Morgunblaðið - 09.09.1976, Side 21

Morgunblaðið - 09.09.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 21 Davið Sch. Thorsteinsson ast myndi úr læðingi skapandi kraftur sem með þjóðinni byggi, en sá kraftur fengi ekki notið sín vegna skilyrða þeirra sem islenzkur iðnaður byggi við. „Lífskjör munu þá aftur geta farið batnandi, landið mun geta boðið hverri vinnandi hendi starf við sitt hæfi og grundvöllur áframhaldandi sjálfstæðis þjóðarinnar og bú- setu í landinu verður treystur," sagði Davíð Sch. Thorsteinsson í lok ávarps síns. SÝNINGIN TIL SÓMA Fyrsta ávarp við opnunarat- höfn sýningarinnar ÍSLENSK FÖT '76 var flutt af Axel Aspelund, formanni sýningar- stjórnar. Axel þakkaði þátt- takendum sýningarinnar fyrir hve vel væri að henni staðið en hann taldi að skammlaust gæti sýningin verið hvar i heimi sem er, þjóðinni, framleiðendum og iðnverkafólki til sóma. Axel sagði tslenzkan fata- iðnað sem nú starfa við um 1700 manns, spara þjóðinni mikinn gjaldeyri en lengra Axel Aspelund Sigrlður Skarphéðinsdóttir mætti ná. í því sambandi velti hann fyrir sér hvort nægilega hefði verið kannað af stjórn- völdum, hvort víðtækari við- skiptasamningar gætu aukið umsvif og útflutning iðn- varnings, hvort ekki mætti greiða nauðsynjavöru okkar með innlendri framleiðslu í stað beinharðra peningagreiðslna. FATAIÐNAÐURINN ÁTÍMAMÓTUM? Axel Aspelund sagði islenzka fataframleiðslu nú standa and- spænis meiri áhrifum alþjóð- legs markaðar og væri þess þegar farið að gæta í harðnandi samkeppni. Hann sagði því að með samstöðu, svo sem með sýningunni mætti sjá, styrktist möguleiki iðnaðarins til að standast erlenda samkeppni og þannig gæti hann einnig komizt jafnfætis samkeppnis- greinum erlendis. DANSKA KÁPAN REYNDIST ÍSLENZK! Sýningin ÍSLENSK FÖT '76 var opnuð af Sigríði Skarp- héðinsdóttur. Það kom fram í máli hennar að hún var óánægð með að iðnverkafólki í fataiðnaði skyldi ekki boðið til opnunar sýningarinnar þvi án þess hefði hún ekki orðið að veruleika. Þá sendi hún fulltrú- um fatakaupenda kveðjur með því að segja þeim frá kaupum sinum á kápu. Sagðist hún hafa séð kápu, sem hentaði sérlega vel i islenzkri veðráttu, í búð einni. Er hún hafð mátað hana spurðist hún fyrir um hvort kápan væri ekki íslenzk. Afgreiðslustúlkan sagði kápuna vera danska. en síðar komst Sigríður að því, að kápa hennar væri i rauninni íslenzk. Hún spurði því viðstadda verzlunar- menn að þvi hví ekki væri hægt að segja að framleiðslan væri tslenzk ef hún væri svo góð að hægt væri að selja hana sem erlenda. Hún hvatti kaupmenn til að láta bera á íslenzkri fram- leiðslu. Slíkt mundi auka þjóðarstolt. íslenzkri sportfatagerð hefur fleygt mjög fram, enda ötullega unnið að þeim málum hjá Henson hf, en fatnaður frá fyrirtækinu vakti mikla athygli á nýafstöðnum Ólympiuleik- um. Það hefur löngum verið list að prjóna peysur á íslandi, en á sýningunni má sjá stórt safn af fallegum peysum. VIÐ OPNUN sýn- ingarinnar ÍS- LENSKFÖT’76 var haldin tízku- sýning, þar sem gestum gafst kost- ur á að skoða hinn f jölbreyttasta fatn- að sem framleidd- ur er hér á landi. Sýning þessi mun fara fram á hverj- um degi sýningar- innar í Laugar- dalshöllinni og hefur verið reynt að vanda til henn- ar sem frekast hef- ur verið kostur. Alls eru sýndar um 160 flíkur, ætl- aðar til nota við hin ýmsu tæki- færi: Þar eru sýnd náttföt, samkvæm- isföt, hlífðarföt og sitthvað fleira. Erfitt er að lýsa fötunum með orð- um og því bezt að láta myndirnar tala sínu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.