Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 3 Tónabær: Tillögur um breytingar á rekstrinum lagðar fram á mánudag Átta sækja um starf forstöðumanns ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavlkur hefur sem kunnugt er skipað sérstaka vinnunefnd til að gera tillögur um framtiðarrekstur Tónabæjar. Borgarráð ræddi á fundi sfnum I gær skipan nefndarinnar og var samþykkt að óska eftir þvf að vinnunefndin og Æskulýðsráð legðu fram fuffmótaðar tiflögur fyrir borgarráðsfund n.k. þriðjudag. Eins og áður hefur komið fram var auglýst eftir umsóknum um starf forstöðu- manns Tónabæjar fyrir skömmu og rann umsóknarfrestur um stöðuna út um helgina. Að sögn Davíðs Oddssonar, formanns Æskulýðsráðs, verður ekki tekin ákvörðun um ráðningu f stöðuna fyrr en sýnt verður, hvernig rekstri hússins verður háttað. í samtalinu við Davíð kom fram þess i gær og gert grein fyrir efni að hann og framkvæmdastjóri ráðsins, Hinrik Bjarnason, hefðu að ósk borgarráðs mætt á fund þeirrar tillögu, sem samþykkt var í Æskulýðsráði og var undanfari skipunar vinnunefndarinnar. Sexlandakeppnin í skák: r Island 3 — Frá Þráni Guðmundssyni I Bremen, 14. september í GÆR hófst f Bremen hin árlega skákkeppni milli Norður- landanna og Vestur-Þýzkafands, „Sexlanda keppnin" svonefnda. Nafnið er þó ekki réttnefni að þessu sinni, þvf að Finnar mættu ekki til leiks. Höfðu þeir haft á orði að fefla niður þessa keppni það ár sem ólympfumótið er, þar sem kostnaður við að senda sveit á Ólympfumótið væri mjög mik- ill. 1 stað Finna tefla tvær sveitir frá Þýzkalandi, það er hin eigin- lega v-þýzka skáksveit og sveit frfi Bremen, en Bremen er sjfilfstætt rfki f v-þýzka lýðvefdfnu. Töfluröð landanna er þessi. 1. V.-Þýzkaland, 2. Island, 3. Svf- Noregur 3 þjóð, 4. Danmörk, 5. Noregur og 6. Bremen. Eins og kunnugt er eru sex í hverri sveit; auk fjögurra manna sveitar er unglinga- og kvennasæti. íslenzka sveitin er skipuð þessum: Ingvari Ásmunds- syni, Jóni Kristinssyni, Júlíusi Friðjónssyni, Magnúsi Sólmund- arsyni, Ómari Jónssyni (unglinga- sæti) og Guðlaugu Þorsteinsdótt- ur. í norsku sveitinni er þekktastur Leif Ögaard, en hjá Svíum keppir Ornstein á 1. borði. f þýzku sveit- ina vantar flest stóru nöfnin, en dr. Ottermaier er á 1. borði. Dr. Ottermaier er íslenzkum skák- unnendum kunnur, því hann tefldi á svæðamótinu 1 Reykjavík Framhald á bls. 18 Davíð tók fram að borgarráð hefði óskað eftir því að tillögur vinnunefndarinnar yrðu lagðar fyrir borgarráðsfund á þriðjudag, enda hefði strax í upphafi verið til þess ætlazt að nefndin hraðaði störfum sinum. Bessí Jóhanns- dóttir, formaður vinnunefndar- innar, sagði að á þessu stigi væri ekki hægt að greina frá þeim hug- myndum, sem til umræðu væru innan nefndarinnar, en tillögur hennar yrðu tilbúnar fyrir fund Æskulýðsráðs n.k. mánudag. Átta umsóknir bárust um starf forstöðumanns Tónabæjar og eru umsækjendur þessir: Árni Erlendur Stefánsson, Haraldur Örn Tómasson, Helgi Steingríms- son, Kristján Jakob Valdimars- son, Lárus Már Björnsson, Skúli Jóhann Björnsson, Theódór Gunnarsson og Þórunn Lúðvíks- dóttir. Meiðslin alvar- legri en óttast var PILTINUM, sem slasaðist f Sænsk-fslenzka fyrstihúsinu s.l. föstudag, leið eftir atvikum, þeg- ar Mbl. aflaði sér upplýsinga um Ifðan hans í gær. Meiðsfi piftsins reyndust afvarlegri en f fyrstu var talið og missti hann framan af hægri fæti, rétt ofan við ökkla þegar hann lenti með fótinn f snigli. Pilturinn er 17 ára gamafl. UMFERÐARSLYS — Skömmu eftir hádegi f gær varð umferðarslys á mótum Túngötu og Suðurgötu. Strætisvagn og fólksbfll rákust saman og varð að ffytja ökumann fólksbflsins á sjúkrahús. Hann hlaut töluverð höfuðmeiðsli. Loðnuaflinn 68 þús. lestir: Sigurður aflahæst- ur með 8527 lestir VITAÐ var um sex báta á leið til lands með Ioðnu f gær. Allir voru bátarnir með lftinn afla, og fóru f land þar sem vonzkuveður gerði á miðunum í fyrrinótt. Alls voru bátarnir með 580 lestir. Heildarloðnuaflinn í sumar nemur nú 68 þúsund lestum. Afla- hæsta skipið er Sigurður RE með 8527 lestir, Súlan EA er með 4962 lestir, Gfsli Árni RE er með 4701 lest, Grindvíkingur GK er með 4537 lestir, Guðmundur RE er með 3962 lestir og Börkur NK með 3069 lestir. Fleiri skip eru ekki með yfir 3000 lestir. Vitað var um þrjú skip á leið á loðnu- miðin í gær og voru það Börkur, Hákon og Ársæll Sigurðsson. Eftirtalin skip tilkynntu um afla í gær: Guðmundur 100 lestir, fór til Bolungarvíkur, Gisli Árni 100 lestir, fór til Reykjavíkur, Svanur 110 lestir, fór til Reykja- víkur, Grindvíkingur 120 lestir, fór til Grindavíkur, og Súlan með 80 lestir, fór til Bolungarvikur Loðnu fengu bátarnir á svipuð- um slóðum og áður, þ.e. 70—80 sjómílur NNV af Straumnesi. Rannsóknaskipió Bjarni Sæmundsson fann í fyrradag loðnutorfur nokkru austar, en er kastað var á torfur kom i ljós, að þar var smáloðna á ferð. ÁHORFENDASKARI FYLGDIST MEÐ HARÐJÖXLUM f TORFÆRUKEPPNI MIKILL fjöldi áhorfenda fylgdist með torfærukeppni í nágrenni Grindavfkur á sunnu- daginn og var gizkað á að áhorf- endur hefðu verið 3500. NIu keppendur mættu til leiks og óku sérstaklega útbúnum bif- reiðum sfnum fram og aftur um torfærurnar. Var með ólfk- indum hvað hægt var að bjóða bifreiðunum og hvergi var eftir gefið þvf lengi vel mátti ekki á milli sjá hver hreppti fyrsta sætið. Það var ekki fyrr en f sfðustu hindruninni að Vil- hjálmur Ragnarsson tryggði sér sigurinn og er þetta annað árið f röð, sem hann sigrar f þessari keppni. Það var Björg- unarsveitin Stakkur f Keflavfk, sem sá um framkvæmd keppn- innar og fór hún I alla staði vel fram, enda var veður mjög gott meðan keppnin stóð yfir. Vilhjálmur Ragnarsson keppti á Willys-jeppa og voru bifreiðar fimm annarra kepp- enda af þeirri tegund, 2 voru á Bronco og einn á „Rússa- jeppa“. Willys var einnig f 2. sæti, ökumaður var Sigurður Garðarsson, sfðan Bronco, öku- maður Kristinn Kristinsson, og „Rússa-jeppinn“ f fjórða sæti og kom árangur hans mjög á óvart f keppninni, undir stýri var Sigurgeir Guðmundsson. Eins og sjá má fyfgdist mikilf mannfjöldi með torfærukeppninni á sunnudaginn og liér er það „Rússa-jeppinn“ sem 4' affa athygfi áhorfenda. (Ljósm. Mbl. Kristinnólafsson). Stærri myndin sýnir Vifhjálm Ragnarsson og farskjóta hans f einni erfiðustu hindruninni. Komust þeir ekki upp frekar en aðrir kepp- endur, en á minni myndinni er það Vilhjáfm- ur sem hampar sigurlaununum f keppninni. Það er engu Ifkara en þessi ætfi að fljúga yfir Ekkert var gefð eftir. hindrunina, en hann kom þó fljótlega niður aftur og lenti að lokum f 5. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.