Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 28

Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 dáb THE OBSEHVER BUENOS AIRES — Svo virðist sem rikisstjórn Venezuela og UNESCO hafi bundizt samtök- um um að afnema siðustu leifarnar af prentfrelsi, sem enn eru við lýði í Rómönsku Ameríku. Um árabíl hafa deil- ur átt sér stað milli UNESCO og Inter-American Press Agency (IAPA,) en það eru samtök blaðaútgefenda, sem fylgzt hafa náið með tilraunum ríkis- stjórna í Rómönsku-Ameríku til að koma I veg fyrir gagnrýni. Deilur þessar hafa ekki vakið sérstaka athygli, fyrr en upp úr sauð um miðjan júli sl. Urðu þær mjög hatrammar og inn í þær drógust næstum þvi allar ríkisstjórnir í Rómönsku- Ameríku og langflest blöðin, sem gcfin eru þar út. Lætin hófust á ráðstefnu sem UNESCO efndi til í San José, höfuðborg Costa Rica. Umræðu- efnið á ráðstefnunni var upp- lýsingastarfsemi í Rómönsku- Ameriku og á eyjum í Kara- biska hafinu. Flestir fuiltrúar á ráðíitefnunni frá hinum ýmsu löndum fögnuðu óspart hug- mynd, er þar kom fram um að setja ákveðnar siðareglur, sem fréttastofum og fréttamönnum í þessum heimshluta yrði gert að vinna eftir, svo og setningu „siðadómstóls" er hefði vald til þess að refsa þeim, er brytu gegn reglunum. Þá fékk önnur hugmynd, er fram kom á ráð- stefnunni, mikinn hljómgrunn, en hún var á þá lund, að sett yrði á stofn fréttastofa á vegum ríkisstjórna landanna og ætti hún að sýna hinar björtu hliðar á Rómönsku-Ameríku til mót- vægis við skuggahliðarnar, sem erlendir fréttamenn kosta kapps um að draga fram. Helzti talsmaður þessara til- lagna var Carlos Andrés Péres forseti Venezuela, en eftir að hafa tekið þær til gaumgæfi- legrar athugunar, komst IAPA að þeirrni niðurstöóu, að hér væri um að ræða dulbúna, en háskalega tilraun til að koma fjölmiðlum í Rómönsku- Ameríku endanlega undir rikis- eftirlit. Svar UNESCO var á þá leið, að enda þótt tjáningar- frelsi væri grundvallarréttindi, væri ekki þar með sagt, að fjöl- skyldum eða litlum hagsmuna- hópum leyfðist að stjórna áhrifamiklum fréttamiðlum. Fulltrúar á ráðstefnunni skipuðu sér fljótt I andstæðar fylkingar. Annars vegar voru þeir, sem aðhyllast frjálsa starf- semi fjölmiðla að fyrirmynd fjölmiðla í Bandarikjunum og Vestur-Evrópu, en hins vegar voru þeir, sem hófu „ábyrgðar- hlutverk" fjölmiðla til önd- vegis. Fylkingarnar sem þannig mynduðust voru mjög undar- lega saman settar. Bandamenn UNESCO og Venezuelamanna voru Kúbumenn, Perúmenn og Bóliviumenn. Ennfremur nutu þeir stuðnings fulltrúa Costa Rica, sem er eitt af þremur lýð- ræðisrikjum Rómönsku- Ameriku, en hin tvö eru Venezuela og Colombía. aSfcfe THE OBSERVER Þeir, sem börðust fyrir frelsi fjölmiðia í einkarekstri, voru fulltrúar Uruguay, en þar i landi er ekki snefill af prent- frelsi, og Dóminikanska lýð- veldið. 1 ritstjórnargreinum ýmissa dagblaða kom fram dyggilegur stuðningur við sjónarmið þeirra, svo sem hjá La Prensa í Buenos Aires, E1 Mercurio í Santiago í Chile og E1 Tiempo i Bogota, en þessi þrjú dagblöð eru meðal stærstu og áhrifamestu fjölmiðla í þess- um heimshluta. Öll báru þau UNESCO það á brýn, að stofnunin léti stjórnast af vinstri sjónarmiðum og þau lýstu yfir hryllingi við til- hugsunina um enn meiri ríkis- afskipti af fjölmiðlum í Rómönsku-Ameriku, þar sem prentfrelsi er ekki upp á marga fiska, svo sem kunnugt er. Tvær meginástæður liggja þvi til grundvallar, að svo margar ríkisstjórnir I Rómönsku-Ameríku, og þar á meðal lýðræðisstjórnir, vilja hafa aukin afskipti af fjölmiðl- um í einkaeign. önnur ástæðan er sú, að öll frjáls blöð i þessum heimshluta fá fréttir sínar að miklu leyti frá erlendum frétta- stofnunum, og erlendar frétta- stofur sjá jafnframt um dreif- ingu flestra frétta frá Rómönsku-Ameríku. Hin ástæðan er sú, að sumar kjörn- ar rikisstjórnir þar vestfa, svo sem stjórnin í Venezuela, sem jafnvel er talin vinstri sinnuð, THE OBSERVER Eftir James Neilsson vilja styrkja stöðu sina heima fyrir. Þær segja, að stjórnirnar verði að vera heima fyrir. Þær segja að stjórnirnar verði að vera sterkar, þar sem þær hafi tröllaukin viðfangsefni við að glíma. Mörgum sviður það sárt, hversu mjög áhrifa útlendinga gætir I fréttaöflun og frétta- miðlun I Rómönsku-Ameriku. Enda þótt viðast hvar séu reist- ar skorður við þvi að útlending- ar geti átt blöð og útvarps- stöðvar I þessum löndum, er ógerningur að banna útlending- um fréttamiðlun. Aðeins örfá af stærstu blöðunum hafa ráð á þvi að hafa fréttaritara i helztu heimsborgunum, svo sem Washington og Lundúnum, en þau verða að reiða sig á bandaríska, brezka og franska fréttamenn, hvað varðar fréttir frá stöðum eins og Kína og Grikklandi. Hið sama á við um fréttir frá löndum Rómönsku- THE OBSERVER Ameriku. Fréttir frá Perú, sem birtast í blöðum I Argentinu, eru iðulega þýðingar á fréttum, sem brezkir starfsmenn frétta- stofnana hafa skrifað og dag- blað í Guatemala verður að leita til Bandaríkjamanna til að fá fréttir og fréttaskýringar frá Braziliu. Afleiðingin er sú, að megnið af þeim fréttum, sem berast almenningi i Róníönsku- Ameríku, eru skrifaðar út frá öðrum hugarheimi en hann þekkir af eigin raun. Þetta veldur þvi, að útlendingum er stöðugt borið á brýn að stunda „heimsvaldastefnu í menningarlegum efnum" I þessum heimshluta. Til að ráða bót á þessu ástandi mætti koma á fót sér- stökum fréttastofum rikja Rómönsku-Ameriku. Brezka fréttastofan Reuters hefur komið á fót sérstakri deild, er nefnist „Latin" og er rekin af fréttamönnum í Rómönsku- Ameriku. Deild þessi sér fjöl- miðlum í Rómönsku-Ameriku fyrir fréttum, sem menn frá þessum löndum hafa sjálfir skrifað. Þessu frumkvæði hefur verið mjög vel tekið, en þó fer því fjarri, að það hafi haft I för með sér algera lausn á vandanum. Fjölmiðlar í þessum löndum eru ekki nægilega öflugir til þess að geta haft þennan rekstur fullnægjandi og verða þvi eftir sem áður að reiða sig mjög á erlenda frétta- menn. iSáii THE OBSERVER Enda þótt starfsmenn erlendra fréttastofa leggi sig í framkróka við að gæta hlut- leysis í skrifum og fréttaöflun, hafa þeir bakað sér óvild stjórnvalda i löndum Rómönsku-Amerlku, sem eru því vön, að sérhver yfirlýsing þeirra sé álitin heilagur sann- leikur, og að innlendir frétta- menn séu vanir að umgangast þau af einskærri lotningu. Þegar fréttastofurnar reyna að skýra frá atburðum, eins og þeir koma fréttamönnum þeirra fyrir sjónir, eiga þeir ávallt á hættu, að koma við kaunin á einhverjum háttsett- um aðilum. Bandariska fréttastofan United Press International kom nýlega illa við kaunin á Alfonso López Michelsen for- seta Colombiu og hafði það af- drifaríkar afleiðingar. I frétt frá stofnuninni, sem birt var af misgáningi 3. júlí sl„ var frá því skýrt, að Lopez Michelsen hefði verið myrtur. UPI vísaði frétt- inni tafarlaust á bug og baðst innilega afsökunar á þessum mistökum. Málavextir voru þeir, að ungur fréttamaður frá Chile, sem var að læra á sendi- tækin, sendi fréttina út án þess að ætlast til að hún yrði birt. Enda þótt málið væri skýrt rækilega fyrir Michelsen, brást hann við hinn reiðasti, Iét loka skrifstofu UPI í landinu og visa Chilemanninum úr landi. Þessi harðneskjulegu við- brögð forseta Colombiu segja sina sögu um starfsaðstöðu fréttamanna og fréttastofnana í Rómönsku-Amerlku, ekki sizt, þar sem stjórnvöld í Colomblu hafa liklega staðið dyggilegri vörð um prentfrelsi og lýðræði almennt en nokur önnur stjórn- völd i þessum heimshluta. Óháð blöð og blaðamenn I löndum Rómönsku-Ameríku eru uggandi um, að sú skoðun verði ofan á, að stjórnvöld skuli hafa eftirlit með fréttastörfum. Þeir óttast, að það muni ýta undir ritskoðun, og að menn taki að leggja að jöfnu almenn lögbrot blaðamanna og pólitisk- ar ofsóknir á hendur þeim, ef þeir hafa ekkert annað til saka unnið en að gagnrýna ein- hverja rikisstjórn. Flest dag- blöð i Rómönsku-Ameriku eru háð ritskoðun af einhverju tagi, og flestir ritstjórar blaða hafa tamið sér leikni í því að rit- skoða blöð sín sjálfir til að komast hjá árekstrum við yfir- völd. Þrátt fyrir þetta er rit- skoðun almennt talin óæskileg og telja jafnvel málssvarar hennar, að hún sé aðeins rétt- lætanleg við sérstakar aðstæð- ur. Ástæða er til að óttast það, að skapist aukinn hljómgrunnur fyrir skoðunum stjórnar Venezuela og UNESCO, taki fólk að lita á ritskoðun og jafn- vel rikiseinokun á fjölmiðlum sem sjálfsagðan hlut, og þar með yrði prentfrelsi í Rómönsku-Ameríku endanlega úr sögunni. con energía asesinato y viofencia ■ el blen,d^2^ene ftcoaAClbNES, , i^oamTIA DEL FUTURf Prentfrelsi í Rómönsku- Ameríku á heljarþröm — TUC heitir Framhald af bls. 19 er talið útilokað að TUC geti kom- ið í veg fyrir verkfallið á síðustu stundu. Þingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða ályktanir þar sem meðal annars var hvatt til miðstýringar og áætlunargerðar í fjárfestingarmálum, verðgæzlu, þjóðnýtingar banka og stöðvunar á f jármagnsflæði frá Bretlandi. í einni ályktuninni var krafizt innflutningshafta á ákveðnum vörutegundum, en rikisstjórnin hefur hikað við að gripa til slíkra ráðstafana af ótta við mótaðgerðir annarra þjóða. Margir ræðumenn töluðu um að brezkir verkamenn væru án atvinnu vegna óréttlátr- ar erlendrar samkeppni, sérstak- lega frá Japan og öðrum löndum I Austur-Asíu. Len Murray, aðalrit- ari TUC, hvatti til sameiginlegra evrópskra aðgerða gegn þvi, sem hann nefndi „geysileg vandamál vegna viðskiptasambands við Jap- an“. Nokkurrar óánægju gætti á þinginu vegna ástands efnahags- mála og margir vöruðu ríkis- stjórnina við því að búast ávallt við stuðningi alþýðusamtakanna. Verkalýðsfélögin hafa þó fallizt á að fara sér hægt I launakröfum næstu tvö ár, og þingið samþykkti að á næsta ári yrði reynt með varkárni og skipulagningu að auka samningafrelsi. Ef af verkfalli sjómanna verður mun allur verzlunarfloti Breta stöðvast og þar með mestur út- flutningur, en landið er mjög háð utanríkisverzlun. AUir 18 stjórn- armenn brezka sjómannasam- bandsins, sem telur 38.000 félags- menn, samþykktu verkfallsboð- unina. James Callaghan, forsætis- ráðherra, kallaði i dag til auka- fundar rikisstjórnarinnar til að ræða þær leiðir sem yfirvöld geta farið til að koma I veg fyrir eða að draga úr áhrifum verkfallsins. — Beirút Framhald af bls. 19 hliðsins. Saudi-arabiskar eða súd- anskar sveitir hafa verið á svæð- inu síðan 21.uio næj-vera þeirra hefur orðið til að draga mjög úr spennu, þó að átök hafi átt sér stað. Friðargæzla þeirra við safnið hefur verið það eina af þeirra störfum í Libanon, sem borið hef- ur árangur og orðrómur er nú um það að hægrimenn hafi byrjað árásir sínar á friðargæzlusveitirn- ar annaðhvort til að gera lítið úr hlutverki þeirra í landinu eða til að þvinga þær til að hverfa á brott, nú þegar hægri sinnar hafa með hjálp Sýrlendinga náð yfir- höndinni I borgarastriðinu. — Gjaldeyris- staðan Framhald af bls. 40 versnaði um rúmlega 1.800 millj- ónir. Jóhannes Nordal sagði að hreyfing á gjaldeyrisstöðunni væri breytileg frá mánuði til mán- aðar, m.a. vegna þess að hluti þess halla, sem verða kann, er jafnað- ur með erlendum lántökum. Þeg- ar slík lán koma inn, batnar þró- unin mikið, en rýrnar svo aðra mánuði. — Eldur Framhald af bls. 40 Þá var slökkvilið Akureyrar kvatt að Snæfellinu gamla um klukkan 16 i dag, en það liggur innan á Torfunessbryggjunni og hefur legið þar árum saman. Greinilegt var að kveikt hafði ver- ið í káetu skipsins og vistarveru áftan við hana, enda var þar blaðarusl og fleira eldfimt. Eldur- inn var strax slökktur og skemmdir urðu litlar á hinu aldna fleyi, sem nú má muna sinn fífil fegri. — Sv.P. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480 J JW»r0unblnt>it>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.