Morgunblaðið - 09.09.1976, Síða 36

Morgunblaðið - 09.09.1976, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 Börnin í Bjöllubæ eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR hringdi? Ekki aldeilis. Hann hélt, að hún væri lítil stelpa að gera símaat, þegar hún hringdi, og vildi fá að tala við mömmu hennar, en það var ekki hægt, því að mamma hennar var hjá guði. Þá skammaði hann hana og sagði, að svona mættu litlar stelpur ekki haga sér, en Jóa Gunna sagðist vera fótbrotin lítil bjalla og hún væri sannfærð um, að hún væri bjalla, því að engar litlar stelpur hefðu sex lappir og tvo fálmara fram úr höfð- inu. Haldiö þið, að það væri ekki skrýtin stelpa? Dýralæknirinn skellti á, en Jóa Gunna var ekki af baki dottin. Hún ætl- aði að fá lækningu og því lagði hún af stað höktandi til dýralæknisins. Það er erfitt fyrir bjöllur að hreyfa sig, ef þær fótbrotna, erfiðara en fyrir okkur, sem getum þó hoppað á öðrum fæti. Bjöllurn- ar ganga nefnilega þannig, að þær hreyfa fremsta og aftasta fót öðrum megin og miðfótinn hinum megin við hvert skref, svo að þær standa á einskonar þrífæti. Við lyftum upp einum fæti, þegar annar fer niður, en bjöllurnar lyfta upp þrem fótum, þegar þrír fara niður enda þykir öllum bjöllum þetta ákaflega góður sið- ur. Ferðalagið var langt og erfitt, en loks komst hún með aðstoð sendils heim til dýralæknisins og þar gat hún sannfært hann um, að hún væri lítil, brún hveiti- bjalla, sem héti Jóa Gunna. Dýralæknir- inn læknaði Jóu Gunnu og konan hans og börnin voru ákaflega góð við hana. Hann talaði við náttúrufræðing, sem vildi sýna hana sem eitt af furðuverkum veraldar og við vísindamanninn. Jóa Gunna vildi alls ekki vera sýningargripur. Hún vildi — ja, hvað haldið þið, að hún hafi viljað? Hún vildi komast í „Morgunstund barn- anna“ og fá að segja ykkur sögu og það fékk hún líka. Söguna hafði hún búið til „næstum því alein“ eftir því, sem hún sagði og ég veit, að það er satt, því að ég heyrði söguna sjálf og hlustaði á hana syngja „um bjöllurnar á íslandi, óska- birni og fleira“. Kannski þið hafið heyrt það líka. Náðu sem snöggvast í öskubakka handa honum. M OV&ÚU XArr/NU Eg meinti ekki þetta, þegar Var maðurinn yðar búinn að ég sagði heima: þú hagar þér vera rukkari lengi, frú mín? karlmannlega hjá tannlæknin- um, Lilli minn. Nýja vinnukonan: Má ég leyfa kærastanum mtnum að heimsækja mig öðru hverju? Frúin: Já, hver er það? Vinnukonan: Það veit ég ekk- ert um enn, það eru bara nokkr- ir dagar sfðan ég kom til bæjar- ins. Að vera riddaralegur, það er að vernda allar konur fyrir öll- um mönnum nema sjálfum sér. Liðþjálfinn: Hvað gerðir þú ef vopnabúrið spryngi I loft upp, meðan þú værir á vakt? Sá óbreytti: Ég skyti þremur skotum úr rifflinum mfnum til þess að vekja félaga mfna f herbúðunum. Faðirinn: Dóttir mfn fær þá 30 þúsund krónur í heiman- mund, þegar hún giftist yður. Hvað getið þér svo boðið upp á? Biðillinn: Kvitteringu. lbúar f þorpi einu f Noregi sáu flugvél, sem var að nauð- lenda skammt frá þorpinu. Sjó- maður nokkur, sem var meðal þeirra, sem urðu varið við lend- inguna, gekk að vélinni, en sneri fljótlega við aftur, tóm- hentur, og gaf þá skýringu að þetta hefðu verið Þjóðverjar. — En voru þeir ekki lifandi? var spurt. — Annar þeirra sagðist vera það, en ég hefd maður þekki fygarnar f þessum nasistum. Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 17 getum komið okkur inn f mynd- ina. Hér er ekki um neinn glæp að ræða — svo að vitað sé til. Ekki mannrán — maðurinn býr á sfnu eigin heimili — og virðist hinn glaðasti. veitir viðtöl og situr fyrir hjá Ijósmyndurum. I hverju liggur glæpurinn? — Nei, það er auðvitað rétt hjá þér. — Ekki svo að skilja að ég dragi sögu þfna í efa sem slfka. En þú heldur ekki hann hafi svona sérkennilega kfmnigáfu? — Nei og ég hef einnig rætt við lækni hans. Everest er f alla staði einkar eðlilegur maður. Ken Murtagh hjálpaði honum þó að einu ieyti. Hann ffetti upp til að gæta að þvf hvort Reg Curtiss væri þar á skrá. Og Dan Bayles. Svo var ekki. Að minnsta kosti ekki undir ÞEIM nöfnum. — Þú hefur reynt að hitta hann heima, býst ég við. Það var föstudagur. Eftir anna- sama viku rak Vern Fic hausinn inn f skrifstofunní hans. — Já, ég reyndi það. En ég komst þó að þvf að hann hýr f New Canaan f Connecticut. Hann hefur leyninúmer. Eg held nú reyndar ekki að hann sé þar. Heyrðu annars, ertu ekki að fara f frf f dag? — Jú, seinna f dag. Eg er búinn að kaupa mér flugmiða til El Paso. — E1 Paso? Ég hélt þú ætlaðir á sjóstangarveiðimót f Florida? — Vern hló við. , • — Nei, ég ætla til Mexico. Manstu eftir mvndunum sem við sáum á veggjunum úti á búgarðinum hjá Everest? — /Etlarðu að fara þangað? Til Baja? — Ég er búinn að að lesa mér til um staðinn og hann virðist hreinasta ævintýri. Þar er nú aldeíiis paradfs fyrir veiðimenn. Og þvflfk náttúrufegurð. E;g er sannfærður um að þar get ég tek- ið myndir sem eitthvað er varið f. — Hvernig ferðu þangað. Hvað heitir þessi staður nú aftur? Cabo, var það ekki? Eg þori að veðja að Everest hefur valið stað- inn vegna þess hve afskekktur hann er. — Það er hægt að fljúga þang- að. En ég ætla að ieigja mér bfl við landamærin og ek þangað um Mexico, svo að ég fái tækifæri til að sjá dálftið af landinu f leið- inni. Bflferja fer tvisvar I viku frá Mazatlan og þvert yfir Kali- fornfuflóa til La Paz f suðurhluta Baja. Frá La Paz eru aðeins nokkur hundruð kflómetrar til Cabo San Lucas. — Ég verð að segja að mikið er á sig lagt til að ná f nokkra fiska. — Ekki aldeilis. Ég fæ meira að segja út úr þessu tvö frf f staðinn fyrir eitt. Okkur Glavds dreymdi alltaf um að aka f gegn- um Mecico. En við fengum aldrei tækifæri til þess. Vern lyfti sér letilega upp úr stólnum. — Eg ætla Ifka að revna að skjóta nokkrum myndum af heimili stóra mannsins og skjóli, ef ég kemst nógu náiægt. — /Etlarðu að gera það? Ég gæti vel hugsað mér að nota nokkur stykki f greinina mfna. Ef einhvern tfma verður þá barn úr brók. — Ég er sannfærður um að svo verður, hrópaði Vern úr dyra- gættinni. — Hvernig svo scm þú ferð nú að þvf. — Hvað áttu við með þvf? — Eg held þig langi tíl að skrifa sanna grein en svo kemur inn f þetta málið um það hvort honum er f raun og veru haldið sem fanga ... Þú hefur vfst ekki grafið neitt upp kenningu þinni til stuðnings. Jack hreytti neitandi svari út úr sér. — Jæja,... En áður en hann gat fleira sagt var Vern horfinn út úr dyrunum. Það var eins og hann hefði ætlað að segja: — Ja, þú getur sjálfur valið — fáráður eða sálsýkissjúklingur. Þegar hann kom heim sfðdegis lá bréf frá konu hans f póst- kassanum. Réttara sagt fyrrverandi kon- unni hans. Hann reif það upp f flýti og reyndi að búa sig undir það sem hann myndi lesa: Kæri Jack. Aður en það kemur í blöðunum fannst mér að þú ættir að vita að ég er að fara að gifta mig aftur ... Hann setti rniðann aftur f um- slagið. Hann gætí lokið við að lesa bréfið seinna. Hann fann til einkennilegrar tómleikatilfinningar. Það var allt og sumt. Hann fékk hvorki hjarts- slátt né sting f brjóstið. Honum gekk að vfsu dálftið erfiðlega að koma fyklinum f skrána. En kannski var hann ekki með hugann við það allskostar sem hann var að gera. Það var Sue Ann Carrington, sem hann var að hugsað um, þegar hann lauk upp dyrunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.