Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 50,00 kr. eintakið. Báknið Varasamt er að stað- hæfa of mikið um al- menningsálitið, en þó telur Morgunblaðið óhætt að fullyrða, að það sé almenn skoðun landsmanna, að skattbyrðin sé orðin svo þung, að ekki megi lengra ganga. Þurfi opinberir aðil- ar á viðbótartekjum að halda verði ýmist að afla tekna til þess með því að draga úr skattamisréttinu, sem blasir við landslýð eða með því að neita sér um þá opinberu þjónustu, sem tekna skal afla til. Jafn- framt verður vart vaxandi gremju meðal almúgafólks, vegna þess hve flókin, erf,- ið og stirð samskipti ein- staklinga í samfélagi okkar eru við ríkisbáknið. Hvarvetna í hinum þróuðu löndum, þar sem saman hefur farið mikil skattheimta og risavaxið opinbert bákn, hefur kom- ið upp hreyfing meðal al- mennings gegn bákninu og gegn stöðugt aukinni skatt- heimtu til þess að s tanda undir bákninu og þeirri þjónustu, sem það veitir. Nú er svo komið í velmeg- unarþjóðfélögum Vestur- landa og þ.á m. hér á ís- landi, að landsmenn vilja fá að ráðstafa eigin aflafé sem mest sjálfir og þjón- usta hins opinbera er orðin svo viðamikil, að almenn- ingur sér enga skynsam- lega ástæðu til að halda þurfi áfram að auka hana. Báknið hefur haldið áfram að vaxa stjórnlaust að kalla. Það er orðið tíma- bært að skera upp herör gegn þessum ofvexti og taka báknið til uppskurðar. Unnt er að auka hag- kvæmni i rekstri trygg- ingakerfisins og mennta- kerfisins, en á þessum tveimur sviðum hefur vöxturinn verið einna mestur á undanförnum ár- um. Endurskoðuri þeirrar þjónustu, sem hið opinbera veitir almenningi, er for- senda þess að hægt verði að koma í veg fyrir stööugt aukna skattheimtu á næstu árum. Þegar skattgreið- endur standa frammi fyrir vali milli aukinnar þjón- ustu eða þess að hafa aukið ráðstöfunarfé handa á milli, kýs megin þorri al- mennings síðari kostinn. Gremja fólks út í báknið er ekki einungis bundin því hvað þjónusta þess er orðin viðamikil og kostnað- arsöm. Hún byggir ekki síður á hinu, að opinbera kerfið á íslandi er orðið hræðilegur frumskógur. Einstaklingar, sem þurfa að leita til þessa skrifstofu- veldis um ákvarðanir i til- tölulega einföldum málum, rekast á það hvað eftir ann- að, að þeir geta ekki fengið úrslit mála sinna fyrr en að löngum tíma liðnum. Stundum tekur það skrifstofuveldið marga mánuði að afgreiða einföld mál, en hroðaleg dæmi eru um það , að einstaklingar hafi orðið að bíða árum saman eftir niðurstöðu. Þetta stafar yfirleitt ekki af því, að þeir sem vinna í opinbera kerfinu, sinni starfi sínu ekki eða að nei- kvæð afstaða eða illur hug- ur ráði seinagangi í af- greiðslu mála í bákninu. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að skrifstofuveldið er orðið svo margsnúið og flókið og hefur hlaðið utan á sig í allar áttir á undan- förnum, árum og áratugum að málum er vísað frá ein- um aðila til annars og erfitt að fá úr því skorið hvar ákvörðunarvaldið liggur. Hér verður að sporna við fæti. Við verðum að stööva stöðugt aukna skattheimtu ríkis- og sveitarfélaga. Skattgreiðendur una því ekki lengur að seilzt sé dýpra og dýpra í vasa þeirra. Við verðum að taka þjónustu hins opinbera til rækilegrar endurskoðunar, einfalda hana og gera rekstur hennar hagkvæm- ari og kostnaðarminni. Við verðum að stokka upp skrifstofuveldið, sem gerir almenningi kleyft að fá úrslit í málum sínum, nema á mjög löngum tíma. Við verðum í stutíu máli sagt að stöðva þann ofvöxt, sem hlaupið hefur i hið op- inbera bákn á undanförn- um árum. tStíí THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER í UPPHAFI þessa áratugar sóttu andlýðræðissinnaðir vinstri menn fram á flestöllum vigstöðvum í Suður Ameriku, að þvi er virtist. Vinstrimenn voru þá búnir að koma sér örugglega fyrir i rikis- stjórnum margra landa, Sile, Perú og Bólivíu til dæmis að nefna. Þeir urðu og æ áhrifameiri í öðrum löndum í álfunni, að Brasilíu und an skilinni. Marxistar höfðu um þetta leyti einnig betur í hug- myndafræðum í háskólunum, i bókmenntum og listum, fjölmiðl- um og jafnvel kaþólsku kirkjunni. Suður-amerískir menntamenn hafa löngum verið marxistar upp til hópa, að visu misharðir í barátt- unni, en um og rétt eftir árið 1 970 voru þeir sterkari i trúnni en nokk- urn tíma áður. Marxistar sóttu líka á utan „kerfis- ins” i Suður-Ameríku Til dæmis voru vinstrisinnaðir hermdarverka- menn búnir að koma sér fyrir i Úrúgvæ og einnig höfðu þeir kynnt sig að nokkru í Argentinu Höfðu þeir stuðning af Kúbumönnum og bækistöðvar hjá Salvador Allende heitnum i Síle Þanmg var ástatt fyrir nokkrum árum Nú eru hms vegar breyttir timar Barátta vinstrimanna gegn rikjandi ástandi i Suður-Ameríku virðist hafa fjarað út og áhrif þeirra á þeim slóðum eru minni um þessar mundir en þau hafa verið nokkurn tima i 20 eða 30 ár Aðeins í einu landi í álfunni hafa vinstrimenn náð fótfestu og komið fram einhverjum stefnumálum sinum Það er Mexíkó Þar er forseti Luis Echeverria Hann ber sér mjög marxiskar kenningar í munn, og til dæmis grípur jafnan skjálfti kaupsýslumenn í Bandaríkj- unum, er hann lætur til sín heyra Að vísu er það gömul hefð mexí- kanskra leiðtoga að halda róttækar ræður en breyta þvert á móti þeim og ráðstafanir Echeverria verða tæp- ast kallaðar byltingarkenndar, a.m.k. fjærri því jafnbyltingarkennd- ar og hann vill láta vera er úr tízku í Suður-Ameríku EFTIR JAMES NEILSON Svipmyndir frá Mexíkó. Marxisminn Þetta var í Mexikó. í öðrum lönd- um í Suður-Ameriku er bersýnilegt, að vinstrimenn hafa hopað á hæli undan farið Ekki er langt frá því, að marxistar státuðu mjög af Síle og þarf ekki að rekja þá sögu En nú er í Síle herforingjastjórn og það er áreiðanlega einlægur ásetningur hennar að eyða öllum marxisma í landinu Perústjórn lagði herská út á „leiðina til marxisma" árið 1968 og hafði hátt um það Nú siglir hún hraðbyri hina leiðina, er hún jafnvel farin að biðja þá örmu þorpara, Bandaríkjamenn, að lána sér pen- inga Þá er að nefna Bólivíu; þar var gerð bylting, en á henni var lítil mynd og hún er löngu farin út um þúfur Helzti byltingarleiðtoginn, Juan José Torres, hershöfðingi, var skotinn til dauða i Argentínu fyrr á þessu ári En það skipti svo sem litlu máli fyrir byltinguna Hægri stjórnin í Bólivíu var búin að hreiðra tryggi- lega um sig og hafði reynzt svo traust í sessi, að vonir Torres hers- höfðingja um nýja byltingu voru brostnar fyrir löngu Úrúgvæ var mjög i fréttum fyrir nokkrum árum v'egna þess, að skæruliðar létu þar skammt stórra högga á milli. Þeir nefndu sig Tupamaros og voru at- kvæðamestir borgarskæruliða í allri Suður-Ameríku Þar kom, að stjórn- völd snerust gegn þeim af mikilli hörku og er nú búið að eyða flokki þeirra gersamlega í Argentínu varð nokkurt rask, þegar Perónistar kom- ust aftur til valda. Vinstrimenn höfðu komizt í lið þeirra með lævísi, en nú eru Perónistar farnir frá og stjórnartaumarnir komnir ^ftur í hendur íhaldssamra herforingja Ekki eru nema tvö ár frá því, að vinstrisinnaðir skæruliðar óðu uppi i skógum og fjöllum norðvestur i landinu og stofnuðu nokkurs konar „fríríki" hér og þar, en nú má heita, að búið sé að gereyða þeim Marxistar hafa sem sé látið undan síga bæði i stjórnmálum og hernaði á þessum slóðum En auk þess er á það að líta, að marxismi er ekki lengur i tízku i Suður-Ameríku, ef svo má komast að orði Þeir, sem nú eru hálfþrítugir eða um það bil, eru ekki ginnkeyptir fyrir marxisma og þykir þeim lítið bragð að honum, en hinum enn yngri finnst hann úrelt speki Sömu sögu er að segja úr mörgum, ólíkum löndum í álfunni; ungt fólk er ekki jafnhart í stjórn- málabaráttunni og var fyrir nokkrum árum Þetta stafar að nokkru leyti af auðskildum ótta Marxiskar kreddur duga nefnilega illa gegn byssu- stingjum En einnig má rekja breyt- inguna til þess, að efnahagsástand er annað í Suður-Ameriku nú en var Þegar afturkippur varð í efnahag iðnrikja þokuðu byltingardraumar manna viðast hvar fyrir nytjastefnu nema í þeim löndum þar, sem marx- istar höfðu sérlega raunhæfar lausn- ir á takteinum Þau lönd voru ekki mörg, en Ítalíu má nefna til dæmis; þar er enn mikill byltingarhugur i fólki Kreppan kom að minnsta kosti jafmlla við Suður-Ameríkuríkin og iðnríkin En langflestir Suðuramer- ikubúar eru bláfátækir hvort eð er og jafnvel miðstéttarmenn búa held- ur fátæklega miðað við almenning í Evrópu og Bandarikjunum Það eru þvi miklu færri göt á suftarólinni í Suður-Ameríku en iðnrikjunum og Suðuramerikanar eiga óhægara um vik að strengja hana, þegar harðnar á dalnum Efnahagskreppa er stór- hættuleg miðstéttunum (það er ein- mitt helzt'æskufólk úr miðstéttum, sem hallast að marxisma) og því hafa þær tekið upp nytjastefnu i ofboði En önnur mikilvæg ástæða er styrjöldin í Víetnam Bandaríkjahat ur eru landlægt í Suður-Ameriku, en það er þó ekki alltaf jafnmikið Um og rétt eftir 1 9 70 var það heitara en oftast áður Flestum Suðuramerik- önum virtust misgerðir Bandaríkja- manna auðsæjar. Marxistar urðu fljótir til að færa sér þetta i nyt Þeir höfðu ævinlega haldið því fram, að stefna Bandarikjamanna væri ill í eðli sínu og nú brá svo við, að fleiri voru tilleiðanlegir að trúa þvi en nokkurn tima fyrr Og þegar saman fór hækkandi hagur Suðurameriku- manna (það er alkunna, að bylting- arvonir og óánægja vaxa i réttu hlutfalli við hækkandi hag) og versn- andi orðstir Bandaríkjamanna var ekki að undra, þótt margir yrðu æstir í skapi Um þessar mundir var ekki annað sýnna en vinstrimenn hefðu framtið- iria í hendi sér og væru kjörnir til þess að vísa veginn. En svo fóru Bandarikjamenn frá Víetnam, kyrrð komst á þar i landi, og þá nenntu Suðurameríkanar ekki lengur að tönnlast á yfirsjónum Bandarikja- manna Svo kom heimskreppan og hafði sin áhrif í Suður-Ameríku Þá rann það upp fyrir Suðurameriku- mönnum, að ekki væri rétt stefna að banna Bandaríkjamönnum að festa fé sitt i Suður-Ameriku; hyggilegra væri áð hvetja þá til þess Þótti nú mörgum auðséð, að Suðuramerík- anar réttu aldrei úr kútnum nema þeir héldu sæmilegum vinskap við Bandarikjamenn Því hafa margir fyrrum herskáir Suðuramerikanar slökkt Bandarikjahatur sitt, en hugga sig nú þess í stað við það, að þeir beri langt af Bandarikjamönn- um i menningarsökum. Eitt hefur löngum háð suður- ameriskum vinstrimönnum mjög: þeir hafa jafnan verið fáir útvaldir, flestir menntamenn Verkamenn og sveitamenn hafa hins vegar aldrei verið ginnkeyptir fyrir marxisma Flestir bændur og verkamenn eru miklu hrifnari af lýðstefnu (og sú stefna er vanalega til hægri) Vinstri- mönnum hefur því stundum orðið nokkuð ágengt með því að hræra markmiðum sinum saman við mark- mið lýðstefnumanna Einkum veitt- ist þeim það auðvelt þegar hatrið á Bandarikjamönnum var mest. Þetta bragð hefur hins vegar ekki reynzt jafnáhrifaríkt upp á siðkastið Það er margreynt, að þegar marxistar kom- ast til áhrifa i skjóli hægri lýðstefnu falla þeir einnig, þegar vikið er frá henni, og þess er yfirleitt ekki langt að bíða Það tekst sjaldan að halda lýðstefnu lengi fram í Suður- Ameriku Bilið milli vona manna um betri tíð og veruleikans er svo breitt. Þegar stjórnir Suðurameriku víkja frá lýðstefnu taka oftast nær við herforingjastjórnir um skeið Og flestir Suður-amerískir herforingjar eru gersamlega andvígir kommún- isma, þótt manm þætti eðlilegt, kenningum samkvæmt, að ýmsar kommúnískar dyggðir svo sem agi, hlýðni og undirgefni þegna við leið- toga höfðuðu mjög til hermanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.