Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 11 Hefur hjólað yfir hálfa millj. kílómetra Rætt við Walter Stolle, sem ferðast um á hjöli MAÐUR er nefndur Walter Stolle. Hann hefur undanfarin 17 ár ferðast vftt og breitt um heiminn, heimsótt fjölmörg lönd og haldið fyrirlestra um ferðir sfnar. Það sem er þó sennilega merkilegast við ferð- ir hans er það, að hann fer um & reiðhjóli, eða öllu heldur reið- hjóium, hann hefur nefnilega átt allmörg reiðhjól um ævina. Walter Stolle er nú staddur f Reykjavfk og blaðamaður hitti hann að máli einn sólardaginn fyrir skömmu. „Ég fer alltaf með reiðhjólið mitt, hvert sem ég fer, hvort sem það er í skipi eða flugvél, en síðast var ég á Grænlandi, áður en ég kom hingað til lands. Ekki er mikið um vegi á Græn- landi, en ég gat nú samt hjólað þar eina tvöhundruð kiló- metra.“ Tvöhundruð kílómetrar eru nú ekki ýkja löng leið ef tekið er tillit til þess, að Walter Stolle hefur hjólað yfir 500 þús- und kílómetra í allt. Hann er frá Þýzkalandi en er nú búsett- ur á Spáni, þar sem hann keypti sér hús fyrir nokkrum árum. „Já, ég er búinn að vera á ferðinni síðan 1959 og hef ég á þessum tfma farið viða um og séð ýmislegt, og hef hjólað sam- tals rúmlega hálfa milljón kíló- metra. Til þess hef ég orðið að endurnýja hjólakostinn og hef ég átt 10 reiðhjól og er þetta það ellefta. Þau hafa þó ekki öll verið notuð svo mikið, því fimm sinnum hefur verið stolið af mér hjóli og hef ég margoft orðið fyrir margskonar þjófn- uðum,“ segir Walter Stolle. Hann segist hafa orðið fyrir því í 231 skipti að einhverju hafi verið stolið af sér, svo það er ekki á allt kosið á þessum ferðalögum hans og hann nefndi einnig að hann hefði Walter Stolle. verið rændur nokkrum sinnum og nokkrum sinnum ráðizt á hann, einnig hefur hann lent f slysum fjórum sinnum. Hvaða lönd hefur þér lfkað bezt við af þeim sem þú hefur komið til? „Það eru til dæmis Nýja- Sjáland, Bólivía, Chile og Thailand, sem ég tel til betri flokksins, en mér hefur ekki líkað mjög vel við Líberíu, Ástralfu, íran, Venesúela, svo ég nefni dæmi að aðalástæðan fyrir þessu er fólkið í löndun- um, það er fyrst og fremst fólk- ið, sem veldur því, að ég skipti löndunum svona í hópa.“ Hvað hefurðu komið til margra landa? „Þau eru orðin 157 alls og í öllum heimsálfum, svo það eru ekki mjög mörg eftir. Ég hef unnið fyrir mér með því að halda fyrirlestra í skólum og sýna skuggamyndir af ferðum mínum og nú í sfðustu viku sýndi ég myndir í skóla í Vest- mannaeyjum þegar ég var þar á ferð. í Vestmannaeyjum gat ég hjólað alls um 80 km um þvera og endilanga eyjuna og ég skoð- aði eldfjallið, eri ekki hef ég verið svo heppinn að sjá eldgos ennþá.“ Walter Stolle hefur haldið alls um 2700 fyrirlestra í þeim löndum, sem hann hefur ferð- azt til og hann ætlar að vera hér á landi eitthvað fram yfir helg- ina, svo þeir sem vilja fá hann til fyrirlestrahalds í skólum eða annars staðar geta sett sig í samband við hann þar sem hann býr á Farfuglaheimilinu á Laufásvegi í Reykjavík. Tungumál eru ekkert vanda- mál á þessum fyrirlestrum seg- ir Walter Stolle. Hann talar sjálfur ensku, spænsku, frönsku, portúgölsku, þýzku, hollenzku og afríkana og hann sagði, að t.d. í Japan í mjög litlum þorpum jafnvel, þar væri alltaf að finna einhvern sem gæti skilið og talað ensku og túlkað hann. Þetta fannst honum mjög merkilegt að finna og það jafnvel í þorpum þar sem ekki bjuggu meira en nokkur hundruð manns. Héðan fer Stolle til Luxem- borgar og nú ætlar hann að fara að ljúka ferðalagi sínu. Eins og fyrr sagði á hann hús á Spáni, nánar tiltekið á Costa Blanca, sem margir Islendingar munu kannast við. Ekki sagðist Stolle þó hafa séð íslendinga þar, en Walter Stolle við reiðhjól sitt. Hann hefur lfmt á það fána allra þeirra landa er hann hefur komið til. bæði Norðmenn og Svia. Húsið heitir Las Marinas í bænum Denia og þar sem hann hefur svo lítið verið heima undanfar- ið hefur hann leigt það út og hyggst hann halda þvi áfram eftir- að heim kemur. Hann seg- ir að það kosti mjög lítið yfir vetrarmánuðina, en hann geti leigt dýrár á sumrin, en Denia er mikill ferðamannabær. tbúar eru um 20.000 en verða nálægt eitthundrað þúsund á sumrin. Walter Stolle sagðist snúa sér að því þegar heim kæmi að standa fyrir að leigja íbúðir út til ferðamanna og hann sagðist einnig vera með í smíðum handrit að bók um öll þessi ferðalög. Verzlunarhúsnæði til sölu Við Háaleitisbraut 68 höfum við til sölu 600 ferm. verzlunarhúsnæði auk 500 ferm. í kjallara. Húsnæðið er tilbúið til afhendingar (tilbúið undir tréverk). Við Síðumúla 37 höfum við til sölu verzlunar- og skrifstofuhúsnæði 865 ferm. Selst tilbúið undir tréverk og málningu. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. BREIÐHOLT hf Lágmúla 9 sími81550.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.