Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
Setti Jón met?
REUTER fréttastofan skýrði frá
þvl I gærkvöldi að Jón Diðriksson,
UMSB. hefði sigrað I 1500 metra
hlaupi á stórmóti I frjálsum Iþrótt-
um. sem fram fór I Coblenz I
Vestur-Þýzkalandí. og gaf upp
tlma hans 3:37,4 mln. Sé tlmi
þessi réttur er þarna um að ræða
glæsilegt islandsmet, þar sem met
það er Ágúst Ásgeirsson setti I
1 500 metra hlaupi á Ólympluleik-
unum I Montreal var 3:45.6 mln.
Landsleikir
SKOTLAND sigraði Finnland
6—0 í landsleik I knattspyrnu
sem fram fór I Glasgow í gær
Svfþjóð og Ungverjaland gerðu
jafntefli 1 — 1 I landsleik i knatt-
spyrnu sem fram fór í Stokkhólmi
i gærkvöldi. Mark Ungverjalands
skoraði Zoltan Ebebli á 21. min.
en Conny Thorsteinsson jafnaði
fyrir Sviþjóð á 34. mínútu.
England og írland gerðu jafn-
tefli Í vináttulandsleik i knatt-
spyrnu sem fram fór í London í
gærkvöldi 1 — 1 urðu úrslitín eftir
að England hafði haft yfir 1—0 í
hálfleik.
Noregur sigraði Sviss 1—0 i
leik liðanna i 6. riðli undankeppni
heimsmeistarakeppninnar i knatt-
spyrnu í Ósló i gærkvöldi. Mark
Norðmanna skoraði Tom Lund.
Þannig endaði þessi sóknarlota íslenzka liðsins. Hollenski markvörðurinn
Marteini Geirssyni að ná til knattarins og hættunni var bægt frá.
var sekúndubroti á undan
„NÆSTBEZTA" LIÐ HEIMS MATTIÞAKKA
FYRIR 1:0 SIGUR GEGN ÍSLENDINGUM
Hollendingarnir skoruðu
mark sitt á 43. mínútu fyrri
hálfleiksins og breyttist leikur-
inn mjög við það. Hollenzka lið-
ið hafði haft undirtökin i leikn-
um fram að því, en lengst af
seinni hálfleiknum réð íslenzka
liðið gangi leiksins. Nokkrum
sinnum skapaðist mikil hætta
við mark Hollendinganna, en
þeir sluppu hvað eftir annað
með skrekkinn. I seinni hálf-
leiknum hafði islenzka liðið allt
að vinna, hlutskipti Hollending-
anna var að verjast.
Lék þá íslenzka landsliðið
sóknarleik eins og það bezt get-
ur, samleikurinn var góður upp
allan völlinn, en til að komast í
gegnum vörn Hollendinganna
skorti aðeins herzlumuninn í
nokkur skipti. Til dæmis var
Teitur Þórðarson aðeins hárs-
breidd frá þvi að skora með
hjólhestaspyrnu á 20. minútu
seinni hálfleiksins. Hefði hann
skorað I það skiptið er ótrúlegt
annað en landinn hefði að
minnsta kosti náð jafntefli í
viðureigninni, því íslenzka liðið
var vissulega komið i mikinn
ham. Það hefði ekki verið ama-
legt að tryggja sér jafntefli
gegn silfurliðinu frá HM í V-
Þýzkalandi með slíku marki.
Marki eins og Johannes
Eðvaldsson skoraði á Laugar-
dalsvellinum í fyrra er íslend-
ingar unnu núverandi
Ölympiumeistara, A-Þjóóverja.
ÍSLENZKA landsliðið í knattspyrnu náði mjög góðum leik gegn Hollendingum er
þessi lið mættust á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Eigi að síður mátti fslenzka
liðið bíta í það súra epli að tapa leiknum, úrslitin urðu 0:1 eins og gegn Belgum á
sunnudaginn. Kröfurnar eru nú orðnar það miklar til landsliðsins okkar í
knattspyrnu að nú þykja það „súr epli“ þegar landinn tapar landsleik jafnvel
þegar leikið er gegn silfurliði frá sfðustu heimsmeistarakeppni, eins og Hollend-
ingarnir eru.
líkara á stundum en fyrirstaðan
væri engin.
I gærkvöldi var þessu öðru
visi farið, enda hefur mikið
vatn runnið til sjávar slðan þá.
Að visu voru Hollendingarnir
mun ákveðnari i byrjun leiks-
ins og eftir að þeim hafði tekizt
að opna vörn Islendinganna
nokkrum sinnum f byrjuninni
leizt manni ekki á blikuna. Síð-
an fóru íslenzku leikmennirnir
að finna sig og í seinni hálf-
leiknum voru þeir betra liðið á
vellinum. Leikurinn í gær-
kvöldi er ljóst dæmi um þær
framfarir, sem orðið hafa I Is-
lenzkri knattspyrnu undanfar-
in ár.
MIKIL FRAMFÖR
íslendingar og Hollendingar
hafa þrisvar áður háð með sér
landsleiki f knattspyrnu. Fyrsti
leikurinn fór fram í Reykjavík
árið 1961 og var þá leikið gegn
áhugamannaliði Hollands. Sigr-
aði íslenzka liðið með 4 -mörk-
um gegn 3. Síðan var leikið
tvívegis í Hollandi árið 1973.
Fyrri leiknum tapaði landinn
0:5 og þeim síðari 1:8. Undirrit-
aóur var meðal áhorfenda á
þessum tveimur leikjum og satt
að segja þá leið manni ekki
sérlega vel að sjá hve grátt
leiknir íslenzku leikmennirnir
voru. Kappar eins og Cryuff
löbbuðu inn og út úr íslenzku
vörninni að vild og var engu
SÓTT A BAÐA BÓGA
Landinn leyfði Hollending-
um að sækja óþarflega mikið I
byrjun leiksins. Að vísu hefur
það oft gefið góða raun að gefa
andstæðingnum eftir svæði, en
i gærkvöldi fengu hinir Iéttleik-
andi Hollendingar að komast
óþarflega nærri íslenzka mark-
inu. Svo annað það að þeir voru
mjög hreyfanlegir og áttu auð-
velt með að losa sig við knött-
inn þó þrengt væri að þeim.
Fyrsta tækifæri íslenzka liðsins
kom á 7. mfnútunni er Guðgeir
komst f gegn á hægri kantinum
og gaf fyrir á Matthfas Hall-
grímsson. Matthías stóð illa að
knettinum og ekkert varð úr
skoti hans. Tækifærið sýndi
manni þó að íslenzka liðið var
vissulega með í leiknum, þó svo
að Hollendingarnir væru sterk-
ari framan af.
Maður hafði það á tilfinning-
unni að atvinnumennirnir ís-
lenzku ætluðu allir að sýna
hvers þeir væru megnugir á
eigin spýtur. Nokkrum sinnum
kom það fyrir að þeir tefldu f
tvísýnu og í stað þess að gefa
knöttinn strax á óvaldaðan sam-
herja reyndu þeir að leika á
einn eða jafnvel tvo leikmenn
mótherjanna. Eigingirnin
minnkaði þó er leið á leikinn og
eftir um 20 mínútna leik fóru
sóknarlotur fslenzka liðsins að
skapa hættu f vörn hollenzka
liðsins, sem alls ekki virtist ör-
ugg í leiknum. Þannig átti Ás-
geir Eliasson t.d. sendingu fyrir
markið frá vinstri á 35. minútu
— hann var reyndar í skotfæri
sjálfur. Knötturinn hefur
sennilega verið ætlaður Matt-
hiasi Hallgrímssyni, sem kom
að á fullri ferð, en á leiðinni
fyrir markið náði hollenzkur
leikmaður að stýra knettinum
aftur fyrir í horn.
VAR SIGURMARKIÐ
RANGSTÖÐUMARK7
Mark sitt, sem reyndist vera
sigurmark leiksins, skoruðu
Hollendingar á 43. mínútunni.
Dæmd var aukaspyrna á
Jóhannes Eðvaldsson um 25
metra frá íslenzka markinu.
Braut Jóhannes klaufalega af
sér og hugsaði greinilega meira
um manninn en boltann. ís-
lenzku leikmennirnir stilltu sér
upp f varnarvegg og áttu greini-
lega von á skoti að markinu.
Það var Rensenbrink, sá frægi
leikmaður, sem tók aukaspyrn-
una og f stað þess að skjóta lyfti
hann knettinum hárfínt yfir ís-
lenzka múrinn. Geels (nr. 10)
vissi greinilega hvað var á seyði
og hann var skyndilega einn á
auðum sjó fyrir aftan varnar-
■ Umsögn: Ágúst I. Jónsson
■ Viðtöl: Steinar J. Lúðvfksdonl
■ Myndir: Friðþjófur Helgason)
vegginn, gaf sér góðan tíma til
að leggja knöttinn fyrir sig, en
skaut síðan öruggu skoti i
markið vinstra megin við Árna
Stefánsson, sem átti enga
möguleika á að verja.
Menn veltu þvf fyrir sér eftir
þetta mark hvort það hefði
verið löglega skorað og voru
menn engan veginn á eitt sáttir.
Undirrituðum fannst svo ekki
vera, en því er ekki að neita að
Geels var mjög svo skyndilega
orðinn aleinn fyrir miðju
markinu, en hann þarf þó ekki
að hafa farið inn fyrir fslenzku
varnarmennina fyrr en eftir að
knettinum var spyrnt.
SÓKNARÞUNGI HJÁ
(SLENZKA LIÐINU
Strax í þyrjun seinni hálf-
leiksins átti Geels góðan skalla
rétt framhjá markstönginni.
Sluppu fslenzku varnar-
mennirnir þarna með
skrekkinn, þvi þeir voru illa á
verði þegar knötturinn var gef-
inn fyrir markið og Geels náði
að skalla. Eftir þetta áttu
Hollendingarnir varla mark-
tækifæri fyrr en undir lokin að
Árni Stefánsson varði mjög vel
skot frá vítateig. Islenzku leik-
mennirnir sóttu hins vegar í sig
veðrið allan seinni hálfleikinn.
Marteinn átti skot framhjá eftir
góða sókn. Aukaspyrna
Guðgeirs skapaði hættu á 19.
mínútu hálfleiksins og á sömu
mfnútu tók Guðgeir innkast,
sem Ásgeir Sigurvinsson fram-
lengdi og Teitur reyndi siðan
skot með hjólhestaspyrnu, en
knötturinn fór hárffnt yfir eins
og áður sagði.
Islenzku leikmennirnir urðu
mun ákveðnari eftir að leið á
leikinn, þeir komu framar á
vellinum og sóttu grimmt.
Guðgeir varð meira og meira
áberandi i leik fslenzka liðsins
og að öðrum ólöstuðum þá var
hann heilinn i leik islenzka liðs-
ins. Það var eins og fslenzka
liðið hefði fengið vítamíns-
sprautu í leikhléinu, en þó
saknaði maður þess að fá ekki
lengri sendingar upp f hornin.
Sutta spilið var vissulega ágætt,
en inn á milli hefði ekki sakað
að fá meiri stungubolta upp
völlinn.
Matthfas Hallgrímsson komst
óvænt inn í sendingu, sem
ætluð var hollenzka mark-
manninum á 35. mfnútu (mynd
á baksíðu) og kom Matthfas
knettinum fyrir markið frá
endamörkum. Þar voru því
miður hollenzku leikmennirnir
fljótari að ná til knattarins og
bægðu hættunni frá. Áfram
sótti landinn og Hollendingar
biðu þess greinilega síðustu 10
mínúturnar að leiktíminn rynni
út. Léku þeir knett.inum í róleg-
heitum á milli sín og reyndu
lítið að sækja. Ahorfendur voru
mjög virkir í þessum leik og
bauluðu óspart á hollenzku
stjörnurnar. Fór þetta greini-
lega f taugarnar á þeim og var
Are Haan sýnt gula spjaldið
undir lokin og hefðu
áminningarnar gjarnan mátt
vera fleiri f leiknum, því
Hollendingar voru á köflum
mjög grófir. Hvað um það,
Islendingunum tókst ekki að
skora þrátt fyrir sóknarlot-
urnar og Holland gekk því með
sigur af hólmi, 1:0, f þessari
skemmtilegu viðureign.
GUÐGEIR BEZTUR
Guðgeir Leifsson átti beztan
leik fslenzku leikmannanna og
þá sérstaklega í seinni hálf-
leiknum. Virtist Guðgeir vera
sá eini f fslenzka liðinu, sem
ekki átti í erfiðleikum með að
leika á andstæðinginn. Sá ljóð-
ur var þó á ráði Guðgeirs að
hann var oft of lengi með knött-
inn, þegar hann var búinn að
draga til sín 2—3 hollenzka
leikmenn, þá hélt hann áfram
með knöttinn f stað þess að
senda í óvaldaðar eyður eða á
Framhald á bls. 22