Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 næsta nágrenni þeirra Páls á Freyjugötu. Nú er leiðir skilja er margs að minnast. Þakklæti er mér þó efst I huga. Vinátta og góðvild þeirra hjóna i minn garð og fjölskyldu minnar var aila tíð einstök. Þá reyndist Elín konu minni og börn- um sem besta móðir og hin trygga vinkona og verður það seint full- þakkað. Er hennar nú sárt sakn- að, en minninguna um góða konu munum við jafnan i heiðri hafa. Samúðarkveðjur sendum við hjónin Ingu og Boga og fjölskyld- um þeirra. Megi guð blessa þeim minninguna um góða móður, ömmu og tengdamóður. Oddur Guðjónsson. Nú þegar Elín Melsteð, tengda- móðir mfn, er látin, langar mig að rita nokkur þakkarorði til henn- ar. Þó hefi ég oft látið hana skilja hug minn til hennar. Ekki sist þau 20 ár, er við höfum búið und- ir sama þaki. Elín Melsteð var einstaklega hjartahlý kona. Góð öllum, sem til hennar leituðu. Og þeir voru ófáir. Hún var heimskona, en þó undantekning um leið, vegna þess hve litið hún barst á. Hún hafði verið með manni sinum, Páli B. Melsteð stórkaupmanni, á ferðum víða um Evrópu. Til Þýzkalands og Italíu fyrir stríð og til Norður- landa og Bandaríkjanna eftir stríð. Hún hafði einnig kynnst því að vera landnemi i Kanada, vest- ur undir Klettafjöllum. Elín Mel- steð gat vel hugsað sér að setjast að í Kanada innanum vini og ættingja þar, en Ingigerður, móð- ir Elínar, gat aldrei fest þar rætur og því sneri Elín heim til íslands árið 1917. Samferða þeim mægð- um heim var skáldið Stephan G. Stephansson, sem Elín hafði kynnst af afspurn þar vestra. Hann varð svo snortinn af Elínu, að hann orti til hennar kvæði á leiðinni. Elín hélt ævinlega sam- bandi við vini sfna og ættingja í Kanada og margir þeirra, er voru hér á landi á strfðsarunum leit- uðu til hennar og þáðu ráð hennar. Eftir heimkomuna starfaði Elin hjá bæjarsímanum, þar til sjálf- virka símstöðin kom 1932, en þá hafði hún þegar stofnað heimili með manni sinum og hjálpað hon- um til að leggja grundvöllinn að fyrirtæki hans. Páll B. Melsteð var maður víð- förull og oft þurfti Elfn því að sjá um heimilið f fjarveru hans. Lengst var hann í burtu á striðs- árunum, er hann var 18 mánuði í Amerfku. Hann kom heim með Dettifossi, sem sökkt var i ferð- inni. Þá var það, sem sálarstyrkur Elínar Melsteð var hinum nán- ustu bestur, meðan beðið var hvort og hvenær Páll kæmist heim. Elfn Melsteð hugsaði minnst um sjálfa sig, og lét sig miklu varða velferð allra sinna ættingja og vina, fram á seinasta dag. Það hefir verið mikil gæfa barnanna minna fjögurra að fá að kynnast Ellömmu vel. Og ófá eru þeirra spor til hennar. Jafnframt var þeim öllum jafn létt um við- vik henni til handa, á hvaða aldri sem þau voru. Athvarf þeirra hjá Ellömmu er einn þáttur, og einn sá sterkasti, f uppvexti þeirra. Sá þáttur, sem þeim mun reynast drjúgur f veganesti á lífsleiðinni. Elín Melsteð hélt sambandinu við sína ættingja yfir landamæri lifs og dauða og ég veit að nú er hún í vina-og ættingjahópi. Ég veit að hún er þar, eins og hér, velkomin. Ragnar Borg. — Minning Einar Framhald af bls. 29 missa hann Einar, sem alltaf var kominn til að hjálpa nágrönnun- um sínum, og athuga hvort hann gæti þá ekki lánað eitthvað til verksins. Einar var þannig gerður, þessi einlægi mannanna vinur, að ef maður þáði ekki hjálp hans, þar scm hann gekk ekki heill til skóg- Friðrik Steinsson — Minningarorð Fæddur 26. september 1883 Dáinn 15. september 1976 Kynslódir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilffa lagið við pflagrfmsins gleðisöng. Hinn sfungi vinur minn var bekkjarbróðir minn f Flensborg- arskóla. Minningarnar frá þeim dögum eru geislandi bjartar, um hinn gáfaða og lifsglaða mann, og skila ég kveðju frá okkur öllum, þótt fá séum eftir í lifenda tölu. Hann var hreinræktaður Aust- firðingur, fæddur í Biskupshöfða við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Marteins- dóttir og Steinn Jónsson, er þar bjuggu ásamt 6 börnum sfnum, er öll eru látin. Hugur Friðriks stóð til langskólanáms, en hann stund- aði nám í Flensborg, sem þá var ein af virtustu menntastofnunum landsins og Stýrimannaskólanum og þá tók sjómennskan við. Að- eins 18 ára gamall keypti hann ásamt nokkrum félögum sfnum mótorbátinn SÆFARA, 100 tonn, sem þá þótti stórskip, og reyndu þeir nýjar aðferðir við veiðarnar. En svo kom kreppan og allt fór úr skorðum, þvf engir voru styrkirn- ir til að létta undir eins og nú tíðkast. Áfram hélt hann sjómennsk- unni eftir veruna f Stýrimanna- skólanum. Var hann skipstjóri og nótabassi á síldveiðum. Vegna heilsubrests varð Friðrik að hætta á sjónum og varð umsjónar- maður nýja Sjómannaskólans, sem þá var f smíðum og starfaði þar til 1961, er hann fór að vinna hjá Fiskifélagi Islands fram til 1975. Mesta gæfa Friðriks var þá er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, önnu Mörtu Guðna- dóttur frá Karlskála, f sömu sveit, þann 28/9 1935. Hún var honum hin sanna stoð og stytta, er studdi hann í erfiðleikum, ekki sízt þá er lifsþróttur hans tók að dvína, unz yfir lauk. Ér við hjónin fluttumst til Reykjavíkur þá endurnýjuðust gömul kynni og eigum við honum og hans élskulegu konu ógleym- anlegar stundir að þakka. Fáir munu þeir, er komu á þeirra fund, er ekki fóru þaðan hressari og glaðari, þvf þeim var lagið með hjartans einlægni að gleðja aóra. Við vottum elskulegri eigin- konu, dóttur, tengdasyni og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Ég kveð góðan vin á nýfarinni leið til ljóss og lífs. Sveinn Ögmundsson. Eg kynntist sæmdarhjónunum Friðriki Steinssyni og önnu Mörtu Guðnadóttur á öndverðum sjöunda áratugnum, er þau flutt ust f vesturbæinn að Hagamel 45. Snemma tókst með okkur vinátta, sem entist æ sfðan, enda þau hjón gædd einstökum og aðlaðandi mannkostum, léttlyndi og glað- værð, vfðsýni ogjjölgáfum, sam- fara næmri mánnþekkingu og austfirzkum félagsanda. En nú er Friðrik vinur minn horfinn af til- veruplani mannlífsins eftir við- burðarfka og merka ævidvöl, tæpra 83 ára að aldri. Friðrik Steinsson hóf nám f Flensborgarskólanum 17 ára og nam þar í tvo vetur. Sfðan lá leið hans f Verzlunarskólann, þar sem hann stundaði nám um eins vetrar skeið, og loks f Stýri- mannaskólann, en þaðan lauk ar sfðustu árin, hafði maður það á tilfinningunni að það myndi særa hann. Við Kristleifur sonur Einars og Ástu vorum æskuvinur í orðsins fyllst merkingu. Því var ég heima- gangur á þessu góða heimili, og alla tfð til þessa dags hef ég fund- ið til þessarar hlýju sem umlék okkur börnin á þvf heimili. Til starfa Einars þekki ég lftið. En hans heima þekki ég, þar sem snyrtimennskan og natnin blasir allsstaðar við á Bei^gþórugötu 9. Þó veit ég að varla hefur fundist samviskusamari starfsmaður en hann fljótlega prófi með hæsta vitnisburði, og lagði þannig grundvöll að farsælu ævistarfi, skipsstjórn og sjávarútgerð. Ekki ætla ég að rekja starfssögu Frið- riks Steinssonar, enda ógerningur í stuttu máli. Grunar mig að sú saga kynni að fylla margar bæk- ur. Eins og ég hef áður sagt kynnt- ist ég Friðriki fyrst er hann var orðinn aldraður maður og hafði þá fyrir löngu lagt skipsstjórn á hilluna, en starfaði hjá Fiskifél- agi Islands, enda hafði hann alltaf lifandi áhuga á öllu þvf er að sjávarútvegi laut. En áhugasvið hans spannaði fleiri þætti þjóðlifsins. Hann var skarpur vSkumaður jafnaðarsteTnunnar og hámenntaður fræðimaur með íslenzka menningar- og þjóðhátta- sögu sem sérgrein. Við rannsókn- ir sfnar hafði hann næmt auga fyrir ýmsum smáatriðum, sem öðrum sást yfir, en skiptu máli við röksemdafærslu og kenninga- myndun. Hann var mikill ná- kvæmnismaður við rannsóknar- störf og fræðiiðkanir, perfeksjón- isti, sem braut vandamálin til mergjar, klauf torveld viðfangs- efni niður í frumeindir — ad fontes — til uppsprettnanna. Hann starf aði á vísindalegan hátt. Við bættist svo að hann hafði til að bera frábært minni og ríka eðlisgreind. Sem ungur námsmað- ur og æ síðan sótti ég fróðleik í gnægtabrunn til Friðriks Steins- sonar, og þar kenndi ekki grunns. Hann ar hafsjór fræðslu og frá- sagna, sem ekki urðu lesnar af bók eða lærðar í skóla. A seinni árum, þegar tók að hægjast um í erli lffsins, gaf Frið- rik sig talsvert að ýmsum menningarsögulegum hugðarefn- um sínum, þrátt fyrir háan aldur, enda hélt hann andlegri snerpu næstum óskertri til hins síðasta. Hann átti ýmsar hugsjónir frá fyrri árum, sem hann ræddi stundum um, t.d. hafði hann mik- inn áhuga á söfnun og varðveizlu upplýsinga og minja viðkomandi sjávarútvegi, og stofnun veglegs og fullkomins sjóminjasafns, svo og söfnun gagna varðandi þjóð- hætti og almenna atvinnu- og menningarsögu, en á hvoru tveggja hefur almennur áhugi vaxið talsvert á undanförnum ár- um. Saga íslenzks fullveldis árið 1918 og aðdragandi þess allur var ein af sérgreinum Friðriks. Fáir ætla ég að hafi verið honum jafn- fróðir um þá sögu, enda hafði hann leitað sér fanga geysivíða við rannsóknir sfnar á þeim kafla Islandssögunnar. Einn þáttur þessara rannsókna Friðriks laut að „fánamálinu" svokallaða, en það var talsvert viðamikið mál sem kunnugt er. Athygli hans beindist að „fullveldisfánanum", þ.e. þeim fána sem blakti við hún á Stjórnarráðshúsinu 11. des- ember 1918 — á fullveldisdaginn. Var þessi fáni ennþá til? Með ftarlegum rannsóknum tókst Frið- riki að sanna að svo væri. Hann hafði rekizt á fána einn f Þjóð- minjasafni tslands, slitinn og illa til reika. Og þar var sem sé kom- inn fullveldisfáninn frá 1. des 1918. Um þennan fána og fána- málið allt skrifaði Friðrik nokkr- ar blaðagreinar á sínum tfma, sem vöktu athygli á fána þessum. Urðu þær til þess að fáninn hlaut viðurkenningu sem hinn eini og Einar. Nú þegar við fáum ekki lengur notið Einars vinar okkar, þakka ég honum fyrir alla þá hjálp er hann veitti móður minni, svo sem að létta af henni allskon- ar snúningum. Það er sárt að missa slfkan eiginmann, föður og afa sem Ein- ar Einarsson var. Ég og fjölskylda mfn sendum Ástu, börnunum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Ég bið guð að blessa minningu Einars Einarssonar og véita Ástu þessa erfiðu daga styrk og trú. Guðmundur Jóhannesson. sanni fullveldisfáni frá 1. des. 1918 og var hengdur upp f and- dyri þjóðminjasafnsins á hálfrar aldar afmæU sínu hinn 1. desem- ber 1968. Friðrik Steinsson var einstakur lífssnillingur, gleðimaður og skáld gott, þótt ekki flíkaði hann skáldgáfu sinni. Hann lék á létta strengi tilverunnar eins og tón- smiður á flygil sinn, enda maður vinsæll og vinmargur. Hann var maður sem gustaði að, og líður seint úr minni þeim er honum kynntust. Að leiðarlokum flyt ég góðum vini og kennara hinztu kveðju, og votta Önnu Mörtu og Birnu samúð mfna. e.þ. í dag verður gerð bálför Frið- riks Steinssonar fyrrum skip- stjóra og húsvarðar I Sjómanna- skólanum. Með honum er genginn góður drengur sem ljúft er að minnast eftir löng og ánægjuleg kynni. Friðrik Steinsson var fæddur 26,sept. 1893 að Biskupshöfða við Reyðarf jörð og var þvf tæplega 83 ára er hann féll frá. Foreldrar hans voru Steinn Jónsson bóndi á Hofi í öræfum, A-Skaft., Bjarnasonar og kona hans Guðbjörg Marteinsdóttir. Þegar Friðrik var 7 ára gamall, en hann var næstyngstur 6 syst- kina, missti hann föður sinn. Við fráfall hans urðu þáttaskil i lífi fjölskyldunnar á Biskupshöfða, heimilið leystist upp og fjölskyldan tvfstraðist. Slfkt er að vísu gömul saga og ný, en óhjákvæmilega hlýtur slík lifsreynsla að marka djúp spor f ævibraut þeirra er fyrir verða, og þá alveg sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Drengnum unga var fyrst komið fyrir á Högnastaðastekk f Helgustaðahreppi, en dvaldi síð- an á Karlsskála f sömu sveit fram til 12 ára aldurs. Fluttist hann þá til móður sinnar inn á Reyðar- fjörð og gekk þar i barnaskóla um tfma. Kennari hans þar var Steinn Jónsson frá Gerði í Breiðabóls- staðarhverfi f Suðursveit og ræddi Friðrik oft um þá ágætu tilsögn sem hann hlaut hjá hon- um. Varð honum sérstaklega tfð- rætt um frábæra rithönd Steins og hefur hann áreiðanlega til- einkað sér vel tilsögn kennara sfns, þvi að rithönd hafði Friðrik bæði fallega og skýra. Þrátt fyrir lítil efni braust Frið- rik til mennta, enda skorti hvorki áhuga né hæfileika til þeirra hluta. Hann tók gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla vorið 1911 og gerðist kennari f Helgustaða- hreppi veturinn eftir. En Friðriki nægði þetta ekki, 31 sennilega fundið að þar væri hann ekki á réttri hillu. Snemma mun hugur Friðriks hafa hneigst að sjómennsku og útvegsmálum, enda fæddur með sjómannsblóð í æðum. Hann verð- ur formaður á bátum frá Eskifirði aðeins 18 ára gamall og kynnist einnig lffi sjómanna á flutninga- skipum við strendur landsins. Hér hefur stefnan verið tekin, teningnum kastað. Friðrik út- skrifast frá Stýrimannaskólanum árið 1918 og upp frá þvf allt til síðustu stundar voru hugur hans og hönd bundin sjómennsku og sjávarútvegsmálum með marg- víslegum hætti. Árið 1923 kaupir hann linuveið- arann Sæfara frá Noregi ásamt tveim öðrum athafnamönnum, þeim Simoni Jónassyni frá Eski- firði og Lúðvík Guðmundssyni frá Fáskrúðsfirði. Friðrik Steinsson stjórnaði þessu skipi í mörg ár, var vel og farsæll skipsstjórnarmaður. En þrátt fyrir vel heppnaða út- gerð í mörg ár syrti f álinn hjá þessu þjóðþrifafyrirtæki eins og svo mörgum öðrum þegar efna- hagskreppan mikla skall með öll- um sinum þunga á þjóðinni um og upp úr 1930. Sæfara-útgerðin galt þessa ástands og henni varð ekki bjarg að frá falli. En Friðrik Steinsson lagði ekki upp laupana þótt á móti blési. Hann var í mörg sumur skip- stjóri og nótabassi á síldarskipum bæði færeyskum og íslenskum og veiddi vel. Á eg sjálfur mjög ánægjulegar minningar sem ung- lingur frá einu slíku sumri með honum á vélbátnum Birki frá Eskifirði. En Friðrik gerði meira en að stunda sjó. Hann gerði sér glögga grein fyrir nauðsyn fræðslu fyrir sjómenn sem skipsstjórn vildu sinna. Er hlutur hans í þeim efn- um bæði mikill og merkilegur. Hann hélt námskeið f siglinga- fræði á Eskifirði 1918 og sum næstu ár vfðar á Austurlandi ýmist að sjálfs sín frumkvæði eða á vegum Fiskifélags tslands, veitti slfkum námskeiðum for- stöðu á Norðfirði og Vestmanna- eyjum fra 1937 til 1941 er Stýri- mannaskólinn tók við umsjón þeirra. Friðrik hafði mikinn áhuga á síldarverkun, var matsmaður í mörg ár og kynnti sér tvívegis matjesverkun á sfld erlendis. Hann var erindreki Fiskifélags íslands á Austurlandi 1931—1945 og fulltrúi Austfirðinga á fiski- þingi. Áreiðanlega hefði Friðrik sundað sjóinn af enn meira kappi en raun varð á ef ekki hefði komið til kölkunarsjúkdómur f mjöðmum sem gerðu honum mjög erfitt fyrir um sjósókn. En þegar svo var komið beind- ust störf hans að fræðslu- og skólamálum sjómannastéttarinn- ar. Árið 1945 fluttist Friðrik til Reykjavfkur og gerðist húsvörður og kennari við Sjómannaskólann. Hann lét af embætti húsvarðar 1961 en stundaði áfram kennslu- störf bæði við skólann og á heim- ili sfnu. Kenndi hann fjölmörgum sjó- mönnum undir minna fiski- mannaprófið (30 tonna) jafn- framt því sem hann vann hjá Fiskifélagi íslands við söfnun og skráningu aflaskýrslna úr bátum og togurum. Ýmis önnur störf mun hann hafa unnið fyrir félag- ið. Þó að málefni sjávarútvegsins væru Friðriki alla tið hugleikin átti hannn mörg önnur hugðar- efni. Hann hafði ákveðnar skoðanir f hærra skyldi stefnt. Veturinn 1912—13 var hann f Verslunar- skólanum, en hvarf frá verslunar- námi eftir þann vetur, hefur stjórnmálum, aðhylltist snemma jafnaðarstefnuna, fylgdi Alþýðu- Framhald á bls. 25 Vegna jarðarfarar frú ELÍNAR MELSTEÐ, verða skrifstofur vorar lokaðar eftir hádegi í dag þriðjudaginn 21 . september G. Helgason og Melsteð h.*, Rauðarárstíg 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.