Morgunblaðið - 21.09.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
25
— Heimsókn í
Hraunsrétt
Framhald af bls. 12
RÉTTINA
Á HIKLAUST
AÐ ENDURBYGGJA
Næst tökum við tali Gunnstein
Sæþórsson í Presthvammi í Aðaldal
— Réttina á hiklaust að endur-
byggja en aðalatriðið er að hægt'sé
að rétta í henni Nú er réttin vart
fjárheld, því þetta fer allt milli dilka
Menn kunna ekki orðið ð hlaða og
það er erfitt að halda réttinni við,
segir Gunnsteinn og bætir við að
deilan standi ekki um hvar byggja
eigi nýja rétt, því yfirleitt vilji fólk
ekki byggja nýja rétt.
— Afrétturinn okkar er ekki góður
sem sauðfjárland og hann er frekar
ásetinn, sérstaklega sækir mikið á
hann fé úr nágrannasveitunum. Bú-
skapur hjá mönnum hér i Aðaldæla-
hreppi er bæði kúabúsj<apur og
sauðfjárrækt
— Eina ráðið gegn þessum sam-
drætti i mjólkurframleiðslunni, sem
mikið hefur verið talað um að und
anförnu, er að hækka mjólkina nóg
Nei, ég hef ekki trú að það leiði til
offramleiðslu, því menn söðla ekki
um yfir í mjólkurframleiðsluna i einu
vetfangi Það er líka léttara að hafa
sauðféð og hægt að hafa það jafn-
gott og jafnvel betra út úr því með
þægilegri vinnu og meiri fritíma
RÉTTIRNAR FARA
ILLA MEÐ FÉÐ
Réttardegi er tekið að halla, ef svo
má að orði komast, þó ekki sé
klukkan orðin nema rétt 1 2 á há-
degi Bændur og búalið ganga rösk-
lega fram i því að draga úr hópnum,
sem enn er eftir í almenningnum En
þó féð sé komið i dilkana er eftir að
koma þvi heim og ýmist hafa menn
þann háttinn á að flytja það á bílum
eða reka það í heimahagana Hress-
ing er þó vel þegin áður en haldið er
heim, fólk gripur til nestis sins og
tyllir sér gjarnan niður í dilkunum í
einum dilknum hittum við fyrir Jó-
hannes Kristjánsson, bónda i
Klambraseli og fjallskilastjóra þeirra
Aðaldælinga
— í Aðaldælahreppi eru milli 1 3
og 14 þúsund fjár en mikið af þvi
gengur i heimahögum Nú er verið
að rannsaka beitarþol afréttarins hjá
okkur og við óttumst að ekki sé á
hann bætandi
— Réttarmálið er víða hitamál og
enn er alveg óráðið hvaða kostur
verður tekinn. Flestir eru þó þeirrar
skoðunar að réttirnar eigi ekki að
risa hér Þessar réttir eru ekki nógu
góðar og þær fara illa með féð
Bæði er að hraunið rífur i ullina og
það merst
Nú er mál að linni þessum um-
ræðum um deilur þeirra Aðaldæl-
inga, hvort ný rétt skuli risa eða sú
gamla notuð áfram Eins og fram
hefur komið i þeim stuttu viðtölum.
sem birst hafa hér að framan, er
engan veginn sýnt hver verður nið-
urstaða þess máls. Sú áleitna spurn-
ing, hvort menn vilji kosta einhverju
fjármagni til að halda við gömlum
minjum, sem Hraunsréttir óneitan-
lega eru, biður svars
Þessar vangaveltur hafa þó ekki
áhrif á gang réttardagsins þennan
daginn og Kjartan réttarstjóri biður
menn að þrengja að fénu Það á að
byrja að töfludraga, markafróðir
menn ganga skörulega til verks og
köll taka að heyrast: „Keldhverfing-
ar", „Skriða' , „Helgi", „Mývetning-
ar" Þannig er lokið við að draga féð
og séu menn ekki vissir hver sé
eigandi marka, er gripið til marka-
skrárinnar Hún er biblia réttanna
— Hugurinn
Framhald af hls. 21
þyrfti Frjálsíþróttasambandið
eða aðrir aðilar að styrkja til æf-
inga og keppni erlendis. Þá fyrst
er hægt að krefjast einhvers af
okkur þegar okkur er búin að-
staða til jafns við keppendur ann-
arra þjóða. Við getum alveg feng-
ið topp-einstaklinga bara ef þeim
væri sköpuð aðstaða, sagði Lilja.
— Ég á mér framtfðartakmörk
sem ég vonast til að geta unnið að,
en þau eru 2:02,0 mfn. f 800 m og
4:10 mfn. í 1500 m. Það væri auð-
vitað gaman að geta náð lengra,
en það er best að sýna svolitla
hófsemi í þessum málum að sinni
og tala ekki um of mikið, sagði
Lilja Guðmundsdóttir að lokum.
ágás.
— Minning
Friðrik
Framhald af bls. 31
flokknum að málum og var í fram-
boði fyrir hann ásmat Jónasi Guð-
mundssyni f S-Múlasýslu f
kosningunum 1937. Friðrik var
fróður um marga hluti, enda vfð-
lesinn, og hann naut þess f rfkum
mæli að fræða og fræðast.
Yndi hafði ftann af góðum
skáldskap, einkum snjöllum stök-
um.
Sjálfur var hann hagmæltur, en
flfkaði þvf lítt.
Spilamaður var Friðrik ágætur
og við græna borðið nutu margir
af bestu eiginleikum hans sín
mjög vel svo sem gjörhygli hans
og útsjónarsemi.
Friðrik Steinsson var maður
félagslyndur, viðræðugóður,
hjálpfús og tryggur vinur vina
sinna.
Þetta eru ekki orðin tóm. Vin-
átta og tryggð hans f garð föður
míns var ósvikin enda mat hann
Friðrik allra manna mest óvanda-
bundinna. Skal ekki nánar farið
út f það hér, en hinum látna vini
mínum færðar innilegar þakkir
fyri drengskap hans og hlýju í
garð föður mfns. A heimili þeirra
Friðriks og Önnu Mörtu átti hann
ótaldar ánægjustundir bæði fyrr
og síðar.
Að leiðarlokum færi ég Friðriki
Steinssyni bestu þakkir fyrir
margar fróðlegar og skemmtileg-
ar samverustundir. Af honum var
margt hægt að læra sakir mann-
kosta hans, langrar lífsreynslu og
þekkingar á mörgum sviðum.
I minningunni er mynd hans
skýr, sveipuð ljóma þess dreng-
skapar sem yljar manni um
hjartarætur og gerir lffið bjartara
og fegurra en ella.
Eftirlifandi konu Friðriks,
önnu Mörtu Guðnadóttur frá
Karlsskála, fósturdóttur þeirra,
Birnu Gunnhildi, fjölskyldu
hennar og vandamönnum öllum
færi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Magnússon.
5 ára reynsla
Í2
óóréttu
trifnlacjfuygatjölcliti
SOLARIS
STRIMLAR
einungis hjá
t^á^iiiigiatjölil
Lindargötu 25-Símar 13743 og 15833