Morgunblaðið - 19.09.1976, Side 47

Morgunblaðið - 19.09.1976, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 47 — Tvísýn barátta Framhald af bls. 25 hann fyrir kanslara en 38% Kohl. Hins vegar er jafnaðar- mannaflokkurinn ekki nærri eins vinsæll og það gæti haft í för með sér vandræði fyrir Schmidt er að kosningum kem- ur, þvf að í V-Þýzkalandi er kosið um flokka og einstaka þingmenn, en ekki kanslara- embættið. Helzta vandamálið fyrir jafnaðarmenn er að marg- ir kjósendur virðast orðnir þreyttir á stjórn þeirra án þess að hafa nokkuð sérstakt út á flokkinn eða stefnu hans að setja, ef atvinnuleysið er frá- talið, en það ásamt 4.6% verð- bólgu á ársgrundvelli er engu að síður hið lægsta, sem þekkist á vesturlöndum. Annað vanda- mál er hinn róttæki armur ungra jafnaðarmanna í flokknum, sem krefst þess að NATO verði leyst upp, stjórnin fái full yfirráð yfir fjárfesting- um í iðnaði og að komið verði á fullkominni sósíalistastjórn. Þessar kröfur skelfa hinn al- menna verkamann og margt miðstéttarfólk. Kristilegir dómkratar njóta nú meiri vinsælda f landinu en þeir hafa gert í áratug og er það einkum að þakka, að ungir menn hafa tekið við ýmsum lykilembættum. Hins vegar gengur Khol illa að nýta sér þetta, því að hann er miklu lakari ræðumaður en Schmidt. Þá hafa ýmsir kjósendur, m.a. þeir sem fráhverfir eru orðnir jafnaðarmönnum, áhyggjur af skuldbindingum Kohls gagn- vart fhaldssömustu öflum flokksins, einkum Franz Josef Strauss, formanns Kristilega sósfalistasambandsins, sem er bróðurflokkur kristilegra í Bæ- heimi, en Khol hefur lýst því yfir að verði hann kanslari muni hann skipa Strauss vara- kanslara og fjarmálaráðherra. Margir miðjukjósendur hafa andúð á öfgafullri fhaldssemi Strauss og grófum starfsaðferð- um hans. Hafa jafnaðarmenn lýst Khol sem leikbrúðu í hönd- um Strauss. Hver sem úrslit kosninganna verða er talið víst að frjálsir demókratar haldi sig við jafnaðarmenn þrátt fyrir sterka biðlun frá kristilegum demókrötum, til þess að fá ekki á sig stimpil tækifærissinna. Því bendir flest til þess að til þess að Khol geti orðið kanslari verði kristilegir demókratar að vinna hreinan meirihluta þeirra 496 þingsæta, sem kosið er um nú. Skiptingin nú er sú að jafnaðarmenn hafa 230 þing- sæti, frjálsir demókratar 41 og kristilegir demókratar og kristilega sósfalistasambandið 225. Hins vegar ber þess að gæta að enginn flokkur í land- inu hefur unnið hreinan meiri- hluta frá því 1957, er kristilegir demókratar gerðu það undir forystu Konrads Adenauers. Smiðum Neon- og plastljósaskilti. Einnig ýmiss konar hluti úr Acríl plasti. Neonþjónustan hf. Smiðjuvegi 7, Sími 43777 Útskorin húsgögn Til sýnis og sölu mjög glæsileg útskorin hús- gögn. Um er að ræða skrifborð, skrifborðsstól, stofuskáp, fjóra stóla, kommóðu og svefnher- bergissett ásamt klæðaskáp. Upplýsingar að Óðinsgötu 54 milli kl. 18 og 20 í kvöld og næstu kvöld og í síma 1 2850. Vantar amerískan bíl árgerð 1974 með eftirtöldum greiðsluskilmál- um. Útborgun 750 þús. 15. jan 100 þús. 15. marz 200 þús. 1 5. maí 500 þús. 1 5. júlí 1 50 þús. Tilboð merkt: „Amerískur — 2799". sendist Mbl. Nýjar gerdir af kuldastígvélum Stígvél med hlýju fódri og med hrágúmmísóla. litur svart. Verð kr. 13.200 Þessi stígvél eru med góóri yfirvídd, passa á a/la fætur. SKOSEL, Laugavegi 60 Póstsendum., Sími 21270' — Halldór Framhald af bls. 19 áreiðanlega engin tilviljun að hesturinn hefur ætíð leitað á mig sem viðfangsefni alveg frá því að ég byrjaði að teikna og fram á þennan dag, og ætli ég haldi því ekki eitthvað áfram, enda þótt mér blöskri sjálfum allar hesta- myndirnar þegar ég sé þær komn- ar svona saman á einn stað." Halldór segist aldrei hafa verið fyrir landslagsmyndir. þótt hann geri töluvert af þe'im. „Mér finnst skemmtilegast að mála hluti á hreyfingu, það verður að vera hreyfing i mótífinu. Meira að segja þegar ég er að gera karika- túr af manni finnst mér mikils- vert að hafa í huga hvernig hann hreyfir sig, leggja á minnið alla hans takta og þótt þetta komi ekki endilega beint fram í myndinni er nauðsynlegt að taka eftir þessu." — En hvernig er það þegar þú ert að stílfæra fyrirmyndir úr lif- anda lifi, hefurðu þá einhvern tíma rissað upp þessi andlit eða leggur þú þau einfaldlega á minnið? „Ég sæki yfirleitt alltaf þessar fyrirmyndir i minni mitt. Ég hef allt frá fyrstu tið haft ákaflega gott sjónminni. Ég man það t.d. þegar ég var i gagnfræðaskóla í gamla daga, að þá var það ein- hvern tima í ensku-tíma hjá Páli Skúlasyni að við fengum það verkefni að skrifa stil. Þá var kennd gamla bókin hans Geir Zoéga og þar var framburður einstaka kafla oft sýndur neðan- máls sem þessum sérstöku prent- táknum sem til þess eru notuð. i þessum stíl gdrði ég mer lítið fyrir og skrifaði stílinn á þennan hátt, eins og ég sá það fvrir mér á blaðsiðunni. Fékk ég ákafar skammir hjá Páli fyrir að skrifa beint upp úr bókinni. Eins var það í spilatímunum í gamla daga, ég gat lokað nótnabökunum þvi að ég sá nóturnar fyrir mér. Allar gömlu týpurnar úr bæjarlifinu fyrr á árum, sem hér eru á sýning- unni, eru gerðar eftir minni og eins myndirnar úr leikhúsunum. Hins vegar fannst mér þá oft gott að rissa í lófann til að línurnar festust í minni. Maður hefur kannski ákveðna mynd í huga en vinnur svo úr henni þegar maður kemur heim og þá er gott að hafa eitthvað til að styðjast við.“ „Égereiginlega alltaf með blýantinn á lofti.“ Myndlistin er lif og yndi Hall- dórs — i senn brauðstrit hans og tómstundagaman. „Ég er eigin- lega alltaf með blýantinn á lofti og alltaf að hugsa um teikningu og skoða alla tilveruna mynd- rænt, meira að segja þegar ég horfi á sjónvarp, þá er mér eigin- lega sama þótt ég heyri ekki hvað sagt er, myndin er mér nóg, reyni að festa mér i minni hreyfingar og svipbrigði. Já, það er eins gott að það er heyrnin sem er að bila en ekki sjónin. Ef svo væri þá yrði ég ekki mikill bógur." — En áttu einhverja eftirlætis- mynd á þessari sýningu? „Æ, ég veit það ekki. Það væri þá kannski einna helzt Skúla- skeiðið sem ég kalla svo. En ég veit eiginlega ekki afhverju hún á svona mikil ítök í mér, bæði getur það verið þjóðsagan "sjálf og mótifið — nú og kva'ðið er einnig mjög sterkt. Þetta er eiginlega eina myndin, sem ég er bundinn einhverjum verulegum böndum, en þó skil ég hana ekki fyrr en nú eftir á. Samt þarf þetta alls ekki að vera bezta myndin mín. Margir hafa haft augastað á þessari mynd en ég hef ekki viljað selja hana af einhverri sérvizku held ég. Núna er hún þó til sölu, ef ég fa> nógu hátt fyrir hana.“ — b.v.s. IMÝTT — NÝTT Mikið úrval af frönskum hárskolum. PERMA Iðnaðarhúsinu Sími 27030. Ullarteppi — Acrylteppi — Nælonteppi í miklu úrvali VIÐ TÖKUM MÁL, SNIÐ OG ÖNNUMST ÁSETNINGU GREIÐSLUSKILMÁLAR FRIÐRIK BERTELSEN, LÁGMÚLA 7. SÍMI 86266

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.