Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976
T.v. Magnús Bjarnason, Sigurður Hannesson, Óli Björn Björgvinsson og Bjarni Jóhannes-
son í Sandvíkurtjarnarhöfn.
Magnús dregur fyrstu trossuna.
Bátarnir eru knúðir tveggja handa prikum
»• „«## -
„Aðeins hugsað
um gæði aflans
— ekki magnið”
ÞAÐ FÓR ekki á milli mála, að hann
beygist snemma krókurinn hjá strák-
unum í Grimsey. Þegar við Mbl.
menn vorum þar á ferð fyrir skömmu
og ókum framhjá Sandvíkurtjörn á
leiðinni niður i Sandvík sáum við
ekki betur en mikil útgerð væri rekin
á tjöminni. Að visu höfðum við ekki
heyrt að þar væri mikil fiskigengd en
viðtækar rannsóknir visindamanna
hafa leitt fram í dagsljósið ný fiski-
mið og nýjar tegundir nytjafisks, og
þvi skyldu upprennandi útgerðar
menn í Grímsey ekki leita fyrir sér á
nálægum slóðum. ■—
Við talningu hjá okkur kom í Ijós,
að 7 bátalægi voru á tjörninni, en er
við litum við i útgerðarstöðinni voru
4 skipstjórar að störfum, en hinir 3
voru allir á sjó með feðrum sinum,
að draga þann gula. Meðalaldur út
gerðamanna er um 8 ár.
Mikið hefur verið unnið að hafnar-
framkvæmdum við Hólatjorn og þar
er að verða örugg lífhöfn, en að sögn
þeirra félaga á eftir að dýpka höfnina
toluvert áður en athafnapláss fæst
fyrir alla bátana. Þeir sem þarna
voru á staðnum voru Magnús
Bjarnason skipstjóri á Góu, Óli Björn
Björgvinsson skipstjóri á Bjargey,
Óli er úr Grindavik, sonur Björgvins
Gunnarssonar skipstjóra á Grindvik
ingi, en flytur útgerð sina til ömmu
og afa i Grimsey er vertið lýkur i
Grindavík, Sigurður Hannesson skip-
stjóri á Sæbjörgu og Bjarni
Jóhannesson á Guðrúnu. Þeir Alfreð
Garðarsson, á Sigurbirni, Eiríkur
Jóhannesson á Magnúsi og Guð
mundur Haraldsson á Unni voru á sjó
eins og fyrr segir.
Þeir félagar sogðu okkur að fram
kvæmdir við þessa útgerðarstöð
hefðu byrjað i vor með hafnargerð
og vinnu við bátalægin. Einnig hefði
verið byggð dráttarbraut, því að
nauðsynlegt er á svo stórum út-
gerðarstað að hafa aðstöðu til við-
gerða og botnhreinsunnar, þannig að
ekki þurfi að sækja þá þjónustu til
lands. Getur dráttarbrautin auðveld-
lega tekið öll skipin i flotanum. Ekki
munu þeir félagar hafa þurft á þvi að
halda að sækja um fjármagn til fram-
kvæmdanna til opinberra aðilja,
enda ekki vist að Alfreð oddviti liti
það hýru auga, að farið væri í sam-
keppni við hann um aurana úr ríkis-
kassanum.
Aðspurðir um hvaða veiðarfæri
þeir notuðu svöruðu þeir þvi til, að
netavertíðin stæði nú sem hæst, en
ekki væri hægt að segja til um afl-
ann í tonnum, á S: ndvikurtjörn væri
aðeins hugsað um gæðaflokkana og
allur fiskur færi í fyrsta flokk. Tals
verð atvinna hefur verið við upp-
byggingu staðarins, bæði við hafnar-
gerðina og byggingu dráttarbrautar-
innar.
Þegar hér var komið sogu urðum
við að kveðja þessa hressu og dug-
legu stráka, það var komið að róðrar-
tíma og margar trossur að draga
Það skal tekið fram, að Sandvíkur-
tjörn er einkar hentug við slíka út-
gerð þar sem dýpi er hvergi meira en
hálfur metri þannig að sjómönnum
er ekki mikil hætta búin ef einhverj-
um skyldi hlekkjast á. Bátar eru allir
af flatbyttugerð, knúðir tveggja
handa prikum, sem framleiða orku á
þann hátt að prikið er rekið í botn og
síðan ýtt kroftuglega Er þvi olíu
eyðsla í lágmarki.
Er við röltum á brott var ekki
annað að heyra á fjarskiptum milli
bátanna, en að trossurnar væru
bunkaðar af fiski, að vísu komu upp
smádeilur milli tveggja skipstjóra þar
sem trossur þeirra lágu saman og
taldi hvor að hinn hefði lagt yfir Var
ekki búið að leysa það máj er við
síðast heyrðum en fast var kveðið að
orði. —ihj.
Litið inn hjá ungum
útgerðarmönnum á Sand-
víkurtjörn í Grímsey
Hér hefur greinilega þurft a8 Óli Björn mannar spilið er
huga að einni trossunni og Góa er tekin í slipp.
hún þvi tekin í land.