Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 Skeiðará enn í sumarfarvegi VlSINDAMENN, starfsmenn Vegagerðarinnar og vatnamæl- inga búa sig nú af krafti undir Skeiðarárhlaup það sem er að hefjast og er Sigurjón Rist, vatna- mælingamaður, þegar kominn til starfa austur við Skeiðará. Hægur vöxtur er enn f ánni og er ekki gert ráð fyrir að hún vaxi veru- lega fyrr en eftir næstu helgi ef höfð eru í huga sfðustu hlaup. Einar Hafliðason, verkfræðing- ur hjá Vegagerð ríkisins, tjáði Snemmkynnt framboð Morgunblaðinu í gær, að maður frá Vegagerðinni væri á staðnum og flytti fréttir daglega. Starfs- menn Vegagerðarinnar fylgdust með þessu hlaupi og þegar yxi verulega i ánni færu menn austur til rannsókna og vinnu, en þó væri ekki búizt við að áin græfi veginn í sundur að þessu sinni, en Utilokað væri að spá nokkru. Þá sagði Einar að Skeiðará rynni nU á 350 metra svæði undir brUnni, en alls er brúin 900 metr- ar á lengd. í síðasta Skeiðarárhlaupi árið 1972 mældist rennsli í Skeiðará mest um 5.700 sekúndulítrar, og um 2000 lítrar í Gígju. Mesta sum- arrennsli í ánni er hins vegar ekki nema um 200 sekúndulítrar. Ragnar Stefánsson, þjóðgarðs- Á leið í skólann á góðviðrisdegi. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. Finnur Torfi Ólafsson. Kjördæmisráð Norðurlands- kjördæmis vestra hefur tilnefnt Finn Torfa Ólafsson lögfræðing í Reykjavík efsta mann á lista Al- þýðuflokksins í kjördæminu fyrir næstu kosningar, sem væntanlega verða árið 1978. Síðasti frambjóð- andi Alþýðuflokksins í þessu sæti var Pétur Pétursson. Ekki er enn ákveðið með aðra frambjóðendur flokksins i kjördæminu. Afleiðing rangrar gjaldskrárstefnu: 15% hærra raforkuverð en annars hefði orðið AFLEIÐING rangrar stefnu I gjaldskrármálum Rafmagnsveitu Reykjavlkur undanfarin ár er að rafmagnsveró er 14 til 15% hærra en annars hefði orðið á árinu 1976. A árinu 1975 heföi raf- magnsverð getað verið 6,5% lægra en það var, ef röng stefna hefði ekki verið við lýði. Þetta kemur fram I ársskýrslu Raf- magnsveitu Reykjavíkur, sem ný- Heildaraflinn 40 þús. lestum minni en í fyrra HEILDARAFLI landsmanna var 40.823 lestum minni fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við sama tlma I fyrra. Að þessu sinni reyndist aflinn vera 758.329 lestir en I fyrra 799.152 lestir. 1 skýrslu Fiskifélags Islands segir, að þorskafli báta sé nú 193.958 lestir á móti 198.036 lest- um í fyrra og er það minnkun sem nemur á fimmta þús. lestum. Bátaafli á svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms er nú 141.573 lestir á móti 142.607 lestum, á Vestfjörðum er hann 25.601 lest en var 25.031 lest, á Norðurlandi er hann 13.276 lestir en var 17.072 lestir og á Austfjörðum er hann 12.921 lest á móti 12.889 lestum. Hjá bátum hefur mest minnkun orðið á Norðurlandi en aukning á Vestfjörðum og Austfjörðum. Um togaraaflann er það að segja, að afli skuttogara er nú 131.451 lest á móti 119.770 lestum, sem er nokkur aukning, sem staf- ar m.a. af fjölgun togara á þessu ári. Afli siðutogara er nú 4.900 lestir á móti röskum 7000 lestum í fyrra. Sílaraflinn nemur nU samtals 2.265 lestum, en var 8.698 lestir á sama tíma í fyrra. Loðnuaflinn er nU 406.276 lestir á móti 456.900 lestum. Rækjuaflinn er 4.165 Framhald á bls. 18 lega er komin út yfir árið 1975. Þrjú erlend lán voru tekin á árinu 1975, 342 milljón króna lán hjá Scandinavian Bank og Royal bank of Scotland, 102,6 milljón króna lán, sem er hluti Raf- magnsveitunnar af erlendu skuldabréfaláni Reykjavikur- borgar, en það lán var notað til þess að greiða upp bráðabirgða- lán, sem tekið var hjá ASEA I Svíþjóð að upphæð 70 milljón krónur vegna byggingar spenni- stöðvar við Korpu. Rekstrarjöfnuður ársins 1975 var 493,4 milljónir króna og höfðu þá verið afskrifaðar 79,8 milljónir króna. Þess ber þó að gæta að gengistap af erlendum skuldum fyrritækisins var á árinu um 408 milljónir króna, en þar voru færðar til gjalda 27,2 milljónir króna eða sem svaraði gengistapi af afborgunum og skuldum, en á árinu 1974 var allt gengistap af erlendum skuldum fært til gjalda. Hefði gengistapið verið fært til gjalda að fullu á árinu 1975, hefði rekstrarjöfnuður lækkað i 112,3 milljónir króna. Er af þessu aug- ljóst, hve hættulegar erlendar skuldir fyrirtækisins eru afkomu þess, og augljóst er, að ekki verð- ur haldið lengra á þeirri braut að taka erlend lán til þess að mæta greiðsluhalla I rekstri, enda er áhrifa þeirra á gjaldskrá Raf- magnsveitunnar nU farið að gæta að marki — segir i skýrslunni. Síðan segir i skýrslu Rafmagns- veitunnar: „..., að afleiðing rangr- ar stefnu i gjaldskrármálum und- anfarin ár er annars vegar 1.000 kr. aukinn skuldabaggi fyrirtæk- isins, og hins vegar, að raforku- verð hefði á árinu 1975 getað ver- ið 6,5% lægra en það var. Enn- fremur má geta þess að rafmagns- verð árið 1976 er 14—15% hærra en annars hefði orðið.“ Þórshöfn: Fullvinna rækjuna um borð „Miklu betra hljóð í mannskapnum með nýjum atvinnutækjum” — segir sveitarstjórinn „Það er ágætt hljóðið I okkur, sól og bllða og yfir 20 stiga hiti“, sagði Bjarni Aðalgeirsson sveitar- stjóri á Þórshöfn þegar Morgun- blaðið rabbaði við hann I gær um ástand atvinnumála I bænum. „Þetta hefur breyzt geysilega frá þvf fyrrihluta ársins þegar allt upp I 50 manns voru hér atvinnu- lausir, en nú er hér svo til úrtaks- Iftil vinna I frystihúsinu. Nýi skuttogarinn Fontur er nú búinn að landa hér um 250 tonnum og I gær landaði hann um 90 tonnum úr Vfkurálnum og það er allt unnið I nýja frystihúsinu sem var tekið formlega I notkun I ágúst- mánuði. Þá er verið að setja vinnslutæki um borð í rækjubátinn Langanes. Það er nýr 100 tonna bátur sem var smíðaður á Seyðisfirði I sum- ar, en Þórshafnarmenn ætla að gera hann Ut á djUpmið á rækju við Kolbeinsey. Verður aflinn fullunninn um borð, rækjan slit- in, soðin og fryst. Þá er þokkalegur afli hjá þrem- ur heimabátum sem stunda snur- voð hér rétt við bæjardyrnar, en fremur hefur verið tregt hjá smá- bátum upp á síðkastið. NU vinna um 70 manns í fiski hjá okkur og það er því miklu léttara hljóðið í okkur en fyrr á árinu þegar atvinnutæki vantaði hér og mikið atvinnuleysi ríkti. Þetta er allt annað, hvernig svo sem ganga mun að láta þessa miklu fjárfestingu rUlla“. Norðursjórinn: Meðalverðið fyrir síldina nær helmingi hærra en í fyrra íslenzku sfldveiðiskipin höfðu i lok sfðustu viku í meðalverð, þannig að sfldarverðið virðist fara selt alls 2.998.1 lest af sfld f hækkandi í Danmörku NBC-sjónvarpsstöðin gerir heimildamynd um glæpi á Islandi HÉR á landi er nú staddur 5 manna flokkur frá bandarlsku NBC-sjónvarpsstöðinni og er ætlun flokksins að gera hér heimilda- mynd um glæpi og ofbeldi á Islandi. Fyrirliði hópsins er fréttakon- an Ene Riisna, og ræddi Mbl. stuttlega við hana I gær. Sagði hú að þessi heimildamynd yrði þriggja klukkustunda löng og yrði hún sýnd f heilu lagi I Bandarfkjunum I janúar n.k. Mynd þessi á fyrst og fremst að fjalla um ofbeldi f Banda- rfkjunum, ástæðurnar fyrir auknu ofbeldi og hvað til úr- bóta sé en hvers konar ofbeldis- verk hafa aukizt þar hröðum skrefum og meira en annars staðar f heiminum. A árunum 1968—1973 jukust t.d. morð um 42% í Bandarfkjunum. Að sögn Ene Riisna var síðan ætlunin að flétta inn myndum frá þjóðfélagi, þar sem of- beldisverk væru f lágmarki og morð fátfð. Varð ísland fyrir valinu. En þegar Ene Riisna kon hingað til lands til að kynna sér ástand þessarra mála komst hún brátt að raun um að ástandið var ekki eins og hún bjóst við, heldur hafði tíðni morða og hvers kyns ofbeldis- verka aukizt hröðum skrefum hér hin síðustu ár. Þótti henni þessi þróun íhugunarverð og ákvað að taka hluta myndarinn- ar hér, jafnvel þótt forsendurn- Ene Riisna. ar væru ekki þær sömu og í upphafi. Byrjar hún myndatök- una í dag og mun mynda fram að næstu helgi. Verður fléttað inn viðtölum við ýmsa þá, sem vinna að dómsmálum hér á landi. Auk Islands verður flétt- að inn í þessa heimildamynd myndum frá Hollandi. Framhald á bls. 18 Danmörku frá 24. maí s.l. fyrir alls 209.269.028 kr. Á sama tíma í fyrra höfðu skipin selt 9.162.6 lestir fyrir 351.682.765 kr. Þá var meðalverðið kr. 38.26 pr. kg. en er nú kr. 69.80 pr. kfló eða allt að því helm- ingi hærra. t sfðustu viku seldu skipin 671 lest fyrir 46.3 millj. kr. og var með- alverðið kr. 69.65, en þá seldu skipin 10 sinnum. Söluhæsta skipið f vikunni var Helga Guðmundsdóttir BA, sem seldi 103 lestir fyrir 6.5 millj. kr. og var meðalverð pr. kg 63.32. Hæsta meðalverði vikunn- ar náði fsleifur VE, kr. 72.19, en skipið seldi 44.3 lestir fyrir 3.2 millj. króna. Fjögur sfldveiðiskip seldu afla sinn í Danmörku í gær og fengu öll yfir 75 krónur þessa dagana. Hrafn GK seldi 58.4 lestir fyrir 4.4 mlj kr., meðalverð kr 76.09, Jón Finnsson GK seldi 78.1 lest fyrir 5.8 millj. kr., meðalverð kr. 75.20, Magnús NK seldi 75.4 lestir fyrir 5.7. millj. kr, meðalverð kr. 75.77 og Isleifur VE seldi 56.3 lestir fyrir 4.2 millj. kr., meðal- verðið var kr. 75.88. Krafla: 7. og 8. hol- an í borun VIÐ höfðum samband við bor- menn á Kröflu I gær, en þeir kváðust vera um hálfan mánuð á undan áætlun með borun á þeim 10 holum sem ákveðið er að bora þar. Þeir eru nú að bora 7. og 8. holuna og er 7. holan orðin um 1400 metra djúp, en hún á að verða liðlega 2000 metra djúp og hola 8 er orðin 750 metra djúp en verð- ur um 1600 metra djúp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.