Morgunblaðið - 21.09.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
Athyglisverð
I grein
' Ragnar Arnalds, for-
I maður Alþýðubandalags
ins, ritar athyglisverða
I blaðagrein um siðustu
■ helgi. Fjallar greinin um
> afstöðu ítalskra kommún-
I ista til Atlantshafsbanda-
lagsins og áhrif þeirra á
viðhorf sósíalista og
• kommúnista annars stað-
I ar f V-Evrópu. Formaður
| Alþýðubandalagsins hefur
' bersýnilega farið til ítaliu
I til þess að kynnast hinum
nýju viðhorfum meðal
I kommúnista þar og er
I óhætt að fullyrða, að hug-
> leiðingar hans á sunnudag
I eru hinar eftirtektarverð-
ustu, sem komið hafa frá
I forystumanni i Alþýðu-
• bandalaginu um langt
I skeið. Tvennt hefur vakið
mesta athygli Ragnars
| Arnalds á ítaliu: vilji
| kommúnista til samstarfs
' við kristilega demókrata
I og afstaða þeirra til
Atlantshafsbandalagsins.
I Um þetta segir formaður
• Alþýðubandalagsins í
I grein sinni: „Á ítalíu hafa
I sósíalísku flokkarnir tekið
' allt aðra afstöðu og stefna
ekki að þvi að mynda
meirihlutastjórn saman,
jafnvel þótt þeir fengju
aðstöðu til þess með
auknu fylgi. Það er yfir-
lýst stefna þeirra að fá
alla aðra flokka en fasista
til samstarfs við sig og
stefnumörkun þeirra ein-
kennist beinlínis af því að
ná sem beztu samstarfi
við aðalflokk hægri
manna, Kristilega demó-
krata. Þeir hafa jafnvel
gengið svo langt að falla
frá andstöðu sinni við að-
ild ítalíu að Atlantshafs-
bandalaginu og sætt sig
fyrst um sinn við banda-
riskar herstöðvar á
Ítalíu."
Síðan skýrir Ragnar
Arnalds frá því, að
spænski kommúnista-
flokkurinn hafi svipaða af-
stöðu til Atlantshafs-
bandalagsins og sá ítalski
og að jafnvel þótt vinstri
fylkingin í Frakklandi
fengi kosinn forseta og
næði meirihluta á þingi
mundi Frakkland verða
áfram í Atlantshafsbanda-
laginu.
Afstaðan til
stjórnarþáttöku
I hugleiðingum þessum
fjallar formaður Alþýðu-
bandalagsins um að-
stæður á ísland I Ijósi
hinna itölsku viðhorfa og
segir: „ Samvinna
sósíaliskra hreyfinga i
Vestur-Evrópu við hægri
öfl hefur oft áður átt sér
stað. Þátttaka
kommúnista og vinstri
sósialista með hægri
flokkum í fjölmörgum
rikisstjórnum i V-Evrópu
fyrst eftir heimsstyrjöld-
ina siðari var ekki siður
sögleg málamiðlun en sú
sem nú er boðuð i ftaliu.
Ein fyrsta stjórnin af
þessu tagi var nýsköpun-
arstjórnin hér á fslandi
með þátttöku Sósialista
flokks. Alþýðu- og Sjálf-
stæðisflokks. Þetta var
áður en kalda striðið hélt
innreið sina. En nú þegar
þvi hefur að mestu slotað
má búast við að þess
háttar samvinna geti
komizt á dagskrá þar sem
sérstakar óvenjulegar að-
stæður eru fyrir hendi.
Hitt er augljóst að barátta
andstæðra stétta verður
ekki sniðgengin og náin
samvinna hægri og vinstri
afla hlýtur ávallt að vera
bráðabirgðalausn, sem
ekki stendur lengi."
Auðvitað er Ijóst að i
lýðræðisrikjum er sam-
vinna flokka um lands-
stjórn alltaf timabundin
og breytist með breyttum
viðhorfum. En ofan-
greindur kafli úr grein
Ragnars Arnalds verður
ekki skilinn öðru visi en
svo að meðal æðstu for-
ystumanna Alþýðubanda-
lagsins sé nú að verða
hugarfarsbreyting. Flestir
þeirra hafa hingað til
verið rigbundnir við þá
skoðun, að Alþýðubanda-
lagið hlyti fyrst og fremst
að stefna að myndun svo-
kallaðrar vinstri stjórnar,
þ.e. rikisstjórnar er byggði
á samstarfi Framsóknar-
flokks og Alþýðubanda-
lagsins með þátttöku
þriðja aðila, þegar nauð
syn krefði þ.e. rikisstjórn
af því tagi sem hér sátu
við litinn orðstir
1956—1958 og
1971 —1974. Ummæli
Ragnars Arnalds benda
hins vegar til þess, að for-
ingjar Alþýðubandalags-
ins séu nú tilbúnir til þess
að víkka sjóndeildar-
hringinn i þessum efnum.
Ef svo er skapar það nýjar
viddir i islenzkum stjóm-
málum.
Afstaðan til
Atlantshafs-
bandalagsins
Bersýnilegt er, að af-
staða ítalskra kommún-
ista til Atlantshafsbanda
lagsins er Ragnari Arnalds
áleitið umhugsunarefni.
Hann undirstrikar sérstak-
lega, að Alþýðubandalag-
ið hafi við þátttöku i
tveimur rikisstjórnum
sætt sig við aðild íslands
að Atlantshafsbandalag-
inu og segir: „Stjórnmála-
flokkar setja ekki önnur
mál að skilyrði fyrir
stjórnarþátttöku en þau,
sem einhver raunhæf von
er um, að hugsanlegir
samstarfsflokkar geti fall-
izt á. Þess vegna hefur
Alþýðubandalagið talið
óhjákvæmilegt að sætta
sig við Nato-aðild að svo
stöddu r tvennum rikis-
stjórnum og vitað er, að
þótt vinstri fylkingin i
Frakklandi ynni sigur i
forsetakosningum eða
næði meirihluta i franska
þinginu, yrði Frakkland
vafalaust áfram i Nato
enn um skeið." Og siðar i
greininni segir formaður
Alþýðubandalagsins: „Að
sjálfsögðu munu sósialist-
ar taka fullan þátt í ríkis-
stjómum viðkomandi
landa, þrátt fyrir áfram-
haldandi Nato-aðild, þeg-
ar svo ber undir. Engu að
síður er fyllsta ástæða til
að halda kröfunni um úr-
sögn úr Nato hátt á loft,
a.m.k. i þeim Nato-rikjum
þar sem bein fasistahætta
er ekki yfirvofandi." Það
Framhald á bls. 39
Heimsþekktar verðlaunavörur frá Finnlandi. Einstakar glervörur, hannaðar af
færustu listamönnum Finnlands. Otlit og gæði littala eru í algerum
sérflokki. — Komið og skoðið úrvalið.
HIJSGAGNAVERZLUN
KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Akureyri:
Akranes:
Bolungarvík:
Borgarnes:
Egilsstaöir:
Hornafjörður:
j Húsavík:
Keflavík:
Blómabúðin Laufás
Verzl Valfell
Verzl. Virkinn
Verzl. Stjarnan
Gjafa- og blómabúðin Stráið
Kaupfélag A-Skaftfellinga
Hlynur s.f.
Stapafell h.f.
Ólafsvík:
Ólafsfjörður:
Sauðárkrókur:
Selfoss:
Siglufjörður:
Vestmannaeyjar:
Reykjavik:
Verzl. Kassinn
Verzl. Valberg h.f.
Bóka- og gjafabúðin
Kjörhúsgögn
Bólsturgerðin
Kaupfélag Vestmannaeyja
Kristján Siggeirsson h.f.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIROI. — SÍMI 51919.
O
7t
L-2L
vinsœll lampi fyrir
skolafolk.
margir litir
fyrir allt að 75w
pnilips argenta super
lux peru
PL-85
ný gerd með hálfgegn
sœjum skermi sem
gefur hlýja birtu
fyrir allt að 60 w
pnilips argenta V
super peru |
heimilistœki sf
Hafnarstræti 3—16555 Sætúni8 — 20455