Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 25 fclk í fréttum + ÞEIR hafa úti allar klær bandarísku forsetaframbjóðendurnir við að afla sér stuðningsmanna. Hér sjáum við hvar Jimmy Carter hefur tekið Mikka mús tali og er ekki annað að sjá en að vel fari á með þeim félögum. Ford forseti hlýtur að eiga eitthvert svar við þessu og ekki er ólfklegt að hann hafi þegar tryggt sér stuðning Jóakims frænda. Brando lœtur móðan mása + MARLON Brando hefur iöngum verið f sviðsljósinu en nú að undanförnu hefur hann vakið á sér meiri athygli utan kvikmyndaveranna en innan. Hann hefur gerzt ákafur bar- áttumaður fyrir máistað Indí- ána og af sama ákafa móðgar hann starfsbræður sína. Um Jack Nicholson hefur hann þetta að segja: „Hann er eins og pfanóleik- ari með einn fingur. En það kemur þó ekki að sök, hann notar aðeins eina nótu. Hann er með sama svip, sama ræddblæ og er sá sami f öllum hlutverk- um sem hann leikur. Hann er skelfilega leiðinlegur maður.“ Robert Redford fær nokkurn vegin sömu útreið: „Hann er hreint ekki leikari. Það er engu Ifkara en maður- inn hafi aldrei fengið höfuð- verk eða difið hendi f kalt vatn. Penn og ekki neitt,“ segir Brando. John Wayne og Sophia Loren eru heldur ekki f náð- inni hjá Brando sem nú segist Ifklega vera hættur öilum kvik- myndaleik. „Flestir starfs- bræðra minna eru óþolandi yf- irborðsmenn og hinir vonlausir fúskarar." * Rutilo og risaeðlurnar + RUTILO Sermonti, 52ja ára gamall ftalskur lögfræðingur, hefur dálftið sérkennilegt áhugamál, sem sé fornaldarskrfmsli. Hér er hann að leggja sfðustu hönd á risaeðlurnar sfnar, sem hann hefur lengi unnið að f frftfmum sfnum, en þær eru gerðar úr plasti og silikón. Þegar allt er tilbúið ætlar hann að koma þessum huggulega hópi fyrir f skammtigarði fyrir sunnan Mflanó. Sex-skotpípa + HANN er ekki þátttakandi f „rússneskri rúlettu" hann BiII Conroy heldur nýtur hann hér reyksins úr uppáhaldspfpunni sinni, sem er að auki forngripur. Bill er mikill pfpureykingamaður og pfpusafnari og nú fyrir skemmstu datt hann ofan á þessa sex-skota pfpu, sem er steypt úr hörðu gúmmfi og vgy hæst móðins á árunum upp úr 1920, en þá var mikil pfpureykingaöld og margar sérkennilegar pfpur f umferð. Sextugur í dag: Þórður Gíslason I dag er Þórður Gíslason, bóndi á Ölkeldu II í Staðarsveit, sextug- ur. Þórður er borinn og barnfædd- ur Staðsveitingur, sonur gagn- merkra hjóna, Gfsla Þórðarsonar og Vilborgar Kristjánsdóttur, sem bjuggu öll sfn búskaparár á ölkeldu. Gfsli var lengi oddviti sveitar- innar og sýslunefndarmaður en er látinn fyrir allmörgum árum. Vilborg er Hjarðfellingur að ætt, háöldruð heiðurskona f skjóli sona sinna og tengdatætra. Þórður Gíslason er sveitamaöur af lífi og sál. Hann tilheyrir þeirri kynslóð Staðsveitinga, sem hefur með öllu horfið frá sjósókn til landbúnaðar, en fram á bernsku- ár hans byggði sveitin afkomu sina jöfnum höndum á sjó og landi. Að vísu hefur fram til skamms tíma verið skotizt til fiskjar sér til skemmtunar og búsílags, en breyttir búskapar- hættir leyfa nú ekki lengur slikt tómstundagaman. Þórður mun einna fyrstur sinna sveitunga hafa farið að Hvann- eyri til þess að afla sér menntunar á því sviði, sem hugur hans stóð til. Utskrifaðist þaðan búfræðingur eftir tveggja ára nám, en dvaldist áfram á Hvann- eyri nokkur ár sér til þroska og þekkingarauka. Nokkrir ungir menn úr sveit- inni fetuðu f hans fótspor og urðu að námi ioknu forgöngumenn í félagsmálum og framförum. Sfðan hafa synir þeirra farið sömu leið og búið sig undir að taka við af þeim eldri, þegar sá tfmi kemur. Þau voru fyrstu kynni okkar Þórðar, að fyrsta prestsverk mitt í Staðarsókn var að skfra fyrsta barn þeirra hjóna, Þórðar og konu hans, Margrétar Jónsdóttur frá Vatnsholti. Sfðan hefi ég átt samstarf við þau lengur en nokkur hjón önnur. Vil ég þá fyrst minnast sam- vinnu okkar að kirkjumálum. Staðarkirkja var vfgð árið 1945. Söngmálastjóri, Sigurður heitinn Birkis hafði alizt upp á Staðastað og baT ávallt í brjósti mikla ræktarsemi við staðinn og sveit- ina. Stofnaði hann kirkjukór og æfði fyrir vígsluna. Meðal kór- félaga voru þau Margrét og Þórður. Hafa þau æ siðan sungið við guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir. Munu þær fáar messurnar að þau hafi ekki sótt þær og sungið, þrátt fyrir annríki heima fyrir og gestkomur um helgar. Hin síðari ár hefur Þórður verið formaður sóknar- nefndar og meðhjálpari minn, unz ég lét af embætti. í öðru lagi skulu nefnd skóla- málin. Þótt ekki hefði hann kennarapróf tók Þórður að sér kennslu barna til fullnaðarprófs, fyrst sem farkennari við örðugar aðstæður, siðan skólastjori eftir að fast skólasetur var fengið. Hann hefur nú kennt í 30 ár. Allflestir nemenda hans stund- uðu síðan framhaldsnám í Ung- lingaskólanum á Staðastað og reyndust vel og flestum betur. Einkum lék kennsla f almennri stærðfræði í höndum Þórðar, enda mjög vel að sér í þeirri grein. Minnist ég margra ánægju- legra daga með honum við próf i barnaskólanum. Og enn er þess að geta, sem gerðist þar sem gleði var á ferðum f afmælisveizlum og öðr- um samkvæmum innan sveitar. Þá settu þau hjónin Margrét og Þórður svip á daginn eða kvöldið. Þar var Þórður hrókur alls fagnaðar og frömuður söngs, jafn- vígur á sálma sem veraldleg lög. Síðast en ekki sizt minnist ég fjölmargra ánægjustunda á heimili þeirra hjóna Þórðar og Margrétar. Þau eru gestrisin og góð heim að sækja, samhent f þvf sem öðru. Kom ég þar oftar en á flesta bæi aðra, bæði vegna nálægðar svo og margvfslegs sam- starfs við húsbóndann. Oft var setinn bekkurinn á Ölkeldu, meðan heimavist var þar til húsa, áður en heimanakstur skólabarna Framhald á bls. 22 — Laxárvirkjun Framhald af bls. 23 að aflskortur yrði á Norður- landi árið 1975, ef ekkert yrði aðhafzt, var ákveðið að koma upp varastöð við Rangárvelli ofan við Akureyri. Hún tók til starfa haustið 1975 og kostar tæplega 300 millj. kr. fullgerð. Þar er langstærsta dísilvél landsins, 6889 KW. Þar er brennt svartolíu, en að þvf er mikill sparnaður miðað við gas- olíu eða sem svarar 50—60 millj. kr. á 13 millj. KWST. Að auki eru svo 4 dísilvélar á Oddeyri, sem framleiða alls um 7500 KW. en að því kann að koma, að þær verði að fjarlægja vegna skipulags og stækkunar hafnarsvæðis Akureyrar. NÆSTU VERKEFNI Nú er að mestu lokið fyrir- sjáanlegum virkjunarfram- kvæmdum Laxárvirkjunar. Þó verður haldið áfram vinnu við fegrun og snyrtingu í grennd við virkjunarstaði. Einnig á að rffa nokkur bráðabirgðamann- virki við Laxá og reisa þar íbúðarhús starfsmanna og nýtt verkstæðishús. Það verður hægt að gera fyrir eigið fé Lax- árvirkjunar án þess að taka þurfi lán. Nú standa yfir samningar við iðnaðarráðuneytið um, að Lax- árvirkjun taki að sér rekstur Kröfluvirkjunar til bráða- birgða eftir að Kröfluvirkjun hefir tekið til starfa og þar til Norðurlandsvirkjun hefir verið formlega stofnuð. Horfur eru á að þessir samningar takist. STJÓRN Stjórn Laxárvirkjunar skipa nú þessir menn: Kosnir af bæjarstjórn Akureyrar: Valur Arnþórsson formaður, Jón G. Sólnes og Ingólfur Árnason (var fyrst varamaður Björns Jónssonar, en hefir skipað sæti hans að fullu, frá því að Björn tók við ráðherradómi). Til- nefndir af ríkinu: Baldvin Baldursson og Helgi Guðmundsson. Stjórnarmenn eiga allir heima á Akureyri nema Baldvin, sem er bóndi á Rangá í Ljósavatnshreppi. Framkvæmdastjóri er Knútur Otterstedt rafveitustjóri Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.