Morgunblaðið - 15.09.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 15.09.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 17 í FYRRI grein var minnzt á þýóingu þess, að fólk fengi rétta og sanna mynd af mikilvægi utanríkismála í varð- veizlu borgaralegs lýðræðis og frelsis á íslandi. Sérstaka þýðingu hefur að gera sér grein fyrir sögulegri þróun þessara mála og því, með hvaða hætti frelsi og góð afkoma þjóðarinnar verði tryggð í samfélagi þjóðanna. Umræður um utanrlkismál ís- lands, ef undan eru skilin varnar- og öryggismálin, hafa ekki verið miklar á liðnum árum. Ber sér- staklega að harma, hversu lítil áherzla hefur verið lögð á af hálfu íslenzkra stjórnmálamanna að fræða fólk um þýðingu utanríkis- viðskipta í stefnumótun utanrík- ismála. Dregið skal í efa, að allur almenningur geri sér nægilega góða grein fyrir mikilvægi utan- rfkisviðskipta fyrir frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar, né þvi orsaka- sambandi sem er á milli frjálsra utanrlkisviðskipta fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, né þvf or- sakasambandi sem er á milli frjálsra utanríkisviðski'pta og ein- staklingsfrelsis. UPPHAF ÍSLENZKRAR UTANRlKISÞJÓNUSTU í ár eru liðin 36 ár frá því að islendingar fengu utanríkismál til fullrar og sjálfstæðrar með- ferðar. Það varð I apríl 1940 við hernám Þjóðverja á Danmörku. Samkvæmt sambandslögunum frá 1918 fóru Danir með utanrik- ismál fyrir islands hönd. Hernám- ið gerði þeim ókleift að fjalla um þessi mál. Hinn 10. aprll 1940 samþykkti Alþingi, sem þá sat, þingsályktunartillögu um að ís- land skyldi að svo stöddu taka meðferð utanrikismálanna I sínar hendur. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu voru slðan gefin út bráðabirgðalög nr. 120, 8. júli 1940, um utanríkisþjónustu erlendis. Frá þvl að þessir atburðir áttu sér stað eru liðin 36 ár. Á þessu tímabili hafa orðið mikil umskipti f heiminum og þeir atburðir gerzt, er kollvarpað hafa eldri hug- myndum um stöðu og samskipti þjóða. Á þessu tímabili hefur mik- ill fjöldi þjóða öðlazt frelsi og sjálfstæði, þ. á m. ísland árið 1944, en á sama tlma hafa aðrar þjóðir glatað þvf algjörlega og verjð innlimaðar I rfkjaheildir eða samsteypur svo sem átti sér stað með Eystrasaltslöndin og fleiri ríki á yfirráðasvæði Sovét- rikjanna. I umróti seinni heimsstyrjald- arinnar 1939—1945 og á næstu árum þar á eftir þurftu íslending- ar að þreifa sig áfram við mótun sjálfstæðrar stefnu I utanríkis- málum, stefnu, sem hentaði smá- ríki við baráttu þess fyrir frelsi og sjálfstæði i samræmi við þjóð- areðli og forna arfleifð. Vandi þjóðarinnar og forustumanna hennar var mikill, en grundvöllur stefnumörkunar var skýr. STEFNUMÓTUN í UTANRÍKISMÁLUM Yfirgnæfandi meirihlut þjóðar- innar vildi að stefnan I utanrfkis- málum hvildi á borgaralegum þingræðislegum grundvelli, sem tryggði þjóðinni og einstaklingun- um sem mest frelsi og sjálfstæði inn og út á við. Það kom sérstaklega I hlut Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar, sem stjórnmálamanna, að marka stefnuna i utanrlkismálum tslands á framangreindum grund- velli fyrsta áratuginn, 1941—1950, sem tslendingar fjöll- uðu einir og sjálfstætt um þessi mál. Á þessu tímabili gegndu þessir merku stjórnmálaforingjar lengst manna störfum utanríkis- ráðherra. Ólafur Thors annaðist þessi mál fyrst árið 1942 og aftur 1944—1947. Bjarni Benediktsson var sfðan utanríkisráðherra frá 1947 til 11. september 1953. Mótun utanrfkisstefnu íslands á þessum árum var örðugt og vandasamt verk. Það þurfti vfð- sýni og mikinn kjark til að móta frá grunni stefnu f utanríkismál- um, sem I ýmsum efnum braut f bága við hefðbundnar hugmyndir Guðmundur H. Garðarsson, alþm. grein Utanríkismál — utanríkisviðskipti manna. Heimsstyrjöldin sfðari, er kostaði tugi milljóna manna lifið, gjörbreytti heimsmyndinni og sannaði mönnum m.a. skaðsemi gagnrýnislausrar þjóðernis- hyggju. Mótaði það mjög framþró- un f samskiptum þjóða á næstu árum og var lýðræðisríjunum mikil hvatning til stóraukinnar samvinnu og samstarfs á mörgum sviðum. Utanríkismál eru eðli málsins fjalla sérstaklega um öryggis-, varnar- og hafréttarmál. SJÁLFSTÆÐI OG SAMSTARF Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson ásamt nánustu sam- starfsmönnum f utanríkismálum kunnu glögg skil á öllum helztu þáttum þessara mála. Þeir skynj- uðu vel óskir og kröfur þjóðarinn- ar i þessum efnum.og mörkuðu þá stefnu, sem hefur tryggt íslend- ingum frelsi og öryggi f tæplega fjóra áratugi. Áherzla var lögð á sjálfstæði tslands á nánu sam- starfi við lýðræðisþjóðir heims. Aðild tslands að Efnahags- og framþróunarstofnun Evrópu, Atlantshafsbandalaginu, Frf- verzlunarsvæði Evrópu, Norður- landaráði o.s.frv. bera þessa órækan vott. Aðild tslands að framangreindum bandalögum og stofnunum felur í sér nánara sam- starf en áður þekktist við aðrar þjóðir á mikilvægum hagsmuna- sviðum samfara ákveðnum skuld- bindingum er af viðeigandi þátt- töku leiðir. Hin nýja og breytta heimsmynd er fylgdi f kjölfar heimsstyrj- aldarinnar 1939—1945 og Kóreu- stríðins 1950—1953 neyddi þjóðir heims til ákveðnari afstöðu til þeirra miklu þjóðfélagsátaka, er áttu sér stað á þessum upp- lausnarárum. Lýðræðisþjóðirnar efndu til eru einfaldar. Það var og er hags- munamál meginþorra tslendinga að borgaralegt lýðræði og öryggi út á við sé verndað f skjóli aðildar tslands að Atlantshafsbandalag- inu og með vfðtæku samstarfi við vestrænar þjóðir á sem flestum sviðum. Þjóðin hefur í tæplega þrjá ára- tugi stutt þá flokka sem hafa stofnað til og stuðlað að fram- gangi utanríkisstefnu á framan- greindum grundvelli . Yfir 80% kjósenda styður þessa flokka. íslendingar hafa notið fulls frelsis til að leita og njóta við- skipta við aðrar þjóðir. Aðild tslands að Nato hefur hvorki hindrað né stuðlað að viðskiptum við einstakar þjóðir á því tímabili, sem um er að ræða. tslendingar hafa t.d. óhindrað haft sín við- skipti við Sovétríkin á þriðja ára- tug, selt þangað mikið af frystum sjávarafurðum og keypt f staðinn mestalla þá brennsluolíu og bensín sem þörf hefur verið fyrir. ERFIÐLEIKAR EFTIRSTRÍÐSÁRANNA Fákunnátta núverandi ritstjóra Þjóðviljans og skoðanabræðra þeirra um þennan þátt utanríkis- mála Islands er furðuleg. Þeir sem um þessi mál fjalla í blaðinu, virðast ekki vita að á erfiðleika- árum eftirstríðsáranna i afurða- sölumálum, meðan þjóðir heims voru enn í sárum eftir hinn mikla Stefna frelsis og samstarfs í utan- ríkisviðskiptum íslands samkvæmt margbrotin og fjöl- þætt. Erfitt er að skilgreina svo fullnægjandi sé, hvað f hugtakinu felst. í vfðustu merkingu má segja, að undir utanríkismál heyri allt það sem varðar hagsmuni ts- lands út á við. Sem dærni má nefna: Utanríkispólitfk landsins, viðskipti við önnur lönd s.s. við stjórnvöld annarra rfkja og verzl- unaraðila; fyrirsvar Islands hjá öðrum rikjum og hjá alþjóða- stofnunum; gæzla hagsmuna fs- lenzkra rfkisborgara utan Islands o.s.frv. Vegna smæðar þjóðarinn- ar og eðlilegra takmörkunar á mikilli verkaskiptingu kom þegar í upphafi í hlut utanríkisráðherra og utanrfkisráðuneytisins að Bjarni Benediktsson. efnahags- og varnarsamstarfs á þessum árum til varnar borgara- legum þing- og lýðræðisréttind- um, sem Islendingar búa enn við eins og flestar aðrar vestrænar þjóðir, sem hafa verið aðilar að þessu samstarfi í hartnær 30 ár. Á þessu tímabili hefur verið hart sótt að þessum þjóðum inn og út á við af fimmtu herdeildum þeirra afla, er vilja borgaralegt lýðræði og frelsi feigt. Þá hefur vérið sérstaklega vegið að þeim mönn- um, sem mótuðu og tryggðu þá stefnu í utanríkismálum Islands, sem hefur tryggt frelsi og lýðræði þjóðarinnar frá stofnún lýðveldis- ins árið 1944. Ómerkileg og jafn- vel röng skrif um farsælan árang- ur þeirrar stefnu frjálshyggju og vfðsýni, er þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson mótuðu á sínum fma, eru vart svaraverð. En þegar vfsvitandi er hallað réttu máli og dróttað er að þvf, að mæt- ustu menn þjóðarinnar, sem nú eru fallnir frá, hafi verzlað með frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og gert hana ósjálfstæða, er tími til kominn að þessum nfðskrifum sé mætt á vióeigandi hátt: Viðskiptaþáttur íslenzkrar utanrfkisstefnu byggðist á frjáls- um og óþvinguðum viðskiptum við þær þjóðir sem hentaði hags- munum tslands bezt á hverjum tíma að eiga viðskipti við. For- ustumenn islenzku borgaraflokk- anna hafa aldrei þurft að blanda saman viðræðum um viðskipta- hagsmuni tslands annars vegar við öryggis- og varnarhagsmuni þjóðarinnar hins vegar. Ástæður hildarleik, voru bæði fjárhagsleg- ir og tæknilegir örðugleikar á þvf að viðskipti milli þjóða gætu hafizt með greiðfærum hætti á ný. Á þeim tíma var þvf óhjákvæmi- legt, að ríkisstjórnir, ráðherrar og opinberir aðilar kæmu nokkuð við sögu ásamt aðilum viðskipta- lifsins f sölu- og markaðsmálum. Bjarni Benediktsson sem utan- ríkisráðherra tslands á þessum árum hlaut þvi að láta sig þessi mál miklu skipta. Hann, ásamt samstarfsmönnum sínum, átti rfkan þátt f þvi að mikið magn sjávarafurða einkum ísfiskur og freðfiskur var selt til Austur- og Vestur-Evrópu á árunum Ólafur Thors. 1947—1949. Var það gert f fullu samráði við og samkvæmt vilja útvegsmanna og fiskframleið- enda. Á þessu tímabili áttu sér stað miklar sölur á frystum fiski til Tékkóslóvakíu og Sovét- rikjanna, ísfisks til Vestur- Þýzkalands o.s.frv. Árið 1947 stofnar Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna fyrirtækið Coldwater Seafood Corp. í Bandaríkjunum, en það er nú meðal stærstu fisk- sölufyrirtækja sinnar tegundar og í algjörri forustu f fisksölu- málum tslands á bezta fisk- markaði heims. Allt var þetta og fleira gert með vitund og vilja Bjarna Benediktssonar, sem leit á það sem embættisskyldu sfna að stuðla að og örva þau viðskipti er þjóðin hafði þörf fyrir og henni voru hagkvæm. NATO OG VIÐSKIPTI ÍSLANDS VIÐ SOVÉTRÍKIN Til þess að hrekja enn frekar aðdróttanir og rangfærslur, sem birzt hafa í Þjv. á þessu sumri um, að á sviði útflutningsverzlunar landsmanna hafi átt sér stað afsal sjálfstæðis til Atlantshafsbanda- lagsríkjanna til að tryggja út- flutningshagsmuni þjóðarinnar, er rétt að benda á það, að i valda- tið Sjálfstæðisflokksins á síðustu 30 árum og eftir aö tsland gerðist aðili að því bandalagi árið 1949, hafa viðskiptin við Sovétríkin stóraukizt. Þessi viðskipti hafa oft verið tslandi hagkvæm. Aðild að Nato hefur ekki verið þjóðinni fjötur um fót að nýta þá mögu- leika út í yztu æsar, sem þar hafa verið fyrir hendi á hverjum tfma. Það er svo annað mál, hvort Sovétríkin hafi ekki reynt að not- færa sér þessi viðskiptatengsl, sér og fylgismönnum sinum hérlend- is til framdráttar. Á þessu stigi skal ekki farið frekar út f þau mál. BANDARÍKIN BEZTI MARKAÐURINN Því er svo aftur ekki að leyna, að þótt viðskiptin við Sovétríkin hafi á stundum verið Islandi hag- kvæm, en þau hafa til skamms tíma verið á vöruskiptagrund- velli, þá hafa hin frjálsu og óbundnu viðskipti tslands við Bandaríki Norður-Ameriku verið miklu hagkvæmari og fólkinu i landinu ábatasamari. Utflutning- ur íslands til Bandaríkjanna á frystum sjávarafurðum siðustu áratugina hefur raunverulega verið kjölfesta í atvinnulifi og af- komu þjóðarinnar. Atvinnuöryggi og bein lifsaf- koma þúsunda sjómanna, verka- manna og verkakvenna um land allt, hefur byggzt á framleiðslu- og útflutningi frystra sjávaraf- urða til Bandarfkjanna. Þar hefur verðlag á frystum sjávarafurðum verið hvað hæst og fyrir þann markað hafa því dýrustu vörurn- ar verið framleiddar. Þessa staðreynd þekkir hvert mannsbarn i sjávarbæjum á Is- landi. Fólkið þekkir sinn lífs- grundvöll og lætur ekki annarleg sjónarmið reynslulítilla manna, er hafa stjórnmálaþras að aðal- starfi villa um fyrir sér i utanrfk- ismálum. STEFNA BYGGÐ Á ÞEKKINGU OG REYNSLU Framkvæmd útflutningsverzl- unar íslands frá 1944 hefur byggzt á þeirri meginstefnu, að einstaklingar og samtök framleið- enda skyldu sjálfir hafa fullt frelsi til að leita markaða og taka upp vióskipti, þar sem það reynd- ist þjóðinni hagkvæmast. Ef þörf krafði veitti rfkisvaldið aðstoð til þess að auðvelda þessa frjálsu starfsemi. Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson, hvor í sfnu lagi og sam- eiginlega, stóðu að þessari stefnu- mörkun ásamt þeim mönnum er bezta þekkingu og yfirsýn höfðu á þessum málum. Þessi stefna frels- is til handa'aðilum atvinnulífsins f útflutningsmálum þjóðarinnar hefur reynzt henni heilladrjúg, en að því og fleiru mun verða vikið nánar f næstu greinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.