Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 Börnin í Bjöllubæ uflir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR — Hvernig nær hún í bjöllurnar? spurði Kuggur. — Köngurlóin vefur límkenndan vef, sem heimskar bjöllur og flugur flækjast í, svaraði Jóa Gunna, — en sumar köng- urlær eru veiðiköngurlær og þær eru fljótar að hlaupa og elta fórnarlömbin uppi og ráðast á þau. — Eru köngurlær grimmar? spurði Lilli, því að hann langaði til að vita sem mest um köngurlær og strákum finnst alltaf skemmtilegt að heyra um eitthvað , sem er hættulegt og æsandi. — Grimmar? svaraði Jóa Gunna. — Já, köngurlær eru sko grimmar. Þær borða allt, sem að kjafti kemur. Þær borða meira að segja mennina sína. Ha? sagði Lalli. Borða þær mennina sína? Oj, bara. — Já, já, svaraði mamma hans. — Menn köngurlóanna eru minni en þær — miklu minni og þær borða þá eftir gift- inguna, ef þær ná í þá. — Mikið eru þær vondar, sagði Kugg- ur. — Eru þær sterkar, mamma? spurði Buggur. — Já, sagði Jóa Gunna lágt og ég er ekki frá því, að hún hefði fölnað við tilhugsunina, ef hún hefði getað það, en þó sló grænleitri slikju á brúna skelina. — Já, þær eru mjög sterkar miðað við stærð, þó að þær séu ekki jafnsterkar og flær. Flær geta dregið kerru, sem er miklu stærri en þær og flær geta stokkið margfalda hæð sína í loft upp. Það er af því að flær hafa svo sterka afturfætur. Það var greinilegt, aó Jóa Gunna var að eyða málinu og vildi alls ekki tala meira um köngurlær. 2. kafli. Komið þið blessuð og sæl. Síðast kynnt- ust þið Jóu Gunnu og manninum hennar ásamt börnunum hennar tólf, sex strák- um og sex stelpum. Þau voru öll litlar, brúnar hveitibjöllur, sem áttu heima í skókassa hjá vísindamanni og þau kunnu að tala, hugsa og sum kunnu líka að syngja og það er meira en ég get, því að ég er vita laglaus. Jóa Gunna var einmitt Hvað er þetta maður? — Auð- vita vitum við, að klukkan er hálf fimm, hann Dúddi er með úr. vl o> MORödM KAfp/no GRANI göslari Hann er ekki skarpur blessaður, en áreiðanlegur. Þetta er reykmerki til við- eins eitt vantar þar, en það er: gerðarmannsins. MÖMMU. Hann var búinn að biðja hennar og hún var búin að hryggbrjóta hann. Jæja, sagði hann, og stundi vonsvikinn. Nú giftist ég lfk- lega aldrei. Hvaða vitleysa er I þér, sagði hún hlæjandi og dálftið drjúg. Þó ég hafi hryggbrotið þig er ekki þar með sagt, að allar hinar geri það Ifka. Auðvitað gera þær það, sagði hann samanfallinn. Ur þvf að þú vílt mig ekki, hver held- urðu að vilji mig þá? X Dagblað nokkurt spurði les- endur sína að þessari spurn- ingu: Hvað er sameiginlegt með konu og dagblaði. Bezta svarið barst frá konu, svohljóðandi: Það, að hver maður ætti að fá sér eitt eintak og aldrei að kfkja á eintak nágrannans. X Hvern eru þeir að grafa í dag? spurði forvitinn náungi, er Ifkfylgdin var að fara fram- hjá. — O, það er vesalingurinn hann Jón gamli Jónsson. — Já, akkúrat. Er hann nú dauður gamli maðurinn? — Þú heldur þó ekki að þetta sé einhver æfing, eða hvað? Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 21 — Þetta er maðurinn minn, sagði hún, þegar hún tók eftir þvf hvert augnaráð hans hvarflaði. Hann dó f flugslysi. Hann fann á sér, að meðaumk- un myndi aðeins verða til að espa hana upp. — Hvað voruð þið gift lengi? — 1 tvö ár. Hún setti bókina aftur á sinn stað. — Má bjóða yður eitthvað að drekka? — Það þigg ég með þökkum. Hann settist niður f þægilegan stól við arininn og nú vissi hann, að bréfin og barnahókin höfðu sannfært hann um það, sem hann hafði þurft að vita. Linnet Emries var sú sem hún sagðlst vera. Hún var ekki útsendari fangavarða James Everest. Á miðvikudagsmorguninn fékk hann bréf frá Texas. Það var skrifað með bláu bleki á ljósblátt blokkarblað og heimili og nafn sendanda grafið gullnum stöfum áþað. Kæri Hr. Seavering. Mig langar að þér vitið að þegar þér komuð til mfn hafði ég mfnar efasemdir um hvað fyrir yður vekti.En þær hef ég ekki lengur. Ég fór yfir á búgarðinn og bað um að fá að hitta Helene. En mér var ekki einu sinni hleypt fram- hjá hliðverðinum. „Ungfrú Everest Ifður ekki vel“ hljómuðu þau skilahoð sem komu frá húsinu, þegar vörðurinn hringdi heim. — Hún vill ekki taka á móti gestum. Eg dreg satt að segja í efa að hún sé veik, þar sem hún hefur aldrei veríð kvellisjúk um dagana — Eg undanskil vitanlega dvöl hennar á sjúkrahúsinu á sl. ári en það var ekki vegna sjúkdoms, eins og þér vitið. Forvitnin ein hefði nægt til að hún hefði, ef allt væri með felldu, viljað hitta mig — það er að segja ef hún sjalf fær einhverju ráðið. Með beztu keðjum, Sue Ann Carrington. Þetta voru vitanlea ekki öruggar upplýsfngar. Aðeins ágizkanir. En hvað voru ekki ágizkanir f þessu einkennilega Everestmáli? Hann minntist þess hversu hann hafði skynjað þokka þessarar konu. f sömu andrá hringdi sfminn. — Það er Dwight Percy, Seavering. Mig langar að tala við yður... og biðja afsökunar á þvf þegar við hittumst sfðast... Svo að hann fór með lestinni til Connecticut og f leigubfl að stóra hvíta húsinu, þar sem ráðskonan tók nú á móti honum — móður- leg, miðaldra kona. Cap stóð við hlið hennar og dillaði rófunni ofur vinalega. Dwight Percy tók á moti honum f sömu vistarveru og sfðast. Hann reis upp og rétti fram höndina. — Eg harma hvernig ég var f viðmóti sfðast. Sannara orð mæli ég ekki. — Hafið þér skipt um skoðun? Hann leit spyrjandi á Jack. — Hefðuð þér trúað eins og ekkert væri, ef ungur maður hefði komið askvaðandi með þá sögu sem þér báruð á borð fyrir mig? — Kannski ekki! Jack hló og settist á moti Percy. — Ég hef aflað mér upplýsinga uni yður sfðan við töluðum saman sfðast. Eg vona þér takið það ekki óstinnt upp, en ég átti ekki um annað að velja. Forlagið mitt er fhaldssamt og við kærum okkur ekkert um æsifréttamennsku. Ekkí þegar bezti höfundurinn okkar á f hlut. En nú skil ég að þær upplýsingar sem þég gefið mér eru réttar. Eg neyðist þvf til að leggja trúnað á hina kyndugu sögu yðar um Everest. Það var ánægjulegt. Ég hafði einmitt búizt við að þér gætuð hjálpað mér heilmikið. Dwight Percy kinkaði kollf. Yfirskeggið gaf honum enskan blæ enda þótt hreimurinn ætti þar ekki við. Og að hverju hafið þér þá komizt? — Eg heimsótti nokkra menn þegar ég var f Texas. Meðal annars ekkju Walter Carringtons og Arthur Wheelock. — Art Wheelock? Já, ég hef hitt hann stöku sinnum, þegar ég hef farið út á búgarðinn til Jamie. Hann sér um fjármálin fyrir hann. Jack sagði honum frá samtali sfnu og Wheelocks og undan og ofan af þvf sem þeim Sue Ann hafði farið á milli. Þvf næst sagðist hann hafa farið til Abilene. En hann sleppti þvf að minnast á ránið á þjóðveginum, enda var hann ekki viss um hvort það væri f tengslum við málið. m Percy var sammála lækninum f Abilene. — Nei, Jamie er ekki veikur maður. Það er útllokað. — Hvað er langt sfðan þér sjálfur hafið hitt hann? Hann hristi höfuðið. — Það var nokkru áður en Walter Carrington lézt. Haustið áður býst ég við. Ef þér hafið rétt fyrir yður f þvf að eitthvað hafi farið úrskeiðis sfðan get ég ekki hjálpað yður. Ég hef ekki verið heilsusterkur. Ég fékk hjarta- áfall fyrir nokkru og varð að láta mig hverfa ef svo má segja f langan tfma. Við höfum þess vegna orðið að láta það duga að talast við f sfma eða skrifast á, þar sem hann er ófáanlegur til að koma til mfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.