Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 15 AP-mynd BAÐSTRANDARTÍZKA — Sýningarstúlkur á tízkusýningu ( Perth ( ÁstraKu nýlega áttu athygli viðstaddra óskerta er þær sýndu nýjustu baðstrandartizkuna. Við mikinn fögnuð viðstaddra sviptu þær af sér slám sfnum og flögguðu þessum litlu ffnlegu fataleysum. Ættingjar látinna streyma til Zagreb Zagreb 14. september — Reuter Aukinn áhugi og umsvif á Svalbarða á næstunni ÁHUGI manna á Svalbarða, þessari fjarlægu eyju við jaðar Ishafsins, hefur skyndilega far- ið vaxandi bæði í Noregi og öðrum löndum, og hyggja Norð- menn á verulega aukin umsvif þar fyrir árið 1980. Svalbarða- eyjarnar vöktu í eina tfð eink- um áhuga hvalveiðimanna, sel- veiðimanna og annarra veiði- manna, en i dag byggist mikil- vægi þeirra fyrst og fremst á kolavinnslu. Det Store Norske Spitsbergen Kulkompagni. sem norska ríkið yfirtók nýlega, vinnur nú um það bil 430.000 tonn af kolum árlega úr þrem- ur námum í Longyearbæ á vest- urströnd Spitsbergen, helztu eyjunni í klasanum. Rússneskir námamenn eru einnig að störfum i tveimur námum i grenndinni. Dvöl þeirra þar byggir á einstæðu ákvæði í Svalbarðasáttmálan- um frá 1920 þar sem Norðmenn fá stjórn yfir eyjunum, en veit- ir borgurum 40 annarra rikja sama rétt til atvinnureksturs þar og Norðmenn hafa. Rúss- arnir á Svalbarða, sem eru um 2000 talsins, stjórna sér að mestu sjálfir þótt þeir falli und- ir norska lögsögu. Sovétríkin eru nú eina landið sem aðild átti að sáttmálanum og notfærir sér þau réttindi sem undir- skriftin veitir. Dvöl Sovét- manna á eynni hefur haft veru- leg áhrif á stefnu Norðmanna í málefnum Svalbarða. Sambúð- in er engu að siður almennt góð, þótt nokkrir árekstrar hafi orðið þar á undanförnum árum. MIKILVÆGI Dvöl Sovétmanna á Sval- barða á ekki siður rætur að rekja til hernaðarlegra sjónar- miða en efnahagslegra. Hafið milli Noregs og Svalbarða er helzta siglingaleið Norðurflota Sovétmanna inn á úthöfin og hin vaxandi uppbygging þessa flota hefur að sama skapi aukið mikilvægi þessa svæðis fyrir valdajafnva'gið i heiminum. Sáttmálinn kveður svo á um að engar herstöðvar skuli vera á Svalbarða og Norðmenn hafa haldið því fram að efling norskra yfirráða yfir Svalbarða sé bezta tryggingin sem allir aðilar geta fengið fyrir því að ástandið á sva'ðinu verði ekki spenntara. Olia er annar þáttur sem leitt hefur til aukins áhuga á Sval- barða. Tilraunaboranir hófust á miðjum síðasta áratug en árangur þeirra hefur hingað til verið dapurlega litill og sta'rstu oliufélögin hafa nánast alveg misst áhugann á eyjaklasanum, þótt enn sé nokkur starfsemi á þessu sviði þar. KOL Olian er því enn aðeins fjar- la'gur draunur, en kolin virðast ætla að leika aðalhlutverkið í framtið Svalbarða áfram. Menn hafa nú gert sér Ijóst að kola- námurnar í Longyearbænum eru að tæmast. Þótt kolafram- leiðslan i Longyearbæ sé ekki mikil á heimsmælikvarða er mikilvægi hennar fyrir járn- og stáliðnað Noregs umtalsvert. Store Norske hefurgert áætlun um að opna að nýju Sveakola- námuna sem yfirgefin var fyrir löngu, en hún er um 55 km suður af Longyearbæ við Van Meijenfjörð. Þar eru kolalögin allt að fimm metra þykk á sum um stöðum og má þvi nota meiri og betri vélar við vinnsl- una en unnt er i Longyearba', þar sem mikið fjölmenni vinn- ur við vinnslu þunnra kolalaga Fjárfesting i endurvirmslu gömlu námunnar yrði meir en milljarður norskra króna, en þriðjungur þeirrar upphæðar fa'ri í uppbyggingu fullkom inna bækistöðva fyrir náma menn, sem yrðu 1000 talsins. Ef tekst að fá samþykki fyrir að Framhald á bls. 18 Mikil spenna er í Baskahéruðunum Bilbao 14. september — NTB. Úrgangur var 16% ársaflans NORSKI fiskiðnaðurinn skilaði af sér 413.000 tonn af fiskúrgangi árið 1974, eða sem samsvarar 16% heildarársafla landsmanna. Þar af fór þriðjungur í dýra- eða fiski- fóður, öðrum þriðjungi var hent og afgangurinn týndist, að því er fram kemur f athugun tímaritsins Fiskets Gang. Beatrix til V- Þýzkalands Bonn 14. sept. Reuter. BEATRIX krónprinsessa Hollands og maður hennar, Claus prins, komu til Bonn í dag í hálfopinbera heim- sókn í boði Walter Scheel, forseta Vestur-Þýzkalands. Þau hjón munu meðal ann- ars hitta Helmut Schmidt, kanslara, og fara í heim- sókn í Háskólann í Bonn og fleiri stofnanir. Heim fara þau á fimmtudag. Beatrix prinsessa og fjöl- skylda hennar hafa lítt sézt á al- mannafæri siðustu vikur og nán- ast ekkert eftir að Bernharður prins, drottningarmaður, varð uppvís að þvf að hafa þegið mútur og stundað brask og fjármála- svindl, og var sviptur öllum met- orðum í Hollandi. Beatrix ogClaus UM TVÖHUNDRUÐ og fimmtíu aðstandendur þeirra, sem létust f árekstri fiugvéianna yfir Júgó- slavfu s.l. föstudag, voru f dag væntanlegir til Zagreb tii að vera viðstaddir minningarathöfn. Alls fórust 176 manns f slysinu er varð þegar brezk farþegaþota og júgó- slavnesk leiguflugvél rákust á. Um 100 ættingjar hinna látnu úr brezku véiinni voru væntanlegir með tveimur leiguflugvélum, annarri frá London en hinni frá Istanhul, en flestir farþeganna voru Tyrkir og Bretar. Með leigu- flugvélinni voru einkum Vestur- Þjóðverjar og um 150 ættingjar þeirra voru væntaniegir til Za^ greb. Rannsóknin á orsök áreksturs- ins er enn haldið áfram og beinist hún einkum að hugsanlegum af- glöpum fjögurra flugumferða- stjóra í Zagreb. Þeir voru hand- teknir strax eftir slysið, og sam- kvæmt júgóslavneskum lögum er unnt að hafa þá í haldi á meðan rannsóknardómari kannar málið, en rannsóknin getur staðið I marga mánuði. Eftir að rannsókn- inni er lokið kannar saksóknari gögnin og ákveður hvort ákæra skuli lögð fram. Páfagarður gagn- rýnir Thorsen Páfagarði 14. sept. Reuter. MÁLGAGN Páfagarðs, LOsserva- tore Romano, réðst I dag á kvik- myndina um Iff Jesús Krists sem danski kvikmyndamaðurinn og furðufuglinn Jens Jörgen Thor- sen hefur hug á að gera. Hefur hann áhuga á að fjalla sérstak- Jens Jörgen Thorsen lega um kynferðislff Krists f mynd sinni og hefur honum þeg- ar verið synjað leyfis um að gera myndina bæði f Danmörku, Eng- landi og vfðar. Orðsending Páfagarðs er hin hvassyrtasta og segir að fyrir Thorsen vaki það eitt að falsa söguna og bera brigður á að Jesús hafi verið guðsson. Efni myndar- innar væri guðlast af versta tagi og ástæða væri til að vona að komið yrði algerlega í veg fyrir að Thorsen fengi nokkurs staðar leyfi til að framleiða myndina. NtJ ER vitað að 120 manns að minnsta kosti létust f Karachi f gær, þegar fbúðarblokk hrundi. Er óttazt að tala látinna eigi eftir að hækka, þar sem enn er allmargra saknað. Fjörutiu og SPÆNSKA lögreglan stöðvaði f dag fjölmargar tilraunir til mót- mælafundahalda f Bilbao eftir að a.m.k. einn maður særðist alvar- lega f átökum mótmælenda og lögreglu f gær. t miðborg Bilbao lagði lögreglan til atlögu með kylfum gegn mótmælendum sem kveikt höfðu f vegatálma er þeir höfðu sjálfir reist á brú einni. t útjaðri borgarinnar skutu átta manns slösuðust í hruninu og margir þeirra eru nú milli heims og helju að sögn fréttaskeyta. Geysifjölmennar björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust að þvi að ná fólki úr rústunum og leita margra sem enn hafa ekki fund- izt. lögreglumenn gúmmfkúlum til að dreifa stórum hópi mótmæl- enda sem þar komu saman f sam- bandi við verkfall meir en 50.000 verkamanna annan daginn f röð. Verkfallið er gert f mótmæla- skyni við það að mótmælandi úr hópi Baska var skotinn til bana f fyrri viku. Dagblöð á Spáni gáfu í skyn í dag að stjórnvöld kynnu að missa tökin á ástandinu í Baskahéruð- unum vegna hinna nýju og út- breiddu verkfalla. Adolfo Suarez, forsætisráðherra Spánar, ákvað um sfðustu helgi að taka spurn- inguna um sjálfstjórn Baska- héraðanna ekki til athugunar að sinni. Hann sagði að það yrði verkefni hins nýja þings, sem kos- ið skal til fyrir júníbyrjun á næsta ári, að taka afstöðu til þess máls og annarra mikilvægra um- bótamála. Bretland: Þekkt skáldkona neit- ar að hitta Chnoupek London 14. sept. Reuter. BREZKA skáldkonan Margaret Drabble hefur afþakkað boð utanrfkisráðuneytisins um að hitta utanrfkisráðherra Tékkó- slóvakfu, Bohuslaw Chnoupek, ( óperunni f London f völdu samkvæmi f kvöld. Drabble þá boðið fyrir mánuði en í dag kvaðst hún hafa skipt um skoð- un eftir að „hafa kynnt sér for- tfð Chnoupeks". Hún sagði blaðamönnum að hann hefði haft f frammi kúgunaraðgerðir við skáld og leikritahöfunda þegar hann var aðstoðarmenntamálaráðherra. Talsmaður ráðuneytisins sagði að ekki væri vitað til að fleiri myndu afþakka boðið um að koma til samkvæmis þessa. Chnoupek og Anthony Crosland, utanrikisráðherra Breta, hófu fundi með sér í morgun og er stefnt að þvf að kanna meðal annars hvort árangur hafi orðið af Helsinki- sáttmálanum, ræða viðskipti rfkjanna og ýmis mál sem lfkleg eru til að koma til kasta Alls- herjarþingsins er það kemur saman f New York 21. september. Chnoupek kom til London á mánudagskvöld í fjögurra daga opinbera heim- sókn. Hann er fyrsti tékkneski ráðherrann sem kemur f slíka heimsókn í þrettán ár, enda hafa samskipti rfkjanna tveggja verið f kaldara lagi lengst af. Margaret Drabble er hálf- fertug að aldri. Þekktasta bók hennar mun vera The Millstone sem kom út 1965. Nýjasta bók hennar kom út á þessú ári: The Genius of Thomas Hardy. A.m.k. 120 fórust í húshruninu Karachi 14. sept. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.