Morgunblaðið - 15.09.1976, Page 19

Morgunblaðið - 15.09.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 19 viö gluggann eftirsr Arelius Nielsson Fórnir á altari reykgyðjunnar Margt hefur breytzt til hins betra á íslandi fyrir drykkju- sjúklinga hinn síðasta áratug. Það virðist undralangt síðan gamall ryðkláfur, sem einu sinni var togari, var eina at- hvarfið vestur á Granda. Það var, Vernd sem átti upphafið að úrbótum. Nú er komin aukaaðstoð á Kleppi fyrir alkóhólista, göngu- deild og ráðleggingarstöð á Flókagötunni, ffna hælið á Vífilsstöðum, gistiheimili og dagstofa drykkjusjúkra I Þing- holtsstræti, dvalarheimili drykkjukvenna við Amtmanns- stig, að ógleymdum þessum dvalarheimilum sem áður voru komin I Gunnarsholti og Víði- nesi og Samhjálp I Hlaðgerðar- koti. Þetta er stórkostleg upptalning, dýr I framkvæmd og þvl miður oft árangurslltil til langvarandi hjálpar. Drykkjusýki er hryllilegur sjúkdómur, sem leggst bæði á líkama og sál einstaklinga og umhverfi þeirra, aðstandendur og fjölskyldur og eirir engu unz uppetið er. Samt er það nú svo, að enn skortir þá aðstöðu, sem I daglegu tali hefur verið nefnd afvötnunarstöð, nokkurs konar skyndihjálp, sem getur bjargað miklu ef vel er að unnið og aðstoðar leitað I tæka tlð. Segja má að engir tveir séu eins og sitt henti hverjum. Þetta gildir ekki einungis um einstaklinga, heldur jafnvel heilar þjóðir. Drykkjuvenjur Islendinga og Finna líkjast mest, að minnsta kosti hið ytra. Ráfandi alkóhólistar, iðjulausir og at- hvarfslausir um götur og torg. Þótt ekki skildi ég orð I máli fólksins I Helsingfors, fannst mér samt ótrúlega kunnuglegt um að litast I almennings- görðum við Mannerheimgötu og Alexanderstræti miðborgar- innar. Innan um prúðbúið fólk og nýtízkusvip þessarar verðandi stórborgar reikuðu hvarvetna menn og konur líkt og nýböðuð uppúr forarvilpu, ráðþrota og slagandi líkt og hér á Lækjar- torgi og við Austurvöll. Okkur þingfólki frá mörgum löndum austan hafs og vestan Epyptar reyna sættir Kairó 14. sept. Reuter. NTB. EGYPTAR hafa enn á ný gert tilraun til að draga úr átökunum milli hinna strfðandi afla f Lfban- on, að lfkindum að beiðni og eftir þrýsting PLO. Forsætisráðherra Lfbanons, Rashid Karami, sem hefur samúð með málstað Palest- fnumanna, átti f dag fund með Sadat forseta Egyptalands og öðr- um háttsettum forystumönnum. Sfðar kom svo Pierre Gemayel, leiðtogí falangista, til Kairó og gekk á fund Sadats. I aðalstöðvum Arababandalags- ins var I dag kunngert að þjóð- höfðingjar Arabarfkjanna hefðu verið I vaddir til toppfundar I Kairó þann 18. október n.k. og verður umræðuefnið væntanlega aðeins eitt: ástandið I Lfbanon. fannst mikilsvirði að vita hvað helzt væri gert til varnar þeim voða, sem þarna lægi að baki. Svörin urðu mörg i fram- kvæmdum svipuðum þeim sem orðið haf a hér á landi. Og okkur voru sýnd nokkur hæli, eitt fyrir tvö til þrjú hundruð sjúklinga. En á einu var þar mikill munur eða hér, sem auð- vitað var eftirtektarvert. Þar var vægast sagt enginn fburður og óhóf I verki. Allt I þessu stóra, lága húsi I útjaðri borgarinnar líktist fremur því sem við erum vön eftir frásögnum að hugsa okkur I fangabúðum eða á hermanna- skálum. Kaldir, litlausir veggir, lágir trébekkir við langborð I matsal , flet með teppum af ódýrustu gerð I svefnher- bergjum. Allt virtist miðað við fjöldann en ekki ein- staklinginn. Hvar eru vistmenn núna. spurði einhver á sænsku. Enginn sást þarna um miðjan dag. Uti I sveit að vinna var svarið. Hér mætti gjarnan staldra við. Eru hér ekki aðrar öfgarnar að verki I aðbúnaði og tilætlun eða tilætlunarleysi? Hvernig er árangurinn af dvöl á þessari stofnun? var spurt. „Hefur ekki verið rannsakað enn, þetta er allt I mótun." Ekki betra en heima, hugsaði ég. Og þó, ýmislegt mátti af þessu læra, fburðarlaust, starfs- fólki stillt i hóf og nóg verkefni handa vistmönnum. En ein stofnun I Helsingfors fannst mér bera af til eftir- breytni á þessu sviði: Það var A-klinikstiftelsen Hoplaxvági 14 A 7, sem mætti nefna á fslenzku Afvötnunarstofnunin fyrir alkóhólista. Þessi stofnun byggir fyrst og fremst á því að ekki hæfi öllum hið sama. Drykkjumenn sem eru nú f sambandi við þá breytingu í hugsunarhætti, að vera nú taldir sjúklingar en ekki af- hrök, nefndir alkóhólistar með lánsorði úr latfnu og þykir ffnt, eru nefnilega eins olíkir og þeir eru margir. Eitt má þó fullyrða: Sigur alkóhólistans og aðstoðin við hann byggist á traustu sam- starfi, skilningi og þolgæði. A-klinikstiftelsen á Hopláx- vegi í Helsingfors er varðstöð til athugunar. Þar er alltaf hægt að leita ásjár. Þangað geta þeir komið af frjálsum vilja, sem viðurkenna umkomuleysi sitt og ístöðuleysi. Þar byggist allt á samstarfi 'og einlægri samábyrgð samúðarrfkra sálna. Oft eru vandamál ofdrykkju- manns byrðar heillar fjöl- skyldu eða afleið'ug í því völ- undarhúsi. Þar er endalaus vítahringur ser, verður að rjúfa. Það getur þvf verið alveg nauðsynlegt að öll fjölskyldan komi til viðtals eða sé heimsótt til athugunar. Egypzk blöð gefa og til kynna að mjög sé nú unnið bak við tjöld- in í ýmsum Arabalöndum að lausnar deilunni, þar sem Egypt- ar láti ekki sitt eftir liggja. Vest- rænir sérfræðingar lfta svo á að frumkvæði Egypta nú miði fyrst og fremst að því að koma á jafn- vægi í afstöðunni til Sýrlendinga sem má segja að séu nú i eins konar forystuhlutverki f Araba- löndum. SÞ frestar að ræða umsókn Víetnams New York 14. sept. Ntb. Reuter. FULLTRtJAR í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna urðu ásáttir um það að loknum einkafundum f dag að fresta þvf að taka til um- fjöllunar umsókn Vletnams að Sameinuðu þjóðunum. Banda- rfska stjórnin hafði tilkvnnt að hún myndi beita neitunarvaldi til að koma I veg fyrir að landið fengi aðild að samtökunum. Ford, Bandarikjaforseti, tjáði Scranton, aðalfulltrúa Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, að ef Vfetnamar héldu því til streitu að gefa engar upplýsingar um afdrif 795 Bandaríkjamanna sem saknað er eftir styrjöldina, yrði neitunarvaldi beitt gegn að- ild þar sem sýnt væri að engin breyting til batnaðar hefði á orð- ið. Tillaga um frestun á umræðum um málið kom frá fulltrúa Frakk- lands, Jacues Lecompte, og sagði hann að fulltrúar Frakka og Víet- nama hefðu rætt málið. Þá segir í fréttum að Vfetnamar sætti sig vel við að umsókn þeirra verði ekki tekin fyrir að svo stöddu. Er ákveðið að bfða fram í nóvember með að ræða málið. Áreiðanlegar heimiidir sögðu að með þessari frestun vonuðust ýmsir fulltrúar til að Bandaríkin yrðu þá komin á aðra skoðun, þ.e. eftir að úrslit í forsetakosningun- um 2. nóvember lægju ljós fyrir. Bandarfkin eru eina landið f Öryggisráðinu sem vitað er til að sé á móti upptöku Víetnams I Sameinuðu þjóðirnar. Carlos í Bagdad? Belgrad 14. sept. Reuter. TVEIR vestfænir diplómatar telja að þeir hafi séð sex skæruliða þar á meðal Carlos Martines — sem leitað hefur verið um vfða veröld fyrir hryðjuverk — fara frá Belgrad til Bagdad sl. föstudag. Frá þessu greindu diplómatískar heimildir f dag og þar sagði að orð hefðu borizt um að Carlos væri væntanlegur og hann hefði komið frá Alsír fyrir viku. Þá var hann með vestur- þýzka skæruliðanum Hans Joachim Klein, fjórum Palestfnuskæruliðum og ónafngreindum kvenmanni. Talsmaður júgóslavnesku stjórnarinnar hefur ekki stað- fest þetta en frétt diplómat- anna er studd fréttum frá vest- ur-þýzkum leyniþjónustu- mönnum sem höfðu eftir frönskum embættismönnum að grunur léki á því að Carlos væri kominn til Bagdad. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur / uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með |V sítrónukeim - % 1.1 hin ferska Íi! . orka. • CITRON OPVASK Bologisk nedbrydeligl Á AJAX er fljótvirkt ferskt sem sítróna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.