Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 Halli 1 ágúst á við- skiptajöfnuði Japans Tókfó 14. sept. Reuter. I AGUSTMANUÐI sl. varð vöru- skiptaverzlun Japans við útlönd óhagstæð ( fyrsta skipti um sjö Heðin Brú í Nor- ræna húsinu FÆREYSKI rithöfundurinn HEÐIN BRU (dulnefni — rétta nafn er Hans Jakob Jacobsen) heldur fyrirlestur f Norræna hús- inu fimmtudaginn 16. sept. kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir hann: Det nationale arbejde pá Færöerne. Heðin Brú hefur undanfarið dvalizt í Reykjavik og býr hann í öðru gestaherbergi Norræna hússins. Hann er íslendingum að góðu kunnur, m.a. af skáldsögu sinni Feðgar á ferð, sem kom út 1941 í ísi. þýðingu Aðalsteins Sig- mundssonar, en auk þeirrar skáldsögu hafa verið þýddar eftir hann smásögur, sem birzt hafa í ýmsum blöðum og tfmaritum. Heðin Brú gaf út fyrstu skáld- sögu sina — Lognbrá — 1930, og framhald hennar — Fastatökur — kom út 1935. Smásagnasafnið Fjallaskugginn kom út 1936, en Feðgar á ferð kom út 1940. Auk íslenzku þýðingarinnar, sem áður er getið, hefur hún verið þýdd bæði á dönsku og þýzku. Síðan hafa komið út eftir hann þrjú smásagnasöfn og þrjár skáldsög- ur, hin sfðasta — Tað stóra takið — 1972. Heðin Brú notar í skáldskap sfnum mörg orð, sem hann hefur tekið úr Sandeyjar-mállýzku, og hann þykir skrifa mjög fagra fær- eysku. Fyrirlestur Heðins Brú hefst eins og fyrr segir kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Þórshöfn: Gert klárt fyrir slátrun A ÞÓRSHÖFN er nú verið að gera klárt fyrir slátrun og lízt mönnum vel á féð í ár að sögn Bjarna Aðalgeirssonar sveitarstjóra. Áætlað er að slátra um 15000 fjár og er það aukning frá fyrra ári, en undanfarin ár hefur aukning ver- ið stöðug. Helzt er það að vatnsleysi hrjái Þórshafnarbúa um þessar mundir eftir langvarandi þurrka. Ytri-Njarðvík: Lionsmenn gefa kirkjuorgel Ytri-Njaróvík 14. sept. KIRKJUDAGUR Ytri- Njarðvíkursafnaðar verður f Stapa sunnudaginn 19. sept. og hefst hann með guðsþjónustu kl. 14. Séra Sigurður H. Guðmunds- son sóknarprestur á Eskifirði pré- dikar. Félagar úr Lionsklúbbi Njarðvíkur munu afhenda söfn- uðinum nýtt orgel og fermingar- börn frá s.l. voru afhenda kaleik. Að lokinni guðsþjónustu hefst kaffisala Systrafélagsins og þá um Ieið verður sýnt nákvæmt lfk- an af kirkjubyggingunni f Ytri- Njarðvík, gert af Öskari Jónssyni. — Páll Þórðarson. - Heimildamynd Framhald af bls. 2 Ene Riisna sagði að það hefði vakið sérstaka athygli sína þeg- ar hún fór að kynna sér morð og ofbeldisverk á íslandi, að nú væru framin hér á landi mörg morð á ári en áður Tyrr hefðu þau verið 1—2 á áratug og fólk jafnan hrokkið við þegar slíkur verknaður var framinn. Fyrr á árum hefðu tilfinningamál oftast spilað inní þegar morð voru framin og morðinginn yfirleitt þekkt fórnarlambið en nú væri farið að bera á kaldrifj- uðum morðum, eins ,og þau gerðust erlendis. mánaða skeið. Voru vörur fluttar inn fyrir 63 milljóna dollara hærri upphæð en útflutningur nam. Aftur á móti er staðan enn sú, að Japanir flytja langtum meira til Bandaríkjanna og Efnahags- bandalagsrikja en þeir kaupaþað- an. Keppinautar þeirra í Banda- ríkjunum og víðar hafa kvartað hástöfum yfir því að Japanir hafi gripið einum of hressilega til þess að láta aukinn útflutning efla efnahag þjóðarinnar. 1 júlímánuði sl. voru viðskipti Japans við útlönd þeim hagstæð um 290 milljónir dollara. Náttúrulækninga- dagurinn á laugardag 1 FRÉTT sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Náttúrulækn- ingafélagi Reykjavfkur, segir, að annar hátfðisdagur náttúrulækn- ingamanna verði haldinn f Hvera- gerði n.k. laugardag, 18. septem- ber. Sérstök hátfðardagskrá verð- ur þennan dag og sérstakur veizlumatur náttúrulækninga- manna á borðum. Mikil eftirspurn er nú eftir plássi á hæli Náttúrulækningafé- lagsins og nokkur hundruð manns á biðlista. í sumar var fyrsta álm- an af nýja hælinu í Hveragerði tekin í notkun og verður hún til sýnis á laugardag. — Eldvarna- eLirlit Framhald af bls. 32 menn höfðu samband við Brunaeftirlitið og kannaðist þá enginn við kempuna sem fór um I nafni þess, en t.d. á Stokkseyri mun hann hafa hringt í forráðamenn bæjarins, kynnt sig frá Brunaeftirlitinu og sagt að það væri maður frá þeim að mæta á staðnum. Þegar hann kom svo þangað tóku menn að sjálfsögðu á móti „embættismanninum", en það hafði rifjazt upp fyrir þeim að þeir höfðu nýlega fengið bréf frá Brunavarnaeftirlitinu með ýmsum tillögum í þeim málum, en „embættismaðurinn" hafði þá sagt að þetta væri tóm andsk. . . vitleysa eins og venju- lega hjá stofnuninni, hann skyldi kenna þeim þetta miklu betur, en þegar hann fór að gagnrýna þá harðlega í frysti- húsinu varðandi brunavarnirn- ar þar, losuðu þeir sig við „emb- ættismanninn". — Hassmál Framhald af bls. 32 urs til Marokkó var að mestu afl- að af manni þeim sem komst heim til Islands úr för þessari og mun meginhluta fjárins hafa verið afl- að með sölu á fíkniefnum hér heima. Stúlkan flutti fyrir þenn- an sama mann kr. 400 þús. fs- lenzkar i peningum til Kaup- mannahafnar þar sem þeir félag- ar skiptu þeim peningum og öðr- um I erlenda mynt, en eitthvað mun hafa verið flutt af erlendri mynt í þessu sambandi frá ís- landi, en félagarnir munu hafa haft undir höndum um 15 þús. d.kr. og um 3000 dollara. Þá mun sá sem situr í fangelsinu á Spáni einnig hafa aflað nokkurs hluta fjárins með sölu á 300 gr. af hassi f Kaupmannahöfn þar sem hann seldi grammið á 7 kr. danskar. Þá hefur einnig komið fram f rann- sókninni að leiðangursmenn greiddu sem svarar 40 þús. ísl. kr. fyrir hvert kflógramm, en verð á hassi er mjög misjafnt eftir því hvar það er keypt. Hassið átti sfðan að flytja f smærri einingum frá Spáni til íslands, en ekki mun bggja Ijóst fyrir hvernig átti að framkvæma þann flutning. Dómur í máli íslendingsins sem situr nú í fangelsi á Spáni tnun falla um næstu mánaðamót. — Kínverjar Framhald af bls. 1. þessum hætti tóninn í ráðamönn- um f Peking að Maó látnum. Austur-evrópsk heimild f Peking segir að ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að senda kveðj- ur frá kommúnistaflokknum hefði verið sú, að hvetja öfl hlið- holl Sovétrfkjunum innan kfn- verska forystuliðsins. „Kfnverjar líta augsýnilega á þetta sem ögrun. Samband Kfnverja og Sovétmanna eftir Maó kann að hafa fengið ólánlega byrjun,“ seg- ir einn vestrænn fréttaskýrandi. Kínverjar birtu samúðarskeyti frá ungverska forsætirráðinu, en létu annað frá ungverska kommúnistaflokknum sem vind um eyrun þjóta. Austur-evrópsk heimild hermdi í Peking í dag að skeytum pólska og austur-þýzka kommúnistaflokksins hefði þegar verið skilað og búið væri að kveðja sovézka diplómata til við- tals f kínverska utanrfkisráðu- neytið. Nicolae Ceausescu, forseti Rú- meníu, hefur sent blómsveig til útfarar Mao tse-tungs formanns í Kina að því er blöð f Búkarest greindu frá i dag. I áletrun á sveignum segir að hann sé tákn djúprar virðingar i garð Maos for- manns og var hann afhentur í Sal alþýðunnar í Peking f gær ásamt öðrum sveigum frá kommúnista- flokknum, stjórninni og rfkisráð- inu. Samskipti, Kína og Rúmeníu hafa verið hin ákjósanlegustu s.l. ár. Ceausescu kom f kfnverska sendiráðið f Búkarest um helgina til að tjá samúð sína og er hann eini leiðtogi kommúnistalands sem slíkt hefur gert. I málgagni rúmenska kommúnistaflokksins er f dag lögð áherzla á mikilvægi þess að halda áfram góðum og gagnlegum samskiptum við Kín- verja. — Heildarafli Framhald af bls. 2 lestir á móti 3.314 lestum, hörpu- disksafli 1.751 lest á móti 1279 lestum, humarafli 2757 lestir á móti 2307 lestum og kolmunni 628 lestir en var enginn. Annar afli á þessu ári eins og t.d. spærlingur er 6.554 lestir en var 323 lestir á sama tfma á s.l. ári. — Kissinger Framhald af bls. 1. Jóhannesarborg var haldið áfram í dag og var þátttaka nokkru minni en f gær. Að sögn atvinnu- rekenda munu um 65% vinnandi manna í Soveto hafa haldið sig frá vinnu f dag. Þrír eru sagðir hafa látið lífið í dag og 15 særzt, þegar til átaka kom við óeirðalögreglu og tveir voru skotnir seint f gær- kvöldi er þeir voru að rífa upp járnbrautarteina. Handtökum var haldið áfram fram á nótt aðfararnótt þriðju- dags, en eftir það var kyrrara. I borgarhverfunum Durban og Port Elisabet er lögreglan sögð hafa stundað fjöldahandtökur f dag og samkvæmt óstaðfestum heimildum voru 700 stúdentar og nemendur handteknir er þeir voru að láta í ljós mótmæli. Verk- fallið f Soweto á að standa á morg- un samkvæmt áætluninni, en það voru stúdentasamtök borgarinnar sem fyrir verkföllunum stóðu. Verkfalli, sem á að hefjast f Höfðaborg á miðvikudag, var aft- ur á móti aflýst að sögn NTB- fréttastofunnar, en lögreglan tel- ur vissara að hafa þó allan vara á ef sú frétt reynist ekki rétt. Þó að ókyrrð og gólga virðist enn vera í borgarhverfum svert- ingja f grennd við Jóhannesar- borg bentu fréttir þaðan í kvöld til þess að rólegra hefði verið en í gærkvöldi. Fréttamenn segja að enda þótt lögreglumenn hafi handtekið nokkur hundruð svert- ingja í gærkvöldi sé bersýnilegt að þeir hafi breytt um baráttuað- ferð og sýni ekki jafn ótvíræða hörku og grimmd gagnvart svert- ingjum og áður. Þá lauk í dag f Pretoríu sameig- inlegum viðræðum þeirra Ian Smiths, forsætisráðherra Ródesíu, og Vorsters, forsætisráð- herra Suður-Afrfku, og héldu báð- ir heimleiðis að þeim loknum. I sameiginlegri yfirlýsingu sagði að skipzt hefði verið á skoðunum í fullri hreinskilni varðandi vanda- mál Suður-Afríku en fátt var bita- stætt f tilkynningunni, þannig að raunhæfar ályktanir mætti af henni draga. Smith kvaðst að- spurður ekkert frekar hafa að segja um fundinn og myndi hann hraða sér heim til Ródesfu vegna fyrirhugaðs ársfundar stjórnar- flokks hans í landamæraborginni Umtali. Sá fundur hefst á morgun og hafa gffurlegar varúðarráð- stafanir verið gerðar vegna hans, en bærinn er í aðeins þriggja kfló- metra fjarlægð frá landamærun- um við Mósambik. Hefur Umtali iðulega orðið fyrir eldflauga- og sprengjuárásum svartra skæru- liða handan landamæranna. Er töluverð áhyggja með ýmsum að ákveðið skuli hafa verið að hafa fundinn á þessum stað. Vorster var einnig mjög fámáll um tal þeirra Smiths, en gengið er út frá þvf sem gefnu að hann hafi gert ródesfska ráðherranum glögga grein fyrir fundunum sem hann átti með Henry Kissinger nú á dögunum. Alitið er að Vorster hafi gert tilraun til að fá Smith til að fallast á að taka þátt f framkvæmd hug- mynda Kissingers til að endi verði bundinn á Ródesíuágrein- inginn. Er gert ráð fyrir þvf að Smith hafi verið mjög tregur til að sættast á hugmyndir Kissin- gers, en frá þeim hefur áður verið sagt í fréttum. Aftur á móti hefur Smith ekki farið í launkofa með að Ródesíumenn muni ekki taka við skipunum utanfrá og eigi það jafnt við um Suður-Afríku og aðra. Kveðst Smith ekki telja sig þess umkominn að gefa nágrönn- um sínum skipun um hvernig þeir eigi að ráða löndum sfnum og því kæri hann sig lítt um utanaðkom- andi afskipti. — Sexlanda- keppnin Framhald af bls. 3 s.l. haust og kom á óvart með getu sinni, gerði m.a. jafntefli við Frið- rik Ólafsson í frægri skák, þar sem Ottermaier krafðist jafnteflis er sama staðan kom upp þrisvar. I fyrstu umferð tefldu íslend- ingar á móti Norðmönnum. Urslit urðu þessi: ögaard vann Ingvar, Ingvar var með betri skák og hafnaði jafntefli, en lék af sér í lokin. Jón og Helmer jafntefli, Júlfus og Semakorf sömdu um jafntefli, Magnús vann Harestad, Ómar tapaði fyrir Jensen og Guð- laug vann biðskák við Hlinger. Island fékk þvi þrjá vinninga út úr þessari umferð og Noregur 3. V.-Þýzkaland vann Bremen 4V4 — 1V4, Danmörk vann Svfþjóð 3V$ — 2‘A. í dag tefla Islendingar við V.-Þjóðverja. — Borguðu Svíar Framhald af bls. 1. herra, og Per Aasbrink, rfkis- bankastjóri, áttu aðild að máli þessu. Guillou sagði á blaða- mannafundi í Stokkhólmi f dag, að ástæðan fyrir því að smygla átti peníngunum úr landi hlyti að vera sú að ekki mætti kom- ast upp hvaðan þeir kæmu. Sven Andersson staðfestir f samtali við Stokkhólmsblaðið Dagens Nyheter f dag, að pen- ingarnir hafi verið greiddir og þeir hafi verið greiðsla fyrir rafeindaútbúnað. Þeir hefðu verið afhentir bandarfska varn- armálaráðuneytinu vegna þess að ekki hefði verið vitað hver væri framleiðandi hans. Guillou sagði í dag að gildar ástæður væru fyrir þvf að álykta að peningarnir hefðu verið greiðsla fyrir þjónustu eða upplýsingar af einhverju tagi. Washington Post, sem í dag ver miklu plássi til að skýra frá máli þessu, segir að aðilar sem glöggt þekki til njósna telji að hér hafi verið um að ræða njósnir sem Bandaríkjamenn hafi framkvæmt en Svíar hafi greitt fyrir. Þá vfsar Washing- ton Post jafnframt til þess að á þessum tfma hafi samband Bandarfkjanna og Svfþjóðar verið heldur stirt. Fulltrúar bandarfska varnarmálaráðu- neytisins hafa ekki viljað tjá sig um málið, en Triantafellu, hershöfðingi, sem nú er setztur í helgan stein, hefur viður- kennt f samtali við Washington Post að vel geti svo verið að slík greiðsla hefði verið innt af hendi af Sví hálfu. — Skeiðará Framhald af bls. 2 vörður í Skaftafelli, sagði f sam- tali við Morgunblaðið í gær, að vöxtur í ánni væri mjög hægur og svipaði þetta því til siðustu hlaupa í henni, en engu að sfður nálgaðist vatnsrennslið nú fullt sumarvatn, og áin rynni enn í sumarfarvegi, en sjáanlegur mun- ur væri á henni frá degi til dags. Að sögn Ragnars mátti fyrst merkja að hlaup væri í aðsigi þann 4. september s.l., en þá varð fólk í Skaftafelli vart við mikla jökulfýlu og hefur hún verið stöð- ug síðan. Jökulfýlan hefur verið í sterkara lagi og hefur t.d. fallið mikið á málma eins og silfur og eir. Þá sagði Ragnar, að frá því að síðasta Skeiðarárhlaup hefði haf- izt þar til það komst i hámark hefðu liðið 20 dagar og sér fyndist ýmislegt benda til að sama þróun ætlaði að verða að þessu sinni. — TASS Framhald af bls. 1. ekki gefinn upp á næstunni. I orðsendingu Tass sagði að þegar fulltrúar sovézka sendiráðsins hefðu loks fengið að hitta Bel- enko hefði hann setið „þegjandi eins og bjálfi“. Hefði fundur sá sýnt að maður- inn hefði ekki verið með sjálfum sér og hlyti að hafa verið undir áhrifum eiturlyfja eða einhverra annarra lyfja. TASS réðst mjög harkalega á japönsku stjórnina fyrir afstöðu hennar og taldi hana gróft brot á samningi landanna þinn fyrr en að fjórum dögum liðnum. — Ný stjórn Framhald af bls. 1. af sér allar hríðar sem gerðar hafa verið að honum upp á sfð- kastið, þar sem m.a. hefur verið reynt að tengja hann Lockheed- mútumálinu í Japan. Að svo stöddu bendir ekkert til að Miki njóti ekki nauðsynlegs stuðnings innan flokks síns, Frjálslynda lýð- ræðisflokksins. Talið er að hann muni tilkynna um nýju stjórnina á morgun og verður ekki af fréttum ráðið hversu miklum breytingum er bú- izt við. — Svalbarði Framhald af bls. 15 hefjast skuli handa í Sveanám- unni snemma á næsta ári, eins og Store Norske bindur vonir við, gæti náman framleitt ná- lægt milljón tonnum af úrvals- kolum strax árið 1981. Talið er að þau kolalög sem vitað er um í Svea endist í um 20 ár en góðar líkur eru jafn- framt taldar vera á því að fleiri námur finnist milli Svea og Longyearbæjar. EINANGRUN Með því að stofna annað norskt námamannasamfélag á Svalbarða tekst að rjúfa ein- angrun Longyearbæjar. Eftir að nyrzti alþjóðaflugvöllur heims var opnaður á Svalbarða i september 1975 urðu sam- göngur við umheiminn jafn- framt mun greiðari og þangað flýgur SAS reglubundið áætl- unarflug vikulega. Þetta hefur gerbreytt öllu mannlífi á Sval- barða og mun verða grundvöll- ur hinna auknu framkvæmda og umsvifa sem þar virðast ætla að verða í framtíðinni. — Norimform

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.