Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 Gífurleg spenna ^ u 1 f í síoustu unuerð ÞEGAR 15. og síðasta um- ferð Reykjavíkurskák- mótsins hófst í gærkvöldi höfðu fjórir stórmeistarar enn fræðilegan möguleika á sigri, og ekki var útilokað að þeir yrðu allir jafnir og efstir. Athygli áhorfenda beindist fyrst og fremst að skákum þeirra fjórmenn- inganna, en allir áttu þeir í höggi við sér „minni menn“, ef svo má að orði kveða. Najdorf, sem hafði minnsta sigurmöguleika þessara fjögurra, tefldi við Gunnar Gunnarsson og hafði hvítt. Er þar skemmst frá að segja, að Najdorf tefldi stíft til sóknar, fórnaði skiptamun og tókst að rífa upp kóngs- stöðu Gunnars. Gunnar varðist af hörku, en allt kom fyrir ekki, hann féll á tíma og var þá óverjandi mát í næsta leik. Friðrik átti í höggi við Inga R. Friðrik beitti byrjun, sem Bent Larsen hefur oft notað með góð- um árangri: 1. e4 — e5, 2. Bc4 og greindi menn nokkuð á um hvað nefna a-tti byrjunina. Sumir sögðu kóngsbiskupsleikur, aðrir Vínartafl, en Sigurður útvarps- maður Sigurðsson hélt fram nafn- inu ítalski leikurinn, og voru fleiri á þeirri skoðun. Að lokum fékkst þó sá Salómonsdömur upp- kveðinn, að öll væru nöfnin jafn- rétt unz séð yrði hvernig skákin tefldist. Lengst af var staða þeirra Friðriks og Inga mjög í jafnvægi og eyddu báðir miklum tima. Friðrik notaði 2 klst. á fyrstu 10 leikina og Ingi litlu minna. Þetta hlaut að leiða til tímahraks, og það lét ekki á sér standa. Síðustu tíu leikirnir voru leiknir á 2 min- útum og urðu þá mikil uppskipti. Þegar skákin fór í bið var staðan þessi: Svart: Ingi Hvítur iék biðleik. Önnur skák, sem varð feiki- spennandi, var mílli þeirra Tukmakovs og Helga Ólafssonar. Helgi tefldi skákina mjög vel, og þegar tímahrakið nálgaðist sá Rússinn ekki aðra leið vænlegri en að fórna manni. Helgi tók þessu boði og eftir miklar tíma- hrakssviptingar fór skákin í bið í þessari stöðu: Svart: Itelgi [ fljsl m .■ ■* il % Jlll II fl 1 "jjp mB. ■■ Hll iBa mf jpl MZ Hvítt: Tukmakov Hvítur lék biðleik. ' Og þá er komið að þætti Timm- ans. Þrátt fyrir tvö töp í röð um mitt mót var hollenzki stór- meistarinn búinn að ehdurheimta efsta sætið, hafði 10,5 v. fyrir umferðina. Sigur í síðustu umferð hefði sem sagt tryggt honum efsta sæti. Hann átti í höggi við Vukeevic, sem hefur teflt langt undir getu í þessu móti og bjugg- ust flestir við næsta öruggum sigri Timmans. En taugarnar hafa kannski ekki verið alveg í lagi hjá hollenzka stórmeistaranum. Hann tefldi „passivt" og náði Vukcevic frumkvæðinu snemma i skákinni. Kannski hefur Timman ætlað að láta andstæðinginn sprengja sig, en Vukeevic gætti hófs og þegar hann komst ekki lengra með sókn- ina tók hann þann kost að þrá- leika. Skákin fer hér á eftir: Hvftt: J. H. Timraan Svart: M.R.Vukceic Kóngsindversk vörn l.d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. g3 — Bg7, 4. Bg2 —0—0, 5. Rf3 — d6, 6. 0—0 Rc6,7. d5 — Ra5, 8. Rfd2 — c5, 9. Rc3 — e5, 10. a3 — b6, 11. b4 — Rb7, 12. Rb3 — Re8, 13. Bb2 — f5, 14. e3 — Rf6, 15. b5 — h5, 16. a4 — h4, 17. a5 — bxa5, 18. Dd2 — a6, 19. Ha2 — hxg3, 20. hxg3 — Bh6, 21. Hfal — Rg4, 22. bxa6 — Hxa6, 23. Re2 — Db6, 24. Rxa5 — Rxa5, 25. Hxa5 — Hxa5, 26. Hxa5 — Ba6, 27. Ha4 — Hb8, 28. Bc3 — Bc8, 29. Ha 1 — Db3, 30. Bfl — Db7, 31. Ha2 — Dh7, 32. f4 — Bg7, 33. Rcl — exf4, 34. exf4 — Bxc3, 35. Dxc3 — Dg7, 36. Re2 — Db7, 37. Rcl — Dg7 jafntefli. Hinn Bandaríkjamaðurinn, S. Matera, sigraði Hauk Angantýs- son í eftirfarandi skák og tryggði sér þar með titilinn alþjóðlegur meistari: Hvítt: Matera Svart: Haukur Angantýsson. Kóngsindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — c5, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. Rc3 — g6, 7. Bf4 — Bg7, 8. Da4 — — Bd7, 9. Db3 — Dc7, 10. e4 — 0—0, 11. e5 — dxe5, 12. Bxe5 — He8, 13. Be2 — c4, 14. Bxc7 — cxb3, 15. Rc5 — Bf5, 16. axb3 — Re4, 17. f4 — Rxc3, 18. bxc3 — f6, 19. Rf3 — Bd3, 20. Rd4 — Ra6, 21. Hxe4 — Bxe4, 22. c4 — f5, 23. Re6 — Hxe6, 24. dxe6 — He8, 25. Kd2 — Hxe6, 26. Bf3 — He7, 27. Bd5 — Kh8, 28. Bd6 — Hd7, 29. Hel — h5, 30. He8 — Kh7, 31. c5 — Bf6, 32. Bg8 — Kg7, 33. Bc6 — Hd8, 34. Hxd8 — Bxd8, 35. Bc8 — Be5, 36. Ke2 — Bb4, 37. Be5 — Kf7, 38. c6 — gefið. Guðmundur Sigurjónsson hafði hvítt gegn Margeiri og náði betri stöðu í byrjun eftir ónákvæmni Margeirs. Guðmundur vann úr framhaldinu af öryggi og vann laglega. Björn Þorsteinsson hafði allan timann betri stöðu gegn Wester- inen og þegar skákin fór í bið virtist hann eiga allnokkra vinn- ingsmöguleika. Og þá er loks að geta skákar þeirra Antoshin og Keene, en þar hafði Englendingurinn þægilegri stöðu á tímabili, en sovézki stór- meistarinn tefldi af öryggi og hélt jafnteflinu örugglega. Biðskákir verða tefldar í dag og á morgun birtist úrslitaröðin hér i blaðinu. tfevkiurik / 2 3 V\ 6 7 $ 9 /7 Æl U /1 /y íf ÍA /tHH tfffV 1 Helgi ölafsson X % Wz 0 O 'h 0 % o\o 0 'k •k 7 Gumnar Gunnarsson 'k X 0 0 O 0 / Q 0 V 0 'O <k 0 0 0 X 3 Ingi R. JóhanHsson 'h- 1 X 1 0 ‘h. 'lz % 'h l 0 'k 0 / 1 y Margeir Pétursson 'h\ 1 0 D 0 O 'h 1 1 0 ‘k 0 0 •k s f M. R. Vukcevic 'h l 1 l X [(z 0 0 0 0 'k 0 •k\'k 0 'k é i 6 H. Westerinen I 1 'h / 'h X 'lt ‘k 'k 0 'lz 0 ‘k ‘k 1 7 R. D. Keene I 0 ‘lz 1 I •lt X lk 1 0 'h 0 ‘h ‘k 1 fi S. Matera ‘Iz 1 7z 'h 1 l(l 'lz X 'k 1 O ‘k 0 0 0 / r/z 9 V. S. Antoshin 1 1 'h 0 I 'k % X 'k ‘k 'k iz 7? 'k 1 /c Björn Þorsteinsson 'lz l 0 0 l 0 0 '/z X 'k 0 0 ‘k 0 0 // J. H. Timman l 1 t H %\ 1 1 ) 'k 7z X 1 •k 0 0 l // u Guðm. Sigurjónsson 1 t 'A 1 1 'h ‘k ‘h 'h / 0 X 'k 0 'k 'k 9 /J Friðrik Ölafsson L % 'lz 'h 1 1 1 'k 1 ‘k ‘k X / íz ‘k ti Miguel Najdorf 'ft 1 / 1 </z ‘U ‘Iz 1 'k ‘k 1 ) 0 X 'h. / H /s V. Tukmakov l 0 í / 'íz {k 1 'k 1 / lk Íz VÍL X / ÍL Haukur Angantýsson 'k, / 0 •Jz •/2. 0 0 0 0 1 0 'k Á 0 0 X Reykjavíkurskákmótið: Enn ekki ljóst hver ber sigur úr býtum Margeir Pétursson (t.v.) og Helgi Ólafsson hafa teflt sæmilega i mótinu sem nú er að Ijúka. Margeir hefur m.a. lagt að velli stórmeist- arann Antoshin, og Helgi á betri stöðu í biðskák við stórmeistarann Tukmakov. Vinní Helgi þá verður Tukmakov af fyrsta sætinu f mótinu. LOFT var lævi blandið í Hagaskólanum f gærkvöldi þegar þeir Friðrik og Ingi R. léku síðustu mínúturn- ar. Þegar um 1 klst. var eftir af taflinu höfðu þeir kapparnir aðeins leikið um 12 leiki. Var þá Friðrik bú- inn að nota meiri tfma en Ingi, og menn jafnvel farn- ir að spá þvf að hann félli á tíma því mikið var eftir óteflt af skákinni. En Frið- rik tókst að jafna tímamet- in, og síðustu mfnúturnar buðu upp á mikinn darr- aðardans þar sem keppzt var um að ná 40 leikjum. Þegar aðeins einn leikur var eftir var Friðrik með nokkurra sekúndna for- skot, en það skipti ekki máli þvf skákin fór f bið. Virtist sem Ingi vildi ekki Gamla kempan Miguel Najdorf hefur þótt sýna mikla sniiii á þessu Reykjavfkurmóti, en hann er nú sem stendur f 2. sæti. Najdorf er orðinn 66 ára og segja sérfræðingarnir að svo virðist sem honum fari fram með aldrin- um. þiggja jafntefli, en Friðrik þráskákaði f sfðustu leikj- um fyrir bið. Að vonum voru menn ekki á einu máli um hvernig biðstaðan væri, en þó virtust flestir hallast að þvi að um jafntefli væri að ræða. Þvf hélt fram m.a. Jón Þor- steinsson fyrrum Norðurlanda- mcistari f skák, en hann hafði með skákskýringar að gera f gær- kvöldi. Jón tjáði okkur einnig að Helgi Ólafsson væri með miklu betri stöðu f biðskák sinrii við Tukma- kov, en ef Helgi vinnur þá skák þarf Friðrik ekki nema jafntefli til að deila 2. og 3. verðlaununum með Najdorf, en gamla kempan vann Gunnar f gær. Vinni hins vegar Friðrik Inga þá mun hann deila 1. og 2. verðlaununum með Timman. Það gerðist merkast f gærkvöldi að Bandaríkjamaður- inn Matera vann sér titii alþjóða- meistara með því að hljóta 7.5 vinninga f mótinu. Biðskákir verða tefidar f dag, og þá mun fást úr þvf skorið hvernig úrslitaröðin verður. Stað- an er nú þessi: 1. Timman, 11, 2. Najdorf, 10.5, 3.-4. Friðrik, Tukmakov, 10 + biðskák, 5. Guð- mundur, 9, 6. Antoshin, 8.5 + bið., 7.—9. Ingi, Keene, Westerinen, 8 + bið., 10. Matera, 7.5, 11. Vuckevic, 6, 12. Margeir, 5, 13. Haukur, 4.5, 14.—15. Björn, Helgi, 4 + bið., 16. Gunnar, 2. MÓTAVIÐUR SÉRLEGA HAGSTÆTT VERÐ áR TIMBURVERZLUNIN VÖIUNDUR hf. Klapparstig 1. Skeifan 19. Simar 18430 — 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.