Morgunblaðið - 09.09.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna - - atvinna
Trésmiðir
Vantar trésmiði í mótauppslátt. Uppl. í
síma 33395 á kvöldin eftir kl. 7.
Afgreiðslustúlka
Óskast í raftækjaverzlun í vesturbænum.
Einhver vélritunarkunnátta æskileg. Eig-
inhandar umsókn leggist inn á afgr. Mbl.
fyrir mánudag merkt: „Raftæki —
6448".
IN/latsvein — háseta
Matsvein og háseta vantar á línubát frá
Vestfjörðum á útilegu ogmeð beitingavél.
Upplýsingar í síma 94-6106 á skrifstofu-
tíma.
Kennari óskast
Að barnaskóla Patreksfjarðar. Helst vanur
barnakennslu. Gott húsnæði fyrir hendi.
Upplýsingar í síma 94-1 337 eða 1 257.
Keflavík
Óskum eftir að ráða húsvörð til starfa við
íþróttahús ungmennafélags Keflavíkur.
Upplýsingar gefur Haukur Hafsteinsson í
símum 1 561 og 2062.
UMFK
Unglingsstúlka
óskast
til léttra sendistarfa.
Brunabótafé/ag fslands
Laugavegi 104
Sími 26055
Sendisveinn
Röskur og áreiðanlegur sendisveinn piltur
eða stúlka óskast til starfa í vetur.
Upplýsingar á skrifstofunni Þverholti 20,
ekki í síma.
H / F Ölgerðin Egill Skallagrímsson,
Þverho/ti 20.
Telpa óskast
til sendiferða á skrifstofu blaðsins.
Kópavogur —
heimilishjálp
Kona óskast til að taka að sér heimili um
óákveðinn tíma, vegna veikinda húsmóð-
ur. Upplýsingar í síma 41570, frá kl.
13 — 16.30.
Félagsmá/astofnun
Kópavogskaupstaðar
Kennarastaða
Eðlisfræði og stærðfræðikennara vantar
að barna og unglingaskóla Grindavíkur
nú þegar. Upplýsingar gefur formaður
skólanefndar Vilborg Guðjónsdóttir í síma
92-8250.
Skólanefndin.
Vetrarmaður
óskast
Uppl. í síma 19215 milli kl. 9 —12.
Atvinna
Viljum ráða ungan röskan og lipran mann
til útkeyslustarfa og ýmisskonar annarra
starfa. Reglusemi og stundvísi er krafist.
Ekki yngri en 1 8 ára. Upplýsingar gefur
skrifstofustjóri
Skrifstofuvélar h. f.
Hverfisgötu 33.
Von vélritunar og
skrifstofustúlka
óskar eftir góðri vinnu sem fyrst. Upplýs-
ingar í síma 28745 eftir kl. 5.
Verzlunar-
skólastúdent
óskar eftir vinnu. Uppl. í síma 74096.
Endurskoðun
Óskum eftir að ráða starfsmann til enduf-
skoðunarstarfa. Ráðning á nema í endur-
skoðun kemur til greina. Upplýsingar á
skrifstofunni næstu daga kl. 10 —12.
(Ekki í síma).
Björn Steffensen & Ari Ó. Thorlacius,
Endurskoðunarstofa,
Klapparstíg 26, Rvík.
Óskum eftir
að ráða
nú þegar, mann til starfa í ryðvarnarstöð
okkar. Upplýsingar gefur verkstæðisfor-
maður Vagn Gunnarsson í síma 42600.
Tékkneska bifreiðaumboðið á
á fslandi h. f.
Auðbrekku 44—46, Kópavogi.
Telpa óskast
til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnu-
tími frá kl. 9 — 1 2 f.h.
Aðstoðarstúlka
óskast
4 tíma á dag.
Fiskbúðin Sæbjörg
Dunhaga 18.
Sími 13443.
Afgreiðslustúlka
óskast í matvöruverzlun frá kl. 2—6 á
daginn. Tilboð sendist Mbl. merkt „Strax
— 6209".
Tveir sendlar
óskast
anna^r frá kl. 9 — 12 f.h. Hinn frá kl.
ifavgtiitfrifitoife
ritstjórn.
Lagtækir
rafsuðumenn
og verkamenn
óskast strax. Upplýsingar hjá
Runtalofnum h. f.
Síðumúla 2 7,
sími 84244.
Skrifstofustarf
Stúlka óskasttil starfavið götun rafreiknis-
spjalda (IBM kerfi). Umsóknir með
upplýsingum um menntun starfsreynslu
og aldur sendist afgreiðslu blaðsins eigi
síðar en mánudaginn 12. þ.m. merkt.
„Götun — 6449".
Fjármálastjóri
Nýtt fyrirtæki í sameign innlendra og
erlendra aðila óskar eftir að ráða fjármála-
stjóra.
Starfssvið: Yfirstjórn og eftirlit fjármála.
Laun: Góð, föst laun ásamt prósentum af
árangri.
Aðeins reyndur og þekktur fjármálamaður
kemur til greina.
Með allar umsóknir verður farið sem
trúnaðarmál. Umsóknir sendist Mbl. fyrir
n.k. mánudagskvöld merkt: MTI 8690.
Verkamenn
bílstjórar
Óskum eftir að ráða eftirtalda starfsmenn
í 1 —2 mánuði. Mikil yfirvinna.
1 Verkamenn í vatnsveituframkvæmdir
við Rauðhóla.
2. Bílstjóra með meirapróf í vegagerð á
Kjalarnesi. Æskilegt er að þeir séu vanir
akstri stórra grjótbíla (t.d. Euclid).
Þórisós h. f.,
Vagnhöfða 5.