Morgunblaðið - 19.09.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976
13
öll kurl koma til grafar, eigum við ekki aðra
leið en fylgja þessum fávísu fjöllum. I miðju
ljóði spyr skáldið: Og haldið hvurt? Þar með
er sagt að við getum ekki losað okkur við
fjöllin þ.e. söguna og fortlðina, hversu mjög
sem okkur langar til þess á stundum; eða
hvert gætum við farið? Niðurstaða ljóðsins
verður þvi þrátt fyrir allt sú, að hinir dauðu
hljóta að raska ró okkar, hversu mjög sem við
reynum að forðast fylgd þeirra.
Dauðinn er áleitið viðfangsefni í þessum
ljóðum Kristjáns Karlssonar. Orðið árangurs-
leysi er athyglisvert lykilorð í bókinni og
kemur fyrir a.m.k. tvisvar í sambandi við
fallvaltleika, en vert er að hafa í huga, að eitt
er árangursleysi, en annað tilgangsleysi. Lif
okkar og ljóð eiga sér tilgang, þó að árangur-
inn sé misjafn eða enginn.
Þegar við nefnum orðið tilgang, liggur
beint við að lita á ljóð sem heitir „Hugsað til
Magnúsar Ásgeirssonar". Það er hvorki pré-
dikunin né skoðunin, sem hefur gildi I kvæði,
heldur það sjálft sem listaverk, hvorki pólitík
þess né merking. Þetta er inntak ljóðsins um
Magnús Ásgeirsson. En þar segir m.a.:
en árangursleysið sjálf dyggð hvers Ijóðs,
jafnt hvað sem af hugmynd þess hlýst.
I þessu ljóði er m.a. fjallað um þá
„tvlskiptu hugmynd" sem llf okkar er,
ennfremur er I ofangreíndum llnum
berum orðum sett fram sú mótsögn, að gildi
kvæðis sé óviðkomandi afleiðingum þess, ef
einhverjar eru. Ef ég skil ljóðið rétt, er það
áminning til okkar um það að skáldskapur á
þvl einungis erindi við okkur, að hann lánist
sem kvæði. Að öðrum kosti er betra að halda
ræður á útifundum á Lækjartorgi — þar sem
þær eiga heima. Það er ekki nóg að boða
„góðan málstað" I ljóðum sínum, ef listina
vantar; og hún sprettur ávallt, eins og allt
sem skiptir einhverju máli úr andstæðum
slnum. Merkt skáld hefur minnt okkur á, að
afl djöfuls og engils veldi eru af einni og
sömu rót. Og Kristján Karlsson talar um, að
sjálf dyggðin sé „afsprengi ills og góðs ...“ Þó
að hlutverk Magnúsar Ásgeirssonar hafi
verið mikilvægt I íslenzku menningar- og
þjóðlífi, og hann beri jafnvel fram erlenda
list sem Islenzkan boðskap, ef svo mætti að
orði komast, er það ekki þessi boðskapur,
sem örlögum ræður, heldur, með hverjum
hætti kvæðin sjálf eru borin fram til sigurs á
fslenzku. I þvl en ekki boðskapnum felst
sigur skáldsins. Þýðendur eyðileggja oft ljóð
vegna þess þeir „skilja" þau til fulls — og
hætta að upplifa þau; koma siðan skilningn-
um einum til skila. En góður þýðandi skiptir
um „lit“ eins og rjúpan. Hún er ekki landið
en hún tilllkist þvl. Styrkur Matthíasar
Jochumssonar sem þýðanda var einmitt
fólginn I því, að hann fór að yrkja nýtt ljóð —
og þá á ég við Ijóð, en ekki þýðingu — þegar
hann hafði unnið bug á skilningnum. Þetta
tókst Magnúsi að sjálfsögðu einnig, svo
merkt ljóðskáld sem hann var. Og þar vann
hann sína mestu sigra. Auden sagði undir
ævilokin, að hann vissi ekki til að pólitisk
ljóð hefðu nokkurn tlma breytt nokkrum
sköpuðum hlut — og var þá að tala um sln
eigin ljóð frá Spánarstyrjöldinni. Þó að þetta
sé ekki, frekar en annað, algild regla, má
áreiðanlega finna þessum orðum Audens
stað með mörgum — og ekki slzt — nær-
tækum dæmum. Það er óbragð að þvi, þegar
pólitiskir flokkar ætla að hafa ,,gagn“ af
ljóðum skálda. (Þó að hitt sé kannski verra,
þegar skáld ætla að hafa „gagn“ af pólitísk-
um flokkum).
Viða í ljóðum Kristjáns Karlssonar, ekki
slzt hinum ensku, er frjálslega farið með
fyndni, en það er öðrum þræði tilgangur
vísnanna I Hringrásum, hinn er sá að leysa
upp hefðbundið form og yrkja e.k. dans-
kvæði, sem hæfir stund og stað:
Allt gengur sinn gang,
jafnt um heiðar og sali.
Taktu Andrew Lang,
hann var skáld en fyrst smali.
Ætli það sé rétt?
Ef svo er ekki,
þá taktu dæmið
af Rlkharði Becki.
En kannski er höfuðprýði þessa ljóðs
„konversasjónin", samtalið. 1 Hringrásum
eins og vlðar annars er skemmtilegt sam-
bland af gamni og alvöru og kemur það hvað
eftirminnilegast fram I ljóðinu um Halldór
Hermannsson:
Lát aðra um rfki, sem ekki er af þessum
heimi.
Einn septemberdag, þegar laufið löðraði af
eldi.
hafði vegalaus sirkus sest upp I bænum,
og bláflekkðtt klðn steyptu stömpum frá
morgni til kvölds
á völlunum niðri við naustið.
Das tíber die Wellen barst upp um hæðir
með blænum
og börn og kettir mættust á formlegu sveimi.
Vindarnir blésu, þig bar yfir vatnið og skóg-
inn,
slær bálför þfn eldi f haustið?
Þitt eigið rfki lá óhult og myrkvað að baki:
lófastórt gótf, en annars eyland f sænum.
Nei, vindarnir biðu, ég grfp fram f tfmann og
gleymi:
þú gekkst niðrá völlu að hlátrum og lófataki.
Lát aðra um rfki, sem ekki eru af þessum
heimi.
Jafnvel þótt llfið sé ekki merkilegra en
sirkus vill skáldið sýnilega skilja við Halldór
Hermannsson lifandi; vill muna eftir honum,
ekki sem bókaverði og fræðimanni I Iþöku
vestur I Bandarlkjunum þar sem þeir störf-
uðu saman, heldur heimsmanni; llfslistar-
manni.
Þessi samanburður við hringleikahúsið
verður manni eftirminnileg reynsla.
Kristjáni Karlssyni leiðist augsýnilega
súbjektlfur skáldskapur, þar sem skáldið er
alltaf að flækjast fyrir I ljóðinu. Og það vakir
fyrir honum að skapa sjálfstætt llf úr
málinu: lesandinn á að geta gengið inn I
ljóðið öðlast þar nýja reynslu án þess skáldið
sé þar á stjái. Það merkir að sjálfsögðu ekki
að skáldið hafi ekki upplifað þá reynslu, sem
felst I ljóðinu, heldur að skáldið hafi um-
breytt henni I ljóð. Að því leyti hljótum við
að finna skáldið I ljóðinu. Llfsreynsla
Kristjáns sjálfs hefur kennt honum að það sé
eitthvað eitt, eða fátt, sem gefur llfinu gildi:
I byrjun er orðið,
hver hugmynd, hver hreyfing
skal vfs,
en hjarta skáldsins
er þröngt og fátt,
sem það kýs:
ein hugsorfin minning
og niðandi vatn
undir fs
Þroski, hvað sem hann annars merkir, er
fólginn I þvf að finna, hvað það er, sem
endanlega skiptir máli. Upphaflega var það
allt, sem var skemmtilegt, hver hreyfing,
hver hugmynd — öllu átti að halda til haga;
listin átti að geta náð yfir allt — allt átti að
vera á vfsum stað. En uppsprettan er endan-
lega maður sjálfur: hjarta skáldsins er
þröngt og fátt, sem það kýs; minningin
verður „hugsorfin“, því að tíminn sllpar
hana stöðugt; eða eigum við að segja hugur-
inn, af þvl hann er alltaf að fást við hana;
alveg eins og vatn sllpar stein.
Kvæði Kristjáns Karlssonar eru
„formalities", styðjast við lögmál, sem er
ekki algengt I skáldskap hér á landi. Kristján
veit af Pound, eins og önnur skáld
aldarinnar, og hann á líklega Wallace
Stevens nokkuð upp að inna, þó að það sé
ekki sýnilegt, heldur einungis fyrir hans
„innra eyra“. Það er engin tilviljun að bók
Kristjáns Karlssonar heitir Kvæði, þvl að
hann gerir sýnilega greinarmun á ljóðum og
kvæðum: hin slðarnefndu eiga sér lögmál,
jafnvel Hringrásir (danskvæði á atómöld) en
ljóð þurfa ekki að eiga sér ákveðið lögmál
frekar en tilfinning. Ljóð verða að sjálfsögðu
að eiga sér innri hrynjandi, sem slær eins og
hjartað I brjósti skáldsins. Það eiga kvæði
Kristjáns Karlssonar að sjálfsögðu einnig, þó
að þau séu formleg að öðru leyti.
Kristján Karlsson hefur sagt við mig I
kaffihúsa samtali: „Það er til merkingarleg
hrynjandi, en órytmískt ljóð er ekki til, eða
hvað? Það eru auðvitað til ljóðrænar hug-
myndir og ljóðræn sambönd sem eru samt
ekki ljóð af þvl að þær hafa ekki ávinning af
rytma samtalsins, t.d.: Aftur hverfum vér frá
kulda nórðursins til vorbllðu Þýzkalands,
segir i Sögum herlæknisins"
I Hringrásum segir skáldið á einum stað:
Rlm jú víst er það rlm
og/eins konar lfna...
í samtali sagði hann eitt sinn við mig: „Ég
hef ekki beinlínis áhuga á stuðlum, heldur
Hnu — I þessum kvæðum, af þvl að hún gefur
mér viðdvöl, sem ég ímynda mér að skipti
máli fyrir nákvæmni kvæðisins. En ákveðin
lína á íslenzku er þannig uppalin, að hana
langar til að láta stuðlast eins og góðu börnin
og það er ágætt, svo framarlega sem hún
verður ekki pen, þ.e.a.s. málsháttur eða
klisja... En hvað sem hver segir er stuðlun
nær samtalsmáli en prósastíll, því að I eðli
slnu er hún ekki annað en raddbeitingar-
áherzla." Þessi viðdvöl llnunnar er víða
merkjanleg I kvæðunum, svo að ekki sé
minnzt á „samtalið“ I ljóðum skáldsins. Hann
heldur því fram, að ljóð eigi að vera samtöl,
en ekki skoðanalegar niðurstöður („ef kvæði
eiga að vera íbúðarhæf". K.K.). Oscar Wilde
sagði á sínum tlma: Samtöl eru eina ölvunin.
Og ítalska Nóbelsskáldið Quasimodó sagði
eftir að hann skildi við hermitismann eða
sinn lokaða skáldskap: Ég vil að ljóð mín séu
samtöl við fólk. Allt er þetta harla athyglis-
vert og þá ekki sfður það, sem argentínska
skáldið, Jorge Luis Borges, sagði við mig,
siðast þegar hann var hér á ferð: 1 öllum
góðum ljóðum er samtal. Og hann bætti því
við, að samtal væri eitt hið eftirsóknar-
verðasta I llfinu, sagði að hann og skáld-
bræður hans hefðu nærzt á kaffihúsasamtöl-
um, þegar þeir voru ungir og minnti mig á að
Platon hefði ekki getað hugsað sér lífið án
Sókratesar og eina leiðin til að vekja Sókra-
tes upp frá dauðum hefði verið sú — að finna
hann aftur I samtölum, sem þeir höfðu átt.
Hér má bæta því við, að Sigurður Nordal
sagði, að hann mundi nefna ljóðið „Sáuð þið
hana systur mína“, ef hann yrði beðinn að
benda á eitt ljóð íslenzkt, sem að hans áliti
væri fullkomið. Þetta ljóð er I samtalsformi,
samanber upphafið, Sáuð þið..., en meira
máli skiptir i þessu sambandi, hvernig ein-
lægni kvæðisins stafar frá hrynjandi talaðs
máls. Maður skyldi ætla, að hún sé skýringin
á dálæti Nordals á þessu ljóði Jónasar. Auk
þess er ljóðið eins konar harmleikur I hvers-
dagslegum búningi. Við gætum jafnvel
kallað það hversdagsljóð; það er harmleikur
þess að vera orðinn fullorðinn; að vera búinn
„að brjóta og týna“.
En spyrja má: Hvers vegna eiga þessi ljóð
Kristjáns Karlssonar erindi við okkur sem
nýr persónulegur skáldskapur, fyrst þau eru
eins „formleg" og raun ber vitni og byggja
svo mjög á gamalli islenzkri Ijóðhefð,
stuðlum og rími, sem verið hafa á undan-
haldi? Ég get ekki svarað þessari spurningu
nema með langsóttri dæmisögu: Þegar ég var
drengur, var ég á Melavellinum alltaf þegar
ég gat og fylgdist með þeim íþróttamönnum,
sem þangað komu. Ég horfði á þá klæða sig
úr og I, æfa sig, keppa. Einn þessara manna
var Magnús póstur og dáðist ég mjög að
honum. Hann hljóp lengra en allir aðrir og
var, að þvl er virtist, þindarlaus. Þegar ég sá
hann klæða sig úr hlaupaskónum, var mér
það ærið umhugsunarefni, af hverju tærnar
á honum voru vafðar og plástraðar, en mér
var loks sagt, að það væri vegna þess, að hann
hefði hlaupið svo oft og svo langt, að tærnar
væru orðnar lausar við fótinn og skröltu
innaní skónum. Þegar ég heyrði þessa skýr-
ingu, fannst mér að Magnús póstur ætti að
hætta að hlaupa maraþonhlaup frá Þingvöll-
um, en I þess stað láta tærnar á sér festast,
svo að þær skröltu ekki I skónum með þeim
hætti, sem raun bar vitni. Svo hætti Magnús
að hlaupa og ég tók gleði mina aftur, hugsaði
sem svo, að nú mundu tærnar á honum gróa
við fæturna, hann yrði nýr maður og að því
kæmi að hann gæti hlaupið aftur algróinn
sára sinna og upplagðari en nokkru sinni.
íslenzk ljóðlist var búin að hlaupa af sér
tærnar, þegar formbyltingin var gerð, þær
skröltu lausar I skónum. Rímorðin og
stuðlarnir höfðu losnað frá málinu vegna
ofnotkunar, voru sjálfvirk. Maraþonnotkun
var að ganga af þeim dauðum. En með
órlmuðu ljóðunum kom hvild, og tærnar
greru. Af þeim sökum má nú aftur fara að
hlaupa stuðla- og rímspretti, jafnvel með
sömu rlmorðunum, sem hafa náð sér eftir
hnjaskið — en þó ekki of langa spretti, enda
gerir Kristján Karlsson það ekki i þessari
ljóðabók sinni, sem er aðeins 64 bls.; auk þess
notar hann yfirleitt ekki fasta hefðbundna
bragarhætti. En að sjálfsögðu rímar hann
saman gamalkunn orð, þvi að ekki er hægt að
krefjast þess, að nútlmaskáld yrki á nýju
máli, sem ekki er til — einungis til að
þóknast gagnrýnendum; t.a.m. er ekkert
sjálfsagðara en rlma gjöf móti gröf, ef það er
gert á jafnóvæntan og nýstárlegan hátt og
Kristján Karlsson gerir, þegar hann yrkir
Þér gamla jólagjöf.
Þér yðar eigin gröf,
eins og segir I ljóðinu Skáld, en þar talar
Kristján um ljóðabók, sem eitt sinn var jóla-
bók, en varð að lokum gröf skáldsins sjálfs.
Hvaða skáld mundi ekki einmitt hafa hitt
sjálfan sig fyrir með þeim hætti — uppi i
bókahillu?
— Ekkert -
sjónvarp?
Framhald af bls. 48
að einstök félög gætu vaðið uppi í
kjarabaráttu fyrir sjálf sig og hefði
þann einn tilgang að skekkja meira og
minna flokkasamræmið við aðra
Höskuldur sagði, að segja mætti að
bæði fulltrúar í samninganefnd ríkisins
og ýmsir framámenn BSRB hefðu lagt
sig fram í því skyni að sannfæra þing-
menn og rikisstjórn um að fyrirbærum
eins og sjónvarpsmenn stæðu nú að
væri lokið með þessari nýju löggjöf
Reyndin væri hins vegar sú, að undir-
skriftin væri varla þornuð, þegar þessi
ósköp dyndu yfir, eins og Höskuldur
orðaði það Þá sagði hann að jafnframt
mætti minna á, að gengið hefði verið
til aðalkjarasamningsgerðar við BSRB
og hann undirritaður 1 apríl 1976
Meðal þeirra sem undirritað hefðu
samninginn hefðu verið fulltrúar starfs-
mannaféiags sjónvarpsins Þessi aðal
kjarasamningur innihéldi þann launa-
stiga, sem samningsnefndum hefði
verið ætlað að vinna eftir á yfirstand-
andi samningstimabili, svo og hafi i
honum verið ákvæði um að meginregl-
an í röðuninni skyldi vera nánast sú
röðun, sem áður hafði gilt
Þá gat Höskuldur þess, að i skrifum
fjölmiðla um þetta mál hefði komið
fram, að sjónvarpsmenn myndu telja
10—15% kauphækkun nú viðunandi
en hins vegar hefði hinni hlið þessa
máls verið sleppt að hér væri um
opinbera þjónustu að ræða og aukin
útgjöld vegna launahækkana af þessu
tagi hefðu i för með sér 1 O— 1 5%
hækkun afnotagjalda ellegar að auglýs-
endur yrðu látnir borga brúsann, þvi
að fjártnagn vegna aukinna útgjalda i
opinberri þjónustu yrði að sækja i vasa
þjóðfélagsþegnanna
Eiður Guðnason hjá sjónvarpinu
sagði hins vegar, að sjónvarpsmenn
hefðu fengið aðeins þetta fjölritaða
tilboð, er öll önnur félög fengu og
hljóðaði aðallega upp á hærri dánar-
og slysabætur, og menn lifðu ekki á
sliku eins og nærri mætti geta Hann
itrekaði gagnrýni þeirra sjónvarps-
manna á vinnubrögðin í samnings-
gerðinni af hálfu ríkisins, þar sem um
væri að ræða örfáa menn sem stæðu í
samningsgerðinni sem hliðargrein við
þeirra aðalstarf i ráðuneytunum og það
væri óforsvaranlegt að afgreiða kröfur
tugi ólíkra félaga með einu fjölrituðu
blaði.
Eiður sagði. að af hálfu starfsmanna
sjónvarpsins hefði margsinnis verið
búið að láta i það skina, að ef ekki
fengist leiðrétting á launamálum þeirra
teldu þeir sig tilneydda að láta til
skarar skríða. og reyndar hefðu mörg
önnur félög rikisstarfsmanna látið í
svipað skina Hann kvaðst einnig geta
fullyrt, að innan Starfsmannafélags
sjónvarpsins væri engin ánægja með
forustu BSRB i kjaramálum og hefði
ekki verið nú um árabil allt frá þvi að
samninganefnd heildarsamtakanna
hafi samið mikilvæg hlunnindi af
vaktamönnum Margsinnis hafi komið
til tals á fundum innan starfsmanna-
félagsins að hreinlegast væri að segja
sig úr lögum við BSRB, þvi að það
hefði ætið sýnt sig að smá starfs-
mannafélög, sem væru með mikla sér-
stöðu og sérhæft starfslið, likt og gerð-
ist hjá sjónvarpinu, yrðu ætið undir i
slikum heildarkjarasamningum Eiður
benti á að fordæmi væru fyrir þvi, að
félög sem þannig væri ástatt fyrir
hefðu gripið til áþekkra ráða og sjón-
varpsmerin nú með nokkrum árangri
en þegar til þess væri vitnað i viðræð-
um við samninganefnd ríkisins, færu
nefndarmenn undan í flærhingi og
vildu ekki ræða þessi fordæmi nánar.
Eiður kvaðst telja, að rikisvaldið væri !
afstöðu sinni til ríkisstarfsmanna um
30—40 ár á eftir timanum, þvi að ekki
væri litið á rikisstarfsmenn sem fólk
með nein réttindf: „Og hvað svo sem
lögin segja, þá hljóta rikisstarfsmenn
að hafa öll þau önnur mannréttindi
sem annað fólk i landinu og geta ekki
afsalað sér þeim, .þótt þeir gangi i
þjónustu rikisins Hin margumtöluðu
hlunnindi rikisstarfsmanna. æviráðn-
ingin og lifeyrissjóðurinn, sem ætið er
verið að vitna til, skipta hér engu máli
vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur
og er að verða i þessum efnum," sagði
Eiður
Þá sneri Morgunblaðið sér til Birgis
Thorlacius, ráðuneytisstjóra i mennta
málaráðuneytinu, sem sjónvarpið heyr-
ir undir, og spurði hann hvort nokkuð
hefði verið rætt um viðbrögð af hálfu
ráðuneytisins við þessum aðgerðum
sjónvarpsmanna Hann kvað málið
hafa komið til umræðu innan ráðuneyt-
isins en engar ákvarðanir verið teknar
Málið snerist fyrst og fremst um launa-
mál, og af þeim hefði menntamála-
ráðuneytið ekki afskipti i lengtu lög