Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976
7
Þögnin um
Mao
Andlát Mao-Tse-tungs,
leiðtoga kínverska
kommúnistaf lokksins,
hefur að vonum vakið
mikla athygli um heims-
byggð alla og mikið verið
fjallað um Mao og stjórn-
málaferil hans I dagblöð
um um víða veröld. Eins
og vænta mátti eru dómar
manna og niðurstöður um
störf Mao-Tse-tungs mis-
munandi en a.m.k. eitt
dagblað á Vesturlöndum
hefur verið einstaklega
hógvært í umsögn og
meðferð á fregninni um
andlát Mao-Tse-tungs,
það er Þjóðviljinn, „mál-
gagn sósíalisma, verka-
lýðshreyfingar og þjóð-
frelsis" í raun og veru er
það með ólikindum hvað
Þjóðviljinn hefur lítið fjall-
að um Mao Tse tung á
þessum tímamótum. Sér-
staka athygli vakti, að for-
ystugrein var ekki rituð i
Þjóðviljann um þennan
helzta kommúnistaleið-
toga á vorum dögum, fyrr
en á sunnudag eða þrem-
ur dögum eftir andlát hins
kínverska kommúnista
leiðtoga! Þegar leitað er
skýringa á þessari hóg-
værð Þjóðviljans í sam
bandi við andlát Mao-
Tse-tungs, eru þær í raun
og veru afar nærtækar.
Þjóðviljinn hefur fjallað
um lát Maos i nánum takt
við herrana i Moskvu.
Blaðið hefur fylgt linunni
frá Moskvu dyggilega i
meðferð sinni á þessari
heimsfrétt. Moskvuþjónk-
un blaðsins hefur enn
einu sinni komið i Ijós.
Þetta kemur engum þeim
á óvart, sem nokkur kynni
hefur af starfsemi
kommúnista á íslandi. En
það er athyglisvert, að
andlát Mao-Tse tungs hef-
ur orðið til að undirstrika
enn einu sinni hin nánu
tengsl milli Alþýðubanda-
lagsins, Þjóðviljans og
kommúnistarikjanna í
Austur-Evrópu.
Efnahagsbati,
en...
Ljóst er, að ástandið i
efnahagsmálum okkar ís-
lendinga fer batnandi.
Hinar ströngu ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálum eru farnar að
bera árangur. Jafnhliða
hefur afurðaverð erlendis
farið hækkandi. Þetta
tvennt veldur því, að nú
er bjartara framundan en
verið hefur um skeið.
Hinu er ekki að leyna, að
við verðum að ganga
hægt um gleðinnar dyr.
Þann ávinning, sem okkur
mun hlotnast á næstu
misserum, getum við ekki
notað til þess að bæta
lífskjör okkar fyrst í stað,
heldur verður að greiða
niður erlendar skuldir,
sem við höfum safnað á
undanförnum erfiðleikaár-
um. Að þessu er vikið í
forystugrein dagblaðsins
Visis i gær og þar segir
svo: „Á siðustu mánuðum
hafa komið fram ýmis
merki þess, að heldur
horfi i rétta átt i efnahags-
málum. Kemur þar hvort-
tveggja til, að aðhaldsað-
gerðir af hálfu stjórnvalda
hafa borið nokkurn árang-
ur og ytri skilyrði breytzt
til hins betra á ýmsum
sviðum. Þó ekki hafi tek-
izt að koma verðbólgu-
hraðanum niður á viðun-
andi stig, hljóta þessi tið-
indi að lofa góðu. En þrátt
fyrir þessi umskipti er
Ijóst, að enn er ekki fyrir
hendi svigrúm til að bæta
lífskjörin til mikilla muna
með snöggu átaki. Enginn
þarf að fara i grafgötur
um, að áfram er þörf mjög
strangra aðhaldsaðgerða,
jafnvel miklu ákveðnari
en beitt hefur verið fram
til þessa. Á-þetta jafnt við
um heimili, fyrirtæki og
opinbera aðila. Gegndar-
laus skuldasöfnun erlend-
is á siðustu árum, hlýtur
að sniða okkur þröngan
stakk i þessum efnum.
Við höfum ekki enn kom-
izt upp úr þvi feni.....
Engum blöðum er um það
að fletta að leggja verður
mikla áherzlu á að halda
almennum launahækkun-
um innan hóflegra marka.
Fullvist er, að ný verð-
bólgualda mundi bitna
með meiri þunga en
nokkru sinni fyrr á þeim,
sem búa við lægst laun í
þjóðfélaginu. Jafnljóst er
að rikisstjórnin þarf að
sama skapi að reka
aðhaldsstefnu innan rikis-
kerfisins og í opinberum
framkvæmdum. Það þarf
þvi samræmdar aðgerðir á
öllum sviðum þjóðar-
búskaparins til þess að
nokkur von eigi að vera
um árangur i baráttunni
gegn óðaverðbólgunni."
Undir þessi aðvörunar-
orð Visis er full ástæða til
að taka.
Skrifstofuþjálfunin
Einkaritaraskólinn
Skrifstofutækni — svonefndur Kjarni B:
1. Vélritun 2. Stafsetning 3. Bókfærsla 4 Reiknivélar 5.
Afgreiðslatollskjala og verðútreikningar 6. Bankaviðskipti
7. Póstur og sími 8. Lög og formálar 9. Kynning á
skrifstofuvélum 10. Almenn skrifstofustörf.
Námskeiðið stendur í 24 vikur. Þrjár kennslustundir á
dag fjóra daga vikunnar auk vélritunar. Kennsla 23.
sept. — 16 des Jólafri 17 des.—10 jan. Síðari önn
1 0. jan. — 1. apríl. Aðeins takmarkaður fjöldi nemenda.
Mímir# sími 10004 og
Brautarholt 4, „ „ „
11109 <kl 1 — 7 e.h.)
Hinor víðkunnu
myndli/tarvörur fró
Ulin/or & Heujton
Olíulitir Penslar
Vatnslitir Litagrunnar
Acrylic litir Bækur — kennsluefni
Pallettur Printex prentlitir
Hnífar — sköfur Trönur
UM ÞESSAR mundir er sumar-
spilamennskunni að Ijúka hjá
félögunum og vetrardagskráin
að hefjast. Bridgeþátturinn
mun eins og undanfarna vetur
birta fréttir frá þeim félögum,
er þess óska, og er utanáskrift
þáttarins Morgunblaðið Aðal-
stræti 6 Reykjavfk. Þá þarf
einnig að merkja bréfin með
„Bridgefréttum" þannig að
umsjónarmaður þáttarins fái
þau strax f hendur. Þá mega
blaðafulltrúar félaganna
hringja inn fréttir ef þeir óska
þess heldur eða verða eitthvað
seinir fvrir. Umsjónarmaður
þáttarins er sem fyrr Arnór
Ragnarsson.
Frá Tafl- og bridge-
klúbbnum.
Sumarspilamennskunni er
nú lokið og hefir þátttaka
aldrei verið eins mikil og í sum-
ar, en hún jókst verulega er
líða tók á sumarið. Keppt var til
heildarverðlauna fyrir öll spila-
kvöldin og gefin 3 stig fyrir
fyrsta sæti, 2 stig fyrir annað
sætið og eitt stig fyrir þriðja
sæti. Stigahæstur f þessari
keppni varð Sigtryggur
Sigurðsson, sem hlaut alls 16
stig.
Mánudaginn 20 september
verður aðalfundur félagsins, en
siðan hefst vetrardagskráin
annan fimmtudag og þá senni-
lega spilaður tvfmenningur.
Verður það nánar auglýst sfðar.
xxxxx
Frá Bridgefélagi Reykja-
víkur.
Vetrarstarf félagsins hefst
16. september en spilað verður
í vetur í Snorrabæ, Austur-
bæjarbfói. Spilað verður á
fimmtudögum og hefst keppnin
klukkan 20. Keppnisstjóri verð-
ur Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Félagið hyggst brydda upp á
ýmsum nýjungum í vetur og má
þar m.a. nefna blandaða keppni
milli ungra og óreyndra spilara
og þeirra, sem reyndari eru.
Nemendur í framhaldsskólum
fá 50% afslátt af keppnisgjöld-
um félagsins eins og undanfar-
in ár.
Stjórn félagsins hefir skipu-
lagt spilakvöld félagsins fyrri
hluta vetrar og verður dagskrá-
in sem hér segir:
16. sept. Tvímenningur
23. sept. Tvimenningur
Þá er komið að meistaratví-
menningskeppninni, er stendur
næstu sjö fimmtudaga og verð-
ur forkeppni fyrstu 3 dagana,
en aðalkeppnin í seinni 4 skipt-
in.
Að henni lokinni verður
blönduð keppni ungra og
reyndari spilara og verður hún
í þrjú kvöld, hefst 18. nóv.
2. og 9. desember verður svo
rúbertukeppni en það er út-
sláttarkeppni með skemmtilegu
sniði.
Bridgefélagið hefir sent
félagsmönnum fréttabréf og
verður það birt hér að hluta: 1)
Sú nýjung verður nú tekin upp,
að á öllum spilakvöldum félags-
ins verður haldin aukakeppni
fyrir þá, sem ekki geta, eða
ekki vilja taka þátt í aðalkeppn-
inni. Munu spilarar því geta
tekið þátt i félagsstarfinu ein-
stök kvöld án sérstakrar þátt-
tökutilkynningar. — Er það
von stjórnarinnar að nýjung
þessi verði vinsæl.
Veitt verða verðlaun fyrir all-
ar keppnir félagsins, eins og
verið hefur. Einnig verður, á
sama hátt og undanfarin ár,
veitt viðurkenning á þvi pari,
sem nær beztum árangri I
tveim helztu tvimennings-
keppnum vettarins. Þar að auki
verður spilað um meistarastig
B.S.Í.
Guðmundur Kr. Sigurðsson
mun stjórna spilakvöldum
félagsins í vetur. Til að auð-
velda undirbúning lengri móta
skulu spilarar láta skrá sig til
keppni með a.m.k. viku fyrir-
vara. Þátttaka tilkynnist til
keppnisstjóra eða einhvers úr
stjórn B.R.
Keppnisgjöld verða kr. 400 á
kvöldi fyrir félagsmenn en kr.
500 fyrir aðra. Molakaffi og gos-
drykkir verða til sölu á
spilastað, en ekki verður svo-
kallað skyldukaffi.
Fylgt verður reglum um
tímatakmarkanir, en spila-
mennska hefst kl. 20.00 stund-
víslega.“
Stjörn Bridgefélags Reykja-
vikur er þannig skipuð: Páll
Bergsson, formaður, Gunnar
Þorkelsson, varaformaður,
Stefán J. Guðjohnsen, gjald-
keri, Guðlaugur R. Jóhannsson,
ritari, Jakob Ármannsson, fjár-
málaritari. X X X X X
Frá Bridgefélaginu
Ásunum f Kópavogi.
Urslit i sumarspilamennsk-
unni 6. september urðu þessi:
A-riðill:
1. Steingrímur Jónasson — Þor-
finnur Karlsson 186 stig.
2. Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar
Þorkelssno 181 stig.
3. Þorlákur Jónsson — örn
Ingason 180 stig.
4. Ester Jakobsdóttir — Guð-
mundur Pétursson 177 stig.
B-riðill:
1. Guðmundur Arnarsson —
Jón Baldursson 218 stig.
2. Bjarni Pétursson — Haukur
Hannesson 185 stig.
3. Guðmundur Grétarsson —
Vilhjálmur Þórsson 184 stig.
4. Daníel Gunnarsson — Stein-
berg Ríkharðsson 182 stig.
Meðalskor í A-riðli var 156 stig.
í B-riðli var hún 165 stig.
Þátttaka var með miklum
glæsibrag, sú mesta í sumar,
eða alls 26 pör, sem mættu til
leiks. Sigurvegarar eru ekki
með öllu óþekktir og hafa víða
gert góóa hluti. Guðmundur og
Jón Bald. taka þarna hæstu
skor í sumar, sem enn hefur
verið tekin, eða um 70% skor.
Þeir hljóta þá að þekkja á spilin
.?
1 stigakeppni Ásanna, sumar-
Framhald á bls. 10
Fjölbreytt úrval fyrirliggjandi.
Tökum einnig við sérpöntunum
til afgreiðslu með stuttum
fyrirvara.
cmmD-
WINSDR [10 HEWTDN HALLARMÚLA 2
flllt til oð auko li/tino
r
Al vcgg-og
þakklœðning
veggklæðninga frá A/S NORDISK ALUMINIUMINDUSTRI.
Fæst í mörgum litum. Hafið samband við sölumann í
símum 22000 og 71400.