Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÖBER 1976 Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi Sárin grædd í Eyjum. Og þetta er ekkert smáræðis verk eins og sjá má á stærðinni á jarðýtunum í flaginu þar sem þær róta moldinni yfir vikurlagið. Uppbygg- ingin í Eyjum gengur vel GIFURLEGUR fjöldi bæði er- lendra og innlendra ferða- manna hefur sótt Eyjar heim í sumar. Það sem vekur einna mesta athygli túrista nær und- antekningalaust, er hve öll end- uruppbygging hefur vel tekist. Fyrir nokkru var blaðið SJÁVARFRÉTTIR á ferð hér. Um för sína segja þeir m.a. „Hlýtur það að vekja í senn furðu og aðdáun allra þeirra er koma til Vestmannaeyja af hve miklum dugnaði og krafti hefur verið unnið að enduruppbygg- in’gu eftir eldgosið, og hve ótrú- lega skamman tíma það hefur tekið að fá hjól athafnalífsins til þess að snúast að nýju.“ Þannig er yfirleitt dómur þess fólks, sem heimsækir okk- ur og glöggt er gests augað. Þrátt fyrir það er til litill hópur þröngsýnismanna, í Eyj- um og á fastalandinu, sem neit- ar að viðurkenna að endurupp- byggingin hafi tekist með ágæt- um. Telur þröngsýnishópurinn, að það þjóni betur imynduðum pólitiskum hagsmunum. Reynt er á allan hátt að grafa undan trausti bæjarstjórnar. Því er lætt inn hjá fólki, að bæjar- stjórn, upp til hópa sé saman- sett af úrræðalausu, fram- kvæmdalausu og jafnvel illa meinandi fólki. Hún hafi ekk- ert jákvætt gert. Af og til hefur þessum sjón- armiðum verið hampað í Morg- unblaðinu af Arna Johnsen blaðamanni. Vegna alls þessa þykir mér rétt að drepa á nokkur verk- efni, sem er verið að vinna að í Eyjum og hefur verið unnið að á undanförnum mánuðum. Þá geta þeir lesendur Morgun- blaðsins, sem enn hafa ekki komið til Eyja, betur dæmt um, hvort ekkert sé gert af hálfu bæjarstjórnar i uppbygging- unni. ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Á METTÍMA Sunnudagurinn 12. sept. s.i. var mikill gleðidagur i okkar uppbyggingarstarfi. Þá var eitt- hvert glæsilegasta íþróttahús landsins vigt við hátiðlega at- höfn. Fyrír mánuði var sund- höllin tekin í notkun. Það var á Þorláksmessu 1974 að bæjarstjórn samþykkti að taka tilboði Klemmensen og Nilsen um byggingu hússins. 31. maí 1975 tekur svo mennta- málaráðherra fyrstu skóflu- stunguna. Á 15. mán. er mann- virkið, sem er 3300 ferm., full- gert. Mun þetta vera mettími á íslenskan mælikvarða. Kostnað- ur verður samtals um 390 milljónir króna. Hlutur bæjar- sjóðs i kostnaðinum verður ná- lægt 200 milljónum. Með tilkomu hússins skapast frábær aðstaða til allra iþrótta- iðkana, sem Eyjamenn munu örugglega sýna að þeir kunna að meta. Þótt hér sé um mjög fjárfreka framkvæmd að ræða, er ég sannfærður um, að engin vildi nú vera án hússins, eða skipta fyrir einhverja aðrar framkvæmdir í bænum. NÝTT SKIPOG FERJUAÐSTAÐA í sumar gátum við einnig fagnað komu nýs skips þ.e. Herjólfi. Bæjarsjóður hefur lagt töluvert fjármagn til hluta- félagsins og á eftir að gera á næstunni. Menn skulu gera sér grein fyrir þvi, að nýtt skip hefði aldrei komið hingað nema fyrir jákvæða afstöðu bæjar- stjórnar til málsins. Fullkominn ferjuaðstaða var útbúin í höfninni og gekk verk- ið sérstaklega fljótt og vel. Kostnaður við verkið varð samt ekki nema um 20 milljónir króna og stóðst fullkomlega áætlun. HITAVEITAN HEFUR FORGANG Þegar gosið stóð sem hæst datt örugglega engum í hug, að hraunið sem þá rann ætti eftir að skapa möguleika á hitaveitu fyrir kaupstaðinn. Nú er þetta orðin staðreynd. Um nokkurt skeið hefur Sjúkrahúsið verið hitað upp með varma frá Hraunveitunni. Hefur þetta reynst mjög vel og gefur vissu- lega tilefni til verulegrar bjart- sýni um frekara framhald. Hús- in austast í bænum eru nú sem óðast að tengjast veitunni. Það er stefna bæjarráðs og bæjar- stjórnar að framkvæmdum við hraunveituna verði hraðað svo sem kostur er. Olíukostnaður okkar er um 250 milljónir á ári og því mikið hagsmunamál að geta nýtt hraunvarmann til upphitunar húsa. Nýlega sendi Fjarhitun h.f. frá sér greinargerð vegna nýtingar hraunhitans. Segir þar m.a. „Álitið er að aðalaflið frá hraunveitunni þurfi ekki að vera tryggt nema í um 10 ár, til þess að þessi breyting eigi rétt á sér. Hins vegar er engum möguleikum kastað á glæ, held- ur er hvenær sem er hægt að setja upp aðra tegund aflgjafa, ef hraunveitan uppfyllir ekki þær vonir, sem bundnar eru við hana.“ Á þessu sést, að áhættan er engin að halda áfram með verk- ið. Það er stefna bæjarstjórnar, að þetta mál hafi forgang. NÝTT RÁÐHÚS Nýlega hafa bæjarskrifstof- urnar flutt megnið af sinni starfsemi 1 nýja Ráðhúsið. Áður var þetta hús Sjúkrahús 1 Eyj- um, en þegar það nýja var tekið í notkun var samþykkt að gera gamla húsið að Ráðhúsi. Allar endurbætur eru vel gerðar og húsið allt hið vistlegasta, þó án nokkurs iburðar. Aður voru skriftofur kaupstaðarins I leiguhúsnæði, þar sem vinnuað- staða var orðin léleg. LÓÐIR OG IBÓÐAMÁL A undanförnum mánuðum hefur mikið af tekjum bæjar- sjóðs farið í það að gera lóðir á ýmsum stöðum i bænum bygg- ingarhæfar. Slikar fram- kvæmdir sjást ekki mikið á yf- irborðinu. Mjög verulegt átak var t.d. gert í hverfinu vestur á Hamri. Þar þurfti á skömmum tíma að gera mörg hundruð lóð- ir byggingarhæfar, skólp, raf- magn o.fl. Þetta hefur kostað bæjarsjóð gífurlega fjármuni. Á sinum tíma samþykkti bæjar- stjórn að láta byggja 66 Ibúðir í fjölbýlishúsum. Einnig tók Framkvæmdanefnd sú er sá um framkvæmdir að sér að láta byggja 36 ibúðir fyrir stjórn verkamannabústaða. Nú hefur verið flutt í allar þessar fbúðir utan 18, sem eru verkamanna- íbúðir. Bæjarsjóður hefur nú tekið 11 af umræddum íbúðum sem leiguíbúðir fyrir starfsfólk sitt. AÐRAR FRAMKVÆMD- IR Hér hafa verið nefndar nokkrar stórframkvæmdir en að mörgu öðru er einnig verið að vinna. Má t.d. nefna eftirfar- andi af mörgu: t sumar hefur verið unnið við safnhúsið á hverjum degi. Liklegt er að uppúr áramótum geti Bókasafn Vm. flutt í húsið. Á undanförn- um árum hefur safnið ætíð ver- ið á hrakhólum með bókakost sinn. Verulegt átak hefur verið gert 1 viðgerðum á gangstétt- um, en í gosinu skemmdust þær verulega. Þótt Viðlagasjóður sjái að mestu um uppgræðsluna og hafi gert stórátak í þeim efnum þá lendir samt sem áður sumt á bæjarsjóði. Þannig var unglingavinna og vinnuskóli á vegum bæjarsjóðs I sumar. Við- hald gatna er alltaf töluvert, sér I lagi í tfðarfari eins og í sumar. Nýr smábarnaskóli er nýrisinn í Hamarshverfinu, fyr- ir fjóra yngstu aldurshópana sem þar búa. FÉLAGSLEG ÞJÓNUSTA ER MIKIL Miðað við aðra staði landsins erum við sérstaklega vel stödd hvað varðar félagslega þjón- ustu, en hún kostar bæjarsjóð mikla fjármuni. Við rekum hér tvö dagheimili fyrir börn og einn leikskóla. Eitt fullkomnasta sjúkrahús landsins er hér. Nýtisku dvalar- heimili fyrir aldraða. Stórt fé- lagsheimili og leikhús. Viðhald og nokkuð af rekstri skólanna lendir á bæjarsjóði. Iþróttavell- irnir tveir eru dýrir 1 rekstri. Styrkir til allra mögulegra fé- laga og félagasamtaka í bænum til að þau geti haldið uppi sinni starfsemi. Hér er alls ekki verið að telja þetta eftir. En fólk verður að gera sér grein fyrir þvi, að eftir þvi sem þjónustan við borgarann er meiri á þess- um sviðum verður minna til af fjármunum í verklegar fram- kvæmdir. 4500 ÍBtJAR Fjöldi Ibúa i Eyjum er nú um 4500. Einmitt vegna þeirra framkvæmda og þeirrar þjón- ustu sem að framan er rakin hefur fólk sóst eftir að koma hingað að nýju. Margt aðkomu- fólk hefur einnig komið hingað vegna þess að Vestmannaeyjar eru að verða I röð fremstu kaupstaða landsins, hvað allan aðbúnað og þjónustu við þegn- ana áhrærir. Hér hefur einnig verið næg atvinna. VIÐLAGASJÓÐUR OG (JTTEKTARNEFND: Margir hafa orðið til þess að gagnrýna Viðlagasjóð fyrir slæma frammistöðu gagnvart Vestmannaeyingum. Einnig hefur rlkisvaldið verið dregið inn I þessa gagnrýni. Mín skoð- un er sú, að gagnrýni þessi eigi ekki rétt á sér á þessu stigi málsins. Þegar þetta er ritað hefur enn ekki farið fram loka- uppgjör við bæjarsjóð. Það get- ur þvl enginn fullyrt, hvernig endanlegum bótagreiðslum verður háttað. Stjórn Viðlaga- sjóðs hlýtur að skilja vanda okkar og sýna skilning. Viðlaga- sjóður var settur á laggirnar á sínum tlma til að bæta það tjón, sem yrði af völdum náttúru- hamfaranna. Fyrir nokkru var skipuð þriggja manna nefnd, af Al- þingi, til að gera úttekt á stöðu bæjarsjóðs Vm. Nefndin hefur ekki enn lokið störfum. Hver segir að hún verði neikvæð I okkar garð? Mér finnst mun líklegra, að hún verði jákvæð og bendi háttvirtri ríkisstjórn á, að enn vantar verulega fjár- muni til að bæjarsjóður geti f framtíðinni staðið á eigin fót- um. Málum okkar verður sýnd- ur skilningur, m.a. vegna þess hve plássið er mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild. Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra hefur marglýst þvi yf- ir, bæði I Eyjum og á Alþingi, að staðið verði við allar skuld- bindingar gagnvart Vest- mannaeyjum. Fjármagn verði útvegað til uppbyggingarstarfs- ins. Ég treysti fullkomlega orð- um forsætisráðherrans 1 þess- um efnum. Menn ættu þvi að leggja nið- ur ótimabæra gagnrýni og sjá til hvað útúr störfum nefndar- innar kemur. ÝMISLEGT ÓGERT Auðvitað viðurkenni ég eins og allir aðrir, að ýmislegt er ógert, hvernig ætti llka annað að vera. En menn verða að gera sér grein fyrir því, að hvorki hafa verið til fjármunir né mannskapur til að gera alla hluti I einu. Það hefur ekki skort vilja bæjarstjórnar til að gera hlutina. Gatnakerfið er enn ekki kom- ið í lag. Margar malbikaðar göt- ur eru hreinlega ónýtar og slæmar yfirferðar. Stórátak verður að gera I þessum efnum. Gatnagerðaráætlun til 10 ára hefur verið gerð og er áætlaður kostnaður á núgildandi verð- lagi um 1100 milljónir króna. Skipalyftan er mál, sem unn- ið er að. Frárennsli norður fyr- ir Eiði hefur beðið, en þolir ekki langa bið til viðbótar. Þannig væri áfram hægt að telja upp æði margt sem ógert er. Það er mín trú eins og flestra Vestmannaeyinga, að með samstöðu okkar og velvilja stjórnvalda takist að leysa þessi mál sem önnur. Vonandi eiga sem flestir landsmenn kost á því að heim- sækja okkur og sjá með eigin augum, hve vel hefur tekist til við alla enduruppbyggingu bæjarins. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.