaðinum.
BREYTINGA ER ÞÖRF
Vegna starfsskilyrða í iðnaði
sem væru ekki þau sömu og
erlendir keppinautar byggju
við, sagði Davíð islenzkan iðn-
að ekki geta greitt starfsfólki
sinu jafn há laun og erlendur
iðnaður getur gert.
Taldi Davið að breyta þyrfti
aðbúnaði iðnaðarins þannig,
að iðnaðurinn nyti:
— sömu starfsskilyrða og aðrir
höfuð-atvinnuvegir þjóðarinnar
— sömu starfsskilyrða og er-
lendir keppinautar hans njóta,
hver í sínu landi.
— sömu starfsskilyrða og út-
lendingar njóta á íslandi.
í framhaldi af þessu sagði
hann íslenzkan iðnað geta lyft
Grettistaki þjóðinni til heilla
fengi hann aðstöðu til. Ef séð
væri um nauðsynlega lagasetn-
ingu og framangreind grund-
vallaratriði framkvæmd sagðist
Davið sannfærður um að leys-