Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976
5
Aldan mótmælir
lagasetningu um
kjör fiskimanna
A STJÓRNARFUNDI í Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu
Öldunni þann 14.9. 1976 var eftir-
farandi ályktun samþykkt ein-
róma:
Stjórn Skiptjóra- og stýri-
mannafélagsins öldunnar mót-
mælir harðlega hinni nýjustu
lagasetningu um kaup og kjör
íslenzkra fiskimanna, sem gjör-
ræðisfullum og óþörfum þar sem
engin stöðvun atvinnuvega var
yfirstandandi eða yfirvofandi og
nýuppkveðinn úrskurður Félags-
dóms i máli FFSÍ var á þá lund að
engir samningar væru í gildi, en á
meðan svo væri skyldi uppgjör
fara eftir samningsuppkasti því
sem fellt hafði verið f allsherjar
atkvæðagreiðslu með mikilli þátt-
töku starfandi fiskimanna innan
FFSÍ. Samningsuppkast þetta,
með óverulegri breytingu, hefur
nú verið lögfest og borið við um-
hyggju fyrir öryggi sjómanna í
kjaramálum. Stjórn öldunnar
álítur að sú umhyggja sé af sama
toga spunnin og umhyggja allra
rfkisstjórna undanfarinna ára-
tuga, sem allar hafa sett lög til
kjararýrnunar fyrir fiskimenn,
enda sýni viðbrögð aðila ljóslega
hvor telur lagasetningu þessa sér
í hag. Eðlilegast hefði verið í ljósi
niðurstöðu Félagsdóms að hefja
samningaviðræður að nýju og þá
gjarnan f öðru formi en því sem
alls ekki fékk hljómgrunn meðal
fiskimanna sbr. niðurstöðu at-
kvæðagreiðslna. Stjórn Öldunnar
hvetur alla fiskimenn til aukinn-
ar félagslegrar þátttöku og bendir
á að allt afskipta- og áhugaleysi f
þeim efnum vinnur gegn þeim
sjálfum og hagsmunum þeirra.
Stjórnin hvetur ennfremur til
aukinnar samvinnu forystu-
manna f félagssamtökum fiski-
manna samfara meiri festu og
ákveðni um kjara- og hagsmuna-
mál þeirra.
Leiðrétting
NAFN eins þeirra, er ritaði undir
greinargerð um samskipti íbúa f
Efstalandshverfi og bæjaryfir-
valda f Kópavogi, misritaðist f
Morgunblaðinu f gær. Þar átti að
standa Hulda Finnbogadóttir en
ekki Einarsdóttir.
9 Magnari sem er 30 wött musik með innbyggðu
fjögurravíddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt út-
varpstæki með FM bylgju ásamt lang- og miðbylgju
^ Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum Sjálfvirkur
eða handstýranlegur með vökvalyftu Allir hraðar, 33,
45 og 78 snúningar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem
er mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu Segul
bandstæki með algerlega sjálfvirkri upptöku Gert bæði
fyrir Standardspólur og CrO^ spólur Upptökugæði ein-
stök, ekki er heyranlegur munur á gæðum hvort spiluð er
plata eða segulbandsspóla
Tveir hátalarar fylgja 20 wött hvor, einnig fylgja tveir
hljóðnemar ásamt CrO^ casettu
Til er folk, sem heldur að þvi meir sem hljómtæki kosta,
þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef
orðið „betra” þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið
án bjögunar.
<3ZSZ3S> framleiðir einnig þannig hljómtæki.En við
höfum einnig á boðstólum hljómtæki sem uppfylla allar
kröfur yðar um tæknileg gæði
Lausnin er:
SHC 3100 sambyggðu hljómtækin.
Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að
geyma allar kröfur yðar.
VtfíÐ:
89.980.-
NÓATÚNI, SÍMI 238Ö0,V°UÐIRNAR
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800 J Á
CROWN
Norræna félagið:
Tvær nýjar félagsdeild-
ir stofnaðar í sumar
Sjómannafélag
Reykjavíkur
mótmælir
VERULEG gróska hefur verid I
starfsemi Norræna félagsins á
þessu sumri segir I frétt frá félag-
inu. Tvær nýjar félagsdeildir
hafa verið stofnaðar, önnur á
Fáskrúðsfirði með Birgi Stefáns-
son skólastjóra sem formann en
hin á Patreksfirði með Sigurð G.
Jónsson lyfsala sem formann. Þá
var blásið nýju lffi f félagsdeild-
ina á Seyðisfirði og tók Bjarni
Þorsteinsson útsölustjóri þar við
formennsku. Það einsdæmi gerð-
ist á Patreksfirði að næstum 10%
fbúa staðarins sátu stofnfundinn
og gerðust félagar f deildinni, en
það mun algert Norðurlandamet.
Skrifstofa félagsiris hefur
undirbúið dvöl allmargra Islend-
inga á Norðurlöndum i sumar, t.d.
14 Islendinga sem voru við
sænskunám í Norbotten I Svlþjóð,
17 kennara, sem boðnir voru í
náms- og kynnisferð til Danmerk-
ur.
Framkvæmdastjórafundur
norrænu félaganna var hér I
Reykjavík I maí og formanna- og
framkvæmdastjórafundur í Fær-
eyjum I júlí. Færeyjaferðir Norr-
æna félagsins hafa ekki verið eins
vel sóttar og vonir stóðu til, en
þeir sem fóru eru mjög ánægðir
með dvölina á eyjunum og alla
fyrirgreiðslu þar, og þeir sem
tóku á móti íslenzku gestunum
eru einnig mjög ánægðir með þá
sem komu.
Samskipti Islendinga og Færey-
inga aukast stöðugt. 1 sumar
komst á vinabæjasamband milli
Siglufjarðar og Eiðis á Austurey.
1 því tilefni heimsóttu 24 íbúar á
Eiði Siglufjörð og voru gestir
Norræna félagsins á Siglufirði
ásamt fulltrúa frá skrifstofu
Norræna félagsins og fulltrúum
frá stjórn Norræna félagsins á
Ólafsfirði.
Sendiherra Kóreu afhenti trúnaðarbréf
Nýskipaður sendiherra Lýðveldisins Kóreu, hr. Sang Kook Han, af-
henti I gær forseta Islands trúnaðarbréf sítt að viðstöddum utanrfkis-
ráðherra, Einari Agústssyni. Slðdegis þá sendiherrann boð forseta-
hjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum.
I FRÉTTATILKYNNINGU, sem
Mbl. hefur borizt frá Sjómanna-
félagi Reykjavfkur, segir, að á
fundi sem haldinn var I félaginu
þann 13. sept. s.I. hafi verið sam-
þykkt að mótmæla harðlega
bráðabirgðalögum um kjör sjó-
manna og telur fundurinn lögin
algjörlega óþörf, þar sem ekki
vofði yfir nein vinnustöðvun og
engin ákvörðun af hálfu sjó-
mannasamtakanna þar um.