Morgunblaðið - 01.10.1976, Side 11

Morgunblaðið - 01.10.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1976 11 Zettequist-kvartettinn Kammertónleikar ZETTERQVIST- KVARTETTINN er tveggja ára og samanstendur af tveim stúlkum og tveim piltum, nem- endum við tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Kvartettinn hefur þegar haldió tónleika víða og og er hér á landi fyrir tilstilli sam- starfs á milli Nordisk Solistrad, Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Félag ísl. tónlistarmanna. Heimsókn þessara ungmenna er ánægjuleg og ætti að vera ungum ísl. tónlistarmönnum hvatning, jafnframt því að vera hljómlistarunnendum sönnun þess, að iðkun kammertónlistar á sér framtíð. Efnisskrá tónleíkanna var ef til vill ekki að öllu leyti heppi- leg en þó skemmtilegt en tak- markað sýnishorn af kammer- tónlist. Tónleikarnir hófust með Capriccio op. 81 eftir Mendelssohn og var leikur unga fólksins sérlega góður. Ungu fólki lætur oft vel að leika hraðar línur en aftur á móti er hægferðugt tóntak þvi ekki eins eðlilegt, enda kom það greinilega fram í Mendels- sohn. Næsta á efnisskránni var verk eftir Lars-Johan Werle, eitt af frægari og afkastamestu tónskáldum Svía í dag. I Penta- gram per quartetto d’aechi er Werle að fást við sambærileg vandamál og svo nefndir „abstrakt” málarar, þ.e. að tón- gerðin, blær og afstaða tónanna er einangruð og látin standa án alls ivafs eða tilfinningatúlkun- ar, með sama hætti og mynd- gerðin sjálf, án túlkunar mynd- veruleikans, í málaralist. Slik tónlist verður oftast stutt og samanþjöppuð f formi. 1 næsta verkefni, strengjakvartett nr. Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON 3, eftir Bela Bartók, eru þessir þættir aftur á móti samofnir í eina heild. Það má segja að B :rtók hafi haft á valdi sinu öll blæ- og tóntaksfyrirbæri, sem voru einangruð hjá Werle, en þau eru samofin tónhugsun verksins, þjóna stærri heild. Flutningurinn á þessu verki var ekki eins rismikill og þurft hefði en þó skýr og skilmerki- legur. Síðasta verkið var strengjakvartett nr. 3 eftir Stenhammar. Það má heita furðulegt að Bela Bartók og Stenhammar eru samtíma- menn, en milli tónsmiða þeirra er heil öld, ef ekki meira. Kvartett Stenhammars á sam- leið með tónlist Beethovens, að stil og tóntaki og er algerlega ósnortin af þeim nýmælum sem voru viðfangsefni tónskálda á seinni hluta 19. aldar og fram á fyrri fjórðung þeirrar 20. Gegn þessu stendur tónlist Bartóks, vísar veginn fram á við og er enn fersk og hrífandi. Leikur ungmennanna var mjög góður, einkum þar sem reyndi á hraða- tækni en blæ og túlkunartækni hafa þau af eðlilegum ástæðum ekki náð að þroska með sér ennþá, þó ætla megi, að með aldrinum munu þau eiga eftir að bæta þar miklu við. Jón Ásgeirsson Ljósmynd M bl. jsfgurgeir I Eyjum. Fyrsta hringnótasíldin stór og falleg síld, kom til Eyja með Óskari Halldórssyni og fór beint í söltun. Wj >> Haustiaukakynning laugardag og sunnudag /d. 2-7 Látið fagmenn aðstoða við val haustlauka Jólahýasyntur Jólatúlípanar sími, 36770 — 86340 TOYOTA SAITMAVELIN cr óskadraunmr kouunnar. Toyota-saumavclin cr mcst sclda saumavclin á Islandi í d rOYOTAvarahlutaumboöið h.f Ármúla 23, Reykjavík, sími 81733. Einkaumboð á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.