Morgunblaðið - 01.10.1976, Side 12

Morgunblaðið - 01.10.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÓBER 1976 0 HVAÐ verður um hvíta íbúa Suður-Afríku eftir samkomulagið um að meirihlutastjórn blökkumanna verði mynduð í Ródesíu að tveimur árum liðnum? Verjast þeir til síðasta manns í síðasta virki hvíta mannsins f Afríku? Eða fara þeir að dæmi hvítu mannanna í Ródesíu og komast að samkomulagi við blökkumenn? Svör fást ekki við þessum spurningum, en sé skyggnzt aftur í sögu hvíta mannsins í Suður- Afríku má finna vísbendingar og þá koma í ljós rætur apartheidstefnunnar. TÁKNRÆNT getur talizt að kveikja blökkumannaóeirðanna í Suður-Afriku voru tungumáladeilur. Barátta gegn áhrifum enskunnar hefur alltaf verið rikur þáttur í þjóðernisbaráttu þeirra sextíu af hundraði hvítra íbúa Suður- Afríku sem tala afrikaans. Flestir þeirra eru af hollenzkum, flæmskum, þýzkum og frönskum ættum. Meirihlutinn er að vísu af hollenzkum ættum, enda voru það Hollendingar sem stofnsettu nýlendu í Suður-Afríku um miðja sautjándu öld, og lengi vel var hollenzka töluð. Seinna varð hún ritmál þegar afrikaans varð til sem talmál, en þó er afrikaans ekki hollenzka. Hún hef- ur orðið fyrir miklum áhrifum frá frönsku, malayísku, sem þrælar frá Hol- lenzku Austur-Indíum töluðu, málum blökkumanna og þýzku og ef til vill er hún líkari flæmsku en hollenzku. Hvitir Suður-Afríkumenn sem tala afrikaans kallast Afrikaners og heitið Búar („Boers" eða bændur) hefur ekki verið notað í áratugi (sama máli gegnir með „Afrikanders", sem nú er aðeins notað um vissa nautgripategund). AIIs eru hvitir íbúar Suður-Afríku um 4.2 milljónir og um einn þriðji talar ensku og er af brezkum uppruna. I Suður- Afríku er venjulega aðeins átt við hvíta menn þegar talað er um Suður- Afríkumenn og Evrópumenn, hvort sem þeir eru fæddir í Suður-Afríku eða ekki. Svertingjar eru yfirleitt kallaðir suð- ur-afrískir Afríkumenn og eru um 18 milljón talsins, en þegar talað er um blökkumenn („blacks") er strangt til tekið átt við Afrikumenn, Asiumenn og kynblendinga (einnig er talað um „Non- Europeans" og „Non-Whites“, sem nú er algengara). Svertingjar sem tala skyld tungumál eru kallaðir Bantumenn og það heiti hefur komið í staðinn fyrir innfædda („natives"), sem þó er enn notað, þótt margir Afríkumenn séu ekki fæddir í Suður-Afríku en flestir hvítir menn fæddir þar. Áður var oft talað um „Kaffa“, sem er arabíska og þýðir trú- leysingi, en það er niðrandi heiti. Frumbyggjarnir, það er þeir sem fyrir urðu að lúta í lægra haldi i Búastriðinu um aldamótin. Deilum þeirra lauk ekki þótt Suður-Afríka fengi innan brezka heimsveldisins sjálfstæði 1910, en segja má að þeim hafi lokið með sigri þjóð- ernissinna í kosningunum 1948. Ennþá eimir eftir af þessum deilum og tungan, er ekki það eina sem aðskilur ensku- og afrikaansmælandi Suður-Afríkumenn. Lífsviðhorf þeirra eru gerólík og hinir enskumælandi hafa alltaf verið áhrifa- miklir í efnahagslífinu. Tvö af fjórum fylkjum Suður-Afríku, Natal og gamla Höfðanýlendan eru gamlar brezkar nýlendur, en brezk áhrif hafa stöðugt dvinað þar. Hin fylkin eru hin gömlu sjálfstæðu lýðveldi Búanna inni í landi, Transvaal og Óraniu- fríríkið. Það er arfur frá þeim tíma þegar Bretar og Búar börðust að höfuð- borgirnar eru tvær: Pretoria þar sem stjórnin situr og Höfðaborg sem er aðset- ur þingsins (hæstiréttur hefur haft að- setur í þriðju borginni, Bloemfontein). 1 fyrri heimsstyrjöldinni tóku Suður- Afríkumenn Suðvestur-Afríku af Þjóð- verjum og að henni undanskilinni er Suður-Afríka eins stór og Frakkiand, Þýzkaiand og Italía til samans. Þegar talað er um þjóðernisstefnu og þjóðernissinna í Suður-Afríku er ekki átt við blökkumenn heldur Afrikaners og stefnu þeirra, sem hefur þróazt í apartheidstefnuna um aðskilnað kyn- þáttanna. Flokkur þeirra, Þjóðernis- sinnaflokkurinn, hefur stjórnað Suður- Afríku síðan hann sigraði í kosningun- um 1948 og aðeins sjö forsætisráðherrar hafa verið við völd síðan brezku ný- lendurnar og Búalýðveldin voru samein- uð í eitt ríki 1910: Botha, Smuts, Hertzog, Malan, Strijdom, Verwoerd og Vorster. SMUTS 0G BOTHA Tveir þeir fyrstnefndu, Botha og Smuts, voru Búahershöfðingjar, sem börðust gegn Bretum í Búastriðinu, og SIÐASTA VIRKIÐ voru í Suður-Afriku áður en Bantumenn og hvítir menn fluttust þangað, hafa löngum verið kallaðir Hottentottar og Búskmenn, en nú eru þeir fyrrnefndu yfirleitt kallaðir „Khoikhoi" og hinir síðarnefndu „San“, sem eru nákvæmari og virðulegri heiti. Þar við bætast kyn- blendingar („Cape Coloureds"), sem eru um 2.5 milljónir og litið er á sem sér- stakan kynflokk (kallaðir „hottmottar" í niðrandi merkingu), Indverjar, sem eru afkomendur verkamanna er voru fluttir til landsins og eru rúmlega sjö hundruð þúsund, og Asíumenn („Asiatics" en ekki ,,Asians“), en með því heiti er almennt átt við fólk frá Austurlöndum, þótt Japanir njóti sér- stöðu og litið sé á þá eins og hvíta menn. SKIPTING HVITRA Langt fram á þessa öld var skipting hvítra íbúa Suður-Afríku í afrikaans- mælandi og enskumælandi menn allt að því eins mikilvæg og skipting lands- manna í svarta menn og hvíta, Asíu- menn og kynblendinga. Enskumælandi hvítir menn eru auðvitað afkomendur gömlu nýlenduherranna, sem Búar börð- ust við mestalla nítjándu öldina unz þeir allir forsætisráðherrarnir hafa verið Afrikaners. Botha og Smuts einbeittu sér að sáttum við Breta og samvinnu við þá í heimsstyrjöldunum. Hertzog var boðberi þjóðernisstefnunnar. Malan inn- leiddi apartheidstefnuna, sem tók við af henni. Strijdom, Verwoerd og Vorster hafa útfært þá stefnu. Merkastur forsætisráðherranna var Jan Christiaan Smuts marskálkur (1870—1950), mikilhæfasti stjórn- skörungur sem Suður-Afríkumenn hafa átt. Hann hafði gífurleg áhrif í utanríkis- málum þegar brezka heimsveldið var og hét, en sætti alla tíð harðri gagnrýni þjóðernissinna heima fyrir. Auk þess sem hann var hermaður og stjórnmála- maður var hann heimspekingur og höf- undur kenninga sem hann kallaði „holisma". Hann þótti undirförull og var kallaður „Slim Jannie" (það er slóttugi Jannie). Hann lærði ekki að lesa fyrr en hann var tólf ára en vann frábær náms- afrek og komst ungur til áhrifa. Smuts átti þátt í gerð Versala- samninganna og stofnun Þjóðabanda- lagsins gamla, brezka flughersins (RAF) og Sameinuðu þjóðanna. Hann sat í striðsstjórn Breta í fyrri heims- styrjöldinni og var trúnaðarvinur og ráðunautur Churchills í hinni síðari. Eft- ir hann er heitið brezka samveldið („Commonwealth"). Hann var forsætis- ráðherra í 14 ár og varð leiðtogi Sameiningarflokksins, sem fylgdi Bret- um að málum, þótt hann væri Afrikaner og er nú flokkur enskumælandi manna og áhrifalítill. Louis Botha hershöfðingi (1862—1919) var miklu vinsælli en Smuts og margir Suður-Afríkumenn töldu hann meiri leiðtoga. Frægt er að hann tók Churchill til fanga i Búastríð- inu. Eftir striðið stuðlaði hann að góðum samskiptum við Breta og þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út barði hann niður uppreisn Búahershöfðingja, sem voru því andvígir að Suður-Afríkumenn berðust við hlið Breta. Siðan lagði hann þýzku nýlenduna Suðvestur-Afríku und- ir Suður-Afriku, en Smuts gekk ekki eins vel í herferð sem hann stjórnaði um skeið gegn Þjóðverjum í Austur-Afriku (Tanzaníu). KLOFNINGUR BUA James Barry Munnik Hertzog hers- höfðingi (1866—1942, höfundur þjóð- ernisstefnunnar og þar með apartheid, (þótt það hugtak yrði ekki til fyrr en eftir dauða hans), átti yfirleitt gott samstarf við Breta þótt hann væri lýðveldissinni, berðist gegn áhrifum þeirra og vildi halda þeim aðskildum gagnstætt Smuts, sem vildi stuðla að samruna hvitra íbúa. Botha lézt áður en kynþáttavandamál komu til sögunnar, Smuts leiddi þau hjá sér, en Hertzog hataði blökkumenn. Á valdatíma þessara þriggja forystu- manna (1910—1948) voru harðnandi árekstrar Breta og Afrikaners aðal- vandamálið og komu meðal annars fram í kirkjudeilum, tungumálatogstreitu og ágreiningi um stöðu Suður-Afríku: hvort landið ætti að vera hluti af samveldinu eða Búalýðveldi. Þjóðverjar nutu mikils stuðnings í heimsstyrjöldunum báðum og á árunum milli þeirra og hörð and- staða var gegn þátttöku Suður- Afríkumanna í styrjöldunum við hlið Breta. Þjóðverjar nutu öflugs og skipu- legs stuðnings I slðari heimsstyrjöldinni og meðal stuðningsmanna þeirra voru Malan, Strijdom, Verwoerd og Vorster — fjórir af sjö forsætisráðherrum Suð- ur-Afríku frá upphafi. Flokkar urðu ekki til í Suður-Afríku fyrr en 1912 þegar Hertzog sneri baki við Botha þar sem hann taldi hann of vin- veittan Bretum og stofnaði fyrsta Þjóð- ernissinnaflokkinn. Smuts varð forsætis- ráðherra 1919 og flokkur hans hét þá Suður-Afrikuflokkurinn en Hertzog tók

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.